Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 10

Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '* -�-"% ,�rKu!, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þegar fólk ætlar að róa á ný mið og flytja á nýjan stað vakna eðlilega margar spurningar um meðal annars aðstæður og sam- félagið. Auðvitað er allur gangur á því hvernig mismunandi upp- lýsingar fást. Að minnsta kosti er mikilvægt að einhver sé til svara og því kalli erum við að svara nú,“ segir Linda Lea Boga- dóttir, flutningsfulltrúi Fjalla- byggðar. Titillinn vekur athygli, en þetta er nýtt starf hjá sveitar- félaginu sem stofnað var til nú fyrr í mánuðinum. Alltaf bætast nýir hópar í skörðin Fjallabyggð er fyrsta og eina sveitarfélagið á landinu sem hefur flutningsfulltrúa á sínum snærum, þar sem fólk er leitt í gegnum flutninga í ný heim- kynni. Getur á einn stað sent er- indi og fyrirspurnir viðvíkjandi flutningunum og fengið svör svo fljótt sem verða má. Ætla verður að þetta sé nauðsynleg þjónusta. Fjallabyggð er mynduð af tveimur byggðakjörnum; annars vegar Ólafsfirði þar sem um 780 manns búa og Siglufirði þar sem íbúarnir eru um 1.200. Saman- lagður fjöldi íbúa í sveitar- félaginu hefur síðustu árin hald- ist nokkuð stöðugur eða um 2.000 manns. Alltaf og eðlilega er þó nokkur hreyfing. Fólk kemur og fer og „alltaf bætast nýir hópar í skörðin“ eins og skáldið orti. Og þeir sem nýir koma eru einmitt hópurinn sem flutningsfulltrúanum er ætlað að sinna. Hagstætt húsnæðisverð „Þegar fólk stefnir á flutn- inga á nýjan stað þarf finna sér húsnæði. Í Fjallabyggð er ýmiss konar íbúðarhúsnæði í boði, af öllum stærðum og gerðum, til leigu og sölu, svo allir ættu að geta fundið sér húsnæði við hæfi. Einnig er gott framboð á lóðum fyrir þá sem hafa hug á að byggja sitt eigið. Almennt er húsnæðisverð hér hagstætt,“ segir Linda sem einnig er mark- aðs- og menningarfulltrúi Fjalla- byggðar. Nánari kynning á þjón- ustu flutningsfulltrúa er að finna á nýjum upplýsingavef Fjalla- byggðar fagnar.is. „Fyrir utan atvinnu- og hús- næðismál er fólk líka með spurn- ingar um skólamálin, möguleika til nýsköpunar og svo mál tengd frítíma, afþreyingu og útivist,“ segir Linda. „Á nýjum stað er mikilvægt að komast sem fyrst inn í samfélagið með virkri þátt- töku í félagsstarfi. Þá búum við svo vel hér í Fjallabyggð, því mannlíf bæjarins er fjölbreytt og félags- og menningarstarf blóm- legt. Hér er öflugt tónlistarlíf, íþróttastarf fyrir alla aldurs- hópa, tveir golfvellir, sundlaug- ar, golfvellir og skíðasvæði svo eitthvað sé nefnt. Þetta er fjöl- skylduvænt samfélag.“ Fjarvinnsla færist í vöxt Á seinni árum hefur verið talsvert um að utanbæjarfólk festi kaup á húsnæði og noti sem sumarhús. Sérstaklega á þetta við á Siglufirði, sem á velmekt- artíma síldaráranna var vel hýst stórborg. Á seinni árum hafa mörg hús í bænum verið endur- gerð sem prýði þykir að. „Alls eru þessi sumarhús í bæjarfélaginu um 160 talsins, flest á Siglufirði. Fólk er mikið í þessum húsum sínum yfir sum- arið – og raunar er talsvert um að fólk dvelji hér yfir sumarið við ýmiskonar störf. Þar get ég til dæmis nefnt ungt listafólk í ýmsum greinum og einnig er eitthvað um það að fólk komi hingað tímabundið að vinna og setjist svo að til lengri tíma. Svo höfum við öll lært eitt gott af kórónuveirunni, það er að vinna að heiman. Þá hafa möguleikar til fjarvinnu fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæð- inu og víðar aukist stórlega og við höfum orðið vör við það að fólk komi hingað og vinni héðan um lengri eða skemmri tíma.“ Viljum skapandi fólk En hverjir eru atvinnumögu- leikarnir í Fjallabyggð að öðru leyti? Jú, þar er vinnu að hafa fyrir þá sem sækjast eftir því, segir Linda Lea en tekur fram að eðlilega sé breidd og úrval starfa ekki hið sama og á fjöl- mennari stöðum. „En hér er pláss fyrir sér- menntað fólk á flestum sviðum og hingað viljum við fá skapandi fólk líka. Atvinnumöguleikar geta verið óþrjótandi; hér er fjöl- breytt starfsemi í hefðbundnum greinum, líf- og hátæknifyr- irtæki og vaxtarbroddur í ferða- þjónustu og afþreyingu. Fjöl- mörg störf á almenna vinnumarkaðnum eru þó aldrei auglýst laus til umsóknar. Ann- ars er atvinnulífið í örri þróun og margir einfaldlega skapa sér vinnu í því sem kannski var ekki fyrirséð. Tæknin hefur gjör- breytt öllu og hér í Fjallabyggð hefur nýsköpun jafnframt verið áhersluatriði í atvinnumálum.