Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 12
Raðfrumkvöðullinn Elon Musk birti tíst í síð- ustu viku þar sem hann viðraði möguleikann á að segja upp störfum sínum og gerast í staðinn áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Musk er í dag ríkasti maður heims og eru auðæfi hans metin á rúmlega 265 milljarða dala. Hann er þekktur fyrir mikla vinnusemi og afköst en hann stýrir bæði rafbílaframleið- andanum Tesla, geimflaugafyrirtækinu SpaceX, innviðafyrirtækinu The Boring Company og líftæknifyrirtækinu Neuralink. Reuters bendir á að Musk eigi það til að slá á létta strengi á samfélagsmiðlum en þó sé ekki hægt að segja til um það með vissu hvort hann hafi verið að grínast. Musk hefur látið hafa eftir sér að honum þætti gaman að hafa meiri frítíma, í stað þess að vinna frá morgni til kvölds sjö daga vik- unnar. Það vakti mikla athygli í nóvember þegar Musk spurði fylgjendur sína á Twitter hvort hann ætti að selja 10% af eignarhlut sínum í Tesla. Setti hann spurninguna fram í formi könnunar og lofaði að fylgja niðurstöðunni. Úr varð að naumur meirihluti netverja hvatti hann til að selja og síðan þá hefur Musk selt frá sér hlutabréf fyrir nærri 12 milljarða dala. Verður að teljast ósennilegt að Musk láti af störfum í bráð en á netfundi í janúar sagðist hann reikna með að halda áfram að stýra Tesla í mörg ár til viðbótar. ai@mbl.is AFP Lúinn Elon Musk er með mörg járn í eldinum. Musk gantast með að hætta 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is 13. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 131.11 Sterlingspund 173.16 Kanadadalur 103.07 Dönsk króna 19.876 Norsk króna 14.585 Sænsk króna 14.425 Svissn. franki 141.79 Japanskt jen 1.1529 SDR 183.07 Evra 147.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.781 « Samkvæmt nýj- ustu tölum hækk- aði verð á neyt- endavörum í Bandaríkjunum um 0,8% í nóv- ember og er það ögn minna en sú 0,9% hækkun sem mældist í október. Á tólf mánaða tímabili til og með nóvember hefur vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkað um 6,8% og er það mesta árs- verðbólga sem mælst hefur þar í landi síðan í júní 1982. Í október mældist verðbólga á tólf mánaða tímabili 6,2%. Verðbólgan í nóvember var umfram spár hagfræðinga sem reiknuðu að jafnaði með 0,7% verðbólgu á milli mánaða, að sögn Reuters. Á sama tíma fer atvinnuleysi minnkandi vestanhafs og mældist 4,2% í nóvember og hefur ekki verið lægri í 21 mánuð. Nýjum umsóknum um atvinnuleysisbætur hefur fækkað mikið og voru þær svo fáar í liðinni viku að leita þarf 52 ár aftur í tímann til að finna sambærilegar tölur. Seðlabanki Bandaríkjanna mun ákveða um miðja þessa viku hvort tímabært sé að draga úr skuldabréfa- kaupum og jafnvel hækka stýrivexti. Þykja verðbólgutölur auka líkurnar á að seðlabankinn hækki stýrivexti von bráðar. ai@mbl.is Verðbólga ekki mælst meiri í BNA síðan 1982 Dýrtíð Bangsar til sölu í verslun. STUTT Á hluthafafundi olíufélagsins Ro- yal Dutch Shell á föstudag sam- þykktu meira en 99% hluthafa til- lögu þess efnis að flytja höfuðstöðvar félagsins alfarið til Bretlands. Fram til þessa hefur fyrirtækið verið rekið með höfuð- stöðvar bæði í Haag og í Lund- únum og verið skráð á verðbréfa- markað í nafni tveggja fyrirtækja (e. dual-listed company) þrátt fyrir að starfa sem ein heild. Með því að færa reksturinn al- farið til Bretlands væntir stjórn Shell að gera megi félagið sam- keppnishæfara og einfalda arð- greiðslur og endurkaup eigin hlutabréfa. Greinir Reuters frá að tillagan hafi þurft að lágmarki 75% atkvæða til að verða að veruleika. Gagnrýnendur telja flutninginn a.m.k. að hluta til ráðast af úr- skurði hollensks dómstóls sem í maí skikkaði Shell til að minnka koltvísýringsútblástur fyrirtækis- ins um 45% fyrir árið 2030. Shell hefur áfrýjað dómnum og svarað gagnrýnendum með því að um- hverfisstefna félagsins muni hald- ast óbreytt þótt höfuðstöðvarnar færist alfarið til Bretlands. Breytingin mun líka létta skatt- byrði félagsins og hluthafa því Holland leggur allt að 15% afdrátt- arskatt á arðgreiðslur en það gerir Bretland ekki. Yfirvofandi flutningur Shell hef- ur valdið miklum titringi í hol- lenskum stjórnmálum og hefur rík- isstjórn landsins lýst yfir vonbrigðum sínum með ákvörð- unina. Þá freistaði flokkur græn- ingja þess að leggja fram frum- varp um sérstakan útgönguskatt á fyrirtækið en sú hugmynd hlaut ekki hljómgrunn á þingi. ai@mbl.is Hluthafar Shell fylgjandi flutningi til Lundúna AFP Gremja Smár hópur mótmælenda lét heyra í sér á hluthafafundinum. Flutningur Shell hefur valdið hollensku ríkisstjórninni vonbrigðum. - Tillagan samþykkt með nær öllum atkvæðum - Á að bæta samkeppnishæfni Meirihluti stjórnar seðlabanka Jap- ans hallast að því að draga úr kaup- um á skuldabréfum fyrirtækja og draga einnig úr stuðningi við smærri japönsk fyrirtæki. Þetta hefur Reut- ers eftir fjórum ónafngreindum heimildarmönnum sem þekkja vel til málsins. Um er að ræða skammtíma- úrræði sem seðlabankinn hefur beitt til að styðja við japanskt atvinnulíf í kórónuveirufaraldrinum. Þessi inngrip seðlabankans eiga að renna sitt skeið á enda í mars á næsta ári en óvíst þótti hvort stuðnings- verkefnið yrði framlengt. Segja heimildarmenn að bankinn muni ekki hvika frá gildandi lágvaxtastefnu en að fjármögnunarumhverfi japanskra fyrirtækja hafi farið batnandi og því ekki ástæða fyrir seðlabankann að styðja áfram með sama hætti við þennan hluta hagkerfisins. Stýrivext- ir langtímalána í Japan eru í dag um 0% og stýrivextir skammtímalána -0,1%. Hugsanlegt þykir að stuðningi við smærri fyrirtæki verið haldið áfram, í einhverri mynd, þar eð japanskir neytendur halda enn fast um pyngj- una. Heimildarmenn Reuters segja þó að framhald kunni að verða á örvun- araðgerðunum ef stjórn seðlabank- ans þykir líklegt að ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar valdi óskunda í al- þjóðahagkerfinu eða verði til þess að japönsk stjórnvöld grípi til harka- legra smitvarnaaðgerða. ai@mbl.is AFP Byrði Japanskt efnahagslíf hefur farið sæmilega út úr faraldrinum. Japansbanki vill tipla á bremsuna - Líklegt þykir að seðlabanki Japans dragi úr örvunaraðgerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.