Morgunblaðið - 22.12.2021, Qupperneq 23
Við skiljum svo fátt, en skynjum þann
mátt,
sem skapar oss ævidaga.
Óvænt og skjótt, upp kemur nótt,
úti er lífsins saga.
Vinurinn kær, farinn er fjær
á fund þess er öllu ræður.
Sorgbitin lund, já, opin er und,
og orðvana systur og bræður.
Margt er að sjá á minningaskjá,
myndirnar hugurinn geymir.
Maður um kveld við minningaeld,
í minningum situr og dreymir.
Í hjartanu býr og hörpuna knýr
harmur, – á fallvaltleik bendir.
Í huga er þökk og kveðjan er klökk,
kveðjan sem Gilwell þér sendir.
Guð, drottinn minn, og guð, faðir þinn,
oss gæti í blíðu og ströngu.
Geislandi vor og gleðinnar spor
þér gefist í ferðina löngu.
(H.Z.)
Skátar minnast Björgvins með
hlýju og einlægu þakklæti og
fjölskyldunni færum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Marta Magnúsdóttir,
skátahöfðingi.
Björgvin Magnússon, DCC, er
látinn, aldraður vel eftir langa og
farsæla ævi. Ef eitthvað ein-
kenndi hann öðru fremur var það
vinnusemi, elja og smekkvísi, en
fyrst og síðast skátahugsjónin
sem hann bar í hjarta sínu. Það
var lán skátahreyfingarinnar að
Björgvin lagði henni lið og það á
hinum miklu uppgangstímum
hennar. Hann hafði allt til að
bera sem skátahreyfingin þarfn-
aðist; var góður foringi og hug-
myndaríkur, hafði einstakt lag á
að laða það besta fram í ungum
skátum en hinum eldri var hann
mikil fyrirmynd. Stórvirki hans
var Gilwell-skólinn á Úlfljóts-
vatni þar sem hann nýtti tak-
markaða aðstöðu til að skapa ein-
staka foringjaþjálfun. Í fjölda
ára sótti rjóminn af skátaforingj-
um landsins, flestir innan við tví-
tugt, vikulöng Gilwell-námskeið
þar sem undirstaða starfsins var
kennd á bókina en fyrst og
fremst verklega. Undirstaða
skátastarfsins er og hefur alltaf
verið skátaflokkurinn sem vinn-
ur saman að verkefnum, helst
erfiðum, byggir tjaldbúð, eldar,
byggir byggingar og fer ferðir.
Þetta er ekki endilega bráð-
skemmtilegt meðan á því stend-
ur en það er hin mikla og langa
samvera í starfi og leik sem
skapar skátaandann og gerir
unga foringja að ævilöngum vin-
um, og fyllir þá áhuga og sjálfs-
trausti til að gera eins sem for-
ingjar sinna skáta. Þetta vissi
Björgvin og þetta lét hann ger-
ast og í því var snilli hans fólgin.
Svo vel tókst Björgvini upp að
skátastarf landsins mótaðist í
áratugi af því starfi sem hann
kenndi á Gilwell-skólanum og
það var gott starf. Auðvitað hafði
Björgvin með sér afbragðsfólk,
annars hefði þetta ekki gengið,
en hann var sá sem lét þetta ger-
ast. Hafi hann þökk fyrir, við
minnumst hans og söknum.
Með skátakveðju,
Atli Smári Ingvarsson,
Andrés Þórarinsson.
Það var mikil gæfa að hafa átt
þess kost að kynnast Björgvin
þegar við störfuðum saman hjá
Viðlagatryggingu Íslands og er
mér mjög ljúft að minnast hans.
Björgvin var mannkostamað-
ur, traustur félagi sem hafði ein-
staklega góða nærveru því það
fylgdi honum svo mikil innri ró
og friður. Hann var gamansamur
og gerði óspart grín að sjálfum
sér. Var skáti af Guðs náð og var
skátahreyfingin honum ávallt of-
arlega í huga, auk fjölskyldunn-
ar.
