Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 2

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 25 ára 1996-2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þrjú ný farsóttarhús - 350-400 gestir í einangrun í farsóttarhúsum um áramótin - Með þremur nýjum hótelum verður hægt að hafa 600 gesti eða svipaðan fjölda og býr á Eyrarbakka Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsfólk farsóttarhúsa var í gær í óðaönn að kalla inn gesti í einangrun í nýtt hótel sem Rauði krossinn hef- ur fengið til afnota í þeim tilgangi. Myndast hafði biðlisti en Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður far- sóttarhúsa, von- aðist í gær til þess að ný aðstaða dygði til að hreinsa upp bið- listann. Búast má við að 350-400 manns gisti þar um áramótin en það svarar til íbúafjölda Hellis- sands. Sjúkratrygg- ingar hafa samið við ferðaþjónustu- fyrirtæki um að fá 200 herbergja hótel til notkunar fyrir fólk sem sýkst hefur af kórónuveirunni. Álma með 100 herbergjum var tekin í notkun í gær og fyrradag og önnur hundrað herbergi komast í gagnið næstkomandi mánudag. Enn eru al- mennir gestir á hótelinu en þeir verða fluttir á önnur hótel. Húsin fyllast jafnóðum Gylfi Þór sagði í gærmorgun að reiknað væri með því að nýja aðstað- an myndi fyllast í gær, meðal annars með því að taka alla inn sem voru komnir á biðlista. Bjóst hann við því að nýr biðlisti myndi myndast um helgina en væntanlega yrði hægt að leysa úr þeim vanda á mánudaginn, þegar seinni helmingur hótelsins bætist við. Gylfi segir að fólk sem dvelur í farsóttarhúsum sé að meiri- hluta til Íslendingar en í vaxandi mæli erlendir ferðamenn sem grein- ast með Covid við skimum fyrir flug frá landinu. Gestirnir eru á öllum aldri. Þannig var yngsti gesturinn sem von var á í gær 20 mánaða gam- alt barn. Þegar nýja hótelið hefur verið tek- ið í notkun að fullu verða farsóttar- húsin með fjögur hótel undir á höf- uðborgarsvæðinu og eitt á Akureyri, með alls 455 herbergjum. Í fyrstu viku janúarmánaðar bætast síðan við tvö hótel til viðbótar þannig að gestafjöldinn getur náð um 600 manns. Samsvarar það íbúafjölda Eyrarbakka. „Þetta ræðst af smit- tölum og við verðum svolítið að elta skottið á okkur þangað til við fáum viðbótina í janúar,“ segir Gylfi Þór. Reynt að fjölga starfsfólki 35 starfsmenn eru hjá farsóttar- húsum og er verið að ráða fólk til við- bótar og þjálfa það upp. Gylfi Þór segir að þetta séu tímabundin störf og gangi hægt að fá fólk til starfa. Í staðinn aukist álagið á núverandi starfsfólk. Telur hann að þörf verði á að hafa tvöfalt fleiri starfsmenn en nú eru í vinnu. Hann segir að það taki stuttan tíma að koma starfsemi nýrra hótela í gang. Aðeins þurfi að flytja þangað búnað, breyta tölvukerfi og koma sóttvörnum í lag. Þjálfun starfsfólks miðist einkum við að tryggja sótt- varnir hjá því og þeim hótelstarfs- mönnum sem vinna með því. Morgunblaðið/Eggert Farsóttarhús Hægt gengur að fá fleira fólk til starfa og þarf starfsfólkið sem fyrir er að hlaupa hraðar og bæta við sig vöktum til að hafa undan. Gylfi Þór Þorsteinsson Nú í árslok eru 43 Íslendingar á lífi sem hafa náð hundrað ára aldri. Er það svipaður fjöldi og fyrir einu ári. Aðeins átta karlar eru í þessum hópi. Kemur þetta fram í samantekt Jónasar Ragnarsonar sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook. Dóra Ólafsdóttir, sem býr á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykjavík, er elst en hún varð 109 ára í júlí og hef- ur lifað 110 jól. Hún hefur náð hærri aldri en nokkur annar hér á landi en hún fæddist 6. júlí 1912 í Suður- Þingeyjarsýslu. Nanna Franklíns- dóttir á Siglufirði er næstelst, hún varð 105 ára í maí. Þórdís Filippus- dóttir í Reykjavík er í þriðja sæti, varð 104 ára í maí. Snæbjörn Gísla- son á Akranesi er elstur karla, hann varð 103 ára í febrúar. Alls eru 37 núna 99 ára og hafa aldrei verið fleiri. Hlutfall karla er 40% og hefur það ekki áður verið svo hátt, hefur yfirleitt verið á bilinu 20 til 25%. Elstu tvíburar í sögunni Elstu núlifandi tvíburarnir