Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 10
Í ljósi hás verndargildis svæðis í
Skerjafirði, þar sem Reykjavíkur-
borg áformar að gera 4,3 hektara
landfyllingu, telur Umhverfis-
stofnun (Ust.) að byggð ætti alfarið
að vera ofan fjöruborðs. Fyrirhuguð
byggð yrði aðlöguð fjörunni eins og
hún er í dag í stað þess að byggja í
fjörunni og þurfa síðan að ráðast í
lítt ígrundaðar framkvæmdir til að
verja nýtt land sem mótað verður
sunnan við fyrirhugaða landfyllingu.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í niðurstöðum stofnunarinnar
í umsögn um mat á umhverfisáhrif-
um vegna landfyllingarinnar. Þar
segir að Ust. telji að fyrirhuguð
landfylling í Skerjafirði muni hafa
umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif
í för með sér þar sem fjörum og líf-
ríki, sem séu mikilvæg svæði til fæðu
ýmissa sjávardýra og fugla, sé var-
anlega raskað.
Mikilvægt fuglasvæði
„Í ljósi þess að lítt röskuðum
fjörum með miklu lífríki hefur stöð-
ugt farið fækkandi í Reykjavík telur
Umhverfisstofnun mikilvægt að slík-
um svæðum sé ekki raskað frekar en
orðið er heldur verði þau nýtt
óbreytt sem útivistarsvæði þar sem
fjölbreytt fuglalíf stóran hluta ársins
getur aukið á upplifun svæðisins og
verið til fróðleiks þar sem hér er um
mikilvægt fuglasvæði að ræða,“ seg-
ir í umsögninni. Borgin gerir ráð fyr-
ir ýmsum aðgerðum til að viðhalda
nýrri fjöru sem ætlunin er að móta
við suðurkant landfyllingarinnar.
Umhverfisstofnun telur að mikil
óvissa sé um það hvort fyrirhugaðar
mótvægisaðgerðir, sem ráðist verð-
ur í þegar landfyllingin er komin á
sinn stað, muni skila árangri. „Ekki
liggur fyrir hönnun á mannvirkjum
sem ætlað er að vernda nýja fjöru og
viðhalda þar fínefnum sem með tím-
anum er ætlað að mynda nýjar leir-
ur. Því er umfang, staðsetning og
virkni þessara mannvirkja háð
óvissu,“ segir í umsögninni.
Brúargerð gæti raskað botni
Í umsögninni kemur einnig fram
að gera hefði átt grein fyrir samlegð-
aráhrifum með öðrum fram-
kvæmdum í Skerjafirði, þá sérstak-
lega brúargerð, en verklag sem
viðhaft hafi verið við sambærilegar
framkvæmdir muni raska hafsbotni í
Skerjafirði enn frekar. Engar áætl-
anir um eiginlega vistheimt sé að
finna í frummatsskýrslunni eða
tímasettar aðgerðir sem talist gætu
til eiginlegra mótvægisaðgerða.
aij@mbl.is
Aðlaga ætti byggð fjörunni
- Umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif af landfyllingu í Skerjafirði, að mati Umhverfisstofnunar
- Mikil óvissa um árangur af mótvægisaðgerðum - Slíkum svæðum verði ekki raskað frekar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skerjafjörður Umhverfisstofnun gerir margvíslegar athugasemdir við áform um landfyllinguna.
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Nú sér fyrir endann á hlýindakafl-
anum sem staðið hefur yfir síðustu
10 daga eða frá 11. desember. Í dag
er spáð norðaustlægri eða breyti-
legri átt, 3-10 m/s og smáskúrum
eða éljum syðst og við NA-ströndina,
annars bjart með köflum. Frost 0 til
8 stig, kaldast í innsveitum á NA-
landi, en frostlaust syðst.
Meðalhiti fyrstu 20 daga desem-
bermánaðar er +2,5 stig í Reykja-
vík. Það er +1,5 stigum ofan meðal-
lags áranna 1991 til 2020 og +1,9
stigum ofan meðallags síðustu tíu
ára. Þetta kemur fram í bloggi
Trausta Jónssonar veðurfræðings.
Hitinn raðast í 7. hlýjasta sæti (af 21)
á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu
dagar árið 2016, meðalhiti þá +5,6
stig. Kaldastir voru þeir 2011, með-
alhiti -2,8 stig. Á langa listanum rað-
ast hiti nú í 20. hlýjasta sæti (af 146).
