Morgunblaðið - 22.12.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.12.2021, Qupperneq 21
skipti. Við lögðum allt í sölurnar til þess að gera Pálshús og Stund- vísi sem best við gátum og spör- uðum ekkert í því sambandi, hvorki efni né vinnu. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi gengið allt snurðulaust fyrir sig – báðir þrjóskari en andskotinn – en ann- ar okkar hafði oft á orði: „Ég hef nú oftast nær rétt fyrir mér!“ Sá sem þetta sagði meinti nú samt að mínu mati að hann hefði alltaf rétt fyrir sér. Allavega fór hann alltaf að tala strax um eitthvað annað ef svo var ekki. Síðustu 20 árin höfum við talað saman nánast á hverjum degi og stundum oft á dag fyrir utan tímabil sem ég held að við vildum báðir gleyma. Ég þakka guði fyr- ir að þú hafir ekki horfið af sjón- arsviðinu á þeim tíma. Núna seinni árin gáfum við okkur tíma til að leika okkur að- eins og fórum nokkrar sjóferðir saman. Eftirminnileg er ferð sem við fórum saman í Fljótavík en þangað hafðir þú aldrei komið og ekki ég heldur. Saman fórum við tveir í Hrafnfjörð og ég held að þeirri ferð eigi ég aldrei eftir að gleyma. Það var virkilega gaman hjá okkur þó að ýmislegt hafi far- ið úrskeiðis en þetta endaði allt vel að lokum. Ekki má heldur gleyma öllum ferðunum sem við fórum til berja en við höfðum báðir sérstaka unun af því að tína aðalbláber. Þú varst mikill vinnuþjarkur allt þitt líf og mikil synd að þú hafir ekki haft lengri tíma til að gera meira af því sem þig langaði að gera með Jóhönnu. Húsbíla- draumurinn fékk alla vega snubbóttan endi. Ég held að ég yrði alveg brjálaður ef ég mundi drepast alveg nýhættur að vinna. Það verður tómlegt að koma vest- ur í vor ef ég tóri eins og amma sagði. Ég mun samt reyna eins og ég get að halda áfram að hlúa að Pálshúsi, Stundvísi og vörinni. Ég er hræddur um að ég þurfi að hafa með mér nokkra vasa- klúta í kirkjuna þegar ég kveð þig í hinsta sinn. Hvíldu í friði frændi minn. Þinn uppáhaldsfrændi, Guðmundur (Gummi). Elsku Palli frændi, í sumar kvöddumst við og föðmuðust þétt, þið Jóhanna voruð búin að vera í Pálshúsi og voruð á leið suður á húsbílnum. Ekki hefði mig grunað að þetta yrði okkar síðasta faðmlag, þú varst svo hress og leist svo vel út – sól- brúnn og flottur. Ég var heppin að eiga stundir með þér í sumar, og ein sú besta var þegar þú dast inn um dyrnar á U19 með nýbak- að rúgbrauð á laugardagsmorgni. Við drukkum kaffi og þú sagðir mér sögur úr fortíðinni, meðal annars söguna af afa Páli og stolnu hænunni. Þú varst alltaf mikill grínari og við hlógum, en það var alvörugefinn undirtónn og af því tilefni fórstu með ljóðið um mikilvægi sannleikans, því þú varst maður orða þinna og rétt- lætis. Það var dýrmætt hvað þú varst duglegur að halda tryggðina við fjölskylduna, bæði með símtölum, heimsóknum og viðveru á heima- slóðunum í Hnífsdal. Stundvís og Pálshús voru pabba hjartans mál og það var ljúft að sjá hvernig þú hélst verkefninu á lífi og hélst í leiðinni sögu fjölskyldunnar á lofti. Um þetta leyti hringdir þú allt- af í mig og óskaðir gleðilegra jóla og við tókum árlegu stöðuna á jólamatnum og heilsunni. Þessi jól kveð ég þig með miklum sökn- uði. Ég er full þakklætis fyrir að hafa fengið að eiga stað í hjarta þínu, elsku Palli frændi, og alla tíð fengið að njóta