Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 1
TÍMAMÓT SÉRBLAÐ MORGUNBLAÐSINS Í SAMVINNU VIÐ NEWYORK TIMES F Ö S T U D A G U R 3 1. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 307. tölublað . 109. árgangur . Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir viðskiptin. Gleðilegt nýtt ár! Willum Þór Þórsson heilbrigðisráð- herra hefur breytt reglugerð á þann veg að fullbólusettir og ein- kennalausir þurfa aðeins að sæta einangrun í sjö daga, greinist þeir með kórónuveirusmit. Runólfur Pálsson, yfirmaður Co- vid-göngudeildar Landspítala, seg- ir að einangrunartímabilið eigi að vera eins stutt og kostur sé á. Ákvörðun heilbrigðisráðherra sé stórt skref fram á við þar sem álagið á deildinni hafi verið gríð- arlegt. Fjöldi símtala frá einkennalausu fólki sem vilji losna fyrr hafi verið gífurlegur og erfitt fyrir starfs- menn að sinna öllum, að hans sögn: „Allur þessi hópur sem skiptir þús- undum vill losna úr einangrun vegna lítilla einkenna eða engra einkenna. Við ráðum ekki við það og fólk hefur verið mjög óánægt að fá ekki skjóta þjónustu með þetta.“ Veiran ekki hefðbundið kvef Árbæjarlaug var lokað í gær og voru allir baðgestir reknir upp úr, um klukkan fjögur síðdegis. Var sú ákvörðun tekin vegna manneklu af völdum takmarkana yfirvalda, en fjöldi starfsmanna var þá í sóttkví. Opna átti laugina aftur árdegis í dag. Steinþór Einarsson, skrifstofu- stjóri hjá íþrótta- og tómstunda- ráði Reykjavíkurborgar, segir að líklega þurfi að loka fleiri sund- laugum á höfuðborgarsvæðinu með stuttum fyrirvara næstu daga, sök- um þessa. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir segir að ekki sé hægt að líta á veiruna sem hefðbundið kvef. „[E]nda er engin þjóð sem gerir það, enginn ábyrgur aðili. Það eru ýmsir óábyrgir aðilar sem halda því fram en það bara stenst ekki neina skoðun.“ Stytting einangrunar stórt skref fram á við - Gríðarlegt álag á Covid-göngudeildinni - Laugum lokað MFaraldur kórónuveiru »2, 6 og 26 Viðtal og mynd af Olgu Zoëga Jó- hannsdóttur, skálaverði Ferðafélags Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu í júnílok 2013, vakti athygli og í raun töfraði Torfa Guðlaugsson, bónda í Borgarfirði. „Mér þótti þetta mynd- arleg kona,“ segir Torfi, sem gerði sér upp erindi við Olgu, þar sem hún starfaði í Norðurfirði á Ströndum. Skemmst er frá því að segja að þau náðu strax vel saman og ákváðu að halda samskiptum áfram. Þau hringdust á og hittust. Varð svo brátt ljóst að ekki yrði aftur snúið. „Myndin í Morgunblaðinu kom ævintýrinu af stað,“ segir Torfi en í gær voru þau Olga gefin saman í hjónaband við athöfn í kirkjunni á Gilsbakka í Hvítársíðu. »4 Mynd af Olgu tók Torfa með töfrum - Sögulegt brúðkaup í Borgarfirði í gær Morgunblaðið/Sigurður Bogi Koss Torfi og Olga Zoëga. Prest- urinn Geir Waage við altarið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Áramót Gígurinn í Geldingadölum er orðinn litríkur og nánast fallegur, þrátt fyrir öll lætin á árinu. Nú ríkir óvissa með framhaldið á nýju ári, hvar og hvenær gýs næst á svæðinu. Gleðilegt nýtt ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.