Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Á síðustu árum höfum við lokið sölu á yfir 200 fyrirtækjum, smáum og stórum. Í dag vinnum við að fjölda söluverkefna. Kíktu á nýju heimasíðu okkar www.investis.is Hér eru nokkur nýleg verkefni okkar: FARSÆL MIÐLUN FYRIRTÆKJA Farsæl miðlun fyrirtækja Náðu árangri í rekstri, fjármögnun, kaupum og sölu fyrirtækja Spekingar sem spjalla um ára- mót þykjast góðir nái þeir að svara fyrstu spurningu um löst og kost liðna ársins svo: „Það er erfitt að spá fyrir um nýliðið ár.“ En þrátt fyrir snill- ingssvarið halda Staksteinar og aðrir sveita- menn því fram að atburðarás komandi árs sé mun þokukenndari en það gamla liðna. - - - Spekingar geta áhættulítið verið flaumósa um nýtt ár, því að fá- ar staðreyndir leggja gildrur í götu þeirra, sem auðveldlega hendir í fimbulfambi um „gamla árið“. - - - Áhættulaust er að upplýsa að bæði Trump og Merkel hafi hætt á árinu. En fullyrðing um að Joe Biden lifi ekki næsta ár af í pólitískri merkingu er áhættusöm. Honum verður flest sem fóstrurnar setja hann í til vandræða, hversu smátt sem það er. Nú síðast var hann látinn ganga á sandströnd með hund sinn. Biden er þríbólu- settur. Hafið var honum á aðra hönd. Sandur að baki, sandur fram undan og sandur alls staðar. Hund- urinn í þriggja metra bandi. Biden einn á strandbreiðunni með svarta jarðarfaragrímu fyrir vitum! - - - Af hverju? Það má ekki leggja Biden þetta til lasts. Einhver hámenntaður örlagabjálfi, upp- fullur af rétttrúnaði, hefur það hlutverk að segja forseta Banda- ríkjanna fyrir verkum. Í þetta sinn: Vertu með grímu. - - - Þótt snúið sé að giska um ókomna tíð má af öryggi „spá“ því að forsetinn, sem slíkur, hafi horfið á liðnu ári og eigi ekki leið til baka. Spá sparlega um liðna tíð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kona á sjötugsaldri var ein með all- ar tölur réttar í Lottó á jóladag en þá var dreginn út hæsti þrefaldi pottur hingað til, rúmlega 41,1 milljón króna. Konan býr á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrir tilviljun hafði hún keypt lottómiða á N1 við Bíldshöfða. Brá ekki út af vananum og keypti þrjár raðir í sjálfvali þar sem hún á þrjá syni. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá er vitnað í konuna um að vinningurinn sé kærkominn og fyrsta verk sé að greiða eftirstöðv- arnar af húsnæðisláninu. Vann 41 milljón í lottó á jóladag Rannsóknarfyrirtækin Maskína og MMR munu sameinast á morgun, 1. janúar, undir hatti Maskínu, að því er segir í tilkynningu. „Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ er haft eftir Þóru Ásgeirsdóttur, fram- kvæmdastjóra Maskínu, í tilkynn- ingunni sem send var út í gær. Þóra stofnaði, ásamt Þorláki Karlssyni, Maskínu árið 2010 og Ólafur Þór Gylfason stofnaði MMR fyrir 15 árum og verður hann sviðs- stjóri markaðsrannsókna hjá Mask- ínu. „Maskína mun bjóða upp á mark- aðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjöl- breyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Maskína og MMR sameinast á morgun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra, hefur ákveðið að úthluta 200 milljónum króna til mann- úðaraðstoðar til Afganistan, Eþíópíu og Jemen. Að mati Sameinuðu þjóð- anna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Matvæla- áætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur verið falið að ráðstafa framlagi Íslands. Báðar stofnanirnar eru áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega 40 milljónum fleiri en á árinu sem er að kveðja. Skýrist það meðal annars af meiri fátækt, stríðsátökum, loftslagsbreytingum og faraldrinum. Veitir 200 milljónum í mannúðaraðstoð Sá síðari af tveimur olíubirgðatönk- um var felldur á lóð Hringrásar við Álhellu 1 nærri Straumsvík í gær- morgun, en á Þorláksmessu var fyrri tankurinn felldur. Lengi vel var á lóðinni varaafls- stöð fyrir álverið í Straumsvík. Í stað tankanna mun rísa nýmóðins brotajárnsendurvinnslustöð, sú fyrsta af sínum toga hér á landi. Tætarinn mun geta tætt heilu bíl- flökin í sig. „Það hefði verið mjög flott [að endurvinna tankinn þarna], en við þurfum að koma járninu í burtu af svæðinu áður en við getum byrjað að byggja þarna aftur,“ segir Bjarni Viðarsson hjá Hringrás. Þá geti brotajárns- vinnslan hafist af fullum krafti. „Það kemur bara út kurl hinum megin. Ef það eru einhver óhrein- indi í þessu þá flokkar vélin það.“ Seinni olíubirgðatankurinn felldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.