kærleikans sem því fylgdi. Ég votta Jóhönnu, Elísabetu, Einari, Helgu og öllum öðrum að- standendum mína innilegustu samúð og sendi hlýju og styrk á þessum erfiðu tímum. Hafdís Sunna Hermannsdóttir. Leiðir okkar Palla Skúla lágu fyrst saman um miðja síðustu öld vestur í Hnífsdal, hvar hann fæddist og ólst upp til fullorðins- ára. Okkur frændunum varð vel til vina enda jafnaldrar og álíka uppátækjasamir. Palli var óhjá- kvæmilega leiðtogi í okkar bralli, enda örlítið eldri og auðvitað á heimavelli og þekkti því allt og alla í þessu fámenna en frábæra þorpi við Ísafjarðardjúp. Miðpunktur okkar í Dalnum var hús afa okkar á Brekkunni, sem varð einmitt heimili foreldra Palla og fjölskyldunnar á þessum tíma. Áratugum síðar varð Palli einn af eigendum þessa sama húss, sem byggt var um aldamót- in 1900 af langafa okkar, og lagði Palli mikið af mörkum varðandi tilfallandi viðgerðir og viðhald á þessu óðali ættarinnar. Fyrir krakka á okkar aldri var Hnífsdalur einn samfelldur leik- völlur og krakkafjöldinn var mik- ill með 5+ börn á flestum heim- ilum. Þar voru stundaðir hinir ýmsu leikir sem þekktir voru al- mennt. Áin, sem rann nokkuð lygn um mitt þorpið, var áhuga- verður staður fyrir silungsveiði, og stutt var í berin í næstu brekku síðsumars. Þá var stöku sinnum þörf fyrir vinnuframlag krakkanna við heyskap og var jafnvel greitt fyrir slíkt í reiðufé. Sjórinn var einnig innan seiling- ar, enda átti afi okkar, afi Páll, trilluna Stundvís sem hann reri á til grásleppuveiða með meiru. Við Palli öðluðumst okkar fyrstu reynslu í sjómennsku á þessu tímabili. Að vísu var ekki langt ró- ið en fyrir gat komið að veður versnaði áður en ferðinni lauk og fór þá yfirleitt lítið fyrir sjó- hreysti hásetanna ungu. Sérstak- lega er minnisstæð brælukennd sjóferð þegar afi Páll lagði okkur Palla báða, sjóveika mjög, þvers- um miðskips og breiddi yfir okkur segldúk á landstíminu. Heimsigl- ingin gekk vel enda vanur maður, sem hóf sína sjómennsku á ára- bátum, við stjórnvölinn. Háset- arnir voru forfærðir úr Stundvís í land og stauluðust síðan aðfram- komnir til síns heima. Þeir komu ekki að marki við sögu sem sjó- menn eftir þetta. Þannig voru leikir barnanna í Dalnum ná- tengdir undirstöðuatvinnuvegum til sjós og lands. Palli yfirgaf Dalinn um tvítugt og fór suður, hvar hann kynntist Jóhönnu sinni og áttu þau giftu- ríka samleið þaðan í frá. Hann kynnti sér iðngreinar, enda fork- ur duglegur og handlaginn og valdi pípulagningar og starfaði sem meistari í þeirri grein um langt árabil. Palli var vel liðinn sem traustur fagmaður og sinnti sínu fagi víða um suðvestanvert landið með Akranes sem mið- svæði hvar hann bjó öll sín full- orðinsár. En Hnífsdalur var alltaf ofar- lega í huga Palla þótt sjálfur væri hann kominn suður. Með árunum fjölgaði ferðum hans vestur og dvöl hans þar lengdist. Húsið á Brekkunni kallaði líka á ómælda vinnu og Stundvís sömuleiðis, sem Palli hafði eignast að hluta. Og loksins var kominn tími og að- stæður til að njóta þess að dvelj- ast langdvölum í Dalnum og gera bara það sem skemmtilegast þyk- ir. Það er mikil eftirsjá að frænda mínum Palla Skúla. Að sjá ekki framar fram á hressilegt kaffi- spjall með honum um lífið og til- veruna, Hnífsdalinn og mannlífið þar í tímans rás, sem Palli hafði á hraðbergi