Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Starfsfólk Höfða fasteignasölu
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
árs og friðar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á liðnu ári.
Suðurlandsbraut 52
Sími 533 6050
www.hofdi.is
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
H
ér í Laugarási var tekið
vel á móti okkur þegar
við fluttum hingað fyrir
þrjátíu árum, það var
einstakt. Þetta hafa verið virkilega
yndisleg ár, enda var það eins og að
vera komin heim, þegar við duttum
hingað inn. Þetta var alveg æðisleg
tilfinning, því á hinum stöðunum
sem við höfðum búið á, í Hveragerði,
á Sólheimum og í Gnúpverjahreppi,
þá leið okkur eins og við værum allt-
af á leiðinni eitthvað annað. Hér á
Akri fundum við strax að við vorum
komin til að vera,“ segir Þórður
Halldórsson garðyrkjubóndi en
hann og kona hans Karólína Gunn-
arsdóttir eiga og reka garðyrkju-
stöðina Akur í Laugarási í Biskups-
tungum. Þar hafa þau Tóti og Kalla,
eins og þau eru oftast kölluð, stund-
að lífræna ræktun frá upphafi, enda
menntuð á því sviði. Þau voru miklir
frumkvöðlar fyrsta áratuginn sinn á
Akri.
,,Þegar við byrjuðum hér í líf-
rænni ræktun, þá var enginn að
selja lífrænt og stórmarkaðirnir
tóku ekki í mál að kaupa slíkar vörur
af okkur til að selja í sínum verslun-
um. Aðeins örfáar búðir gerðu það,
Heilsuhúsið, Yggdrasill og Blóma-
val, en samt var hellingur af fólki
sem vildi kaupa lífrænt. Við brugð-
umst við þessari þörf fólks og sett-
um upp þjónustu sem kallaðist
Grænmeti í áskrift. Þetta var sölu-
kerfi þar sem afurðin var seld beint
til neytandans og virkaði þannig að
við fengum tölvupóst frá fólki um
hvað það vildi kaupa, afgreiddum
það í poka og svo var fólk í Reykja-
vík sem tók á móti þeim pokum og
þangað kom fólk til þeirra að sækja.
Við vorum með „dílera“ úti um allan
bæ,“ segir Tóti og hlær.
Vorum alltaf á Hellisheiðinni
,,Við komum hingað 1991 en það
var ekki fyrr en um áratug seinna
sem Hagkaup vildi selja okkar líf-
rænt ræktuðu vörur, fyrsti stór-
markaðurinn sem reið á vaðið. Fljót-
lega fylgdu hinar búðirnar eftir og
við fórum í framhaldinu út í stór-
innflutning á lífrænt ræktuðu græn-
meti og ávöxtum og vorum að dreifa
í stóru búðirnar, Hagkaup, Krónuna,
Nettó og Melabúðina. Þegar þetta
fór að ganga vel, þá gerðu stórmark-
aðirnir það sem þeir gera alltaf:
klöppuðu okkur á bakið, þökkuðu
okkur fyrir og tóku yfir. Við vorum
reyndar líka þakklát fyrir það, því
þetta var á þeim tíma sem mest var
að gera hjá okkur, við vorum alltaf á
Hellisheiðinni, annaðhvort á leiðinni
í bæinn eða á leiðinni hingað heim,
fram og til baka. Við vorum með
annað fyrirtæki í bænum sem sá um
dreifingu og lager, þetta var risa-
batterí með mörgu starfsfólki.“
Tóku við rekstri Frú Laugu
Tóti og Kalla ráku líka lífræna
heilsuvörubúð, Bændur í bænum,
sérvörumarkað sem var meðal ann-
ars á Grensásvegi.
,Á þeim tíma sem við misstum
það húsnæði var frú Lauga að aug-
lýsa eftir fólki til að reka þá búð, svo
við sameinuðumst, slógum okkur
saman við þá eigendur. Við Kalla
tókum svo alveg við Frú Laugu fyr-
ir tæpu ári síðan,“ segir Tóti og
bætir við að netverslunin baend-
uribaenum.is hafi fylgt þeim alla tíð
og að þau séu enn með hana.
,,Við höfum allan þennan tíma
haldið tryggð við hollenskt fyrir-
tæki, Eosta, við flytjum enn inn
beint frá þeim. Þetta er hrein-
ræktað lífrænt fyrirtæki sem hóf
starfsemi sína á níunda áratugnum.
