Morgunblaðið - 22.12.2021, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Ferðaskíði,
brautargönguskíði og
fatnaður frá Haglöfs,
Craft og We Norwegians.
Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is
Þú færð
jólagjöfina
hjá okkur
Skv. matvælastofn-
un Þýskalands er
bannað að fram-
kvæma blóðtöku á
hryssu sem er fylfull
eða nýbúin að kasta
folaldi og er enn
mjólkandi.
Hvað þá ef hún er
bæði nýbúin að kasta
og strax orðin fylfull
aftur – hvor tveggja
skilyrðin til banns eru fyrir hendi
– eins og gerist í blóðmerahaldi
hér. Blóðtaka er þá auðvitað
stranglega bönnuð.
Auk þess setur þýska mat-
vælastofnunin önnur skilyrði eins
og þau að hryssur séu minnst
þriggja ára, minnst 400 kg að
þyngd og blóð sé ekki tekið oftar
en á 30 daga fresti.
Alls staðar virðist gilda sú regla
að ekki sé farið yfir 10% af blóð-
magni við blóðtöku.
Ísteka hefur stundað blóðtöku
úr hryssum sem bæði eru fylfullar
og mjólkandi, hvort tveggja í senn,
í 20 ár. Með sjö daga millibili, í
ágúst og september, 15% af heild-
arblóði eða meira í hvert skipti,
alls átta sinnum, með fulltingi
MAST og ráðherra. Þyngd ís-
lenskra mera mun vera um 350
kg.
Er einhver hæfa í þessu?
Félagið hefur reynt að sannfæra
menn um að öll þeirra starfsemi
sé dýravæn, dýrunum sé engan
veginn ofboðið, misþyrmingar og
ofbeldi komi alls ekki til, og full-
yrðir Ísteka þetta á heimsíðu
sinni: „… það eru vandfundin hús-
dýr sem hafa það betra en blóð-
gefandi hryssur“.
Á heimasíðu Ísteka er líka m.a.
þessi fyrirsögn: „Fimm mínútna
blóðgjöf“.
MAST hefur hins vegar staðfest
að blóðtakan taki jafnan 15 mín-
útur, eftir að búið er að reyra
meri kirfilega niður á blóðtökubás.
Því miður er MAST heldur ekki
með sín blóðmeramál á hreinu.
Í bréfaskiptum okkar við MAST
í febrúar 2020 áttu þessi orða-
skipti sér stað:
Jarðarvinir: „Í Suður-Ameríku
eru þær (merarnar) oft knúðar inn
í básana með raflosti, beittum
prikum, járnstöngum, spörkum
eða höggum. Gerist það líka hér?“
Svar MAST: „Nei. Því fer fjarri
að „augljóslega þurfi að beita
hryssurnar ofbeldi“.“
Á öðrum stað fara þessi orða-
skipti fram:
Jarðarvinir: „Nú eru þetta villt
dýr. Er augljóst að ekki verður
tappað blóði af þeim nema með
heiftarlegu ofbeldi gagnvart þeim.
Beðið er um lýsingu á þessum
blóðtökuaðferðum.“
Svar MAST: „Blóðtökustaðan er
þannig útfærð, að hryssurnar
renna alla jafna átakalaust inn í
blóðtökubása …“
„… renna alla jafna átakalaust
…“; ekki stenst þessi lýsing, eins
og myndbönd dýravernd-
unarsamtakanna sýna.
Hví skyldi MAST halda vernd-
arhendi yfir þeirri óiðju sem blóð-
merahaldið er í stað þess að verja
dýrin og velferð þeirra? Er ein-
hver með skýringu á þessari með-
virkni, þessum verkefna- og
ábyrgðarruglingi MAST?
Eins og margoft hefur komið
fram eru blóðmerarnar flestar
ótamdar, hálf- eða alvilltar, og í
útigangi allt árið.
Að vetri eru flestar þeirra þann-
ig settar út á „guð og
gaddinn“ en umönn-
un, umhirða og fóð-
urgjöf bænda er oft
stopul og misjöfn,
stundum dögum sam-
an engin.
Auðvitað gildir
þetta mest um ákveð-
inn lítinn hóp bænda,
ábyrgðarlausra slóða,
en er nógu slæmt fyr-
ir það.
Í desember 2019
fórust 93 hryssur ásamt folöldum
sínum einar og yfirgefnar á víða-
vangi, í fárviðri sem þá gekk yfir
Húnavatnssýslur og Skagafjörð,
sennilega allt blóðmerar; krókn-
uðu með hörmulegum hætti til
dauða!
Þarna var um útigangshross af
46 bæjum að ræða þannig að vart
er hægt að flokka þennan öm-
urlega hrossaskaða undir einangr-
aðar undantekningar.
Bændurnir sem áttu dýrin og
báru ábyrgð á þeim og velferð
þeirra gengu svo sumir um grenj-
andi og létu eins og þeir hefðu
ekkert fengið að gert til að verja
og vernda dýrin, eins og þeim bar.