betur en flestir aðrir. Missir Jóhönnu er mikill á tíma þegar stuðningur hans var henni svo mikilvægur. Ég votta Jóhönnu, fjölskyld- unni allri og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Ólafur Karvel Pálsson. Fráfall Páls bar brátt að. Stuttu eftir síðasta fund í Kiwan- isklúbbnum Þyrli í byrjun þessa mánaðar, sem Palli sat glaður í bragði eins og jafnan, bárust þau tíðindi flestum að óvörum að Páll væri lagstur inn á sjúkrahús og ástand hans væri svo alvarlegt að tvísýnt þætti. Var mér nokkuð brugðið þar eð ég hafði á venju- legri morgungöngu rétt áður mætt honum og við tekið sem jafnan upp líflegar umræður um hvað eina. Gat ég ekki annað fundið en hann væri hinn hress- asti þrátt fyrir veikindaerfiðleika eiginkonu hans, sem hann sagði mér frá lítillega. Kynni okkar Páls hafa staðið frá því hann kom á Akranes um 1970. Lærður sem pípulagninga- maður var hann fljótur að kynn- ast fólkinu hér. Greiðvikinn og snar að leysa aðkallandi viðfangs- efni. Þar að auki giftur Jóhönnu Einarsdóttur, þekktum innfædd- um Akurnesingi. Þau kynni hafa áreiðanlega eflst við það, að við byggðum okkur hús við Furu- grundina á sama tíma og fluttum inn árið 1975 og höfum búið þar síðan við gott nágrenni. Ávallt í kallfæri og áttum ófáar samræð- ur á götunni og bar þar á góma m.a. atvik og mannlíf á vestfirsk- um ættarslóðum beggja í Djúpinu og Dýrafirði. Páll hefur verið félagi Kiwanis- klúbbnum Þyrli frá árinu 1985. Of langt mál væri að rekja hér þau fjölmörgu störf, sem hann hefur gegnt á þessum tíma í þágu kiw- anismálefna á vegum klúbbsins og hreyfingarinnar sem slíkrar, svo sem nefnda- og embættis- störf. Páll var forseti Þyrils starfsárið 1992-93. Sýndi hann ávallt dugnað og fórnfýsi í verk- um sínum samfara nákvæmni og reglufestu eins og slíkt fé- lagsstarf krefst. Páli verður seint fullþakkað það sem hann lagði á sig, en við leiðarlokin eru honum færðar ríkulegar þakkir fyrir þetta allt. Lífsstarf Páls var á Akranesi og þar átti hann gott heimili og fjölskyldu, en ekki duldist, að rætur hans lágu vestur á fjörðum. Hann tjáði sig á ótvíræðan hátt og fór lítt í launakofa með hvað hann meinti ef því var að skipta. Glað- sinna og gamansamur, kunni að njóta lífsins í góðum hópi. Sér- staka rækt lagði hann við heima- slóðir forfeðranna – sjógarpanna í Hnífsdal. Ófáar ferðir farnar þangað til að endurbæta minjar og skipastól fyrri tíðar. Fáir komast lífsgötuna á enda án þess að á leið þeirra verði ýms- ar hindranir og þeim fékk Páll fljótt að kynnast. Hann var í barnaskólanum í Hnífsdal árið 1953 er fárviðri feykti húsinu svo það gjöreyðilagðist og nokkrir er þar voru hlutu líkamstjón og aðrir sluppu naumlega. Faðir Páls fórst í sjóslysi á nýársdag 1959 frá fimm börnum. Hermann, hafnar- stjóri á Ísafirði, eldri bróðir hans, féll frá á besta aldri. Auk fleiri áfalla sem ekki verða rakin hér. Áreiðanlega hefur þetta sett sitt mark sitt á líf Páls en félagar hans greindu það vart. Lífsgleði hans og kjarkur var óbugaður. Nú er Páll farinn á vit feðra sinna og hans er sárt saknað af mörgum. Hugur okkar félaga hneigist nú til Jóhönnu, barna þeirra og annarra aðstandenda. Guðmundur Vésteinsson. Að eiga góða nágranna er ekki sjálfsagður hlutur, en mikið lán þegar sú er raunin. Þar duttum við fjölskyldan í Furugrund 