Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 24

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 24
Heildarmarkaðsvirði félaga í Kauphöllinni Markaðsvirði skráðra félaga Sl. 12 mánuði, ma.kr. í lok hvers mánaðar Úrvalsvísitalan sl. 12 mánuði 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 3.500 3.250 3.000 2.750 2.500 2020 2021 1.563 1.703 2.169 2.402 2.543 des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 30. desember 2020 29. desember 2021 2.555 3.401 Félag 30.12.2020 29.12.2021 Breyting ARION 95,00 190,50 101% EIM 258,00 505,00 96% ORIGO 39,90 72,00 80% SVN* 59,00 101,00 71% SYN 39,00 65,50 68% KALD 1,20 2,00 67% ISB** 79,00 126,20 60% SKEL 8,97 14,20 58% BRIM 50,10 78,00 56% KVIKA 17,30 26,80 55% SIMINN 8,02 12,00 50% REGINN 22,80 33,20 46% VIS 14,41 20,40 42% SJOVA 27,35 38,00 39% SFS B 1,20 1,65 38% HAMP 84,00 116,00 38% EIK 9,27 12,30 33% FESTI 172,50 226,00 31% PLAY* 19 23,20 22% REITIR 70,80 85,00 20% ICESEA 12,60 14,80 17% HAGA 60,10 67,50 12% ICEAIR 1,64 1,82 11% MAREL 788,00 874,00 11% KLAPP B 14,50 14,50 0% SOLID** 12,5 9,18 -27% Úrvalsvísitalan 2.555,4 3.400,6 33% *Miðað við meðalútboðsverð. **Miðað við útboðsverð. 33% hækkun á árinu 63% hækkun á árinu BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Árið 2021 hefur verið bæði anna- samt og viðburðaríkt í Kauphöll Ís- lands og segir Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, að erfitt sé nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr. „Á meðal hápunkta ársins eru auðvitað fjórar nýskráningar fyr- irtækja í Kauphöllina og frábær- lega vel heppnuð hlutafjárútboð. Nægir þar að nefna risaútboð Ís- landsbanka snemma í sumar,“ segir Magnús. Það sem Magnús telur einna markverðast á árinu er aukin virkni, sem sjáist best á því að hlutabréfaviðskipti jukust um 75% frá árinu á undan. Ákveðin vitundarvakning „Það sem mér finnst bera hæst er ákveðin vitundarvakning hjá mismunandi hópum og almenningi sem er að koma gríðarlega sterkur inn sem þátttakandi á markaðnum. Ég held að þessi aukna virkni muni þjóna almenningi vel í framtíðinni, því maður finnur samhliða fyrir auknum áhuga fyrirtækja á að skrá sig. Það skiptir fyrirtækin miklu máli að finna að hlutabréfamark- aðurinn sé orðinn alvöruvalkostur í fjármögnun. Þarna er það þátttaka almennings sem skiptir miklu máli.“ Með þessu á Magnús við að já- kvæð hringrás skapist með virkari þátttöku almennings. Með henni kalli almenningur fram fleiri fjár- festingarkosti fyrir sjálfan sig. Umræðan jákvæð Annað sem Magnús nefnir er hve umræðan um hlutabréfamarkaðinn er orðin jákvæð. „Þetta kemur fram til dæmis í stjórnmálunum og því sem stjórnvöld hafa gert nú þegar og eru með á takteinum.“ Nefnir hann þar skattalega með- ferð hlutabréfa sem sé orðin til jafns á við skattlagningu vaxta- tekna og aukið frítekjumark. „Ef maður rýnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verður maður var við aukinn skilning á mikilvægi hlutabréfamarkaðar. Þar má nefna að stefnt er að því auka frelsi í ráð- stöfun viðbótarlífeyrissparnaðar, sem er mjög mikilvægt. Enn frem- ur er í sáttmálanum rætt um frek- ari sölu á hlut ríkisins í viðskipta- bönkunum. Í þriðja lagi er nefnt aukið gagnsæi í sjávarútvegi. Þar gæti hlutabréfamarkaðurinn ein- mitt leikið stórt hlutverk.