Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
✝
Ingibjörg Að-
alheiður Gests-
dóttir húsmóðir
fæddist í Reykjavík
29. júlí 1925. Hún
lést á Hrafnistu
Laugarási 10. des-
ember 2021.
Foreldrar Ingu
Gests, eins og hún
var kölluð, voru
Gestur Magnússon
trésmiður, f. í
Teigakoti á Akranesi í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu 7.9. 1889, d.
25.5. 1958, og Sigríður Guð-
mundína Ingvadóttir húsmóðir,
f. á Snæfoksstöðum í Gríms-
neshreppi í Árnessýslu 6.5.
1895, d. 17.11. 1977. Þau hófu
sinn búskap í Reykjavík og
bjuggu alla tíð á Hverfisgötu
121. Systir Ingibjargar var Þór-
dís Gestsdóttir Barnes, f. 11.11.
1921, d. 26.9. 1995 í Englandi.
Ingibjörg giftist 19. nóv-
ember 1949 Halldóri Þorvaldi
Ólafssyni, sjómanni og mat-
sveini, f. á Ísafirði 17.5. 1923, d.
12.10. 2006. Ingibjörg og Hall-
dór hófu sinn búskap á Hverf-
isgötu 121 í Reykjavík og
bjuggu þar alla tíð. Foreldrar
Halldórs voru Ólafur Ólafsson,
sjómaður og bræðslumaður, f. á
Berjadalsá í Snæfjallasókn, N-
Ísafjarðarsýslu, 18.8. 1888, d.
3.3. 1957, og Sigríðar Jóneyjar
Óladóttur húsmóður, f. á
Drangsnesi á Selströnd í Stein-
grímsfirði í Strandasýslu, f. 4.7.
Hildur Edda Karlsdóttir, f. 21.7.
1973, börn þeirra: a) Þórkatla
Lunddal, f. 14.7. 1996. b) Val-
geir Lunddal, f. 24.9. 2001. B)
Ingibjörg Aðalheiður, MSc. al-
þjóðlegum markaðsfræðum, f.
1.7. 1986, sambýlismaður Guð-
mundur Ottesen Gunnarsson, f.
28.4. 1985. Ásamt því á Gestur
eitt barnabarnabarn.
4) Magnús, blikk-, og húsa-
smíðameistari, f. 13.6. 1958. Frá
fyrra hjónabandi á Magnús
tvær dætur, þær eru: A) Auður
Ösp, f. 6.9. 1990, maki Daníel
Pétur Baldursson, f. 22.11.
1988, börn þeirra: a) Katla
Röfn, f. 23.8. 2013, b) Rúrik Ax-
el, f. 16.9. 2020, fyrir átti Auður
soninn Anton Elís, f. 23.12.
2009. B) Inga Dóra, f. 6.10.
1992, sambýlismaður Einar Ár-
mann Valgarðsson, f. 28.5.
1992, barn þeirra: a) Fenrir
Hrafn Hlíðdal, f. 23.8. 2021. C)
úr fyrra hjónabandi uppeld-
issoninn Gunnar Andra Krist-
insson, f. 5.6. 1986, sambýlis-
kona Birna Guðjónsdóttir, f.
22.11. 1990. Núverandi maki
Magnúsar er María Hlinadóttir,
píanókennari, f. 3.3. 1963, barn
þeirra, dóttir nefnd Mist, f.
22.4. 2005, d. 22.4. 2005, fyrir
átti María synina Bjarna Þór
Einarsson, f. 14.4. 1985, og
Andra Örn Einarsson, f. 17.11.
1988, maki Agnes Ýr Að-
alsteinsdóttir, f. 10.5. 1989,
börn þeirra: a) Birgir Hrafn, f.
4.2. 2009, b) Bergrós Kara, f.
25.5. 2015.
Ingibjörg verður jarðsungin
frá Seljakirkju í dag, 22. desem-
ber 2021, klukkan 13. Athöfn-
inni verður streymt, www.selja-
kirkja.is, ásamt því má nálgast
hlekk á: https://mbl.is/andlat
1893, d. 2.3. 1973,
en þau bjuggu sinn
búskap á Tanga-
götu 10, Ísafirði.
Börn Ingibjarg-
ar og Halldórs eru
fjögur, þau eru:
1) Sigríður
Gestrún, húsmóðir
og ilmolíufræð-
ingur, f. 10.3. 1949,
maki Halldór Veig-
ar Guðmundsson
skipstjóri, f. 28.6. 1948, d. 6.10.
