Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021
✝
Guðrún Mar-
geirsdóttir
fæddist 25. ágúst
1929 í
Vestmanna-
eyjum. Hún lést 1.
desember 2021 á
Hjúkrunarheim-
ilinu Eir.
Foreldrar
hennar voru Mar-
geir Guðmundur
Rögnvaldsson
verkamaður í Vestmannaeyjum,
f. 10. júní 1898 í Hnífsdal, d. 20.
nóvember 1930, og Anna Gíslína
Gísladóttir húsmóðir og verka-
kona í Vestmannaeyjum, f. 6.
júlí 1898, d. 11. september 1984.
Systkini Guðrúnar eru Sig-
urþór Margeirsson bifvéla-
virkjameistari og forstjóri
Hafrafells, f. 27. október 1925 á
Kalastöðum á Stokkseyri, d. 22.
Guðrún lauk námi í Hjúkr-
unarskóla Íslands 1951. Hún
vann m.a. við Sjúkrahúsið í
Vestmannaeyjum 1951-1952,
Kleppsspítalann 1953, Sa-
hlgrenska sjúkrahúsið í Gauta-
borg 1953-1954 og á fæðing-
ardeild Landspítalans
1954-1957. Þá vann hún á
Midway Hospital í St. Paul í
Minnesota 1957-1963, á Landa-
kotsspítala 1964-1968 en síðan á
Landspítalanum þar sem hún
lauk námi í svæfingahjúkrun
1970. Guðrún var svæfinga-
hjúkrunarkona á Landspít-
alanum frá 1970 og deildarstjóri
frá 1976 og fram á tíunda ára-
tuginn. Hún var ógift og barn-
laus.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag, 13.
desember 2021, og hefst athöfn-
in klukkan 13. Í ljósi aðstæðna
verða einungis nánustu að-
standendur viðstaddir athöfn-
ina. Athöfninni verður streymt
á youtubesíðu Grafar-
vogskirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
ágúst 2002, og Sig-
urður Valdimar
Ragnar Margeirsson,
f. 17. september
1928, d. 5. mars 1931.
Hálfsystkini, sam-
mæðra, eru Trausti
Sigurðsson vélstjóri,
stýrimaður og starfs-
maður ÍSALS, f. 14.
desember 1932 á
Hæli, d. 22. maí 2019,
og Brynja Sigurðar-
dóttir húsmóðir og verkakona,
f. 20. júní 1934 á Hæli, d. 23.
september 2011.
Guðrún ólst upp með móður
sinni og Sigurði Sigurðssyni
járnsmíðameistara, f. 11.5. 1889
í Kirkjulandshjáleigu í
Austur-Landeyjum, d. 24.4.
1974, stjúpföður sínum á Hæli
við Brekastíg 10 í Vest-
mannaeyjum.
Gunna frænka, samferða mér
í 34 ár. Hvað dettur mér fyrst í
hug: Stjórnsöm, gjafmild, vinur
vina sinna, ræktarsöm, hann-
yrðakona, svæfingahjúkka.
Fyrstu minningarnar eru mat-
arboð, matarboð, matarboð, jóla-
boð, kaffiboð, vöfflur og pönnu-
kökur. Alltaf meira en nóg af
öllu og oftar en ekki sendur heim
með nesti.
Gunna frænka var systir
tengdamömmu og miðpunktur
fjölskyldunnar. Gunna frænka
var ekki allra en þú áttir hauk í
horni ef þú varst í sama liði.
Gummi, við erum boðin í mat til
Gunnu frænku og gjarnan fylgdi
með „biddu hann að taka með
sér borvélina“. Hún leitaði oft til
mín með alls konar viðvik stór
og smá. Alltaf kurteis en kunni
upp á 10 að ýta á réttu takkana.
Gunna reyndist mörgum í fjöl-
skyldunni afar vel og við sem
þekktum hana best nutum góðs
af því. Á aðfangadag fékk ég það
hlutverk að sækja Gunnu
frænku og alla jólapakkana.
