Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Plötur ársins Þótt fæstir séu að gefa út tónlist á föstu formi eru allir að gefa eitt- hvað út. Á þessu ári hefur meira komið út en dæmi eru um áður, því nærfellt 500 titlar eru á útgáfulista ársins, stundum bara eitt lag, stundum sem samsvarar breiðskífu upp á gamla mátann og stund- um margir klukkutímar af tónlist eða tilraunum. Árni Matthíasson hlustaði á útgáfur ársins og valdi þær plötur sem honum þótti skara fram úr í frumleika, listfengi eða undarlegheitum. Eva Jóhannsdóttir, sem gefur út tónlist undir listamanns- nafninu Eva808, hef- ur búið og starfað ytra á síðustu árum og gefið úr margar smáskífur. Þær hafa vakið athygli í evr- ópskum dans- og raftónlistarkimum, til að mynda smáskífurnar Prrr og Exchange. Á Sultry Venom, sem kom út í byrjun síðasta árs, bregður fyrir ýmsum stílum og stefnum, afbrigðum og útúrdúrum, en allt vel jarð- tengt með þungum og þróttmiklum bassa. Hlustið líka á Hverfisgötu, fyrstu plötu Jóns Brynjars Óskarssonar, sem notar lista- mannsnafnið NonniMal. Raftónlist ársins Það eru fleiri en Sól- ey Stefánsdóttir sem hafa áhyggjur af hvert stefni með kringlu heimsins sem mannfólkið byggir (sjá hér til hliðar). Á Hlýnun veltir Tumi Árnason líka fyrir sér hlýnun jarðar og endalokum mannkyns; út- rýmingu dýrategunda, eyðingarafli auðvalds og græðgi, uppsprettu loftslagsbreytinga, heimsslitum, aldauða og því hvernig við leys- umst á endanum upp í ryk og draugagang. Frábærlega spilað meistaraverk. Hlustið líka á The Earth Grew Uncertain með Ægi Sindra Bjarnasyni. Tilraunir ársins Stúlkunar í Gróu, Fríða Björg Péturs- dóttir, Hrafnhildur Einarsdóttir og Kar- ólína Einarsdóttir, spila pönk, en á sinn hátt; ekki bara hama- gangur, heldur líka laglínur og pælingar. What I Like to Do, þriðja breiðskífa þeirra, er um margt áþekk þeim sem þegar eru komn- ar, en metnaðurinn er meiri. Þær halda enn í galsann sem einkennir þær en gæta þess líka að vera ekki of fágaðar, ekki of settlegar, heldur passlega kærulausar. Láta allt flakka. Hlustið líka á Tína blóm með Sucks to be You, Nigel. Pönk ársins Þó finna megi sól og gleði í tónlist Sól- eyjar Stefánsdóttur sækir hún líka í myrkrið, veltir fyrir sér skuggahliðum lífsins og tilver- unnar, dregur birtu úr djúpunum. Á breiðskífunni Mother Melancholia er mikið undir, því Móðir Jörð, eða frekar Móðir melankólía, er viðfangið, loftslagsvá, harð- skeytt feðraveldi og framkoma okkar við jörðina. Kemur ekki á óvart að dimmt sé yfir, sum laganna líksöngur, önnur harmljóð eða erfiljóð. Að því sögðu þá er engin uppgjöf í spilunum: Gefist aldrei upp, syngur Sóley í upphafslaginu. Plata ársins Páll Ívan Pálsson frá Eiðum er afkastamik- ill listmálari og tón- listarmaður, einn af stofnmeðlimum S.L.Á.T.U.R.-hópsins, hefur spilað með fjölda hljómsveita og gefið út framúrskar- andi sólóplötur. Páll fetar oft ókannaðar slóð- ir eins og til að mynda á plötunni The Conspiracy of Beasts sem kom út í janúar sl. Erfitt er að lýsa tónlistinni, leiðslukenndri klifun sem seiðmaðurinn Páll Ívan leiðir, en maður getur ekki hætt að hlusta. Hlustið líka á spunaverkið Church / School með Benna Hemm Hemm og Demantsbráðar- sveitinni. Furðuverk ársins Þau Sindri Már Sin Fang Sigfússon, Sól- ey Stefánsdóttir og Örvar Þóreyjarson Smárason rugluðu saman tónlistar- reytum sínum á hinni skemmtilegu breið- skífu Team Dreams sem gefin var út í mánaðarlegum skömmtum fyrir þremur árum. Í janúar tóku þau upp þráðinn og líkt og þá var afrakstrinum safn- að saman á eina plötu í lok árs: Dream Is Murder. Frábært framúrstefnulegt popp, gegnsýrt þekkilegum trega. Hlustið líka á Agalma-útgáfuröðina með samstarfsspunakvöldum í Mengi. Samstarf ársins Í viðtali við Morgun- blaðið þegar Nostal- gia Machine kom út kallaði Mikael Máni Ásmundsson músík- ina á henni „jarm- tónlist“, blöndu af djassi, rokki og im- pressjónískri tónlist. Má til sanns vegar færa, sérstaklega saman- borið við plötuna Bobby, sem kom út á síðasta ári og var mun meiri djassskífa en sú sem hér er getið. Mikael hefur sýnt það og sannað að hann getur spilað allskonar músík og gert það vel, en aldrei hefur honum tekist eins vel upp og núna. Hlustið líka á Hits of Hist og. Ekkidjass ársins Teitur Magnússon er einstakur í íslenskri músík – það er enginn að spila eins ljúfsúrt popp og hann, þjóð- legt og þægilegt, en samt er alltaf eitt- hvað sem kemur manni á óvart, ein- hver útsetning sem fer ótroðnar slóðir, skældur gítar eða lunkin laglína. Á breiðskíf- unni 33 fer Teitur á kostum, hvort sem það er í gamla húsganginum Dýravísum eða í perl- um eins og Líf í Mars, Sloppnum og Kysstu kistubotninn. Hlustið líka á samnefnda skífu Inspector Spacetime. Poppplata ársins Þótt ekki séu nema fjögur ár eða svo frá því rapparinn Birnir Sigurðarson vakti fyrst verulega athygli hefur hann sent frá sér talsvert af tónlist, smáskífur, stuttskífur og breiðskífur, aukin- heldur sem hann hefur verið tíður gestur annarra listamanna. Síðasta breiðskífa hans, Matador, sem kom út 2018, var þokkaleg, en Bushido er framúrskarandi, fjölbreytt og frumleg. Textarnir lyfta plötunni svo um munar, opinskáir og einlægir. Vel gert. Hlustið líka á Maldita með Countess Malaise og Púströra fönk Ella Grill. Hipphopp ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.