2014, börn þeirra: A) Guð-
mundur Halldór mat-
reiðslumeistari, f. 24.2. 1965,
maki Agnes Elsa Þorleifsdóttir,
f. 21.8. 1967, börn þeirra: a)
Anna Kristín, f. 25.10. 1986. b)
Arnór, f. 6.3. 1995. c) Rakel
Tara, f. 18.4. 1999. d) Eydís
Hrönn, f. 26.11. 2000. B) Dreng-
ur, 27.3. 1972, d. 27.3. 1972. C)
Stúlka, f. 31.5. 1974, d. 31.5.
1974. D) Halldór Þorvaldur
verktaki, f. 30.4. 1975, maki
Erla Hrönn Geirsdóttir, f. 17.1.
1975, börn þeirra: a) Halldór
Hrannar, f. 11.4. 1994. b) Guðný
Björk, f. 12.6. 2001. c) Sara Líf,
f. 16.1. 2006. Ásamt því á Sig-
ríður 3 barnabarnabörn.
2) Óli sjómaður, f. 14.3. 1950,
d. 3.4. 2002, barnlaus.
3) Gestur blikksmiður, f.
29.5. 1952, maki Marta Lunddal
Friðriksdóttir stuðningsfulltrúi,
f. 20.8. 1953, börn þeirra: A)
Friðrik Lunddal, bifreiðasali/
bókbindari, f. 20.1. 1971, maki
Elsku Inga amma. Þú hefur
átt langa og góða ævi, algjör
dugnaðarforkur. Það var alltaf
gott að koma til ykkar afa á
Hverfisgötuna, kók og prinspóló
var alltaf boðið upp á og svo var
spurt frétta, þú vildir vita allt
um alla. Að lokinni heimsókn
signdir þú kross á eftir manni og
baðst guð að geyma mann.
Þið afi fóruð allra ykkar ferða
í strætó en það var samt alltaf
gaman að heyra þig monta þig af
því að þú værir með bílpróf, svo
náðir þú í skírteinið til að sanna
það, en aldrei hefði ég nú þorað
fyrir mitt litla líf að fara með þér
í bíltúr. Þegar þú komst í heim-
sókn varstu ekki lengi að taka
eftir því ef við Hildur vorum bú-
in að breyta eða kaupa okkur
eitthvað nýtt í búið, þú varst
mikil glingurdrottning, elskaðir
allt sem glitraði. Nú ertu sam-
einuð afa og Óla þínum, sem þú
hugsaðir alltaf svo vel um í
þeirra veikindum, elsku amma
takk fyrir allar góðu minning-
arnar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Friðrik, Hildur,
Þórkatla og Valgeir.
Ingibjörg Aðal-
heiður Gestsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma okkar.
Við vorum svo heppin að
fá að hitta þig og eiga
stundir með þér.
Létt er að stíga lífsins spor,
ljúf er gleðin sanna,
þegar eilíft æskuvor,
er í hugum manna.
(R.G.)
Takk fyrir að vera okkur
góð amma.
Við elskum þig.
Anton Elías,
Katla Röfn og
Rúrik Axel.
✝
Þorsteinn R.
Sörlason fædd-
ist á Gjögri í
Strandasýslu 17 .
september 1938.
Hann lést í faðmi
fjölskyldunar þann
2. desember 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
björg Pétursdóttir
ljósmóðir, f. 1905,
d. 1987, og Sörli
Hjálmarsson útvegsbóndi á
Gjögri, f. 1902, d. 1984. Þor-
steinn átti átta systkini. Elstur
þeirra er Óskar en hann er
hálfbróðir þeirra og samfeðra,
f. 1926. Pétur, f. 1927, d. 2009.
Börn þeirra hjóna eru Georg
Arnar, Guðrún og Lilja Björk.
Elstur er Georg Arnar.
Hann er kvæntur (Sigurveigu)
Ósk Olgeirsdóttur. Þeirra börn
eru Þorsteinn Atli, Edda Ýr og
Olga Ýr.
Guðrún er gift Ágústi Val-
geirssyni. Þeirra börn eru
Rúnar Örn, Dagmar Dögg og
Valgeir Haukdal.
Lilja Björk er gift Óskari
Þór Jónssyni. Börn þeirra eru
Katrín Ósk, Kolbrún Eik, Ró-
bert Orri og Viktor sem er lát-
inn. Guð blessi minningu hans.
Langafabörnin eru orðin 10.
Þau eru Stella, Unnsteinn Arn-
ar, Rósa og Júlíanna Ólöf. Arn-
fríður María, Dagný Katla,
Embla Björg, Agla Sóley og
Heiðrún Edda og Eyja.