Við áttum mjög ánægjuleg og
gefandi samskipti þrátt fyrir
þrjátíu ára aldursmun sem við
göntuðumst stundum með. Það
var gaman að rökræða við hann
um menn og málefni hann fylgd-
ist vel með og var með skoðanir á
öllu. Björgvin sagði mér frá lífs-
hlaupi sínu, bæði sigrum og sorg-
um, þar sem reyndi á mannkost-
ina sem hann var gæddur.
Björgvin var hafsjór af fróðleik
um liðna atburði og þegar hann
sagði mér hvernig hann upplifði
hernámsárin hlustaði ég með at-
hygli. Man ekki til þess að Björg-
vin hafi nokkurn tímann talað
neikvætt um nokkurn mann.
Björgvin hafði einstaka hæfi-
leika að ná til fólks og átti oft og
mörgum sinnum sviðið. Mjög eft-
irminnileg er frásögn hans af
einni af mörgum ferðum sem
hann fór til Flórída að heim-
sækja bróður sinn. Að þessu
sinni þurfti hann að endurnýja
vegabréfið fyrir ferðina. Þegar
til kom og hann framvísaði vega-
bréfinu í Ameríku kom í ljós að
fyrir mistök hafði hann verið
skráður „female“ í nýja vega-
bréfið. Það þarf ekki að orð-
lengja grínið sem fylgdi í kjölfar-
ið þegar Björgvin þurfti að færa
sönnur á kyn sitt til að komast
inn í landið og hvernig það gekk
allt saman fyrir sig sem að sjálf-
sögðu endaði vel. Svona var
Björgvin.
Allar þessar minningar geymi
ég í hjarta mínu og ylja mér við
minningabrot frá samverustund-
um okkar.
Að leiðarlokum votta ég ykkur
öllum, Eddu og fjölskyldum,
innilega samúð og bið Guð að
varðveita góðan dreng.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Halldór Frímannsson.
Ef allir þeir sem hugsa hlý-
lega og með eftirsjá til Björgvins
Magnússonar á þessum degi
settu orð sín á blað myndu allar
síður Morgunblaðsins varla duga
til. Þannig má ætla að hver
minningargrein sé eins konar
regnhlíf yfir hugrenningar
margra. Svo er því alla vega var-
ið með þessi orð mín til minn-
ingar um Björgvin. Þar mæli ég
fyrir munn fjölskyldu foreldra
minna en alla tíð voru vinatengsl
við Björgvin og Grétu konu hans
og Sigrúnu sem síðar varð lífs-
förunautur hans.
Björgvin Magnússon var nán-
ast af öðrum heimi, aldurslaus
unglingur jafnvel eftir að hann
var kominn hátt á tíræðisaldur-
inn. Hann bjó yfir þeirri náttúru
að geta gert minnstu athöfn
stóra og eftirminnilega. Síðasta
sameiginlega samverustund okk-
ar Björgvins sem flokka má und-
ir athöfn var afhending hlyns
sem gróðursettur var honum til
heiðurs og minningar að Úlfljóts-
vatni í Grafningi þar sem skátar
hafa höfuðstöðvar sínar. Athöfn-
in var í framhaldi af níutíu og
fimm ára afmæli höfðingjans.
Undir tréð settu skátar ríkuleg-
an áburð en svo hart börðu veð-
urguðirnir hins vegar á trénu
unga að það kól illa. Ekki verður
þó gefist upp í viðureigninni við
náttúruöflin og hlúð af alúð að
hlyninum sem stendur við Gil-
well-skálann gamla á Úlfljóts-
vatni.
Það er staðsetning við hæfi því
þar undi Björgvin sér vel og þar
miðlaði hann um margra áratuga
skeið af reynslu sinni og góðvild.
Hlynurinn mun einnig minna
á lífsstarf Björgvins Magnússon-
ar sem kennara, skólastjóra og
æskulýðsleiðtoga.
Í lífsbaráttu sinni mun hlyn-
urinn verða eins konar vitnis-
burður um þann barning sem
sumir eiga við að stríða í lífsins
veðraham. Út á það gekk lífs-
starf Björgvins Magnússonar að
rétta þeim hjálparhönd sem
hennar þurftu við. Þeir voru ófá-
ir.
Blessuð sé minning hans.
