Morgunblaðið - 13.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021
ANNA LEA OG BRÓI TAKA
ÁMÓTI ÞÉR Á KANARÍ
Fararstjórarnir okkar á Kanarí eru þau Anna Lea
og Brói, en þau taka vel ámóti farþegumÚrval Útsýn
og bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir þá sem
vilja. Þau eru bæði íþróttakennarar.
Þau hafa starfað sem fararstjórar erlendis frá 2005.
FLUG OG GISTING Á JARDIN ATLANTICO
VERÐ FRÁ 76.500 KR
VERÐ Á MANN M.V. 2 FULLORVÐNA OG 2 BÖRN.
JANÚAR OG FEBRÚAR
KANARÍ
Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria áratugum saman og hefur
eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í sólarfrí er erfitt
að finna, fyrir unga sem aldna. Stöðugt hitastig, þægilegt loftslag, hreinar strendur og
stórbrotið landslag er eitthvað sem heillar alla!VINSÆLT
HÓTEL HJ
Á
ÚRVAL ÚT
SÝN
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Ekkert bendir til þess að gos fari af
stað á næstu dögum vegna jökul-
hlaups í Grímsvötnum. „Við sjáum
bara engin merki. Það eru engir
skjálftar sem benda til þess að kvika
sé að brjótast af stað,“ segir Magnús
Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræð-
ingur en bætir við að vísindamenn
geti ekki borið ábyrgð á því hverju
eldfjöllin kunni að taka upp á.
Magnús rifjar upp eldgos í Gríms-
vötnum árið 2004, en það kom í kjöl-
far jökulhlaups. Margt hafi þó áður
bent til gossins, svo sem óróahviður,
jarðskjálftar og aukin gufuvirkni.
„Svo fer hlaup af stað og þá brýst
gosið út. Þetta var ekki stórt gos en
þetta var gosmökkur sem reis um 10
til 11 kílómetra og varði það í rúman
sólarhring. En þarna var alveg víst
að gos myndi koma og hlaupið
hleypti því af stað. Nú eru aðstæður
þannig að Grímsvötn voru ekki nógu
nærri því að gjósa til þess að hlaupið
dygði til að hleypa því af stað,“ út-
skýrir hann.
Þegar fyrst var greint frá hlaup-
inu í Grímsvötnum nú í nóvember
ýjuðu sérfræðingar að því að eldgos
gæti komið í kjölfarið. Hefur það leg-
ið fyrir?
„Við getum sagt að við gefum
þessu smá tíma. En ég myndi segja
að ef það færi af stað gos núna á
næstu dögum væri það óbein afleið-
ing af hlaupinu,“ segir hann og bætir
við að engin merki bendi til þess að
kvika sé í þann mund að brjóta sér
leið gegnum jarðskorpuna.
„Það sem var athyglisvert við
þetta hlaup er að það mynduðust
tveir sigkatlar nærri hlauprásinni og
annar ketillinn er 60 metra djúpur.“
Flugvél Isavia flaug yfir á föstu-
dag og er stefnt að því að birta
myndefni þaðan í dag.
Ekkert bendir til
goss eftir hlaupið
- Athyglisverðir sigkatlar myndast
Ljósmynd/Jón Grétar Sigurðsson
Hlaupið Magnús Tumi segir að gos
myndi tengjast hlaupinu óbeint.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Framkvæmdastjóri miðla hjá Sím-
anum segist ekkert botna í tillögum
um stóraukin framlög úr ríkissjóði til
Ríkisútvarpsins
(Rúv.) á sama
tíma og dregið sé
úr styrkjum til
einkarekinna
miðla, sem þó hafi
verið teknir upp
til þess að jafna
rekstrarstöðu
miðlanna.
„Ég held að
lækkunin á fram-
lögum til frjálsu
fjölmiðlanna sé nefnd aðhaldskrafa.
Það er óskiljanlegt að það sé ekki
gerð sambærileg aðhaldskrafa á
Ríkisútvarpið, heldur þvert á móti
verið að hækka framlögin,“ segir
Magnús Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri miðla hjá Símanum, í samtali
við Morgunblaðið.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2022 er
lagt til að framlög til Ríkisútvarpsins
verði aukin um 430 milljónir króna
milli ára. Þau námu 4,655 milljörðum
króna á árinu sem er að líða, en verði
frumvarpið samþykkt óbreytt munu
framlög úr ríkissjóði alls nema 5,085
milljörðum króna, sem er liðlega 9%
hækkun milli ára. Gert er ráð fyrir
að framlögin haldi áfram að hækka á
næstu árum, um 4% á ári.
Í fjárlagafrumvarpinu er og gert
ráð fyrir styrk til einkarekinna fjöl-
miðla, alls 384,3 milljónum króna,
sem er um 2% lækkun frá því sem
var á þessu ári, en gert er ráð fyrir
að sá styrkur muni áfram lækka á
komandi árum.
