Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021
110 Ve
Va
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OG ÞÚ SEGIR AÐ HJÓLIÐ ÞITT HAFI
VERIÐ LÆST MEÐ KEÐJU UTAN UM ÞAÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að æfa sporin fyrir
hana.
MORGUN-
KAFFIÐ
STARTKAPLAR
MÓÐUR NÁTTÚRU
SJÁIÐ!
ÖRK!
MÁ ÉG KOMA
UM BORÐ?
ÞVÍ MIÐUR … ÞAÐ ER
EKKI PLÁSS FYRIR
FLEIRI DÝR!
„SVO ÞÚ MANST EKKI EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA
ÉTIÐ BANANANN NÉ ÞVÍ AÐ HAFA HENT
HÝÐINU VIÐ FÆTUR FÓRNARLAMBSINS –
EINGÖNGU ÖLL HLÁTRASKÖLLIN?“
unarfræðingur. Þau eru búsett í
Garðabæ. Foreldrar Sveinbjargar
eru hjónin Einar Jónsson, skrif-
stofumaður, f. 4.1. 1935 í Hafn-
arfirði, og Guðrún Einarsdóttir,
húsmóðir og fv. starfsstúlka, f.
28.7. 1934 á Ormarsstöðum í Fell-
um. Þau eru búsett í Reykjavík.
Börn Ásgeirs og Sveinbjargar
eru 1) Margeir, f. 15.1. 1986,
rekstrarverkfræðingur. Í sambúð
með Herdísi Ómarsdóttur rekstr-
arverkfræðingi. Búsett í Garðabæ.
Börn þeirra eru Valdís Eva, f.
2012, Ásgeir, f. 2014, og Ómar
Atli, f. 2016; 2) Einar, f. 31.10.
1987, fóðurfræðingur og kynbóta-
dómari. Kvæntur Hrönn Hafliða-
dóttur landslagsarkitekt. Búsett í
Hafnarfirði. Dætur þeirra eru tví-
burarnir Unnur og Hlín, f. 2014,
og Þóra Guðrún, f. 2019; 3) Ólafur,
f. 27.2. 1992, hestafræðingur og
reiðkennari. Í sambúð með Lizu
Esmeröldu Karlsson, reiðkennara
og skrifstofumanni. Búsett í Bor-
ås, Svíþjóð. Dóttir þeirra er Íris
Lilja, f. 2019.
Systkini Ásgeirs: Árni Mar-
geirsson, f. 29.10. 1957, d. 25.6.
1997, teiknari og útgefandi, var
búsettur á Egilsstöðum; Ragnhild-
ur Margeirsdóttir, f. 10.6. 1960,
skrifstofumaður, búsett í Njarð-
vík, og Veigar Margeirsson, f. 6.6.
1972, tónskáld. Var lengi búsettur
í Los Angeles, en býr nú í Kópa-
vogi.
Foreldrar Ásgeirs: Hjónin Mar-
geir Ásgeirsson, fiskmatsmaður
frá Hnífsdal, f. 12.8. 1931, d.
20.10. 1993, og Ásthildur Árna-
dóttir, fv. skrifstofumaður frá Ísa-
firði, f. 2.9. 1938. Þau bjuggu í
Keflavík, en Ásthildur er nú bú-
sett í Njarðvík.
Ásgeir Margeirsson
Sigríður Jóna Þorbergsdóttir
húsfreyja á Látrum í Aðalvík, síðar í Reykjavík
Ólafur Helgi Hjálmarsson
útvegsbóndi á Látrum í Aðalvík,
síðar vélvirkjameistari í Rvík
Ragnhildur „Hulda“ Ólafsdóttir
skrifstofumaður og húsfreyja í Keflavík
Árni Ólafsson
skrifstofustjóri í Keflavík
Ásthildur Árnadóttir,
fv. skrifstofumaður í Keflavík,
nú búsett í Njarðvík
Ásthildur Sigurrós
Sigurðardóttir
húsfreyja á
Arngerðareyri og Ísafirði
Ólafur Pálsson
kaupm. á Ísafirði, verslunarstjóri á
Arngerðareyri og endurskoðandi í Reykjavík
Elísabet Júlíana Guðnadóttir
bjó í Hnífsdal
Vilhjálmur Markússon
sjómaður í Bolungarvík
Rannveig Karlína
Margrét Vilhjálmsdóttir
húsfreyja í Hnífsdal
Ásgeir Randver Kristjánsson,
verkamaður og sjómaður í Hnífsdal
Guðrún Ásgeirsdóttir,
húsfreyja í Hnífsdal
Kristján Björnsson
verkamaður í Súðavík
Ætt Ásgeirs Margeirssonar
Margeir Ásgeirsson,
fiskmatsmaður í Keflavík
Á laugardaginn birtist hér í
Vísnahorni gáta Guðmundar
Arnfinnssonar:
Tengja karl og konu má,
kannski líka fiska tvo.
Tónar streyma tíðum frá.
Á töðuvelli eru svo.
Eysteinn Pétursson leysti gátuna
svo skemmtilega að mér finnst svar
hans í heild eiga erindi í Vísnahorn:
„Ég vona sannarlega að þessi
lausn sé rétt, því að ég er búinn að
hafa mikið fyrir þessu!
Fyrst kom þetta:
Maður um konu bandi brá.
Batt ég ýsuband sjónum á.
Tónar berast mér bandi frá.
Band á túnum ég einatt sá.
Svo fékk ég eftirþanka um að
menn kynnu að sjá merki um of-
beldi í fyrstu línunni og þá varð
þetta til:
Par í hjónaband hneppa má.
Hengja menn keilubönd enn á rá?
Tónar berast mér bandi frá.
Band á túnum ég einatt sá.
En svo sótti á mig efi um að fólk
þekkti almennt til þeirrar skreiðar-
verkunar sem ég fékkst við ungur,
þegar tvær keilur (fiskar) voru
spyrtar saman og hengdar unn-
vörpum á rár til þerris, þær svo
pressaðar saman og þeim pakkað á
Nígeríumarkað.
Þannig að til þess að allir mættu
nú njóta skáldskaparins án mikillar
fyrirhafnar setti ég að lokum þetta
saman:
Par í hjónaband hneppa má.
Hnýtti ég ýsuband títt á sjá.
Tónar berast mér bandi frá.
Band á túnum ég einatt sá.
Reyndar hef ég orðið þess
áskynja, að ungir menn um fimm-
tugt kannast ekki við orðið ýsuband
– þannig að kannski er þetta allt
unnið fyrir gýg!
Ég ætla að leyfa þér að ráða
hvort þú „tekur sjensinn“ og birtir
eitthvað af þessu.“
Ég fékk góðan póst frá gömlum
vini: „Hinrik Már Jónsson, sem býr
á Syðstu-Grund, undir hinu fagra
fjalli Glóðafeyki í Skagafirði, birtir
gjarnan myndir af bæjarfjalli sínu.
Nýlega birti hann mynd af fjallinu í
fallegri vetrarsól. Guðmundur
Sveinsson á Sauðárkróki brást
þannig við:
Hulinn snjó og hnakkakerrtur
á himni skýjadrag.
Feykirinn er furðu sperrtur
fagurt er í dag.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur um band
s og Glóðafeykir