Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 4

Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 595 1000 Jólagjafabréf Heimsferða komin í sölu! 10.000 og færð 15.000 20.000 og færð 30.000 40.000 og færð 60.000 Gefðu góðar minningar Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Siðanefnd Háskóla Íslands kannar í dag hvort mál Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi dós- ents við skólann, verði tekið fyrir efn- islega hjá nefndinni. Mál Ásgeirs lýtur að meintum rit- stuldi en rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um að hafa byggt á bók sinni, Leitin að svarta víkingnum, í nýútkominni bók Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs, án þess að geta heimilda. Rektor tekur ákvörðun Bergsveinn vísaði málinu til siða- nefndar háskólans en Skúli Skúlason, formaður nefndarinnar, segir alls óvíst að málið hljóti efnislega umfjöll- un hjá nefndinni. Fyrst þurfi hún að leggja mat á það hvort Ásgeir heyri enn undir háskólann. Ásgeir starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004 og var þar deildarfor- seti frá árinu 2015. Hann tók við emb- ætti seðlabankastjóra 20. ágúst 2019. Ef nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að hún geti tekið málið til efnis- legrar umfjöllunar mun hún rann- saka það og gefa málsaðilum kost á andmælum. Þá getur nefndin einnig leitað eftir sátt í málinu á milli máls- aðila. Ef ekki næst sátt skilar nefndin niðurstöðu sinni til rektors Háskóla Íslands. Er það í hans höndum að taka afstöðu til niðurstöðunnar og grípa til viðeigandi ráðstafana. Bergsveinn svarar Finnboga Í viðtali við Morgunblaðið á laug- ardag sakaði rithöfundurinn Finn- bogi Hermannsson Bergsvein um að hafa stolið orðalagi úr bók sinni. Á laugardagskvöld svaraði Bergsveinn þeim ásökunum Finnboga í grein á Vísi og sagði hann skorta frumlega hugsun. Hann sagðist einnig hafa svarað Finnboga hvað þetta varðar árið 2010 en að Finnbogi virtist hafa gleymt því. Forsaga málsins er sú að árið 2003 sendi Finnbogi frá sér bók- ina Einræður Steinólfs, sem var ævi- saga Steinólfs Lárussonar, bónda í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Döl- um, jafnhliða því að vera lýsing á ýmsum staðháttum þar um slóðir. Þykir Finnboga sem Bergsveinn hafi stolið orðalagi þaðan þegar hann skrifaði svo bók sína, Svar við bréfi Helgu. Bergsveinn segist ekki hafa fengið orðin frá Finnboga heldur beint úr frásagnargleði Steinólfs, frænda síns, og að hann hafi getið þess í athuga- semdum aftast í bókinni. „Sá sem á umrædd orð var nefni- lega gæddur nokkru sem Finnbogi Hermannsson hefur farið á mis við, en það er frumleg hugsun. Bera orðin sjálf því vitni af hvers rótum þau renna. Kröfu Finnboga um eignar- rétt á orðum Steinólfs mætti helst líkja við það, að ef einhver sem tæki þátt í að gefa út ljóð Einars Bene- diktssonar myndi eigna sér ljóð Ein- ars Benediktssonar.“ Bergsveinn vakti einnig athygli á því að Finnbogi hefði gefið út ævisög- una að afkomendum og frændfólki Steinólfs forspurðu og að hann til- einkaði sjálfum sér eignarréttinn. Svar við bréfi Bergsveins Í aðsendri grein á vef Vísis í gær svaraði Finnbogi svo ásökunum Bergsveins og sagði Steinólf sjálfan hafa beðið sig að rita ævisöguna árið 2002. Það hefði hann gert og bókin selst vel. Því hefði hann ákveðið að gefa hana út aftur árið 2019 og birti mynd því til sönnunar að hann einn ætti ekki höfundarrétt að bókinni heldur Steinólfur líka. Óvíst hvort siðanefnd skoði málið - Nefndin athugar hvort málið verði tekið til efnislegrar umfjöllunar - Kemur saman til fundar í dag - Bergsveinn svarar ásökunum um ritstuld og segist taka orðalag í bók sinni beint frá frænda sínum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Umfjöllun Málið fer fyrir siðanefnd. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkhönnun á síðasta áfanga Arnarnesvegar er að hefj- ast hjá Vegagerðinni og reiknað er með því að Kópavogs- bær og Reykjavíkurborg afgreiði tillögur að nýju deili- skipulagi til kynningar í næstu viku. Kynningin á deiliskipulagstillögunni tekur sex vikur og gefst íbúum kostur á að gera athugasemdir. Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins hjá Vegagerðinni, reiknar með að verkhönnun ljúki í febr- úar. Framkvæmdin geti farið í útboð um leið og deili- skipulag hefur verið afgreitt. Hætt við mislæg gatnamót Verkfræðistofan Efla vann tillögur að deiliskipulagi fyrir Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg og lagði fram í síðasta mánuði. Þær eru nú til umfjöllunar hjá nefndum sveitarfélaganna. Þriðji áfangi Arnarnesvegar er um 1,3 km langur og liggur frá enda núverandi vegar við Rjúpnaveg og inn á Breiðholtsbraut. Þar verður vegurinn lagður á brú yfir Breiðholtsbrautina og inn á brautina aftur á ljósastýrð- um gatnamótum. Fallið var frá fyrri hugmyndum um full mislæg gatnamót. Á veginum verða tvö ný hringtorg, annars vegar gagnvart Rjúpnavegi og hins vegar við Vatnsendaveg. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskildum hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum inn í íbúðarhverfin sem og meðfram Breið- holtsbrautinni og undir fyrirhugaðri brú. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú yfir veginn á völdum stað og tvennum undirgöngum. Deiliskipulag kynnt fljótlega - Síðasti áfangi Arnarnesvegar boðinn út eftir áramót Morgunblaðið/Eggert Varúð Tveir fyrri hlutar vegarins nýtast ekki til fulls. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Líftæknifyrirtækið Ísteka ætlar að efla fræðslu á meðal allra þeirra starfsmanna sem koma að blóðgjöf- um hryssa. Þannig munu bændur, dýralæknar og öryggisverðir hljóta formlega þjálfun á starfsstað. Fyrirtækið greindi í síðustu viku frá því að samningum við tvo bænd- ur hefði verið rift á grundvelli dýra- velferðarfrávika. Ástæðan fyrir rift- un samninga er sú meðferð sem sást í myndbandi svissneskra dýra- velferðarsamtaka sem gefið var út í nóvember. Dýralæknar taka blóðið Aðgerðir Ísteka nú miða meðal annars að því að vanda betur valið á þeim hryssum sem gefa blóð. Þá verður skapgerð hverrar hryssu fyr- ir sig metin og hryssur sem sýni óeðlileg streituviðbrögð útilokaðar. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun Ísteka sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Arnþór Guðlaugsson, hef- ur sent Morgunblaðinu. Gætt verður að því að starfsmenn læri rétta hegðun við blóðgjafirnar og þeim kennt hvernig nálgast megi dýrin með ró. Nú þegar eru allar blóðgjafir framkvæmdar af dýra- læknum og á starfsemin að vera und- ir eftirliti bæði Matvælastofnunar og Ísteka þar sem sérstakur dýra- velferðarfulltrúi starfar. Í umbótaáætlun Ísteka er einnig gert ráð fyrir að myndavélar verði settar upp þar sem blóðgjafir fara fram og því verði upplýsingum frá hverjum bæ safnað og þær geymdar í ákveðinn fjölda ára. Þá verði fengnir sérfræðingar til að rýna í upplýsingarnar með reglu- bundnum hætti. Gerðar verði verk- lagsreglur og þær verði aðgengileg- ar á öllum bæjum, hjá dýralæknum og öryggisvörðum. Ísteka herðir eftirlitið - Eflir fræðslu hjá dýralæknum, bændum og öryggisvörðum - Skapgerð hverrar hryssu metin - Eftirlitsmyndavélar Morgunblaðið/Eggert Blóðgjafir Eftirlit með blóðgjöfum hryssa verður stórlega aukið. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Í dag tekur friðlýsing Dranga í Ár- neshreppi gildi. Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að friðlýsingin hafi ekki verið unnin samkvæmt núgildandi reglum. „Ég lét skoða þetta eftir að at- hygli mín var vakin á því. Ég sendi upplýsingar um málið til formanns umhverfisnefndar. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma og virðist hafa verið gert í góðri sátt,“ sagði Guðlaugur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Hann stefnir ekki að því að gera frekari athugasemdir um málið. Nokkuð fjörlegar umræður voru á Alþingi í síðustu viku um friðlýs- inguna. Gagnrýndu þar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins, og Bergþór Ólason, þing- maður flokksins, friðlýsinguna og sögðu hana hafa mikil áhrif á virkj- anakosti á svæðinu. Þá var einnig gagnrýnt að Guðmundur Ingi Guð- brandsson, þáverandi umhverfis- ráðherra, hefði friðlýst Dranga á ell- eftu stundu, tveimur dögum áður en ný ríkisstjórn var kynnt. Drangar í Árnes- hreppi friðlýstir - Guðlaugur Þór lét skoða vinnubrögð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Drangar Ekkert bendir til þess að ekki hafi verið farið eftir reglum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.