Ef menn geta ekki tryggt ör-
yggi og velferð sinna dýra, líka
þegar íslenskt vetrarveður og
snjóstormar geisa og klakabrynja
leggst yfir jörð, ættu þeir að snúa
sér að einhverju öðru.
Blóðmerahaldið hefur því ekki
bara eina skuggahlið heldur marg-
ar.
Í Morgunblaðinu 13. desember
sl. eru fréttir undir fyrirsögnunum
„Kostar tugi milljóna“ (á forsíðu)
og „Ísteka herðir eftirlitið“.
Þar er fjallað um skrif Ísteka til
blaðsins þar sem fullyrt er að
fyrirtækið ætli að ráðast í kostn-
aðarsamar og víðfeðmar umbætur
á eftirliti með blóðtöku hryssa.
Eins er greint frá því að Ísteka
hafi rift samningi við tvo bændur,
sem á að sýna að hér sé alvara á
ferð. Varla er þó hægt að taka
þetta alvarlega þar sem bænd-
urnir sem stunduðu blóðmerahald
sl. sumar voru 119 talsins.
Dýraverndunarsamtökin þýsku
og svissnesku, sem að rannsókn
blóðmerahaldsins hér stóðu, hafa
lagt áherslu á að þessi illa meðferð
hryssanna við að koma þeim í
blóðtökubás og tappa af þeim
fimm lítrum af blóði sé almenna
reglan, ekki undantekning!
Kjarni málsins er sá að Ísteka
og MAST hafa þóst hafa góða
stjórn á þessu blóðmerahaldi und-
anfarin 10-20 ár en það hefur
greinilega alls ekki verið raunin –
framkvæmdin hjá Ísteka og eft-
irlitið hjá MAST. Er engin ástæða
til að ætla að það takist frekar nú,
hvað sem öllum fréttatilkynn-
ingum og yfirlýsingum líður, enda
er vandinn sá að blóðmerarnar eru
ótamin villt dýr í útigangi og eftir
því sem meira og harðar er gengið
að þeim, þau meira og lengur
kvalin, þeim mun styggari og
fælnari verða þau.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
» Þýska matvælastofn-
unin setur þau skil-
yrði að hryssur séu
minnst þriggja ára,
minnst 400 kg að þyngd
og blóð sé ekki tekið oft-
ar en á 30 daga fresti.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er stofnandi
og formaður Jarðarvina.
Svik og vanhöld
Ísteka og MAST –
píslarganga blóð-
mera um vetur
Heimilislæknirinn
var hálfvandræða-
legur á svipinn.
„Þetta er bara vottur
af blöðrubólgu,“ sagði
hann. „Smáerting …
en sko, þú verður að
fara þegar þér er
mál,“ bætti hann við
og reyndi að ná augn-
sambandi við 17 ára
einhverfa dóttur
mína, en hún stóð upp og strunsaði
í átt að dyrunum. „Það er ekki
hægt að nota klósettin í skólanum,“
sagði hún ergileg. „Strákarnir geta
alltaf komið inn, það er ekkert prí-
vat, svo ég verð að halda í mér
þangað til ég kem heim.“ Hún
skellti hurðinni á eftir sér svo
veggurinn skalf og skekkti vatns-
litamyndir af búfé á beit.
Fáir virðast skilja praktískar af-
leiðingar þess að lögleiða „sjálf-
kenni kyns“. Aðallega eru það karl-
ar sem hafa nýtt sér réttinn til að
tékka sig inn í kvenkyn með sam-
svarandi réttindamissi fyrir konur.
Hér í Bandaríkjunum hafa trans-
aðgerðasinnar vaðið yfir kynbundin
réttindi kvenna og reisn; inn í sal-
erni kvenna og búningsklefa; í
kvennaíþróttir, sem hafa verið yf-
irteknar af körlum í konuleik; inn í
kvennafangelsi, þar sem konur
verða að deila vistarverum með
körlum, sama hvort þeir eru blíð-
lyndir skattsvikarar og þjófar eða
nauðgarar og morðingjar.
Transaðgerðasinnar hafa rennt
sér hratt og langt á jakkalöfum
réttindahreyfingar homma og
lesbía – sem einungis báðu aðra að
taka sér eins og þau voru og eru.
Transaðgerðasinnar krefjast þess
hins vegar að aðrir taki þeim eins
og þeir eru ekki. Trans á ekkert
sameiginlegt með mannréttinda-
hreyfingum, sem berjast fyrir að
minnihlutahópar njóti sömu rétt-
inda og aðrir þjóðfélagsþegnar.
„Sjálfkenni kyns“ er rangnefni og
öfugmæli. Það snýst um að þvinga
aðra til að auðkenna og viðurkenna
þig sem meðlim þess kyns sem þú
segir þig vera; að aðrir staðfesti og
viðurkenni þitt trúkerfi. Trans er
trú og Trans-Rannsóknarrétturinn
refsar villutrú á sama
hátt og hinn upp-
runalegi – með ofbeldi,
ofsóknum og einelti
sem geta kostað þig
mannorð þitt og lífs-
viðurværi, ef ekki lífið
sjálft.