“ Viðurkenning á markaðnum Magnús segir að hin jákvæða og yfirvegaða umræða um markaðinn sé viðurkenning á honum sem mik- ilvægum innviðum. Spurður um ástæður fyrir hinni jákvæðu þróun telur Magnús að traustið hafi aukist jafnt og þétt síðasta áratug. „Þetta er sígandi lukka.“ Spurður um innkomu nýju fyr- irtækjanna á árinu, Play, Solid Clo- uds, Íslandsbanka og Síldarvinnsl- unnar, segir Magnús að hann hafi orðið var við almenna ánægju frá forsvarsmönnum félaganna, enda hafi þau fengið góðar viðtökur. Sú reynsla smiti út frá sér. Þá segir Magnús að horfurnar fyrir næstu tvö ár séu góðar. „Ég verð fyrir vonbrigðum ef við náum ekki 5 – 6 nýjum félögum inn í Kauphöllina á næsta ári.“ Aðspurð- ur segir hann að fjölbreytni muni aukast. „Við komum vonandi til með að sjá Ölgerðina, Alvotech, Arctic Adventures og fleiri félög sem ég get ekki nefnt á nafn enn þá. Þetta eru félög sem eru ekki af því tagi sem eru á markaðnum nú þegar og eru mörg hver með fína vaxtarmöguleika.“ Aukin dreifing fjármagnstekna Aukin dreifing fjármagnstekna verður einnig með aukinni þátttöku almennings að sögn Magnúsar. „Það er oft verið að rýna í tölur um það hvað fjármagnstekjur dreifast á fáar hendur og aðeins á þá tekju- hærri. Með þessari auknu þátttöku almennings felst aukin dreifing á arðinum úr atvinnulífinu. Þarna fær almenningur að njóta þess ef vel gengur sem óbeinir atvinnurekend- ur.“ Annað sem Magnús nefnir mark- vert á árinu er væntanleg hækkun á gæðaflokkun íslenska hlutabréfa- markaðarins hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell úr vaxtarmarkaði í nýmarkaðsflokk sem og flokkun vísitölufyrirtækisins MSCI. „Þetta styður við aukna fjárfest- ingu erlendra aðila hér á landi. Þátttaka þeirra er enn sem komið er ekkert óskaplega mikil en það eru mikil tækifæri til aukningar. Það er einnig mikilvægt að laða hingað inn meira erlent fjármagn til mótvægis við það ef lífeyrissjóðir fá auknar heimildir til fjárfestinga erlendis.“ Leifar gjaldeyrishafta Að lokum segir Magnús það hafa skipt miklu máli upp á trúverð- ugleika markaðarins þegar síðustu leifar gjaldeyrishaftanna voru fjar- lægðar síðasta vor. „Það eykur traust. Allt sem kemur erlendum fjárfestum spánskt fyrir sjónir á markaðnum getur fælt þá frá,“ seg- ir Magnús að lokum. Hlutabréfaviðskipti jukust um 75% Morgunblaðið/Eggert Þróun Magnús Harðarson forstjóri segir að traustið á Kauphöllinni hafi aukist jafnt og þétt síðasta áratug og umræðan orðið sífellt jákvæðari. - Viðburðaríkt ár að baki í Kauphöll - Fjórar nýskráningar - Vitundarvakning meðal einstaklinga og mismunandi hópa - Yfirveguð umræða viðurkenning á markaðnum sem mikilvægum innviðum 24 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma 31. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.41 Sterlingspund 175.24 Kanadadalur 101.75 Dönsk króna 19.821 Norsk króna 14.757 Sænsk króna 14.365 Svissn. franki 142.0 Japanskt jen 1.1341 SDR 182.35 Evra 147.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.5698

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.