16 í lukkupottinn þegar við fluttum í Furugrundina á Akranesi árið 1988 og fengum Palla Skúla og fjölskyldu sem næstu nágranna. Palli Skúla (fúll ská á móti eins og við kölluðum hvor annan stund- um) hafði ráð undir rifi hverju þegar kom að því að laga þyrfti eitthvað sem á bjátaði í húsinu eða bílnum, öll verkfæri og verk- vit til staðar hjá Palla, enda í gamni sagt að ekki væri ástæða til að eignast tæki eða tól, Palli Skúla ætti allt sem til þyrfti til að redda málum. Svo rammt kvað að hæfileikum Palla að eldri syni okkar fannst það eðlilegast, þegar að fermingu hans kom, að Palli Skúla myndi sjá um það, „Palli Skúla getur allt“ og þyrfti því ekki prest til að sinna því verkefni. Palli hafði mikið yndi af börn- um og gaf sér jafnan góðan tíma til að spjalla við þau, þannig var með börnin okkar og er minnis- stætt að hann nefndi yngri dóttur okkar jafnan „drottninguna í Furugrundinni“ í hvert sinni sem hann hitti hana, alveg fram á full- orðinsár. Eitt sinn er við fórum í sumarbústað nefndi sonur okkar að Palli skyldi koma í heimsókn, leiðarvísirinn var sá að hann skyldi keyra þar til hann sæi hvítan bíl, þar værum við. Palli sagðist hafa keyrt þangað en eng- an hvítan bíl séð, en fékk þau svör að hann hefði keyrt vitlausa leið, þá var Palla skemmt. Heima í huga Palla var æsku- heimili hans í Hnífsdal, Pálshús. Þar varði hann löngum stundum hin síðari ár í að standsetja húsið sem hann ólst upp í. Þar gat hann einnig fylgst með „afa“ (togaran- um Páli Pálsyni) koma inn með afla til löndunar. Palli undi sér hvergi betur en í Hnífsdal og var hann þar langdvölum og dundaði sér ásamt systursyni sínum, við endurbætur á húsinu og endur- smíði á bát afa síns „Stundvís“. Ástæða er til að nefna sérstakt áhugamál Palla, sem var berjat- ínsla. Að tína ber í hans huga var ekki bara að tína ber, það þurftu að vera aðalbláber sem uxu fyrir vestan, annað var bara drasl. Átti ég því láni að fagna að fara nokkr- um sinnum í Pálshús og fara til berja með Palla, það voru gæða- stundir sem eftir sitja í minning- unni ásamt fræðslu um fjöll og dali, fólk og búalið á hverjum bæ og firði á leiðinni „heim í Hnífs- dal“. Far vel okkar kæri vin. Að leiðarlokum sendum við hjónin og börn Jóhönnu og börn- um hennar og Palla, þeim Helgu, Einari Árna og Elísabetu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Pálmi og Katrín. Við lát vinar rifjast upp minn- ingar um fyrstu kynnin og sam- verustundir. Þegar ég tók við sem umdæmisstjóri Kiwanishreyfing- arinnar á Íslandi og Færeyjum árið 1995 var hluti af stjórninni mér ókunnugur og var Páll einn þeirra. Þarna tókst vinátta við Kiwanisfélagana og maka þeirra sem varir enn. Fljótt kom í ljós hve ábyrgur og góður Kiwanis- félagi hann var. Palli, eins og hann var kallaður, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Kiwanishreyf- ingunni, var í Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi og var m.a. for- seti klúbbsins og hann var svæð- isstjóri Eddusvæðis í umdæmis- stjórninni. Palli var mikið ljúfmenni, já- kvæður, bóngóður, með skemmti- legan húmor, og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Það var einstaklega gott að vinna með honum, hann var alltaf tilbú- inn að vinna að góðum málefnum innan Kiwanishreyfingarinnar. Palli var pípulagningameistari og