Ögmundur Jónasson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Ég kynntist
Bergþóru frænku
minni þegar ég var
fimm ára. Við systk-
inin dvöldum hjá afa
og ömmu á Akureyri einn vetur
þegar foreldrar okkar fóru til
náms á Englandi. Frænka og
Björn maðurinn hennar voru tíðir
gestir í Aðalstrætinu. Björn há-
vaxinn og beygði sig inn um dyra-
gættina, frænka kvik á fæti, lítil
og nett. Þau sýndu okkur börn-
unum áhuga og athygli. Björn ýtti
rólunni og kenndi okkur vísur,
Bergþóra
Jónsdóttir
✝
Bergþóra Jóns-
dóttir fæddist
28. júní 1929. Hún
lést 18. nóvember
2021.
Útförin fór fram
29. nóvember 2021.
frænka spjallaði við
okkur, glöð og ástúð-
leg. Þó að seinna yrði
langt á milli heimila
okkar, frænka fyrir
norðan og við fyrir
sunnan, þá var farið í
heimsóknir. Þegar
árin færðust yfir og
pabbi orðinn einn
fórum við saman
norður að heimsækja
frænku á hverju
sumri. Það var mikill kærleikur á
milli þeirra systkina, lærdómsríkt
og gefandi að hlusta á þau spjalla
saman. Bæði fróð og skemmtileg
með sérstaka sýn á lífið. Frænka
var gestrisin, sýndi frændfólki
sínu áhuga og var hvetjandi og já-
kvæð í okkar garð. Ég mun alltaf
sakna hennar.
Kristín.
✝
Örn Sæmunds-
son fæddist 6.
apríl 1959 á Árgils-
stöðum 1 í Hvol-
hreppi, Rangárvall-
arsýslu. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 13. des-
ember 2021.
Foreldrar hans
voru Sæmundur
Óskarsson raf-
magnsverkfræð-
ingur, f. 25. janúar 1930, d. 22.
ágúst 2015, og Ágústa Arn-
grímsdóttir, húsmóðir og
saumakona, f. 29. september
1932, d. 13. september 1981.
Systkini Arnar eru: Óskar, f.
3. ágúst 1952, eiginkona Arn-
heiður Erla Sigurðardóttir, f.
17. apríl 1957, Stefán, f. 29.
október 1956, Steinunn, f. 28.
nóvember 1960, og Ása Hrönn, f.
10. júní 1962.
Eftirlifandi eiginkona Arnar
er Valerie Belinda Kayumba
Sæmundsson, f. 29. desember
1981. Faðir hennar var Gilbert
Ngunza Kayumba, f. 1933, d.
2011, og móðir Francisca Bo-
sema Limbombe, f. 1946, d.
2004.
syni í þrjá mánuði í lok árs 1982.
Örn starfaði í Rafeindaiðjunni
þar til hann tók til starfa á
Loftskeytastöðinni í Neskaup-
stað 1986-1989. Haustið 1989 hóf
hann störf hjá Sameinuðu þjóð-
unum sem rafeindavirki og síðar
yfirmaður fjarskipta fram að
andláti 2021. Fyrsta starfsstöð
hans var í Jerúsalem í Ísrael
1989, þaðan fór hann til Kaíró í
Egyptalandi 1990-1993.Var í
Sagreb í Króatíu á meðan
borgarastríðið geisaði í Júgó-
slavíu 1993-1995 og síðan í Kó-
sóvó fram til 1998 þegar hann
fluttist til Sýrlands og var þar
fram á sumarið 1999. Örn starf-
aði í Síerra Leóne í Afríku áður
en hann flutti til Lýðveldisins
Kongó 2001, en þar starfaði
hann síðustu 20 árin á fjórum
starfsstöðvum í mismunandi
borgum. Kinshasa janúar 2001-
2003, Bunia 2003-2008, Lub-
umbashi 2008-2015 og aftur í
Kinshasa 2015-2021, þar til hann
og fjölskylda fluttu heim til Ís-
lands 1. nóvember síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 22. desember
2021, klukkan 12.
Í ljósi aðstæðna munu ein-
ungis nánustu aðstandendur
verða viðstaddir, en að athöfn
lokinni verður hægt að nálgast
streymi hjá aðstandendum.
Börn Arnar úr
fyrra hjónabandi
eru: 1) Stefán Örn,
f. 22. júlí 1983. 2)
Stefanía María, f.
12. september 1987,
maki Benedikt Jó-
hannesson. f. 27.
september 1983. 3)
Gísli Elfar, f. 21.
mars 1989, maki
Dagný Hrund Val-
geirsdóttir, f. 27.
desember 1991, móðir þeirra er
María Sigríður Gísladóttir, f. 15.
júlí 1960. 4) Sven Arnar, f. 19.
júlí 1997, móðir hans er Rajka
Joksimovic. 5) Freyja, f. 11. maí
2004. 6) Sif Francin, f. 27. júní
2007, og 7) Þór Ngunza, f. 5. maí
2013, móðir þeirra er Valerie
Belinda eftirlifandi eiginkona.
Örn ólst upp í Reykjavík og
gekk í Hvassaleitisskóla barna-
og unglingsárin sín. Hann lauk
loftskeyta prófi 1980 úr Póst- og
símaskólanum og byrjaði að
starfa á Loftskeytastöðinni í
Höfn í Hornafirði fyrri hluta árs
1981. Fór síðan á sjó á togarana
Ingólf Arnarson 1981-1982 og
Viðey 1982. Vann á hafrann-
sóknarskipinu Árna Friðriks-
Elskulegi eiginmaður minn
var yndislegasti maður sem ég
hef kynnst.
Þegar ég var lítil stúlka var líf-
ið ekki auðvelt. Ég ólst upp á
stríðssvæði í borginni Kisangani
í Lýðveldinu Kongó í Afríku.
Metnaður minn lá í því, eins og
hjá öðrum 19 ára stúlkum, að
geta verið sjálfstæð og náð ár-
angri í lífinu til þess að geta
hugsað um mig sjálfa. Jenny
systir mín var fyrri til að öðlast
sjálfstæði með því að fá sér
hlutastarf. Staðsetning vinnu
hennar var í grennd við heimili
Össa, tilvonandi eiginmanns
míns, en hann bjó þar með vini
sínum. Þegar ég var að heim-
sækja systur mína í nýju vinnuna
hennar hitti ég Össa í fyrsta sinn.
Flestir kölluðu þetta tilviljun eða
jafnvel fannst það vera áhætta að
byrja að hitta hann, en fyrir mér
var það ekki tilviljun heldur ör-
lög af guðs hendi. Við það að
kynnast Össa urðu allir mínir
draumar að veruleika.
Össi heiðraði mig með því að
giftast mér að hefð Topoke-ætt-
bálksins í heimabæ mínum Kis-
angani árið 2002. Einnig vorum
við gefin löglega saman þann 1.
júlí 2006 á Íslandi, svo við gætum
verið opinberlega gift í öllum
heimshlutum. Allra dýrmætasta
gjöfin sem hann gaf mér var svo
þegar við eignuðumst fallegu
börnin okkar þrjú, þau Freyju,
Sif og Þór.
Örn var yndislegur eiginmað-
ur og faðir. Hann var einnig
mjög góður yfirmaður og var vel
liðinn af samstarfsfólki sínu á öll-
um þeim starfsstöðvum sem
hann vann á í Lýðveldinu Kongó.
Hann gaf mér lífsvilja og gleði og
fékk mig alltaf til að hlæja þegar
ég var sorgmædd. Mér leið eins
og sterkri sjálfstæðri konu þegar
ég var með honum og ég fann það
að hann elskaði mig nákvæmlega
eins og ég er. Þó svo að leiðir
okkar skilji núna, vil ég að hann
viti að ég mun alltaf elska hann
og mun alltaf vera stolt af því að
bera nafn hans og vera kölluð frú
Belinda Sæmundsson.
Að missa maka er óbærilegur
sársauki sem gerir það að verk-
um að það er erfitt að halda
áfram með líf sitt. En hann hvatti
mig til að halda áfram og ég mun
alltaf gera það eins lengi og ég
lifi. Lífið er oft svo óútreiknan-
legt og vildi ég óska þess að ég
gæti fengið það val að fá hann
aftur til baka til mín, svo við get-
um lifað að eilífu saman. Ég mun
alltaf elska hann og mun minning
hans lifa á meðal fjölskyldu og
vina.