Ekki mátti á milli sjá hvor væri
spenntari fyrir pökkunum
Gunna eða krakkarnir. Helst
vildi hún að pakkarnir frá henni
yrðu opnaðir fyrst af öllum.
Takk fyrir samfylgdina Gunna
mín og ég ætla að leyfa mér að
segja að lokum: Blessuð sé
minning Gunnu frá Hæl.
Guðmundur Karl Bergmann.
Gunna frænka er látin. Það er
margs að minnast. Hún átti
langt og gott líf og lifði lífinu lif-
andi.
Faðir Gunnu og bróðir dóu
báðir úr berklum þegar hún var
á öðru ári og hún og Sigurþór,
bróðir hennar, glímdu einnig við
berkla. Hún var því talsvert frá í
skóla vegna veikinda og auðvelt
er að ímynda sér óttann sem
veikindin ollu í ljósi afdrifa föður
og bróður. Sigurþór ólst upp hjá
móðurömmu og afa en Gunna
fylgdi móður sinni og síðan
stjúpföður, Sigurði, þau bjuggu á
Hæli við Brekastíg í Vestmanna-
eyjum. Hún eignaðist þar tvö
yngri systkini, Trausta og
Brynju Sigurðarbörn.
Gunna lauk námi í Hjúkrunar-
skóla Íslands 1951 og bætti síðan
við sig í menntun og reynslu
bæði í Svíþjóð og Bandaríkjun-
um en einnig síðar hér heima. Á
þeim tíma, á sjötta áratug síð-
ustu aldar, var það ekki svo al-
gengt að fólk færi utan til náms
eða til vinnu enda fannst frænd-
fólkinu ekki amalegt að eiga
frænku í henni Ameríku. Systk-
inabörnin glöddust líka innilega
þegar hún kom í heimsókn með
fulla tösku af glæsilegum gjöfum
sem ekki voru fáanlegar á Ís-
landi. Það var alltaf spenningur í
loftinu þegar von var á Gunnu
frænku í heimsókn til Eyja. Eftir
gos hélt hún heimili fyrir móður
sína og stjúpföður í Reykjavík.
Gunna frænka hafði alltaf nóg
fyrir stafni, fór gjarnan í leikhús
og á tónleika o.fl. með vinkon-
unum sem nóg var af enda var
hún alltaf ræktarsöm. Hún var í
rauninni aldrei ein og leiddist
aldrei. Gunna var gríðarleg
hannyrðakona, saumaði út,
prjónaði og skar út í tré. Hún
gaf nánast allt sem hún gerði og
gripir frá henni prýða ótal heim-
ili vina og vandamanna. Þá eru
hin fjölmörgu matar- og kaffiboð
hennar, sem hún hélt fram eftir
öllu, einnig eftirminnileg. Þá var
Gunna betri en engin í að að-
stoða fólk við að fá læknishjálp
og komast að í aðgerðir.
Gunna frænka átti afar gott
bókasafn og las alla tíð mjög
mikið, hafði t.d. mikinn áhuga á
ættfræði og sagnfræði. Hún var
afskaplega vel að sér um margt,
virtist muna allt sem hún hafði
lesið og sagði endalaust sögur af
því sem hún rifjaði upp, fannst
skemmtilegt að segja sögur frá
gömlum tíma, sérstaklega frá
Eyjum. Það er mikill missir að
geta ekki lengur flett upp í
Gunnu frænku sem allt vissi.
Hún sótti fjölda námskeiða í HÍ
um Íslendingasögurnar o.fl. og
ferðaðist samfara því á fornar
slóðir sagnanna, bæði hér heima
og um Bretlandseyjar og Frakk-
land. Gunna ferðaðist raunar alla
tíð mjög mikið, bæði um Ísland
og Evrópu og Ameríku og var
fróð um málefni Vestur-Íslend-
inga. Hún var jafnframt afar
sjálfstæð og sterk kona en gat
einnig verið stjórnsöm og gert
mannamun þegar sá gállinn var
á henni enda hafði hún sterkar
skoðanir á mönnum og málefn-
um. Umræður og rökræður urðu
oft mjög skemmtilegar.
