Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI
1. JANÚAR Bólusetning hélt áfram
meðal viðkvæmra hópa. Nýjar reglur um
takmarkanir í skólastarfi tóku gildi.
13. JANÚAR Tilslakanir innanlands tóku
gildi og appelsínugul viðvörun gefin
út. Áfram 20manna samkomubann,
verslunum áfram leyft að hafa allt að
100 viðskiptavini, eftir stærð rýmis.
Sviðslistir máttu hafa 50 starfsmenn/
listamenn á sviði, 100 fullorðna í sal
og að auki 100 börn fædd 2005 og
síðar. Áfram voru krár, skemmtistaðir,
spilasalir og spilakassar lokaðir.
8. FEBRÚAR Tilslakanir innanlands tóku
gildi. Áfram 20manna samkomubann
en rýmri heimildir fyrir sviðslistir og
verslanir þar sem allt að 150 fullorðnir
viðskiptavinir/gestir máttu vera í rými.
Krár og skemmtistaðir máttu opna,
spilasalir og líkamsræktarstöðvar.
24. FEBRÚAR Tilslakanir innanlands,
50 manns máttu koma saman og allt að
200 á viðburðum þar sem einstaklingar
eru skráðir í sæti. Vínveitingastaðir
máttu hafa opið til kl. 23.
18. MARS Gildandi takmarkanir fram-
lengdar til 9. apríl.
22. MARS Seinni bólusetning með
Pfizer í Laugardalshöll.
25. MARS Neyðarstigi almannavarna
lýst yfir eftir skyndilega fjölgun smita,
samkomubann hert í 10 manns. Öllum
skólastigum, utan leikskóla, gert að fara
snemma í páskafrí.
15. APRÍL Tilslakanir á takmörkunum
úr 10 í 20 manns, 2 metra regla áfram
og 1 metri í skólastarfi. Máttu vera allt
að 100 manns í verslunum, í menningar-
starfi og á jarðarförum.Veitingahús og
krár máttu
hafa opið til
kl. 21.
10. MAÍ
Slakað á
takmörkun-
um, 50 máttu
koma saman
og allt að 150
á viðburðum
þar sem fólk
var skráð í
sæti, grímu-
skylda áfram.
Veitingastaðir
máttu hafa opið til 22. Sund- og bað-
staðir, skíðasvæði og tjaldsvæði máttu
hafa opið fyrir 75% af leyfilegum fjölda.
25. MAÍ Dregið meira úr takmörkun-
um, 150 máttu koma saman, slakað á
grímuskyldu og 2ja metra reglu. Hámark
á sitjandi viðburðum allt að 300 manns.
Veitingastaðir máttu hafa opið til kl. 23.
15. JÚNÍ Fjöldatakmörk færð upp í
300 manns, 1 metra regla. Á sitjandi
viðburðum engin nándarregla en áfram
grímuskylda. Veitingastaðir máttu hafa
opið til miðnættis.
23. JÚNÍ Heilsugæslan tók upp hraðpróf
til greiningar á veirunni.
26. JÚNÍ Allar takmarkanir felldar úr
gildi, fullt afnám grímuskyldu, nándar-
reglu og fjöldatakmarkana.
28. JÚNÍ Heimilt að bólusetja börn 12
ára og eldri.
1. JÚLÍ Sýnatöku hætt á landamærun-
um hjá þeim sem framvísuðu vottorðum
um bólusetningu.
25. JÚLÍ 200 manna samkomutakmark-
anir teknar upp og eins metra regla.
Grímuskylda þar sem ekki var hægt að
tryggja fjarlægð.
27. JÚLÍ Bólusetningar barnshafandi
kvenna gegn COVID-19 hófust.
3. ÁGÚST Öllum sem fengu Janssen
boðinn örvunarskammtur með Pfizer
eða Moderna. Fjöldabólusetningar
héldu áfram í Laugardalshöll í ágúst.
23. ÁGÚST Bólusetningar barna 12-15
ára hófust í Laugardalshöll.
28. ÁGÚST Slakað á takmörkunum, allt
að 500 manns í hólfi að undangengnu
hraðprófi. Sundlaugar, heilsu- og
líkamsræktarstöðvar opnar fyrir
hámarksfjölda og eins metra regla
felld niður á sitjandi viðburðum.
15. SEPTEM-
BER Frekari
tilslakanir,
almenn tak-
mörkun áfram
500manns en
heimild fyrir allt
að 1.500 manns
með notkun
hraðprófa.
Áfram 1 metra
fjarlægð og
grímuskylda,
nema á sitjandi
viðburðum.
20. OKTÓBER Enn meiri tilslakanir,
miðað við 2.000 manns, grímuskyldu
aflétt og veitinga- og skemmtistaðir
opnir til kl. 01. Boðað var afnám allra
takmarkana 18. nóvember.
27. OKTÓBER Bakvarðasveitin
virkjuð á ný.
6. NÓVEMBER Grímuskylda á ný, einnig
á sitjandi viðburðum.
13. NÓVEMBER 500
manna fjöldatakmark-
anir teknar upp, heimild
fyrir allt að 1.500
manns á viðburðum
að undangengnu hrað-
prófi. Veitingastaðir
urðu að loka kl. 23.
15. NÓVEMBER Átak
í örvunarbólusetningu
hófst í Laugardalshöll.
25. NÓVEMBER
Takmarkanir hertar
á ný,miðað við 50
manns en allt að 500 í
hólfimeð hraðprófum.
Veitingastaðir opnir til
kl. 22. Stórátak boðað áfram í örvunar-
bólusetningu.