Útför hefur farið fram.
Kristmundur, f.
1929, d. 1999, Erla,
f. 1931, d. 2016, El-
ín, f. 1933, d 2017,
Friðgeir, f. 1935,
Þorsteinn, f. 1938,
Lýður, f. 1942,
Lilja, f. 1947.
Þorsteinn
kynntist eiginkonu
sinni Eddu Aspel-
und og Þau gengu
í hjónaband 17.
september 1959 í Laugarnes-
kirkju á afmælisdegi þeirra
beggja.
Fjölskyldan stækkaði og
bjuggu þau hjónin börnum sín-
um þremur fallegt heimili.
Í dag kveð ég pabba, sem er
sárt, þó svo að við höfum vitað í
hvað stefndi eftir erfið veikindi.
Það var sárt að horfa upp á
þennan sterka mann smám sam-
an hverfa frá manni.
Maður er aldrei tilbúinn, sama
hvað maður hefur langan tíma til
að undirbúa sig.
Pabbi var mikill vinur minn og
áttum við margar góðar stundir
þar sem við ræddum saman um
heima og geima, leiðbeinandi var
hann góður.
Það að hafa fengið að ferðast
með honum og mömmu, bæði
hér heima sem erlendis, eru
ómetanlegar minningar í dag.
Margar stundir koma upp í
hugann þegar að kveðjustund er
komið og minningar fara að
hrannast upp.
Ferðirnar norður á Strandir
þar sem hann fræddi mann um
sína sveit og sagði sögur af sam-
ferðafólki sínu.
Ferðirnar til Flórída, sem
voru margar, þar sem hann gat
setið og sólað sig í hita þegar
aðrir fóru í golf eða að versla,
honum leið best í +30C, þá sat
hann með bros á vör.
Siglingin í Karabíska hafið er
mér ógleymanleg og oft ræddum
við um hana þar sem við komum
á margar framandi eyjar.
Ég var svo heppinn að hann
gaf mér tækifæri á að koma með
sér í vinnuna þegar ég var ungur
og kenndi manni til verka, en
eins og ég nefndi áður var hann
góður leiðbeinandi. Þegar pabbi
var að vinna í Stálveri hjá
bræðrum sínum Kristmundi og
Pétri fékk hann mörg gefandi
verkefni til að stýra en eitt það
erfiðasta sem hann fékk í sínar
hendur var uppbygging í Nes-
kaupstað eftir snjóflóðin, það
verkefni sat í honum.
Á Kröflu var hann í mörg ár
og fékk ég 14 ára gamall að
koma með honum í eitt úthald,
þar sá maður og fann að hann
þótti góður verkmaður.
Pabbi gekk í Oddfellow-regl-
una 1981 og þar undi hann sér
vel. Hann mætti vel á fundi sem
viðburði hjá reglunni og það eitt
sagði mér að það hlyti að vera
gaman að vera í Oddfellow.
Pabbi eignaðist marga góða vini
og bræður í stúkunni sinni Þor-
keli mána.
Í Oddfellow-reglunni voru
honum falin ýmis embætti sem
hann sinnti með miklum sóma
eins og hans var von og vísa.
Bræður í Þorkeli mána hafa sagt
mér sögur af honum þegar hann
var siðameistari stúku sinnar en
þar þótti hann standa sig af-
bragðsvel.
Þegar mamma gaf pabba
heimild til að byggja sumarbú-
stað var hann ekki lengi að
kaupa land fyrir austan fjall, því
ekki væri víst að já frá mömmu
stæði lengi og því strax hafist
handa við að byggja. Þar sá
maður hvað mamma og hann
voru samtaka í verki. Hann undi
sér best á Hamri og það var
aðdáunarvert að sjá mömmu og
pabba byggja fyrst litla húsið og
síðar sumarbústaðinn að mestu
tvö ein. Þegar hann hélt upp á 70
ára afmælið sitt var það gert
með því að vígja sumarbústaðinn
Hamar.
Það kom fyrir að ég fékk að
hjálpa til við byggingu og við-
hald á Hamri og nú eru þær
stundir gull, því að vera með
pabba á Hamri við vinnu eru
stundir sem ekki verða teknar
frá mér þótt hann sé farinn á vit
feðra sinna.
Þeir sem koma til með að
njóta Hamars í framtíðinni fara
vonandi vel með hans og
mömmu handverk.
Farðu í friði elsku pabbi minn,
betri föður gat ég ekki fengið.