Útför Gunnu verður gerð frá
Grafarvogskirkju mánudaginn
13. desember. Hennar ósk var að
fá að hvíla hjá litla bróður sínum,
Ragnari, sem dó svo ungur og
þar verður duftkeri hennar kom-
ið fyrir.
Blessuð sé minning Gunnu
frænku.
Anna, Sigurður, Helga,
Hugrún og Jóhann Ingi.
Árið 1922 byggðu vinirnir
Hannes og Sigurður parhús við
Brekastíg í Vestmannaeyjum.
Þeir nefndu húsið Hæli, því að
það skyldi verða sannkallað hæli.
Hannes og Vilborg kona hans
bjuggu austanmegin með dætr-
um sínum, Möggu, Jónu og Ástu.
Sigurður var einhleypur en
kvæntist síðar Önnu, ekkju Mar-
geirs. Anna kom með þrjú börn,
þ.á m. Guðrúnu, inn í hjónaband-
ið.
Hér hefst einstakur vinskapur
Ástu Hannesdóttur og Guðrúnar
Margeirsdóttur, báðar fæddar
1929. Snemma morguns opnar
Gunna dyrnar inn í austurhlut-
ann og kallar: Gunngunn komin!
Stelpurnar á Hæli mega leika
sér og er oft glatt á hjalla, sung-
ið, spilað og trallað. Vinskapur
þeirra endist til æviloka eða rúm
90 ár.
En lífið er ekki bara leikur.
Gunna missir pabba sinn þegar
hún er á öðru ári og Ásta
mömmu sína þegar hún er á
þriðja ári, þarna eiga þær sam-
eiginlega sorg en strengurinn
milli þeirra því enn sterkari.
Þær eru samskóla en síðan fer
Ásta í húsmæðraskóla og Gunna
í hjúkrunarnám.
Í hvítum stífuðum kjól með
hvítan stífaðan kappa vann
glæsileg Gunna Mar á Sjúkra-
húsinu í Eyjum 1951-1952, á
Kleppsspítala 1953, á Sa-
hlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg til 1954 og á fæðingadeild
Landspítala til 1957. Í BNA á
Midway Hospital, St. Paul í
Minnesota til 1963, á Landakoti
til 1968, þá á Landspítala og lauk
námi í svæfingahjúkrun 1970.
1976 varð hún deildarstjóri.
Hún flaug oft til BNA til að
heimsækja vini. Komin þaðan
eitt sinn opnaði hún ferða-
töskuna og upp reis ilmský af
guðdómlegri Youth-Dew-angan.
Við heilluðumst og notum enn í
dag.
Gunna sagði sögur úr BNA,
t.d. þessa: Vinnukona læknis-
hjóna hafði lengi dáðst að öllu
kampavíni þeirra og langaði svo
að baða sig í því. Dag einn
tæmdi hún flöskurnar ofan í kar-
ið, baðaði sig og hvílík nautn!
En, úff, ekki gat hún hellt víninu
ofan í niðurfallið og allar flösk-
urnar tómar? Nei, þá myndi hún
tapa vinnunni! Því hellti hún öllu
kampavíninu aftur á flöskurnar
og tókst m.a.s. að setja kork-
tappana aftur í. Það þótti svo
mikið afrek að hún var ekki rek-
in.
Þegar Gunna hló hristist hún
af hlátri, svo smitandi að við
hlógum þar til við stóðum á önd-
inni.
Á meðan Ásta og Guðmundur
maki hennar búa í Keflavík með
Hönnu, f. 1948, stoppar Gunna í
nokkra daga. Í þá daga tók það
þrjá tíma að aka aðra leið frá
Reykjavík. 1955 fæddist Ragnar,
sem Gunna kallar bússabarn, og
hún kyssir hann mikið. Gunna:
„Fyrst kom postulínsdúkkan
Hanna og svo þetta krútt, með
þessar yndislegu kinnar!“
1956 gekk lömunarveiki. Ásta
veikist og er sett á spítala.