Magnús bendir á að auglýsinga-
tekjur allra fjölmiðla í landinu hafa
lækkað um 6-10% á ári að undan-
förnu, en hlutfallslega þó minnst hjá
Ríkisútvarpinu, sem hafi í krafti
stærðar sinnar náð að auka hlutdeild
sína.
Nægt rými til hagræðingar
„Ég er með öllu á móti þessum rík-
isstyrkjum og hlægilegt að nánast
hver einasti fjölmiðill í landinu sé
kominn á ríkisjötuna,“ segir Magn-
ús. „Ríkisvaldið sjálft virðist strax á
fyrsta ári hafa áttað sig á því hvað
þetta er heimskulegt og þess vegna
farið að draga úr þessum styrkjum
aftur. Alls staðar nema hjá eigin
miðli, Ríkisútvarpinu, þar sem er
nægt rými til hagræðingar.“
Hann bendir á að ríkismiðillinn fá-
ist við fjölmargt umfram lögboðnar
skyldur og því næg tækifæri til hag-
ræðingar þar. En er ekki eitthvað í
rekstri Rúv. sem kallar á auknar
fjárveitingar?
„Nei, ekki hjá Ríkisútvarpinu um-
fram aðra miðla í landinu. Auðvitað
hefur gengisþróun ekki verið hag-
stæð varðandi kaup á erlendu efni,
en er það hlutverk hins opinbera að
kaupa erlent skemmtiefni? Það hafa
allir fundið fyrir launaþróun í land-
inu, en frjálsir fjölmiðlar geta ekki
knúið dyra hjá fjármálaráðuneytinu
til þess að biðja um meiri pening,
þeir verða að hagræða eða finna nýj-
ar tekjur.“
Magnús segir að tekjufall ís-
lenskra miðla sé ekki vegna þess að
auglýsingamarkaðurinn hafi minnk-
að, þvert á móti, heldur leiti hann til
erlendra miðla í auknum mæli. Rík-
isútvarpið hefur hins vegar aukið
hlutdeildina hér í krafti stærðar og
sívaxandi framlaga úr ríkissjóði.
Hann tekur fram að Síminn flytji
ekki fréttir og sé því ekki styrkhæf-
ur. Samt sem áður sé hann í harðri
samkeppni við miðla sem þiggi rík-
isstyrki, en engan þó í sama mæli og
Ríkisútvarpið. „Það er erfitt að
keppa við það.“
Engin aðhaldskrafa
gerð á Ríkisútvarpið
- Stóraukin framlög til Rúv. - Dregið úr styrk til einkamiðla
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisútvarpið Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eiga framlög úr ríkissjóði til
þess að aukast um 9% milli ára, en styrkir til einkarekinna miðla að lækka.
Magnús
Ragnarsson
Bólusetning gegn Covid-19, sem
hingað til hefur að mestu leyti farið
fram í Laugardalshöll, verður færð
á annan stað eftir áramót. Er þetta
vegna framkvæmda sem eru fyrir-
hugaðar í höllinni en fyrir liggur að
setja þarf nýtt gólf og nýjan ljósa-
búnað í salinn, sem orðinn er borg-
arbúum vel kunnur.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
segir óákveðið hvenær bólusetning-
arnar verða færðar í annað húsnæði
en það fari eftir því hvenær fram-
kvæmdir fari í gang. „Við verðum í
anddyrinu í höllinni núna fram að
áramótum. Við förum ekki inn í sal-
inn vegna þess að það eru ekki
margir að koma en svona verður
þetta fram að áramótum,“ segir
hún. Ekki hefur verið ákveðið hvar
bólusetningarnar munu fara fram
þegar framkvæmdir hefjast.
Húsið verður opið næstu vikuna á
milli kl. 10 og 15 en frá 10 til 12 á
milli jóla og nýárs. Lokað verður 17.
desember vegna tónleika í höllinni.
Hvernig hefur mætingin verið í
örvunarbólusetningu hingað til?
„Ég er ekki alveg með þær tölur
á hreinu en tilfinningin er þokka-
lega góð. Það eru náttúrlega margir
búnir að fá Covid núna og síðan eru
stórir hópar sem á eftir að boða,“
segir hún. Almennt eiga sex mán-
uðir að líða á milli síðari skammts
og örvunarbólusetningar en þrír
mánuðir nægja hjá fólki yfir sjö-
tugu.
Samkvæmt tölfræði á vefnum
covid.is hefur 135.891 einstaklingur
fengið örvunarskammt en alls eru
282.199 fullbólusettir, þ.e. búnir að
fá tvo skammta. Þeir sem voru boð-
aðir í seinni bólusetningu 7. júlí og
fyrr hafa nú fengið boð í örvunar-
bólusetningu að sögn Ragnheiðar.
Nú fari síðan mesta púðrið í að út-
færa hvernig bólusetningu sex til 11
ára barna skuli háttað, fari hún á
annað borð fram.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höllin Bólusetning við Covid-19 mun fara fram annars staðar en í höllinni
þegar framkvæmdir hefjast. Óvíst er með staðsetningu að sögn Ragnheiðar.
Bólusetningin
færist úr höllinni
- Skipta þarf um gólf og ljósabúnað