Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 8

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Á síðustu árum höfum við lokið sölu á yfir 200 fyrirtækjum, smáum og stórum. Í dag vinnum við að fjölda söluverkefna. Kíktu á nýju heimasíðu okkar www.investis.is Hér eru nokkur nýleg verkefni okkar: FARSÆL MIÐLUN FYRIRTÆKJA Farsæl miðlun fyrirtækja Náðu árangri í rekstri, fjármögnun, kaupum og sölu fyrirtækja Spekingar sem spjalla um ára- mót þykjast góðir nái þeir að svara fyrstu spurningu um löst og kost liðna ársins svo: „Það er erfitt að spá fyrir um nýliðið ár.“ En þrátt fyrir snill- ingssvarið halda Staksteinar og aðrir sveita- menn því fram að atburðarás komandi árs sé mun þokukenndari en það gamla liðna. - - - Spekingar geta áhættulítið verið flaumósa um nýtt ár, því að fá- ar staðreyndir leggja gildrur í götu þeirra, sem auðveldlega hendir í fimbulfambi um „gamla árið“. - - - Áhættulaust er að upplýsa að bæði Trump og Merkel hafi hætt á árinu. En fullyrðing um að Joe Biden lifi ekki næsta ár af í pólitískri merkingu er áhættusöm. Honum verður flest sem fóstrurnar setja hann í til vandræða, hversu smátt sem það er. Nú síðast var hann látinn ganga á sandströnd með hund sinn. Biden er þríbólu- settur. Hafið var honum á aðra hönd. Sandur að baki, sandur fram undan og sandur alls staðar. Hund- urinn í þriggja metra bandi. Biden einn á strandbreiðunni með svarta jarðarfaragrímu fyrir vitum! - - - Af hverju? Það má ekki leggja Biden þetta til lasts. Einhver hámenntaður örlagabjálfi, upp- fullur af rétttrúnaði, hefur það hlutverk að segja forseta Banda- ríkjanna fyrir verkum. Í þetta sinn: Vertu með grímu. - - - Þótt snúið sé að giska um ókomna tíð má af öryggi „spá“ því að forsetinn, sem slíkur, hafi horfið á liðnu ári og eigi ekki leið til baka. Spá sparlega um liðna tíð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kona á sjötugsaldri var ein með all- ar tölur réttar í Lottó á jóladag en þá var dreginn út hæsti þrefaldi pottur hingað til, rúmlega 41,1 milljón króna. Konan býr á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrir tilviljun hafði hún keypt lottómiða á N1 við Bíldshöfða. Brá ekki út af vananum og keypti þrjár raðir í sjálfvali þar sem hún á þrjá syni. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá er vitnað í konuna um að vinningurinn sé kærkominn og fyrsta verk sé að greiða eftirstöðv- arnar af húsnæðisláninu. Vann 41 milljón í lottó á jóladag Rannsóknarfyrirtækin Maskína og MMR munu sameinast á morgun, 1. janúar, undir hatti Maskínu, að því er segir í tilkynningu. „Markmiðið með sameiningunni er sem fyrr að leggja áherslu á gæðakannanir, stuttar boðleiðir og afbragðsþjónustu,“ er haft eftir Þóru Ásgeirsdóttur, fram- kvæmdastjóra Maskínu, í tilkynn- ingunni sem send var út í gær. Þóra stofnaði, ásamt Þorláki Karlssyni, Maskínu árið 2010 og Ólafur Þór Gylfason stofnaði MMR fyrir 15 árum og verður hann sviðs- stjóri markaðsrannsókna hjá Mask- ínu. „Maskína mun bjóða upp á mark- aðs- og viðhorfskannanir, þjónustu- og starfsmannakannanir auk fjöl- breyttra aðferða við eigindlegar rannsóknir,“ segir í tilkynningunni. Maskína og MMR sameinast á morgun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsam- vinnuráðherra, hefur ákveðið að úthluta 200 milljónum króna til mann- úðaraðstoðar til Afganistan, Eþíópíu og Jemen. Að mati Sameinuðu þjóð- anna hefur þörf á mannúðaraðstoð aldrei verið meiri og eykst dag frá degi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Matvæla- áætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur verið falið að ráðstafa framlagi Íslands. Báðar stofnanirnar eru áherslustofnanir Íslands í mannúðaraðstoð. Áætlað er að um 274 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda á næsta ári, tæplega 40 milljónum fleiri en á árinu sem er að kveðja. Skýrist það meðal annars af meiri fátækt, stríðsátökum, loftslagsbreytingum og faraldrinum. Veitir 200 milljónum í mannúðaraðstoð Sá síðari af tveimur olíubirgðatönk- um var felldur á lóð Hringrásar við Álhellu 1 nærri Straumsvík í gær- morgun, en á Þorláksmessu var fyrri tankurinn felldur. Lengi vel var á lóðinni varaafls- stöð fyrir álverið í Straumsvík. Í stað tankanna mun rísa nýmóðins brotajárnsendurvinnslustöð, sú fyrsta af sínum toga hér á landi. Tætarinn mun geta tætt heilu bíl- flökin í sig. „Það hefði verið mjög flott [að endurvinna tankinn þarna], en við þurfum að koma járninu í burtu af svæðinu áður en við getum byrjað að byggja þarna aftur,“ segir Bjarni Viðarsson hjá Hringrás. Þá geti brotajárns- vinnslan hafist af fullum krafti. „Það kemur bara út kurl hinum megin. Ef það eru einhver óhrein- indi í þessu þá flokkar vélin það.“ Seinni olíubirgðatankurinn felldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.