Valerie Belinda Kayumba
Sæmundsson
Elsku bróðir minn, Össi minn,
er látinn. Það var mikil sorg og
áfall fyrir hann og fjölskylduna
alla þegar hann fékk staðfestingu
í september á að hann væri með
illvígan útbreiddan sjúkdóm.
Hann háði snarpa og harða bar-
áttu í meðferð á spítala í Naíróbí
í Kenía, síðan áfram í Kinshasa í
Lýðveldinu Kongó þar sem hann
og fjölskylda voru búsett. Fjöl-
skyldan flutti heim til Íslands 1.
nóvember síðastliðinn og dvaldi
hann á Landspítalanum þar til
yfir lauk, en hann andaðist 13.
desember á líknardeildinni.
Össi var tápmikill og fjörugur
strákur og á ég margar góðar
minningar um hann. Hann var
einu og hálfu ári eldri en ég,
þannig að við vorum mikið saman
á okkar yngri árum. Við ólumst
upp í Hvassaleitinu og höfðum
við því mikla víðáttu sem allt
Kringlu-, Borgarleikhús- og
RÚV-hverfið höfðu upp á að
bjóða. Braggar eftir stríð, hólar
til að hjóla í, tjörn til að skauta á
þegar svell var, njólabú og móar
til að skoða fugla.
Össi var algjör hrakfallabálk-
ur og var alltaf að detta á haus-
inn. Eitt sinn þegar við vorum að
leika okkur hjá bröggunum í
járnadraslinu þar, þá datt hann
fram fyrir sig og lenti með hök-
una á einu járnstykkinu og fékk
hann stóran skurð undir hökuna.
Hann hljóp öskrandi heim og ég
á eftir honum og pabbi var feng-
inn heim úr vinnunni til að fara
upp á slysó, en pabbi var tíður
gestur þar með hann og hina
eldri bræðurna.
Eitt sinn þegar Össi og vinir
hans voru í bílskúrnum heima
hjá okkur, þá fundu þeir bens-
ínbrúsa og þeim fannst bara al-
veg upplagt að hella úr honum á
bílaplanið fyrir framan bílskúr-
inn og kveikja svo í. Pabbi var
sem betur fer að koma heim í há-
degismat og sá kolbikasvart ský
koma upp frá húsinu og náði að
slökkva eldinn áður en hann
læsti sér í húsið.
Þegar Össi var 11 ára gamall
byrjaði hann að stunda skíði með
fjölskyldunni og keppti hann fyr-
ir skíðadeild Ármanns fram á
unglingsárin. Síðar stundaði
hann karate hjá Karatefélagi
Reykjavíkur. Í kjallaranum
heima vorum við með badminton-
borð sem þurfti að víkja og pabbi
lagði dýnur á gólfið svo að hann
og vinirnir gætu stundað íþrótt
sína.
Örn var mikill dýravinur og
var hann mörg sumur í sveitinni
hjá móðurömmu okkar og afa á
Árgilsstöðum, en þau voru með
kýr, kindur og hesta. Hann hafði
mikið dálæti á dúfum og páfa-
gaukum og var hann með fugla-
rækt í kjallaranum heima í
Hvassaleiti í nokkur ár og dúfna-
kassa í bílskúrnum fyrir þær sem
fengu að vera lausar. Golfíþrótt-
ina fór hann að stunda síðar og
átti sú íþrótt hug hans allan. Í
Lýðveldinu Kongó átti hann
ketti, hunda, fugla og meira að
segja apa. Hann dreymdi um að
vera með hesta þegar hann flytti
heim aftur og ætlaði hann sér að
fá sér annan hund, en fjölskyldan
þurfti að skilja þeirra hund eftir í
Kongó hjá góðum vinum.
Örn lætur eftir sig sjö dugleg
og myndarleg börn og yndislega
eiginkonu.
Börnin mín minnast brosmilda
og glaða frænda síns, sem alltaf
mætti þeim með brosi og hlátri.