Þinn einkasonur,
Georg Arnar Þorsteinsson.
Kæra Edda og fjölskylda. Nú
þegar Þorsteinn er farinn frá
okkur vil ég minnast hans með
nokkrum orðum. Vinátta er það
besta sem við eigum í lífinu. Góð-
ur vinur er gulls ígildi. Þorsteinn
var slíkur maður: traustur, ljúf-
ur, glaðlyndur og greiðvikinn.
Ég minnist margra samveru-
stunda í gegnum árin sem við
áttum saman eða með vinum
okkar enda margs að minnast
eftir 60 ára kynni. Öll samkvæm-
in, ferðirnar innanlands og er-
lendis; ekki síður eru mér gleði-
efni margar samverustundir
okkar hjónanna við ýmis tilefni
s.s. afmæli, fermingar, kaffibolla
á góðri stund; og það að fylgjast
með fjölskyldunum okkar, börn-
um, barnabörnum og barna-
barnabörnum.
Kæra Edda og fjölskylda, við
höfum notið þess að fá að vera
með ykkur í gegnum árin. Fyrir
70 árum fluttu foreldrar okkar á
Laugateig hér í borginni, við í
hús nr. 18 og þið í nr. 22. Ekki
hefur brugðið skugga á vináttu
okkar og samheldni alla tíð síð-
an. Fyrir það erum við innilega
þakklát.
Við og fjölskyldan sendum
ykkur öllum samúðarkveðjur.
Katrín H. Ágústsdóttir og
Stefán Halldórsson.
Þorsteinn Sörlason
Því fylgja alltaf
ljúfar minningar
þegar handgerða
jólaskrautið eftir
Jónínu okkar fer á jólatréð á okk-
ar heimili. Fallegt handbragð
þeirra muna lýsir henni vel, vand-
að og fágað og því fylgir minn-
ingin um ró hennar og yfirvegun.
Þessi hægláta kona vann öll sín
verk yfirvegað og fyrirhafnar-
laust en var þó hvergi nærri skoð-
analaus. Fylgdist af miklum
áhuga með öllu sínu fólki og þótt
aldurinn væri orðinn hár sló hún
hvergi af í minni. Þótt sjónin hafi
nánast verið alveg farin sló okkar
kona ekki slöku við og nýtti sér
tæknina, notaði spjaldtölvu og
hlustaði á greinar úr dagblöðum.
Þessi jólin fylgir líka söknuður
yfir því að stundirnar verða ekki
Jónína Kristín
Jakobsdóttir
✝
Jónína Jak-
obsdóttir fædd-
ist 18. maí 1926.
Hún andaðist 7.
desember 2021.
Útför hennar fór
fram 17. desember
2021.
fleiri. Á sama hátt
erum við þakklát
fyrir að hafa átt
samleið með henni
og lært af henni svo
ótalmargt. Minning-
ar okkar í samvist-
um við þau hjónin
Jónínu og Garðar í
Björnsbúð spanna
orðið fjóra áratugi
og bar þar hvergi
skugga á.
Allt frá upphafi menntaskóla-
ára Odds 1981 með vináttu hans
við bræðurna Björn, Jakob og
Atla og fram til þess að við flutt-
um frá Ísafirði 2002, með börnin
okkar þrjú, voru þau hjón hluti af
Ísafjarðarsögu okkar. Við bund-
um bönd vináttu sem vörðu alla
tíð síðan. Hvort heldur sem var
með sumarvinnu Odds í Björns-
búð á fyrstu árunum, allt til þess
að við vorum nágrannar í Silfur-
götunni 1998-2002. Margar eru
stundirnar, spjall yfir kaffibolla
hversdagsins, koma þeirra hjóna
í barnaafmæli hjá okkur, eftir-
minnilegir bíltúrar, m.a. á Bola-
fjall og í Reykjanes þegar við
prófuðum nýju brúna yfir Mjóa-
fjörð. Gönguferð að Fossavatni,
heimsókn þeirra til okkar á Sel-
foss og svo árlegar heimsóknir
okkar í Silfurgötuna þar sem við
nutum gestrisni Jónínu og Garð-
ars.
Jónina átti greiða leið að
hjarta okkar og barnanna okkar.