23. DESEMBER Aftur hertar tak-
markanir, sem gilda enn, 20 manna
samkomubann en 200 manna viðburðir
með hraðprófi, 2ja metra regla á ný
og grímuskylda. Veitingastöðum og
skemmtistöðum lokað kl. 21. Sund- og
baðstöðum og skíðasvæðum heimilt
að taka við 50% af leyfilegum fjölda.
Veitingamenn og tónleikahaldarar fengu
undanþágu 22. og 23. desember.
28. DESEMBER Landspítalinn færður
á neyðarstig vegna hópsmita á spítal-
anum og manneklu. Metfjöldi smita á
einum degi, 836 manns.
29. DESEMBER Sótt-
varnalæknir hefur sigur í
héraðsdómi og einangrun
fimm einstaklinga stað-
fest. Stytting á einangrun
til skoðunar. Bólusetning
5-11 ára barna á að hefjast
eftir áramót.
30. DESEMBER Tilkynnt
ummetfjölda smita á
einum degi, eða 839.
Kórónuveirufaraldurinn á Íslandi árið 2021
janúar 2021 febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
800
700
600
500
400
300
200
100
0
206
839
19*
24
154
32
90% landsmanna 12 ára
og eldri eru fullbólusett
288.241 einstaklingur
hefur fengið
að minnsta kosti einn skammt
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð staðfest Covid-19 smit
Grímuskylda er
í verslunum og
almennt er skylt að
nota grímu ef ekki er
hægt að virða 2 metra
regluna en börn fædd
2006 og síðar eru
undanþegin.
Í skólastarfi gilda
almennar reglur
um 50 manna
fjöldatakmörk
Starfsfólki í leikskólum er
ekki skylt að nota grímu
Nemendum og kennurum
í framhaldsskólum er
heimilt að taka niður
grímu eftir að sest er
niður inni í skólastofum
Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar
23:00 Afgreiðslutími
styttist um
2 klst. og ber að loka kl. 23:00
Rýma skal staðina
fyrir miðnætti
LOKAÐkl. 23
JÆJA
kl. 00
Grímuskyldu
aflétt að frátöld-
um sérreglum
á heilbrigðis-
stofnunum
Veitingastaðir, þar sem heimilaðar
eru áfengisveitingar, mega
hafa opið til miðnættis
og verða að tæma
staðinn fyrir kl. 01.00
erður gert heimilt
að halda
samkomur fyrir
nemendur fyrir
allt að 1.500
gesti
Verslanir
Einn viðskiptavinur á
hverja 4m² að hámarki.
Hámark 100
viðskiptavinir
í rými.
13. JANÚAR: Tilslakanir innanlands tóku gildi.
8. FEBRÚAR: 150 gestir máttu vera í rými.
25.MAÍ: Veitingastaðir máttu hafa opið til kl. 23.
28. ÁGÚST:Allt að 500mannsmáttu koma samanmeð notkun hraðprófa. 23.DESEMBER: 2ja metra regla og grímuskylda var sett á.
15. SEPTEMBER:Veitingastaðir
máttu hafa opið til miðnættis.
24. FEBRÚAR: Allt að 200 áhorfendur máttu
koma á íþróttaviðburði.
10. MAÍ: Sund- og baðstaðir máttu hafa opið
fyrir 75% af leyfilegum fjölda.
13. NÓVEMBER: Almennar 50 manna fjölda-
takmarkanir tóku gildi í skólastarfi.
10. NÓVEMBER: Veitingastaðir urðu að loka kl. 23.
15. JÚNÍ: Fjöldatakmörk voru færð upp í 300
manns í hverju sóttvarnarhólfi.
25. MARS: Heilsu- og líkamsræktarstöðvum
var lokað eftir skyndilega fjölgun smita.
15 APRÍL: Veitingahús, skemmtistaðir, krár og
spilasalir máttu hafa opið til kl. 21.
Söfn, sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir
Heimilt er að taka á móti 150 gestum í stað 100 nú
Áhorfendur mega vera allt að 200manns
Ef áhorfendur eru standandi er hámarksfjöldi 50
Heimilt er að hafa áhorfendur
á íþróttaviðburðum
Heilsu- og líkamsræktar-
stöðvar lokaðar
Skemmtistöðum,
krám, spilasölum og
spilakössum heimilt að hafa
opið með sömu skilyrðum
og veitingastöðum þar sem
áfengisveitingar eru heimilaðar
Líkamsræktarstöðvar,
sund- og baðstaðir,
skíðasvæði, tjaldsvæði
og söfn verða opin fyrir
75% af leyfi-
legum
hámarksfjölda gesta
Afgreiðslutími veitingastaða lengist
um klukkustund
eða frá kl. 22
til kl. 23
Gestir þurfa
að hafa
yfirgefið
staðinn fyrir
miðnætti
Engin krafa um nándarmörk
á sitjandi viðburðum*
*Leikhús, íþróttaviðburðir, trúarathafnir,
ráðstefnur og viðlíka
Áfram
grímu-
skylda og
að hámarki
300manns
í hverju sótt-
varnahólfi
Leyfi til að halda sitjandi viðburði
með allt að
500manns, án
fjarlægðartak-
markana, verður
útfærtmeð
notkun hraðprófa
*Tekur gildi 3. september
Fjöldi innanlandssmita og innlagna
á LSH með Covid-19 frá áramótum
Heildartölur frá 28. febrúar 2020
27.059 smit hafa
verið staðfest
599 einstaklingar hafa verið lagðir inn á
sjúkrahús, þar af á 100 á gjörgæslu
37 einstaklingar
eru látnir
1,4 milljón
sýni hafa
verið tekin
20. OKTÓBER: Grímuskyldu var aflétt. Ennfremur var var
boðað afnám allra takmarkana 18. nóvember.
*Þar af 7 sjúklingar sem
greindust með smit á
Landspítala