Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar árið 2021 rann upp voru að- eins fáeinir dagar síðan bólusetn- ingar hófust hér á landi. Þróun bólu- efna var afar hröð en bólusetn- ingar hófust þó vonum seinna hér á landi og fóru rólega af stað. En svo var slegið í klárinn og árangurinn varð mikill, þjóð- in nánast fullbólusett um mitt ár. Rétt eins og sumarið 2020 greip um sig bjartsýni á liðnu sumri þó að engar væru orðu- veitingarnar í þetta skiptið. Sigur væri unninn og þjóðin gæti snúið sér að öðru. Sumar- frí og veirulaus framtíð. En aftur stóð gamanið stutt, veiran braust í gegnum bólu- setningarnar og fljótlega var farið að ræða örvunarskammta og sumarið ekki liðið þegar þeir hófust og svo settur krafur í þá í haust og undir lok árs. Enn er ekki útséð með hvernig þeir munu duga, en þó bendir allt til að þeir slái á verstu einkennin þó að því verði vart haldið fram að þeir slái mikið á smitin þegar tölur og þróun þeirra síðustu daga eru skoðaðar. Það eru þó sjúkdóms- einkennin, veikindin og þá helst þau alvarlegustu, sem mestu skipta, og þau eru tiltölulega mun minni en áður. Líklega helst þar í hendur að Ómíkron- afbrigðið, sem umdeilt er hvort telja á nýja veiru eða afbrigði, virðist vægara en hin fyrri, og að bólusetningarnar hjálpa, einkum þeim sem veikari voru fyrir veirunni. Landsmenn geta velt því fyrir sér nú hvort ástæða er til bjartsýni í baráttunni við veir- una. Sú bjartsýni sem hingað til hefur gripið um sig hefur illu heilli reynst tálvon, en þar með er ekki sagt að til einskis hafi verið barist eða að sigur vinnist aldrei. Bólusetningarnar virð- ast hjálpa mikið og örvunar- skammtar virðast gera það einnig. Hversu margir þeir þurfa að verða áður en yfir lýk- ur er óvíst, sumir segja að bólu- setja þurfi landsmenn árlega hér eftir. Um það verður ekkert fullyrt á þessari stundu. Svo eru frekari bóluefni í þróun og nokkrar vonir bundnar við það sem Bandaríkjaher er að þróa. Mögulega kemur hann til bjargar eina ferðina enn þótt með nýjum hætti væri. Segja má að það væri ekki al- veg óviðeigandi. Baráttan við kórónuveiruna hefur verið þannig að hálfgert stríðsástand hefur ríkt um allan heim. Þetta hefur ekki aðeins birst í því að víða hefur orðið töluvert mann- fall og álag á heilbrigðiskerfi verið mikið, heldur einnig í því að framleiðslugeta hagkerfisins hefur skaðast og flutningsgetan ekki síður. Þetta hefur birst með áberandi hætti í því að hægt hefur á framleiðslu raf- eindabúnaðar sem aftur hefur minnt á hve allt er orðið háð örgjörvum. Ólíklegustu tæki krefjast þess að í þeim sé þessi litli raf- magnsheili og segir það sitt um hraða tækniþróun síðustu ára. Bílar virka ekki án slíkra raf- hluta, en einföldustu tæki heim- ilisins eru undir sömu sök seld. Þetta er áminning um mikla þýðingu slíkra smáhluta og á líklega sinn þátt í að sjónir hafa beinst enn frekar að því en áður hve heimurinn, ekki síst Banda- ríkin og Vesturlönd, er háður fáeinum verksmiðjum í fjar- lægum löndum. Þar fer Taívan fremst, en á sama tíma býr eyjan við vaxandi þrýsting frá meginlandinu, sem er síst til þess fallinn að róa umheiminn. Ekki er það þó aðeins fram- leiðslan sem hefur hökt, því að flutningarnir hafa ekki síður valdið vanda og hefur það minnt á hve heimurinn er orð- inn háður alþjóðlegum við- skiptum en er um leið við- kvæmur fyrir því þegar eitt- hvað kemur upp á í flutninga- keðjunni. Þetta þýðir ekki að draga eigi úr alþjóðlegum við- skiptum, enda hafa þau reynst hagfelld, en þetta felur þó í sér að endurskoða þarf þær ráð- stafanir sem gerðar eru, svo sem þegar kemur að birgða- haldi eða framleiðslu á helstu nauðsynjum. Blikur eru á lofti í efnahags- málum heimsins þó að þær hafi ekki sést á hlutabréfamörk- uðum, enda peningamagn mik- ið, eignaverð hækkar og verð- bólgan því miður einnig. Verð hrávöru hækkar sömuleiðis og það kemur að ýmsu leyti við fyrirtæki og almenning hér á landi. Meðal þessara hrávara eru olíuvörur en á sama tíma gerist það að raforkufram- leiðsla Íslands stendur ekki undir eftirspurn