Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 36
jónsson, föðurafi sinn, hafi til dæmis verið mikið á skíðum. „Hann fór á skíði 80 ára og var rosalega góður á skíðum en hann er látinn.“ Grétar Bjarnason, móðurafi sinn, hafi ekki verið í íþróttum. „En hann er mjög mikill skapari og svolítil fyrirmynd í þessu, er áhugaleikari og segir skemmtilegar sögur.“ Bókin fjallar um Tómas og Frið- rik, afa hans, sem æfir fimleika. „Langfeðgarnir fara saman á heims- meistaramót í fimleikum í Ástralíu og þar lendir Tómas í alls konar æv- intýrum. Þar eru grunsamlegir menn á vappi. Þetta er svolítið svona spennubók, en hún er reyndar ekki sérlega mikið um fimleika!“ Á meðan Smári samdi textann hélt hann efninu út af fyrir sig. „Ég skrifaði bara það sem kom frá hjart- anu, skrifaði svolítið bara það sem ég myndi hafa gaman af að lesa. Þegar ég var búinn að skrifa bókina lásu mamma og pabbi og afi og amma hana yfir, leiðréttu stafsetn- ingarvillur og svona.“ Fjölskyldan hafði samband við forsvarsmenn tveggja forlaga en hvorugur vildi gefa bókina út. „Á endanum fórum við í prentsmiðjuna prentun.is hérna í Hafnarfirði og þau gátu hjálpað okkur, gátu prent- að bókina í eins mörgum eintökum og við vildum, en við sjáum um að keyra bækurnar út og Penninn- Eymundsson tók þær í sölu. Svo ég er bara líka útgefandi.“ Smári er byrjaður á næstu bók. „Ég er ekki kominn með titil og ekki alveg kominn með um hvað hún verður en líklega verður hún ekki framhald af þessari heldur sjálf- stæð.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Smári Hannesson stóð vart út úr hnefa þegar hann fékk áhuga á sög- um og eftir að hann lærði að skrifa hugsaði hann með sér að gaman væri að gefa út bók. Fyrir um þrem- ur árum byrjaði hann á fyrstu bók sinni og fyrir skömmu varð draum- urinn að veruleika þegar bókin Af- inn sem æfir fimleika kom úr prent- smiðju. Smári er ekki aðeins höfundur textans heldur mynd- skreytir hann efnið og er jafnframt útgefandi. „Þegar ég var sjö ára lærði ég að skrifa og síðan hefur mér þótt skemmtilegt að skrifa og segja sög- ur; ég ákvað bara að skrifa bók þeg- ar ég var í sjötta bekk og einhvern veginn gerði ég það,“ segir Smári, sem er 14 ára nemandi í 9. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði. „Mér gengur mjög vel í skólanum og ætli uppáhaldsfögin séu ekki náttúru- fræði og kannski samfélagsfræði.“ Hugmynd í ísbíltúr Þegar Smári var tíu ára og í bíltúr með fjölskyldunni kom nafnið á bók- inni óvænt til hans. „Lengi hafði mig langað til þess að skrifa stóra bók og þegar við vorum að keyra og tala saman sagði einhver „afinn sem æfir fimleika“. Þá datt mér í hug að það væri gott nafn á bók og ákvað að skrifa hana.“ Fimm ára gamall æfði Smári fim- leika hjá Björk í Hafnarfirði og síðan lá leiðin í FH. „Ég var rosalega mik- ið í íþróttum þegar ég skrifaði bók- ina, var á fullu í handbolta og fót- bolta, en er minna í því núna.“ Tón- listin tekur líka sinn tíma. Mánu- daginn 13. desember síðastliðinn kom hljómsveitin Enter Name í fyrsta sinn fram opinberlega, í Bæj- arbíói í Hafnarfirði. „Ég spila á píanó og er í hljómsveitinni með bekkjarfélögum mínum. Ég er ekki byrjaður að syngja, geri það kannski í framtíðinni, en eldri bróðir minn, hann Guðni, söng með okkur í frum- sömdu lagi á tónleikunum.“ Hannes J. Magnússon, langafi Smára, var afkastamikill barnabóka- höfundur og þýðandi. Smári segir að hann hafi óbeint hugsað til hans og afa sinna við skrifin. Marteinn Guð- Allt í öllu 14 ára - Skrifaði og myndskreytti bók sem hann gefur út sjálfur Útgáfuhóf Smári Hannesson áritar bækur í Eymundsson í Hafnarfirði. Skeifan 8 | Kringlunni | Glerártorgi Sími 588 0640 | casa.is Jólagjöfina færðu hjá okkur Kartell Air Du Temps klukka 19.990,- Bialetti Moka span frá 6.390,- OYOY Toppu blómapottar Lítill 9.490,- Stór 12.990,- Bialetti mjólkurflóari rafmagns. 9.990;- Kartell Bourgie lampi frá 39.900,- Design Letters vasi 3.350,- Design Letters bolli 3.290,- Úrval af Specktrum gjafavöru MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, tilkynnti í gær hvaða tuttugu leikmenn koma til með að verja heiður Íslands að óbreyttu í loka- keppni EM karla í Búdapest í janúar. Áður hafði Guð- mundur valið þrjátíu og fimm leikmenn og þeir sem ekki voru valdir eru gjaldgengir á mótinu ef gera þarf breytingar. Helstu tíðindin eru þau að Haukur Þrastar- son hefur ekki náð sér nægilega vel eftir krossbands- slit og er ekki í hópnum. Þá valdi Guðmundur einungis einn hægri hornamann. » 31 Einn hægri hornamaður valinn en alls fimm örvhentir leikmenn ÍÞRÓTTIR MENNING Eins og undanfarinn áratug kemur kórinn Hymnodia fram á jólatónleikum í Ak- ureyrarkirkju og verða þeir í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Í kynningu segir að nýjustu sóttvarna- reglum verði fylgt og þurfa allir sem sækja tónleikana að fram- vísa gildu vottorði úr hraðprófi. Að þessu sinni kemur fram með kórnum Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari og framkvæmdastjóri Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, sem tók þátt í að búa til þennan jólasið Hymnodiu fyrir tíu árum. Á efnisskránni að þessu sinni eru lög sem kórinn hefur ekki flutt áður í bland við þekktari jólakórsmelli, segir í tilkynningu. Árlegir jólatónleikar Hymnodiu verða í Akureyrarkirkju í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.