Gunna passar börnin á meðan.
Gullfallegur Matthías, fæddur
1958, bjargar heilsu mömmu
sinnar, 1960 fæðist Margrét Rún
eða Gagga Ún.
Gunna er einhleyp, því erum
við líka hennar börn. Hún gefur
okkur ópal og súkkulaði. Síðar
koma tertur, rjóma- eða sykur-
pönnukökur. Í frístundum vinn-
ur hún að hannyrðum svo full-
komnum að þær ættu heima á
safni. Hún gefur okkur dúka,
teppi, föt og handsaumaðar
brúður. Og bækur.
Vinkonurnar frá Hæli höfðu
hvern dag lífsins samband. Þín
verður því sárt saknað.
Elsku Gunna, ástarþakkir fyr-
ir allt! Guð blessi þig og verndi
alla tíð.
F.h. Ástu Hannesdóttur,
Hanna, Ragnar, Matthías
og Margrét Guðmundar-
og Ástubörn.
Nú er brotið blað í lífsins bók
Guðrúnar Margeirsdóttur eða
Gunnu Margeirs, eins og við
kölluðum hana alltaf. Og fram
streyma minningar alveg frá því
að við vorum litlar stelpur í
Hvassaleitinu. Minningar eins og
hlátursköstin sem þær fengu
hún og mamma að okkur fannst
út af engu. Estée Lauder-ilm-
vatnslyktin sem okkur fannst
svo góð og vissum þá að Gunna
var komin í heimsókn. Það gust-
aði af henni og aldrei nein logn-
molla í kringum hana. Í gegnum
árin höfum við verið svo heppnar
að eiga margar góðar stundir
með henni ásamt foreldrum okk-
ar eins og lautarferðir með alls
konar góðgæti í tösku og svo
sumarbústaðarferðir í hjúkrun-
arkvennabústaðinn í Munaðar-
nesi. En þær mamma voru báðar
hjúkrunarkonur með stóru Hái.
Gunna var bókhneigð og mik-
ill lestrarhestur og er mjög
sterkt í minningunni umræður
um bækur og bókmenntir. Hún
var ótrúlega flink í handavinnu
og erum við svo heppnar að eiga
ýmislegt fallegt handverk eftir
hana. Við og börnin okkar höfð-
um mikla matarást á Gunnu, hún
var svo dugleg að bjóða okkur
heim, og fannst allt gott sem hún
eldaði og pönnsurnar hennar
þær bestu. Fyrir okkur átti
Gunna stórt líf, það var fjöl-
skyldan hennar sem henni var
mjög annt um og svo var það allt
fólkið hennar í Minnesota. Já
hún var heimsdama, alltaf svo
fín og flott. Hún Gunna var stór-
vinkona fjölskyldunnar og
reyndist okkur svo ómetanlega
vel í blíðu og stríðu og tók þátt í
lífi okkar, stóru jafnt sem smáu.
Með virðingu og þökk fyrir allt
og allt elsku Gunnar okkar.
Hulda og Rannveig (Ranna).
Guðrún
Margeirsdóttir
✝
Hjörtur Ein-
arsson fæddist í
Reykjavík 20. sept-
ember 1965. Hann
lést af slysförum 10.
nóvember 2021.
Hjörtur var
yngstur af fjórum
börnum hjónanna
Helgu Láru Jóns-
dóttur, f. 13.3. 1940,
og Einars Sigurðs-
sonar, f. 2.12. 1934,
d. 7.12. 2006. Systkini hans eru:
Alexandra, f. 16.11. 1960, Jón
Þór, f. 18.9. 1962, og Guðbjörg, f.
7.9. 1963.
Hjörtur var í sambúð með
Rakel Svövu Einarsdóttur, f.
21.3. 1975, og átti stjúpson, Ein-
ar Ágúst Sveinsson, f. 27.12.
2008.