eru Hlaðgerður og Svanhildur Snæ- björnsdætur úr Bárðardal en þær eru báðar búsettar í Reykjavík. Þær urðu 99 ára í október síðastliðnum en engir aðrir íslenskir tvíburar hafa náð svo háum aldri. Finnbogi Jónasson og Sesselja El- ísabet Þorvaldsdóttir í Hafnarfirði hafa verið lengst í hjónabandi, í 75 ár. Hann er 97 ára, hún 96 ára. helgi@mbl.is Elsti Íslendingurinn hef- ur nú lifað 110 jólahátíðir - 43 Íslendingar eru 100 ára eða eldri - 37 eru 99 ára Morgunblaðið/Eggert Elst Dóra Ólafsdóttir slær Íslands- met í aldri á hverjum degi. „Ég held að við eigum að hafa þetta eins stutt og kostur er. Þá erum við að fórna minni hags- munum fyrir meiri, myndi ég segja,“ sagði Runólfur Páls- son, fram- kvæmdastjóri meðferðasviðs og yf- irmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigð- isráðherra hafði fyrr um daginn ákveðið að stytta einangrunartíma þeirra, sem eru með staðfest kór- ónuveirusmit, úr tíu dögum í sjö. „Eins og gögn virðast benda til, þá er mjög lítill hluti sem er enn smit- andi eftir fimm daga,“ sagði Run- ólfur, spurður hvort hann væri hlynntur því að einangrunartímabil- ið yrði stytt enn frekar, eða niður í fimm daga. Sagði hann líkurnar á að ein- kennalaus einstaklingur smiti aðra mjög litlar, einkum ef viðkomandi fari varlega, beri grímu og stundi persónubundnar sóttvarnir eftir fimm daga einangrun, eins og sótt- varnastofnun Bandaríkjanna ráð- leggur. Vill stytta einangrun enn frekar Runólfur Pálsson - Einangrun verði eins stutt og kostur er Morgunblaðið kemur næst út mánudaginn 3. janúar. Að venju verður öflug fréttaþjón- usta á fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, yfir áramótin. Hægt er að senda inn fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag, gamlársdag, frá klukkan 8-12. Lokað er á nýj- ársdag og 2. janúar. Netfang áskrifendaþjónust- unnar er askrift@mbl.is og síminn er 569-1100. Áskrif- endaþjónustan verður opnuð aftur mánudaginn 3. janúar kl 7. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is. um áramót Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að hefja árlegan leiðangur með rannsóknarskipum Hafrann- sóknastofnunar til að mæla veiði- stofn loðnu hinn 10. janúar. Að þessu sinni verða tvö skip stofnun- arinnar í leiðangr- inum en engin veiðiskip til að- stoðar enda er meira en nóg að gera hjá þeim við að veiða loðnu vegna hins mikla kvóta sem í boði er. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að fyrirvari sé settur við þessa dagsetn- ingu. Ekki verði farið af stað fyrr en tryggt er að loðnan sé komin til landsins og hægt að mæla hana. Svo ráðist tímasetningin einnig af veðri. Upplýsingar nýtast Þorsteinn neitar því aðspurður að það dragi úr áreiðanleika mælingar- innar að ekki verður hægt að fá að- stoð veiðiskipa að þessu sinni. Nefna má að fimm veiðiskip komu til aðstoð- ar í janúarleiðangri Hafró á síðasta ári en aðstæður voru þá aðrar, rann- sóknin fólst mikið í því að leita að loðnu. Þorsteinn segir að vissulega væri hægt að flýta mælingunni með fleiri skipum en bendir jafnframt á að oft hafi aðeins eitt rannsóknaskip annast mælinguna en nú verði bæði skipin notuð. Átt er við rannsóknar- skip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson. Þorsteinn nefnir einnig að þótt veiðiskipin verði ekki með í leiðangr- inum að þessu sinni viti hann að út- gerðirnar verði tilbúnar til að veita aðstoð, ef sú staða kemur upp að það reynist nauðsynlegt. Þá nýtist upp- lýsingar sjómannanna sem eru að veiðum við að fylgjast með loðnu- göngum, sömuleiðis upplýsingar frá skipstjórum frystitogara. Sjávarútvegsráðherra gaf í haust út 904 þúsund tonna loðnukvóta fyrir vertíðina sem er meira en verið hefur í tæpa tvo áratugi. Endanlegur kvóti ræðst síðan af mælingu veiðistofns- ins í leiðangrinum í janúar og febr- úar. Engin veiðiskip til aðstoðar Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorsteinn Sigurðsson - Stefnt að loðnuleiðangri 10. janúar - Loðnuskipin eru upptekin við veiðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.