“ Flutningsfulltrúi greiðir leiðina fyrir nýja íbúa í Fjallabyggð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Nýmæli Tæknin hefur gjörbreytt öllu – og hér í Fjallabyggð hefur ný- sköpun jafnframt verið áhersluatriði í atvinnumálum, segir Linda Lea. Skapandi fólk og möguleikar óþrjótandi - Linda Lea Bogadóttir fædd- ist árið 1968. Viðskiptafræð- ingur frá Háskólanum á Akur- eyri og með meistaragráðu í menningarstjórnun úr Háskól- anum á Bifröst. Var fyrr á árum sérfræðingur hjá Landsneti hf. á sviði viðskiptatengsla, mark- aðsmála og kerfisstjórnar. - Linda Lea á ættir að rekja til Siglufjarðar en þangað flutti hún árið 2016 og gerðist mark- aðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar. Hún býr nyrðra með tíu ára dóttur sinni, en fyrir sunnan á hún fjögur upp- komin börn og fimm barna- börn. Hver er hún? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ólafsfjörður Annar tveggja þéttbýliskjarna í Fjallabyggð. Ólafsfirð- ingar eru í dag um 780, talsvert færri en á velmektartíma forðum. Siglufjörður Hótelið, höfnin og Hólshyrnan á fallegum degi. Mannvirkin í Úlfarsárdal eru á heimsmælikvarða og fyrir börnin í hverfinu skapa þau einstök skilyrði; skóli jafnt sem íþróttaaðstaða. Svæðið verður eftirsóknarvert til búsetu með þessari viðbót sem jafn- framt mun laða að ferðamenn. Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík þegar hann opnaði sl. laugardag nýja hverfismiðstöð í Úlfarsárdal. Alls er byggingin um 18.000 fermetrar að flatarmáli og þegar er aðstaða leik- og grunnskóla komin í gagnið. Í þeim hluta hennar sem tekinn var í notkun um helgina eru sundlaug og bókasafn. Í húsinu er einnig félagsmiðstöð- in Fellið sem samastaður barna og unglinga í hverfinu. Á næsta ári bætast svo við íþróttahús og keppn- isvöllur Fram og með því flyst öll starfsemi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Eftir að borgarstjóri hafði með hjálp barna í Úlfarsárdal klippt á borða, og með því opnað hverf- ismiðstöðina formlega, brá hann sér í sund á staðnum. Dalslaugin er áttunda almenn- ingssundlaugin í Reykjavík. Laugin er vel útbúin með sex brauta úti- laug, pottum, vaðlaug og eimbaði. Einnig er innilaug sem nýtist vel til kennslu og æfinga en hingað til hafa börnin í Dalskóla þurft að fara út fyrir hverfið í skólasund. Gert er ráð fyrir stórri rennibraut sem kemur næsta haust. Heildaraðsókn í sundlaugar Reykjavíkur hefur verið rúmlega 2,3 milljónir gesta á ári og er Dalslaugin sögð góð viðbót í ört stækkandi hverfum í austur- hluta borgarinnar. Hverfismiðstöðinni er ætlað að þjóna íbúum í Úlfarsárdal og Graf- arholti, sem eru um 8.000 talsins. Alls hafa framkvæmdir við borg- arhúsið í Úlfarsárdal tekið um sex ár og er kostnaður við verkefnið um 14 milljarðar kr. VA arkitektar voru aðalhönnuðir hússins. Í þeim undirbúningi var lögð áhersla á at- riði sem stuðla að heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur bygging- arinnar. Miðað er við að fólk noti sem mest umhverfisvænar sam- göngur til og frá hverfismiðstöð- inni, enda miðast áætlun strætis- vagna og fjöldi hjóla- og hlaupahjólastæða við þá viðleitini. Nauðsynleg aðstaða Við opnunarathöfnina í Úlfars- árdal sagði borgarstjóri mikilvægt að í hverfum borgarinnar væri nauðsynleg aðstaða, svo sem fyrir íþróttir og menningu. Í uppvexti sínum í Árbæjarhverfi fyrir um 30 árum hefðu þar hvorki verið sund- laug né bókasafn. Fólk hefði orðið að gera sér að góðu að fara í laugar í öðrum hverfum og notfæra sér þjónustu bókabílsins. „Nú er þessi þjónusta öll komin í Úlfársárdal og ég er stoltur af því hvernig borgin hefur staðið að uppbyggingu hér,“ sagði borgarstjóri. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bygging Hugsað var fyrir fjölþættum þörfum íbúa í hverfismiðstöðinni sem er eitt stærsta fjárfestingarverkefni Reykjavíkurborgar í afar langan tíma. Dalurinn verður eftirsóknarverður - Fjárfestingin um 14 milljarðar kr. Opnun Borðaklipping borgarstjóra var á endanum margra manna tak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.