Hjörtur bjó um skeið á
Hvammstanga uns hann fluttist
til Reykjavíkur. Hann varð áber-
andi innan líkamsræktarhreyf-
ingarinnar, keppti á mörgum
vaxtarræktarmótum og starfaði
í World Class í Laugardal um tíu
ára skeið.
Á kafla var hann við störf á
Flórída en hin síðari misseri var
hann starfsmaður Krísuvík-
ursamtakanna og starfaði hjá
Gistiskýlinu Lindargötu fram að
dánardegi.
Útför hans fór fram frá Laug-
arneskirkju 7. desember 2021.
Hjörtur gekk að
eiga Hólmfríði Ósk
Guðbjörnsdóttur, f.
13.9. 1966, og sam-
an eignuðust þau
dótturina Guð-
björgu, f. 16.9.
1986. Sambýlis-
maður Guðbjargar
er Elvar Már Sig-
urgíslason, f. 9.10.
1979. Saman eiga
þau nýfæddan
dreng, f. 17.11. 2021, en börn
hans eru Gabríel Már, f. 2.1.
2003, Óliver Már, f. 9.6. 2005, og
Sóldís Birna, f. 1.4. 2011.
Það hendir að við rekumst á
sama fólkið á svipuðum tíma, á
ákveðnum stað, oft í viku. Stund-
um daglega. Í sundi, í ræktinni,
á kaffihúsum eða hvar sem er.
Við kinkum kolli eða spjöllum og
áður en við vitum af erum við
farin að gera ráð fyrir því að
hitta viðkomandi, jafnvel þótt við
höfum ekki hugmynd um hvað
hann eða hún heitir. Eða við
hvað viðkomandi starfar. Það er
aukaatriði af því það getur verið
notalegt að vera hér og nú, eiga
samskipti sem tilheyra augna-
blikinu eingöngu, hlusta og með-
taka.
Einn er sá kappi sem ég hef
rekist á í ræktinni árum saman
eða nánast frá því ég hóf að
stunda líkamsrækt reglulega.
Hann bar þess merki að vera
sjóaður í bransanum, hafði ýmsa
fjöruna sopið, reynslubolti, tók
almennilega á því, gaf engan af-
slátt og var með rétta einbeit-
ingu, þrautseigju og dugnað til
að ná árangri. Alltaf kátur, yfir-
vegaður og gaf mikið af sér.
Mörgum árum eftir að ég
kynntist kappanum, eða kynntist
honum ekki, komst ég að því
hvaða nafn hann bar. Og hann
þekkti ekki mitt til að byrja
með. Samskipti okkar hófust
með léttum „skotum“ og fífla-
skap en fljótlega áttuðum við
okkur á því að við höfðum svip-
aða lífssýn og deildum áþekkum
skoðunum. Hann bar hag þeirra
fyrir brjósti sem minna máttu
sín og starfaði á þeim vettvangi.
Og hann minnti mig reglulega á
að engir tveir einstaklingar
væru eins og að við ættum að
bera virðingu fyrir öllum.
Fyrirvaralaust var Hjörtur
Einarsson horfinn úr lífi okkar.
Hann lést af slysförum. Hver
dagur er dýrmætur og samskipti
okkar við aðra skipta máli. Við
vitum aldrei hvenær kallið kem-
ur. Áhrifin sem við höfum á aðra
eru eitt það dýrmætasta sem til
er. Það mun aldrei líða mér úr
minni hversu fallega Hjörtur
kom fram við aðra.
Ég votta fjölskyldu hans, vin-
um og ættingjum samúð mína.
Hans verður sárt saknað á „okk-
ar“ stað og minningin um ein-
stakan dreng mun lifa.
Þorgrímur Þráinsson.
Hjörtur Einarsson
Það var snemma
árs 2014 sem ég
kem inn á skrifstofu
PwC á Húsavík sem
þá var, líkt og tæp 40 ár á undan,
stýrt af Birni St. Haraldssyni.
