Morgunblaðið - 13.12.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.12.2021, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 3. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 292. tölublað . 109. árgangur . jolamjolk.is Stúfur kemur í kvöld dagar til jóla 11 Fjórar frábærar bækur! holar@holabok.is • www.holabok.is Fugladagbókin 2022 Glæsileg dagbók. Á undan hverri viku er margþættur fróðleikur um 52 fugla og glæsilegar ljósmyndir af þeim. Spæjara- hundurinn Stórskemmtilegt og spennandi ævintýri um afar klókan hund sem fær í loppurnar sakamálin sem lögreglan hefur gefist upp á. Ekki var það illa meint Ljóðaúrval Hjálmars Freysteinssonar kemur öllum í gott skap. Ógn Dulúð, spenna, kynja- skepnur, ástir. Bók fyrir unglinga á öllum aldri! LYFTI 560 KÍLÓUM OG SETTI TVÖ EVRÓPUMET EFNIÐ LEITAÐI Á MIG FYRSTI OG EINI FLUTNINGSFULLTRÚI SVEITARFÉLAGS ÞUNG SKÝ EINARS KÁRASONAR 29 LINDA LEA 11KRISTÍN Á EM 27 _ Drangar í Árneshreppi eru nú friðaðir. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, segir ekkert benda til þess að málið hafi ekki verið unnið samkvæmt reglum. Forveri hans í umhverfisráðuneytinu tilkynnti friðlýsingu Dranga á síðustu stundu, rétt áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Vinnubrögð fyrrverandi umhverfisráðherra hafa verið gagnrýnd, þá helst af þingmanni Miðflokksins, Bergþóri Ólasyni, sem sagði á Alþingi í síðustu viku að friðlýsingin hefði veruleg áhrif á virkjunarkosti innan svæðisins. »4 Ljósmynd/Umhverfisstofnun Drangar í Árneshreppi Vinnubrögð fyrr- verandi ráðherra hafa verið gagnrýnd. Friðlýsing Dranga tekur gildi í dag _ Samþykkt var nær einróma á fundi íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis í síðustu viku að skora á Dag B. Eggertsson borg- arstjóra að framlengja frest til at- hugasemda um skipulagsbreytingu á Bústaðavegi. Frestur til athuga- semda rennur út 15. desember en samtökin vilja að hann verði fram- lengdur til 1. apríl á næsta ári. Frá þessu greinir Gísli Kr. Björnsson, formaður samtakanna, í grein í Morgunblaðinu í dag. Ljóst sé að of stuttur tími hafi verið gef- inn til að gera athugasemdir við til- lögur að breytingum í hverfinu. Þá segir Björn íbúa hafa gróskumiklar hugmyndir sem vert sé að borgar- yfirvöld líti til. »16 Skora á borgarstjóra að lengja frestinn _ Þáttaröðin Stormur, þar sem fjallað er um faraldur Covid-19 hér á landi, verður ekki sýnd yfir hátíð- arnar eins og vonir stóðu til. Jóhannes Kr. Kristjánsson segir í samtali við Morgunblaðið að enn sé verið að vinna þættina. Auk þess hafi hann grunað að fólk væri síður spennt fyrir þeim, þar sem áhrifa veirunnar gæti enn. Tökudagarnir eru orðnir 375 talsins. »6 Tökudagarnir orðnir 375 í faraldrinum Jólaandinn og hlýleikinn réðu ríkjum þennan þriðja sunnudag í aðventu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Þessir skemmtilegu jólaálfar glöddu unga sem aldna við jólatréð í þorpinu. Árlegt jólaball sunnudagaskólans í Fríkirkjunni í Hafnarfirði var einnig haldið í gær, þar sem Fríkirkjubandið lék fyrir dansi. Skemmtu gestir sér vel og önduðu að sér sönnum hafnfirskum jólaanda. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Álfar brugðu á leik í Jólaþorpinu í Hafnarfirði Sonja Sif Þórólfsdóttir sonjasif@mbl.is Líftæknifyrirtækið Ísteka ætlar að ráðast í víðfeðmar umbætur á eftir- liti með blóðgjöfum hryssa. Í skrif- legu svari til Morgunblaðsins segir framkvæmdastjórinn, Arnþór Guð- laugsson, að ekki sé búið að áætla kostnaðinn nákvæmlega en gera megi ráð fyrir að hann hlaupi á tug- um milljóna króna. Umbæturnar krefjist fjárfestingar í bæði fólki og innviðum. Greint var frá því í síðustu viku að Ísteka hefði rift samningi við tvo bændur á grundvelli dýravelferðar- frávika. Arnþór segir að samningn- um hafi verið rift vegna þeirrar með- ferðar sem sjá mátti í myndbandi sem svissnesk dýraverndarsamtök birtu í lok nóvember. Sást þar slæm meðferð hrossa af hálfu samstarfs- bænda Ísteka. Verið að rannsaka myndefnið Alls hefur Ísteka verið í samstarfi við 119 bændur um blóðgjafir hryssa til lyfjaframleiðslu á þessu ári. Arn- þór segir það skipta Ísteka, sem og viðskiptavini þeirra, miklu máli að afurðin sem fyrirtækið kaupi sé unn- in með velferð dýranna að leiðarljósi. Rannsókn á myndbandinu og öðrum atvikum og fullyrðingum í því sé enn í gangi og niðurstaða liggi ekki fyrir. Það sem Ísteka hyggst bæta snýr að stórum hluta að starfsfólkinu. Það verði frætt og vitundarvakning efld. Þá er stefnt að því að starfsmenn, bændur, dýralæknar og öryggis- verðir hljóti formlega þjálfun. »4 Kostar tugi milljóna - Ráðast í miklar umbætur eftir myndband svissneskra dýraverndarsamtaka - Myndbandið enn til rannsóknar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.