Þau voru frumkvöðlar á sínu sviði,
þau versla úti um allan heim og eru
samfélagslega meðvituð, þau
styrkja öll nærsamfélög sem rækta
fyrir þau, sérstaklega í þriðja heim-
inum. Viðskiptavinir þeirra geta
farið inn á heimasíðuna og flett upp
viðkomandi framleiðanda, hvar sem
hann er í heiminum og fræðst um
hann.
Þú getur til dæmis séð hvaðan
sá ananas er sem þú kaupir hér hjá
mér á markaðinum á Akri.“
Við viljum engu henda
Þegar Tóti og Kalla fluttu að
Akri á sínum tíma, tóku þau til við að
byggja upp. ,,Gróðrastöðin var 1100
fermetrar þegar við keyptum en við
byggðum við 1.100 fermetra gróð-
urhús í viðbót og við byggðum líka
stóra skemmu. Aðalræktun okkar
fer fram í nýju gróðurhúsunum, það-
an kemur meginuppskeran, tómat-
ar, gúrkur, paprika og pipar, sem fer
á markaðinn, en Krónan er stærsti
kaupandinn hjá okkur. Við settum
líka upp vinnslueldhús því við höfum
verið að mjólkursýra, þurrka, sjóða
og gera alls konar með afurðirnar
okkar, því við viljum engu henda.
Við erum með dýra lífræna ræktun
og alveg frá upphafi höfum við full-
nýtt allar okkar afurðir.“
Frá því í haust hafa Tóti og
Kalla verið með markað einu sinni í
viku heima á Akri, þangað sem fólk
getur komið og keypt beint af bænd-
um í lausu, lífrænt ræktað grænmeti
og ávexti.
,,Viðbrögðin hafa verið góð, fólk
kemur hér úr nærumhverfinu, þeir
sem búa í Laugarási og fólkið í upp-
sveitunum. Með þessum markaði
vildum við opna nýjan möguleika
fyrir fólk í nágrenninu. Við hugs-
uðum sem svo að fyrst allar þessar
vörur eru komnar hingað að Akri,
hvers vegna ekki að leyfa fólki líka
að koma hingað í skemmuna og
kaupa beint af okkur. Við settum því
upp þennan markað sem er aðeins
opinn á þriðjudögum, því vörurnar
stoppa aðeins í einn dag hér hjá okk-
ur, áður en við pökkum þeim og
flytjum í bæinn til Frú Laugu,“ segir
Tóti og bætir við að nú séu þau að
fara í samstarf við AHA. ,,Þá getum
við verið með dagvöruverslun á net-
inu, fólk getur hringt og pantað og
fengið sent heim, eða sótt, ferskt
grænmeti og ávexti.“
Við unnum byltinguna
Nú eru vatnaskil hjá þeim Tóta
og Köllu, því þau hafa sett Akur á
sölu. ,,Við erum komin vel yfir sex-
tugt og þurfum fleira og fleira fólk
til að sjá um vinnuna okkar, svo það
er kominn tími til að setja þetta í
annarra hendur. Til stóð að hér á
Akri yrðu kynslóðaskipti og sonur
okkar og hans fjölskylda voru hér
með okkur í rekstrinum þrjú ár, með
það í huga að taka við þessu öllu
saman. En niðurstaðan varð sú að
þau fluttu aftur til Noregs,“ segir
Tóti og bætir við að hugarfarið og
umhverfið í tengslum við lífræna
ræktun hafi breyst ótrúlega mikið á
þeim þrjátíu árum sem liðin eru frá
því þau Kalla keyptu Akur. ,,Okkur
finnst það sérlega ánægjulegt. Við
unnum byltinguna.“ Þegar hann er
spurður hvort rekstur gróðr-
arstöðvar og Frú Laugu, krefjist
þess ekki að þau séu alltaf í vinn-
unni, er hann fljótur til svars:
,,Nei, það er alltaf sunnudagur
hjá okkur. Ég er alltaf að leika mér.
Þetta eru þrjátíu ára forréttindi.“
Hjá okkur er alltaf sunnudagur
,,Þegar við byrjuðum hér
í lífrænni ræktun, þá var
enginn að selja lífrænt og
stórmarkaðirnir tóku
ekki í mál að kaupa slík-
ar vörur af okkur til að
selja í sínum verslunum,
segir Tóti á Akri um að-
stæðurnar fyrir 30 árum.
xxx
Kalla og Tóti Hér eru þau hjónin hjá bananaplöntunum sínum sem gefa af sér gómsæta banana.
Notalegt Aðkoman að Akri er notaleg, þar er allt vel gróið, mikið af trjám og húsin einkar snyrtileg. Vikumarkaður Inni í skemmu á Akri getur fólk komið á þriðjudögum og verslað.