var mikill og góður fagmaður á sínu sviði, féll aldrei verk úr hendi, okkur vinum hans fannst reyndar hann alltaf vera að vinna. Þegar við hittumst í Kjósinni sl. sumar sagðist hann hafa selt sum- arbústaðinn og voru þau Jóhanna á glæsilegum húsbíl og voru búin að ferðast um landið, höfðu samt dvalið mest á Vestfjörðum, heimahögunum. Þau voru með áætlun um að ferðast mikið næsta sumar og njóta lífsins. Vinahópurinn sem myndaðist þarna í Umdæmisstjórninni 1995- 96 hefur síðan haft það fyrir sið að hittast einu sinni á ári víðs vegar um landið. Vináttan er mikils virði og hópurinn samstiga. Við kveðj- um vin okkar Pál Skúlason með söknuði og sendum Jóhönnu og fjölskyldu samúðarkveðjur og þökkum gefandi og góða sam- fylgd. Fyrir hönd vinahópsins Umdæmisstjórn 1995-1996. Stefán R. Jónsson. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURSVEINS HILMARS ÞORSTEINSSONAR sjómanns, Bylgjubyggð 65, Ólafsfirði. Fjölskyldan vill einnig færa öllum þeim sem komu að útför Sigursveins þakkir og við óskum ykkur gleðilegra jóla. Valgerður Sigurðardóttir Gunnlaugur Sigursveinsson Gerður Ellertsdóttir Þorsteinn Sigursveinsson Freygerður Sigursveinsdóttir Hermann Herbertsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri faðir, sonur, bróðir og frændi, BJARKI BRAGASON, varð bráðkvaddur á heimili sínu í New York miðvikudaginn 21. apríl sl. Útför hans fór fram með nánustu fjölskyldu og vinum fimmtudaginn 3. júní. Vinir og vandamenn Bjarka ætla að hittast og minnast góðs félaga í dag kl. 16 í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Dallilja Tess Bragi Brynjólfsson Kristvin Már Þórsson Maria Carina Zanoria Brynja Björg Bragadóttir Valur Bjarni Valsson Linda Bragadóttir Stefán Hrafnkelsson Ívar Bragason Sigrún Helga Jóhannsdóttir Fanney, Kristján Bragi, Helga, Hildur, Stefán Atli, Freyja Bjarnveig og Brynhildur Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra, SIGMUNDAR TÓMASSONAR, Sóleyjarima 9, Reykjavík. Starfsfólki á deild annarrar hæðar suður á hjúkrunarheimilinu Eir þökkum við fyrir alúð og umhyggju í garð okkar allra. Anna Sigríður Ólafsdóttir Jensen Ólafur Sigmundsson Margrét Sigmundsdóttir Árni Viðar Sveinsson Tómas Jón Sigmundsson Inga Dóra Björnsdóttir afabörn og langafabörn Elskuleg systir, mágkona og frænka, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR frá Bolungarvík, lést laugardaginn 11. desember á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun. Jón Rafnar Jónsson Sigurbjörg Kristjánsdóttir Bergþóra Jónsdóttir Einar Gíslason Þórunn Jónína Jónsdóttir Sigurleifur Kristjánsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður og vinur, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HJÖRTUR ÁGÚST MAGNÚSSON, húsasmíðameistari og kennari, lést þriðjudaginn 14. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 28. desember klukkan 13. Gestir eru hjartanlega velkomnir, en eru beðnir um að framvísa neikvæðu gildu Covid-prófi. Streymt verður frá athöfninni á https://livestream.com/luxor/jardarforhjartar. Hlekk á streymi má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. Sigurlín Jóna M. Sigurðardóttir Inga Kolbrún Hjartardóttir Vilhjálmur Hallgrímsson Sigurður Ágúst Hjartarson Ásdís Birta Gunnarsdóttir afabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.