Á Vesturlöndum
hefur raunveruleik-
anum verið afneitað til
að þóknast trans-
aðgerðasinnum. En
það er ekki nóg. Þeir
vilja tungumálið líka.
Og hvers vegna ekki? Þeir þurfa
ekki einu sinni að biðja um það.
Stjórnmálamennirnir, stórfyr-
irtækin og „kvenréttinda“hreyfing-
arnar, sem telja að málfrelsi, skoð-
anafrelsi og réttindi kvenna og
barna séu einskis virði, vilja endi-
lega gefa þeim tungumálið okkar.
Á CDC krefst kvenfyrirlitningin
þess að „fólk“ sé þungað og með
leghálskrabbamein en karlar eru
með blöðruhálskirtilskrabbamein.
„Womnx og „men“ eru á TED
Talks. Mannréttindastofa Reykja-
víkurborgar og Kvennahreyfingin
(KVENNAhreyfingin) töldu orðið
„kona“ svo móðgandi að í umsögn-
um með frumvarpi að lögum nr.
43/2019 um þungunarrof báðu þær
löggjafann að nota önnur orð.
„… í stað þess að vísa einvörð-
ungu til kvenna … sé notað kona/
þungaður einstaklingur [því] í sam-
félaginu eru einstaklingar með æxl-
unarfæri kvenna [e.þ.s. konur] sem
ekki upplifa sig sem konur.“
Í „ljósi þess að fólk með leg skil-
greinir sig ekki allt sem konur
verður þetta orðfæri [að vísa til
„kvenna“] að teljast óþarflega tak-
markandi“, sagði Þóra Kristín
Þórsdóttir, „forynja Kvennahreyf-
ingarinnar“ (og kjöltuhvolpur
transaðgerðasinna). „Nóg er af
orðum sem hægt er að nota … eins
og [nýyrðin] legberar og barns-
berar.“
„23 einstaklingar hafa fengið kyn
sitt leiðrétt [eins og kynferði sé
prentvilla] í þjóðskrá“ segir í riti
Mannréttindastofu Íslands um
„transgender réttindi“. Kyn-
gervishugmyndafræðin er, eins og
önnur hugmyndafræði sér-
trúarsafnaða, þjóðfélagslega fram-
leiddur, smitandi sjúkdómur („so-
ciogenic illness“), svo talan nú er
án efa hærri. Á Íslandi eru 180
þúsund konur. Helmingur þjóð-
arinnar. Þær vita að þær eru kon-
ur – rétt eins og við vitum að rign-
ing er blaut – og séu þær ósáttar
við „konur“ hafa þær ekki kvartað,
a.m.k. ekki hátt, en Kvennahreyf-
ingin, sem var stofnuð af konum
fyrir konur, telur ráðlegast að
losna við orðið.
„Nýyrðin“, sem gætu verið úr
Handbók landbúnaðarins um bú-
fjárhald og fjöldaframleiðslu, sýna
greinilega hvernig transaðgerð-
asinnar líta á konur – ekki sem
manneskjur, heldur samansafn lík-
amshluta. Eiga þessir nýyrðasmiðir
systkini? Börn? Ég á þrjú. Eitt er
semsagt „legberi“, hin tvö eru …
pungberar? Mhm, já í guðs bæn-
um, losið okkur við eineltisvaldinn
og orðskrípið „kona“ úr … legbera-
málinu? Við skulum endilega banna
orðin sem við notum til að tjá okk-
ur um raunveruleikann – enda höf-
um við greinilega enga þörf fyrir
hann lengur – og nota í staðinn hé-
giljur og falskt froðusnakk, full-
komið til að lýsa lyginni sem við
lifum.
Kyngervishugmyndafræði er ná-
kvæmlega … gervi. Lygi. Karlar
eru konur. Stelpur eru strákar.
Upp er niður. Svart er hvítt. Heitt
er kalt. Við vitum að mannverur
geta ekki skipt um kyn frekar en
þær geta skipt um kynþátt. Að
halda öðru fram – að láta börn og
unglinga synda í „öllu þessu botn-
lausa lygakviksyndi [sem] er verið
að hrósa“, eins og Þórbergur sagði,
er beinlínis misnotkun.
Eftir Írisi
Erlingsdóttur
Íris Erlingsdóttir
»Mannverur geta ekki
skipt um kyn frekar
en kynþátt. Að halda
öðru fram – að láta börn
synda í „þessu botn-
lausa lygakviksyndi“ –
er beinlínis misnotkun.
Höfundur er fjölmiðlafræðingur
og skoðanakrimmi.
Hún býr í Bandaríkjunum.
LURI24@gmail.com
Dóttir mín legberinn