og treysta þarf frekar á innflutta orku en eðli- legt væri. Sú sérkennilega staða hlýtur að vera meðal þess helsta sem landsmenn reyna að læra af á því ári sem nú er að líða. Landið býður upp á mikil gæði frá náttúrunnar hendi, en við verðum að hafa vilja og getu til að nýta þau. Annað væri mikið óráð og áhætta til fram- tíðar horft. Þess vegna er full ástæða til að ætla að samstaða náist um eðlilega nýtingu þess- ara gæða í góðri sátt við sjálf- sögð sjónarmið um að ganga um landið af varúð og af fullri virð- ingu fyrir fegurð þess og undr- um. Morgunblaðið óskar les- endum sínum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á liðnum árum. Landsmenn geta dregið margvíslegan lærdóm af árinu sem er að líða} Reynslunni ríkari Ó tti er magnað fyrirbæri. Það er svo margt sem þrífst í skjóli óttans, sem er sjaldnast á öðrum rökum reist en möguleikanum á að eitt- hvað hræðilegt geti gerst. Það tekur langan tíma að vinda ofan af djúp- stæðum ótta enda auðveldara að láta undan honum en að hafa hugrekkið til að takast á við hann. Óttinn skilaði okkur stórkostlegum hömlum varðandi flugsamgöngur fyrir um tuttugu ár- um, í kjölfar hryðjuverka í Bandaríkjunum. Enn í dag eru öryggiskröfurnar þær sömu og þá, veitandi falskt öryggi á hverjum degi. Varla dropi af vökva sem keyptur er utan flug- stöðvar má t.d. koma inn í flugvélina – allan vökva þarf að kaupa í flugstöðinni. Gott fyrir viðskipti þeirra fyrirtækja sem selja hluti í vökvaformi milli öryggishliðs og flugvélar en óljóst hvaða flugöryggi það skapar. Á 20 árum hefur ekki tekist að vinda ofan af þessu. Óttinn skilar okkur í dag einum víðtækustu frelsis- skerðingum seinni tíma, skerðingum á alla anga dag- legrar tilveru og frelsi fólks. Óttinn við mögulega alvarleg veikindi af völdum Covid-19. Óttinn er svo sterkur að hann yfirtekur alla skynsemi, mylur hornsteina frelsis og mannréttinda án gagna, röksemda eða svo mikið sem opinberrar umræðu þar sem öll sjónarmið fá að heyrast án upphrópana. Óttinn svo víðtækur að sérfræðingar og vísindamenn hér á landi veigra sér við að tjá sig og sína skoðun og handfylli fólks stýrir allri umræðu og upplýsingum. Það er auðvelt að sjá í hendi sér að þessar frelsisskerðingar munu ekki ganga til baka á næstunni og þaðan af síður jafn hnökralaust og þær voru innleiddar. Fyrsta skrefið væri að tryggja að við völd væri ekki stjórnlynt fólk, eða fólk sem ófært er að standa í lappirnar þegar mikið liggur við – eins og til dæmis frelsi samlanda þeirra. Þessu má breyta með lýðræðislegum hætti og tækifæri munu gefast til þess. Þangað til má vona að fregnir af lífi og heilsu fólks undir þessum hörðu skerðingum veki fólkið sem situr við völd í dag. Fréttir af tugum sjálfsvíga, fréttir af blæðandi atvinnu- lífi sem er lamað vegna tugþúsunda í sóttkví eða einkennalausri einangrun, fréttir af hundruðum ungmenna sem hafa farið algerlega á mis við lífsmarkandi skólagöngu og félagslíf, fréttir af fólki sem fékk ekki greiningar eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu af ótta við álag á spítalanum vegna Covid-19 – álag sem er í raun ekki sligandi, nema þá helst á göngudeild Covid. Ísland á að vera leiðandi í því að tryggja landsmönnum eðlilegt líf og hafa hugrekki til að læra að lifa með þessari veiru eins og öllum hinum sem herja iðulega á heims- byggðina og bólusett er fyrir árlega. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Fáum við frelsið aftur 2022? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is D onald Trump Bandaríkja- forseti var ekki orðlagður fyrir nákvæmni í orða- vali, var raunar iðulega sakaður um ósannsögli og upplýs- ingaóreiðu, en svo rammt kvað að þessu að ýmsir bandarískir fjöl- miðlar höfðu sérstaka stað- reyndavakt um allt sem frá forset- anum kom. Að hluta var það framtak vafa- laust af pólitískum rótum runnið; margir höfðu ímugust á forsetanum og málflutningi hans, en fjölmiðla- stéttin vestra hefur um áratugaskeið hallast til vinstri og mikill meirihluti bandarískra dagblaða styður demó- krata í kosningum. Það breytir ekki hinu, að það er einmitt snar þáttur í hinu sérstaka hlutverki fjölmiðla að halda vald- höfum við efnið, sannreyna staðhæf- ingar þeirra og eftir atvikum afhjúpa rangfærslur, mistök og lygimál. Á dögum drepsóttar skiptir auð- vitað enn meira máli að kjörnir emb- ættismenn upplýsi almenning af skynsemi, yfirvegun og sannsögli. Trump var margt annað betur gefið. Nýr húsbóndi í Hvíta húsinu Í kosningabaráttu Demókrata á liðnu ári var sú framganga sögð embættinu ósamboðin og að orð- háknum yrði að úthýsa. Miðað við kosningaúrslit virtust að vísu fjöl- margir kjósendur kæra sig kollótta, en Biden hafði samt sigur og því var afdráttarlausra umskipta vænst. Það hefur nú gengið svona og svona, þótt Biden hafi vissulega sparað gífuryrðin og hafi enn ekki átt sína Covfefe-stund á Twitter. Hins vegar virðist hann oft utan gátta, jafnvel ruglandi, gleymir orð- um og tapar þræði, svo sumir hafa spurt hvort verið geti að hinum 79 ára gamla forseta sé farið að förlast eða hvort hið krefjandi embætti sé honum um megn. Það hefur þó ekki verið tekið upp með opinberum hætti vestra, hvorki af stjórnmálamönnum né fréttadeildum fjölmiðla, þótt imprað hafi verið á því í stöku skoð- anadálki. Það væri grafalvarlegt mál reyndist eitthvað hæft í því; leiðtogi voldugasta ríkis heims þarf að vera með öllum mjalla öllum stundum. Það varðar ekki aðeins Bandaríkja- menn, heldur einnig bandamenn þeirra og heimsbyggðina alla. En þrátt fyrir að ekki skorti dæmin um að forsetinn sé mögulega á barmi elliglapa veigra fjölmiðlar sér við að fjalla um það vestanhafs. Rangfærslur úr forsetastóli Hitt á hins vegar að heita dag- legt brauð fjölmiðla, að þeir brjóti orð stjórnmálamanna til mergjar, en sú virðist þó ekki raunin. Nú á mánudag sendi Biden þannig frá sér tíst á Twitter, þar sem hann fullyrti að bandarískt hagkerfi hefði verið að hruni komið þegar hann tók við embætti. Sú fullyrðing er einfaldlega og augljóslega röng. Eftir kórónukreppuna óx bandarískt hagkerfi um 33,4% á þriðja ársfjórðungi 2020 og hélt áfram að vaxa um 4% á fjórða árs- fjórðungi ef marka má opinberar töl- ur. Í ársbyrjun 2021 tók hlutabréfa- markaðurinn svo hressilega við sér og enginn ágreiningur um að hag- kerfið vestra væri að koma býsna bratt út úr faraldrinum. Samt gerði enginn fjölmiðill at- hugasemdir við orð Bidens nú í vik- unni. Ekki frekar en í maí síðast- liðnum þegar hann viðhafði svipuð orð í ræðu í Hvíta húsinu. Nú er svo sem ekki nýtt að stjórnmálamenn segist hafa tekið við búi í kaldakoli, svo þeir geti síðar hreykt sér af því að hafa bjargað því, en þá er það einmitt hlutverk fjöl- miðla að leiðrétta fleiprið. En geri þeir það ekki og leyfi stjórnarherr- unum að komast upp með falsið, þá geta menn sveiað sér upp á að vald- hafarnir gangi á lagið. Þá fyrst kárn- ar nú gamanið, þegar þeir fá að velja sér „staðreyndir“ athugasemdalaust. Mörg dæmi en engar fréttar Þetta er því miður ekki eins- dæmi hjá Biden. Fyrr í þessum mán- uði gerði hann lítið úr því að skim- anir hefðu ekki verið auknar fyrr á árinu, en í síðustu viku kenndi hann hinu „ófyrirsjáanlega“ Ómíkron um, sem sérfræðingar hafa vænst í meira en ár. Á síðustu vikum hefur hann líka haldið fram alls konar rang- færslum um að hin stórkostlega fjár- freka endurreisnaráætlun hans (Bu- ild Back Better) sé fullfjármögnuð, muni ekki auka fjárlagahalla og að skattar muni ekki hækka á neina nema fólk með ofurtekjur. Sem er allt ósatt. Að ógleymdum hættu- legum og endurteknum rang- færslum hans um að bólusett fólk geti ekki borið kórónuveirusmit á milli. Almennir fréttamiðlar hafa ekki vakið athygli á neinu af ofangreindu, hvað þá leiðrétt rangfærslurnar. Það er slæmt þegar valdhafarnir eru í ruglinu, en hálfu verra ef fjölmiðl- arnir veita þeim af einhverri ástæðu ekki aðhald. Rangfærslur og rugl úr Hvíta húsinu AFP Washington Joe Biden Bandaríkjaforseti á fréttamannafundi í borðsal Hvíta hússins á aðventu. Fleiri klóra sér í höfðinu vegna fullyrðinga hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.