Hlýjast var 2016, en kaldast 1886,
meðalhiti þá var -5,6 stig.
Á Akureyri er meðalhiti dagana
20 nú +0,9 stig, +1,3 stigum ofan
meðallags 1991 til 2020 og 2,1 stigi
ofan meðallags síðustu tíu ára.
Að tiltölu hefur verið hlýjast við
Breiðafjörð og á Vestfjörðum, hiti
þar raðast í 5. hlýjasta sæti ald-
arinnar, en kaldast hefur verið á
Austurlandi að Glettingi og Suðaust-
urlandi, þar raðast hiti í 10. hlýjasta
sætið.
Aðfaranótt 17. desember fór hiti í
16,1 stig á Dalatanga og 16,0 stig á
Eskifirði. Er það nýtt landsdægur-
hámarkshitamet. Það er ekki al-
gengt að svo hár hiti mælist í desem-
ber, en þó nægilega oft til þess að
landshámarkshitamet 15 desem-
berdaga er 16,0 stig eða meira, segir
Trausti. Mánaðarhitamet desember
er hins vegar 19,7 stig og mældist
það 2. desember 2019 á Kvískerjum í
Öræfum.
sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlýindakafli Vegna veðurblíðunnar
hefur verið hægt að vinna útiverk.
Tíu daga hlýinda-
kafla er að ljúka
Þú finnur jólagjöfina hjá okkur
Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is
Vefverslun | aprilskor.is
Ten Points
28.990 kr.
Audley
28.990 kr.
Musse & cloud
15.990 kr.
Audley
37.990 kr.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Formaður Bændasamtakanna seg-
ir það jákvætt að fram sé komin
tillaga á Alþingi um að ríkið styðji
bændur vegna hækkunar áburðar-
verðs. Í tillögu meirihluta fjárlaga-
nefndar fyrir 2. umræðu um fjár-
lagafrumvarp næsta árs er lagt til
að 700 milljónum verði varið til
þessa verkefnis.
Búist hefur verið við miklum
hækkunum á áburðarverði vegna
hækkunar hráefnaverðs og orku-
kostnaðar vegna heimsfaraldurs-
ins. Aðeins einn áburðarsali hefur
gefið út verðskrá hér á landi, Slát-
urfélag Suðurlands sem flytur inn
Yara-áburð, og nemur hækkunin
98%.
93% hækkun vísitölu
Tillaga meirihluta fjárlaganefnd-
ar grundvallast á áburðarvísitölu
Alþjóðabankans sem hefur hækkað
um 93% frá lokum síðasta áburð-
artímabils. Fram kemur að ef sú
hækkun kemur að öllu leyti fram í
áburðarkaupum íslenskra bænda
fyrir árið 2022 megi ætla að kostn-
aður þeirra aukist um allt að 2,5
milljarða króna, að óbreyttu
magni.
Gert er ráð fyrir því í tillögunni
að notkun áburðar dragist saman
vegna þessa en kostnaðaraukinn
verði eigi að síður 1,5 milljarðar.
Tillögu um 700 milljóna króna
stuðning er ætlað að koma til móts
við þá hækkun.
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, segir erf-
itt að átta sig á stöðunni þar sem
aðeins einn áburðarsali hafi gefið
út gjaldskrá. Þá vitnar hann í
fréttir frá Noregi þar sem verið er
að hefja á ný framleiðslu í aflagðri
áburðarverksmiðju. Áhrif þess séu
enn óljós.
Greitt út á ræktun
Gunnar segir að tillaga um 700
milljóna króna stuðning við bænd-
ur vegna áburðarverðshækkunar-
innar sé jákvæð. Spurður hvernig
þessum fjármunum verði deilt út,
komist þeir inn í samþykkt fjárlög,
segir Gunnar að vanda þurfi regl-
ur um það. Sjálfur segist hann líta
til leiðar sem farin var í Noregi; að
greiða stuðninginn út á ræktað
land. Þannig nýtist hann þeim sem
í raun og veru kaupa áburð til
matvælaframleiðslu. Hvort sú leið
verði farin eða blönduð leið sé
seinni tíma viðfangsefni stjórn-
valda.
700 milljóna stuðningur
vegnar áburðarverðs
- Meirihluti fjárlaganefndar leggur til breytingar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Áburður Jafnað til í dreifaranum.