Guðbrandur Sigurðarson, þáver-
andi framkvæmdastjóri PwC,
hafði mögulega náð að sannfæra
mig um að það gæti verið gott
tækifæri að taka við skrifstofu
PwC á Akureyri og vinna náið
með Birni að framgangi skrif-
stofanna á Akureyri og Húsavík
svo og að leysa Björn af hólmi
þegar að starfslokum hans
kæmi.
Fyrsti fundur okkar Björns
var mér eftirminnilegur. Skrif-
stofa PwC var þá til húsa á
Garðarsbraut 15 og óhætt að
segja að skrifstofan hafi haft
heimilislegt yfirbragð þar sem
Margrét, eiginkona Björns, réð
ríkjum og tók vel á móti mér líkt
og um væri að ræða hennar eigið
heimili, og eftir að hafa farið yfir
Björn Steindór
Haraldsson
✝
Björn Steindór
Haraldsson
fæddist 27. sept-
ember 1950. Hann
lést 27. nóvember
2021. Útför Björns
fór fram 7. desem-
ber 2021.
helstu mál, ætt-
fræði o.fl., var mér
vísað inn á skrif-
stofu Björns. Þarna
sat fyrir framan
mig maður á 64.
aldursári sem var í
betra formi en ég
sjálfur og ég rétt
um þrítugt. Björn
tók á móti mér með
sínum hætti, fór
yfir rekstur skrif-
stofunnar í grófum dráttum og
hóf síðan að rekja úr mér garn-
irnar um hin ýmsu mál.
Skemmst er frá því að segja að
þessi fundur okkar gekk vel,
þótt Björn hefði nú aldrei við-
urkennt það, og ég sannfærður
um að rétta skrefið væri að
starfa með Birni að því sem síð-
ar varð PwC á Norðurlandi.
Samstarf okkar Björns og
ekki síður Margrétar var far-
sælt, og er það ómetanleg
reynsla að hafa fengið að njóta
leiðsagnar þeirra sem fagfólks
með sín gildi um heiðarleika og
hreinskiptni að leiðarljósi. Að
geta leitað til þeirra með hin
ýmsu mál var alltaf auðsótt og
samtölin mörg. Björn var þó
ekki endilega að orðlengja sam-
tölin og oftar en ekki þegar búið
var að leysa úr málinu hafði
Björn á orði „var það eitthvað
fleira?“ til vísbendingar um að
samtalinu væri nú lokið og tími
til kominn að snúa sér að öðru.
Litið til baka finnst mér eins
og samstarf okkar Björns hafi
varað í fjölmörg ár en í reynd
störfuðum við einungis saman í
um eitt og hálft ár. Er það til
marks um hve lærdómsríkur
tími það hafi verið, fyrir mig.
Björn ákvað á vormánuðum 2015
að nú væri nóg komið í þessu
starfi, stóð upp úr skrifstofu-
stólnum og afhenti mér lyklana
að skrifstofunni. Ég túlkaði það
sem svo að nú væri mér treyst-
andi fyrir skrifstofunni hans,
þótt Björn hefði nú sennilega
aldrei viðurkennt það. Til þess
að skiptin myndu ganga betur
fyrir sig ákvað Margrét að starfa
áfram um nokkurra mánaða
skeið á skrifstofunni á Húsavík
og fyrir það er ég henni ævin-
lega þakklátur.
Það var og er ánægjuefni að
upplifa þá virðingu sem Björn
hafði unnið sér inn hjá viðskipta-
vinum skrifstofunnar á Húsavík
og samferðarmönnum. Sú upp-
lifun kom mér að sjálfsögðu ekki
á óvart. Björn var sporgöngu-
maður í víðasta skilningi þess
orðs og var það og er vandasamt
verk að fylgja hans spori og lík-
ast til það eina sem maður getur
gert er að passa að hrasa ekki.
Takk fyrir allt og allt Björn.
Elsku Margrét, innilegar sam-
úðarkveðjur til þín og fjölskyld-
unnar.
Rúnar Bjarnason.