Ég kveð þig, elsku elsku besti
bróðir minn, þín verður svo sárt
saknað af mér og allri fjölskyld-
unni. Við elskum þig öll.
Steinunn Sæmundsdóttir.
Minn góði vinur Örn Sæ-
mundsson er fallinn frá. Við höfð-
um þekkst í 43 ár, en við kynnt-
umst í Póst- og símaskólanum
árið 1978. Þar lærði Örn til loft-
skeytamanns og ég til símvirkja,
við vorum bekkjarbræður og
ágætis kunningjar. Tólf árum
síðar, þegar ég hóf störf hjá Sam-
einuðu þjóðunum, frétti ég af
Erni í Kaíró í Egyptalandi og
fyrr en varði þurftum við hjónin
að leita til hans vegna vegabréfs-
áritunar Auðbjargar, konu minn-
ar, til Kúveit, en ég var þá farinn
að vinna þar. Örn og María, þá-
verandi kona hans, og börnin
þeirra þrjú tóku frábærlega á
móti henni og báru hana á hönd-
um sér þennan tíma sem það tók
að fá áritunina. Næst lágu leiðir
okkar saman í Zagreb árið 1996
og þar unnum við saman í hart-
nær tvö ár og styrkist vináttan
mikið á þeim tíma. Síðan þvæld-
umst við báðir í ýmsar áttir en
vorum í sambandi inn á milli, líka
tengdir af öðlingum sem voru í
svipuðum störfum á sama tíma.
Hér má nefna Þórarin Eyjólfs-
son, Þór Magnússon, Sigurð
Hermannsson, Dag Vilhjálms-
son, Halldór Hilmarsson, Birgi
Guðbergsson og fleiri og fleiri. Í
Zagreb gegndi Örn starfi raf-
eindavirkja og er óhætt að segja
að þar hafi hann náð undraverð-
um árangri með grúski og próf-
unum og fengið talstöðvakerfin í
fyrrum Júgóslavíu til að gera
ótrúlegustu hluti. Þetta frum-
kvöðlastarf hans varð til þess að
Motorola íhugaði möguleikann á
því að fá endurvarpsstöðvar til að
vinna betur saman. Ég sjálfur
naut góðs af þessu starfi og
grúski Arnar í Írak 1997 við upp-
setningu á kerfi sem spannaði
alla leiðina frá Bagdad til Basra.
Leiðir okkar Arnar lágu svo
aftur saman í Kongó árið 2013,
þegar ég kom þangað til starfa,
báðir heldur þyngri á okkur og
ráðsettari. Það voru miklir fagn-
aðarfundir og var mér samstund-
is tekið tveimur höndum af Va-
lerie, seinni konu Arnar, og
börnunum þeirra. Við vorum
hvor á sínum staðnum, ég í Góma
en hann í Kinshasa, en pössuðum
okkar vel á því að gera okkur
glaðan dag þau skipti sem við
hittumst. Það varð mér mikið
áfall þegar ég frétti af veikindum
hans í júní síðastliðnum. Það var
strax nokkuð ljóst hvert stefndi
og við tók mikil vinna við að
koma honum, Valerie og börn-
unum þeirra heim til Íslands í
tæka tíð, þannig að hann gæti
kvatt fjölskyldu sína hér. Nú
þegar fréttir af andláti hans hafa
borist um hinn undarlega starfs-
heim Sameinuðu þjóðanna, þar
sem fólk vinnur saman og tengist
á einum stað, fer síðan hvert í
sína áttina og endurvekur svo
kynnin á nýjum stað, oft mörgum
árum seinna, er fjöldinn allur af
samstarfsmönnum sem syrgir
þennan hægláta rólyndismann,
sem einhvern veginn snerti svo
marga og á svo fjölbreyttan hátt.
Trygglyndið sem hann sýndi
starfsmönnum sínum er endur-
goldið með rentum og öllum er
ljóst að veröldin hefur glatað
góðum dreng.
Ég kveð þig hér Örn og mun
sakna þín. Ég og annað sam-
starfsfólk hjá Sameinuðu þjóðun-
um sendum fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Sigurður Sveinbjörnsson.
Örn Sæmundsson