Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 48

Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 48
Árlegir jólatónleikar Söngfjelagsins verða í Langholts- kirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Um er að ræða tíu ára jólatónleika Söngfjelagsins, sem er 60 manna kór undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar organista. Yfirskrift tónleikanna er „Balkanjól“ og er rauði þráðurinn á tónleikunum þjóðlagatónlist sem byggist á sterkum hefðum. Auk kórsins kemur fram hópur innlendra og erlendra listamanna: Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans, tríóið Trëi frá Basel í Sviss og söngkonan Rumyana Filkova frá Búlgaríu ásamt Borislav Zgurovski harmonikuleikara. „Balkanjól“ Söngfjelagsins á tvenn- um jólatónleikum í Langholtskirkju LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 338. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Phil Döhler, þýskur markvörður toppliðs FH í úrvals- deild karla í handknattleik, Olísdeildinni, er á sínu þriðja tímabili með Hafnarfjarð- arliðinu. Í samtali við Morgunblaðið kveðst Döhler hæstánægður með dvölina á Íslandi enda elski hann land og þjóð. Döhler vinnur með börn- um, bæði í Áslandsskóla og sem markmannsþjálfari hjá FH, og kann því afar vel. Segir hann yngstu börnin í skól- anum hafa kennt sér alla þá ís- lensku sem hann hafi lært til þessa. »40 Nýtur þess að spila handbolta með toppliðinu og vinna með börnum ÍÞRÓTTIR MENNING Hönnunin hefur fært Kristínu ómælda gleði. Ákaflega gaman hafi verið að gera merki og bókarkápur. Gerð íslenska vegabréfsins, sem hjónin hönnuðu 1998, hafi líka verið skemmtileg, en Kristleifur Daðason, sonarsonur þeirra, sá um tölvu- vinnslu og frágang tillagna. Hún hafi svo lokið hönnuninni í prentsmiðj- unni í Kanada. „Viðfangsefnið var í raun hnattstaða Íslands; straumar umhverfis landið, bæði haf- og loft- straumar. Ég sá ákaflega eftir því þegar vegabréfinu var skipt út fyrir annað fyrir nokkrum árum.“ Hönnun íslenskra peningaseðla var líka mikil áskorun fyrir Kristínu og Stephen Fairbairn, einn helsta samstarfsmann hennar. „10.000 króna seðillinn er í raun minningar- verk um Jónas Hallgrímsson,“ segir hún. Hönnunin hafi kostað mikla heimildavinnu og hún hafi m.a. notið góðs af nýútkominni ævisögu um skáldið eftir Pál Valsson. Hún hafi líka unnið með frábæru samstarfs- fólki eins og Stephen Fairbairn og fengið hann til liðs við sig í seðla- hönnuninni. Vill endurvekja merkið Mörg skilti og merki Kristínar hafa vakið verðskuldaða athygli og einna stoltust er hún af merkinu sem hjónin gerðu fyrir Náttúruverndar- ráð 1967. „Það er frábært merki og við Íslendingar höfum verið öfund- aðir af því í áratugi,“ staðhæfir Kristín. „Mér sýnist það vera að hverfa úr notkun og það er óskiljan- legt, því betra tákn um náttúru- vernd er vandfundið. Ég þrái að endurvekja merkið, þetta tákn um náttúruvernd Íslendinga.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Verk Kristínar Þorkelsdóttur, myndlistarmanns og grafísks hönn- uðar, eru eins fjölbreytt og þau eru mörg, en hún steig fyrst fram opin- berlega á sviðið 1955. „Lífið þarf að vera svolítið gaman,“ segir Kristín, sem er 85 ára í dag. „Gleðin er lykil- atriði og hjá mér felst hún í að vinna skapandi starf.“ Yfirlitssýning á verkum Kristínar hefur verið í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ frá því í maí og verður til áramóta. Í tengslum við sýninguna kom út bókin Kristín Þorkelsdóttir eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og Birnu Geirfinnsdóttur þar sem þær rekja hönnunarsögu hennar í máli og myndum. „Mér hefur verið hoss- að mikið á árinu,“ segir handhafi heiðursverðlauna Hönnunarverð- launa Íslands 2020, sem úthlutað var fyrr á árinu, en nýjasta verk hennar er myndskreyting bókarinnar Hug- leiðingar Vilborgar, sem kom út fyr- ir skömmu. „Vilborg bað mig að mála óræðar myndir við hugleiðing- arnar og mér þótti afskaplega vænt um að fá þessa beiðni, sagði já án þess að hugsa mig um.“ Hjónin Kristín og Hörður Rafn Daníelsson seldu Auglýsingastofu Kristínar 1994. Hún segir að þá hafi þau farið að ferðast um landið í auknum mæli, hann að ljósmynda það í breiðmyndaformi og hún að vatnslita landslag. „Mér finnst ís- lensk náttúra ákaflega hvetjandi og nærandi fyrirbæri. Ég uppgötvaði landslagsmálverkið og vatnslitina úti í móa á Þingvöllum 1984 og síðan þá hefur mig hvorki langað til né hef ég getað hætt að mála landslag.“ Allt nema frímerki Í Myndlista- og handíðaskólanum málaði Kristín abstrakt en eftir út- skrift sneri hún sér að grafískri hönnun. Hún hefur hannað skilti, merki, umbúðir, bækur, peninga- seðla, dagatöl og vegabréf, en hvað ekki? „Ég hef ekki gert frímerki,“ svarar hún og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um það. Fyrir margt löngu hafi hún þó verið í frí- merkjanefnd og þá hafi Þröstur Magnússon verið aðalhönnuður frí- merkjanna. „Hann gerði frábæra hluti.“ Gleðin er í sköpuninni - Kristín Þorkelsdóttir lítur yfir farinn veg á 85 ára afmælinu Morgunblaðið/Eggert Fjölhæf Kristín Þorkelsdóttir hefur einbeitt sér að málverkinu undanfarna áratugi eftir að hafa verið í fararbroddi í fjölbreyttri grafískri hönnun. Best Náttúruverndarmerki Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.