Hún hafði einlægan áhuga á lífi
og starfi barnanna allt frá því þau
fæddust og seinni árin ekki síður
á tengdabörnum okkar og barna-
börnum. Spurði jafnan eftir öll-
um í símtölum okkar og sagði um
leið fréttir af sínu fólki og tíðindi
úr bæjarlífinu á Ísafirði. Börnum
okkar var hún sem amma og þau
minnast hennar með þakklæti og
hversu hlýjar móttökur þau hafi
alltaf fengið frá henni og ekki síst
hversu dýrmætar stundir þau
áttu með henni sumarið 2019 þeg-
ar þau komu öll til hennar á Eyri
með maka sína og börn.
Á Eyri eyddi Jónína síðustu
árunum sínum. Það var notalegt
að koma inn í herbergið hennar á
Eyri. Á sinn einstaka hátt hafði
hún valið með sér þau húsgögn og
þá muni sem gerðu herbergið al-
gjörlega að hennar. Þar var líka
sama ró og hlýja og í Silfurgöt-
unni.
Með virðingu og þakklæti
kveðjum við. Blessuð sé minning
þín elsku Jónína.
Oddur og Guðbjörg.
Allir eiga sína
sögu. Gunnólfur
móðurbróðir minn
átti sína. Lengi vel
fannst hann fyrst og
fremst í dúóinu „Gunnólfur og
Minný“ en þau voru ákaflega
samhent hjón og glaðlynd. Þau
voru höfðingjar heim að sækja og
botnuðu iðulega setningar hvort
annars, sem vakti nokkra kátínu
hjá undirritaðri, en líka hlýju að
finna mig í návist þess kærleika
sem þau deildu. Gunnólfur var
góður frændi og barngóður en líf
hans var enginn dans á rósum.
Þau Minný misstu barn sem
fæddist andvana og dreng, Heið-
ar, úr heilahimnubólgu þá tæp-
lega tveggja ára gamlan. Ég
efast ekki um að þessi áföll hafi
mótað þau og tamið þeim það
þakklæti, gleði og stolt sem þau
Gunnólfur
Árnason
✝
Gunnólfur
Árnason fædd-
ist 26. mars 1941.
Hann lést 4. desem-
ber 2021. Útför
hans fór fram 15.
desember 2021.
fundu hjá börnum
sínum og afkomend-
um.
Gunnólfur hafði
ýmsa fjöruna sopið
á lífsleið sinni. Hann
komst t.d. í hann
krappan þegar snjó-
flóð féll á hann þar
sem hann ruddi snjó
í Múlanum. Flóðið
fyllti vélarhúsið af
snjó en það vildi
honum til happs að samstarfs-
maður kom að og bjargaði honum
úr sjálfheldunni. Þá sótti Gunn-
ólfur sjóinn til fjölda ára eða allt
þar til hann lenti í mjög alvarlegu
vinnuslysi. Það var mikil mildi að
hann hlaut ekki varanlegan
mænuskaða af.
Þegar Gunnólfur sótti heil-
brigðisþjónustu eftir byltu heima
sem orsakaði brot sem ekki var
greint, var heppnin ekki með
honum. Fram að því var Gunn-
ólfur fullfær um að sjá um sig
sjálfur. Hann hélt heimili sem var
svo þrifalegt að Soffía frænka
hefði verið stolt. Við fjölskyldan
höfum oft gert góðlátlegt grín að
því að það væri hægt að borða af
bílskúrsgólfinu hjá Gunnólfi, svo
hreint var það. Í seinni tíð tók
Gunnólfur að sér að þrífa og bóna
bíla og skipta um dekk, allt fram
að þessari byltu. Þegar hann
lagðist inn dró fljótt af honum og
ekki bara í formi óhóflegs þyngd-
artaps.
Mistök eru mannleg og til þess
gerð að draga af þeim lærdóm.
Ég velti því fyrir mér hvort sam-
ferðafólk Gunnólfs þessa síðustu
mánuði á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands hafi áttað sig á sög-
unni hans og hvaða góða mann
hann hafði að geyma. Ég sé ekki
fyrir mér að frændi hafi verið
jafn glaðlyndur og ég minnist
hans, vitandi af honum með þetta
brot og þá verki sem því hefur
óhjákvæmilega fylgt. Það er mín
von að heilbrigðisstarfsfólk allt
temji sér þá hugsun að allir eigi
sína sögu, og kynni sér hana.
Skjólstæðingar okkar eiga það
skilið.
Ég mun minnast Gunnólfs
frænda míns með mikilli hlýju.
Ég sé hann fyrir mér hlæjandi,
klæddan stífpressuðum gallabux-
um og skyrtu, með hárgreiðslu
sem hefði gert Danny í Grease
stoltan.
Gunnólfs frænda verður sárt
saknað. Þarna fór afar góður
maður.
Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir.