Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 18

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Mál sem lúta að vinnslu heilsufars- upplýsinga í hvers konar snjall- lausnum eða hugbúnaðarkerfum eru efst í forgangsröðun verkefna hjá Persónuvernd að því er Helga Þórisdóttir, forstjóri stofnunarinn- ar, segir. Minnir hún á að heilsu- farsupplýsingar séu skilgreindar sem viðkvæmar persónuupplýsing- ar. Einnig er vinnsla persónu- upplýsinga barna í hvers konar snjalllausnum eða hugbúnaðar- kerfum í for- gangi. Sagt var frá ársskýrslu Per- sónuverndar fyr- ir árið 2020 hér í blaðinu á mið- vikudaginn. Kom fram að heildar- fjöldi mála í fyrra var rúmlega 3.100 en nýskráð mál það ár rúmlega 2.500. Helga býst við að málafjöldinn í ár verði svip- aður. Á þessu ári hefur Persónuvernd fjórum sinnum beitt því úrræði að leggja sektir á aðila vegna slaks framgangs í persónuverndarmálum. Það var gert tvívegis í fyrra. Þetta eru atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið og fyrirtækið YAY vegna ferðagjafar stjórnvalda, fyrirtækið Infomentor vegna örygg- isbrests og ísbúðin Huppa vegna óleyfilegrar vöktunar með eftirlits- myndavélum í starfsmannarými. Af stórum málum sem Persónu- vernd hefur fengist við nýlega nefn- ir Helga ákvörðun stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfis- ins í grunnskólum Reykjavíkur, en þar leiddi rannsókn Persónuvernd- ar m.a. í ljós að persónuupplýsingar íslenskra grunnskólabarna hafa verið sendar til Bandaríkjanna, þar sem takmarkaðrar persónuverndar gætir. Var fyrirmælum beint til borgaryfirvalda um að loka reikn- ingum skólabarna í Seesaw og sjá til þess að öllum persónuupplýsing- um þeirra yrði eytt úr kerfinu en þó ekki áður en tekin hefðu verið afrit af upplýsingunum til að afhenda börnunum eða, eftir atvikum, til varðveislu í skólunum. Þá segir forstjóri Persónuvernd- ar að stefnt sé að því að ljúka bráð- lega frumkvæðisathugun á stöðu viðkvæmra persónuupplýsinga í netbirtingu dóma. Helga segir að gera megi ráð fyrir að mál vegna öryggis persónuupplýsinga á netinu verði fyrirferðarmikil á komandi ári. Heilsumál í forgangi Persónuverndar - Vinnsla heilsufarsupplýsinga efst á blaði í ár - Fjögur sektarmál - Sjónum beint að dómum á netinu Helga Þórisdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telur löngu tímabært að breyta vegalögum þannig að ábyrgð veghaldara verði aukin á tjóni eða slysum sem vegfarendur verða fyrir vegna lélegs ástands vega. „Við teljum það eðlilegt í nútíma- samfélagi og er í samræmi við það sem gengur og gerist í nágranna- löndum, til dæmis í Noregi. Við erum enn svolítið í gamla hesta- slóðafarinu,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. FÍB fær oft tilkynningar og mál til meðferðar vegna tjóns á öku- tækjum sem verða þegar hvörf eða djúpar holur eru í vegum eða göt- um eða ófullnægjandi frágangur er við framkvæmdir. Hefur félagið sérhæfða tæknimenn og lögfræð- inga til að rannsaka slík mál og fylgja eftir. Þá er á vefsíðu félags- ins síða þar sem hægt er að skrá holur og önnur frávik á götum og umferðarmannvirkjum. Tilkynning- in berst sjálfkrafa til veghaldara sem er mikilvægt ef tjón verða síð- ar og menn þurfa að sækja bætur á hendur honum. Vegfarendur um Kjalarnes hafa orðið fyrir tjóni vegna vegafram- kvæmda þar, eins og kom fram í samtali við ökumann í blaðinu í gær. Lakkið á nýlegum bíl hans er stórskemmt en Vegagerðin og tryggingafélag verktakans höfnuðu kröfum um bætur. Þarf að sanna sök Vegagerðin vísar í ákvæði vega- laga þegar spurt er um bótaskyldu veghaldara í slíkum málum. Veg- haldari þurfi að hafa sýnt af sér sök en auk þess þurfi vegfarandi að hafa sýnt eðlilega varkárni. Fram kemur í svari stofnunarinnar að Vegagerðin bregðist við eins fljótt og unnt er, ef tilkynnt er um hættu á vegi. Hafi Vegagerðin brugðist nægilega fljótt við sé að jafnaði ekki um bótaskyldu að ræða. Eins og fram kemur hér að framan vill FÍB gera ríkari kröfur til veghaldara en gert er ráð fyrir í núverandi lögum. Runólfur Ólafs- son segir að um leið og ábyrgð veg- haldara sé aukin skapist innri hvat- ar til að gera betur. Hann segir að stundum sé torsótt að sækja bætur þótt það hafi gengið í ákveðnum málum, til dæmis vegna ófullnægj- andi frágangs á vegsvæðum sem valdið hafi tjóni hjá vegfarendum. Vilja auka ábyrgð veg- haldara á ástandi vega - Hægt að tilkynna galla á vegum og götum á vef FÍB Morgunblaðið/Hari Varúð Veghaldari getur fríað sig ábyrgð með því að merkja holur og hvörf. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það hefur kyngt niður snjó á svæðinu, við munum búa lengi að honum,“ segir Brynjar Helgi Ás- geirsson, forstöðumaður á skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Skíðatíðin hefur farið ágætlega af stað nyrðra og aðsókn verið mátu- lega mikil. Nokkuð er um erlenda og innlenda ferðamenn sem dvelja á Akureyri og nágrenni um ára- mótin. Hótelstjóri á Hótel KEA lætur vel af stöð- unni. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið opið í tvær vikur, var opnað 18. desember síð- astliðinn og segir Brynjar Helgi að fremur snjólítið hafi verið til að byrja með. Hægt var að framleiða snjó til að bæta það upp þar sem nægt frost var þá ríkjandi. Nú í vikunni milli jóla og nýárs gerði mikla snjókomu norðan heiða og er nú verulega mikill snjór um allt skíðasvæðið. Mátuleg aðsókn fyrstu dagana „Það kyngdi niður snjó hjá okkur í vikunni og það er mjög jákvætt, þessi snjór hefur fyllt upp í læki og gil og miðað við veðurspá er þessi snjór ekki á förum neitt strax,“ segir hann. Snjómagnið geri líka að verkum að hægt er að opna fleiri skíðasvæði í fjallinu. Aðsókn hefur verið þægileg að sögn Brynjars Helga, ekki of mikil og heldur ekki of lítil. „Þetta hefur verið alveg mátu- legt hjá okkur, ekki það margir að raðir hafi myndast í lyfturnar, en við höldum tveggja metra reglunni ef til þess kemur og fólk er með grímur þar sem það á við,“ segir hann. „Nýja árið mun byrja vel hjá okkur hvað snjóinn varðar, það er nóg af honum, en erfitt að spá um hvort eða hvernig faraldurinn setji strik í reikninginn.“ Alltaf einhver á ferðinni „Það er dágóður hópur í gistingu hjá okkur um áramótin, blanda af Íslendingum og útlendingum,“ seg- ir Aron Pálsson, hótelstjóri á Hótel KEA á Akureyri. Sama var uppi á teningunum yfir jólin en þá var einnig talsvert af fólki sem gisti á hótelinu yfir hátíðina. Fullbókað var á veitingastaðnum Múlabergi á aðfangadagskvöld, en hann er rekinn í tengslum við hót- elið. Þeim sem voru á síðasta snún- ingi var bjargað með brottnáms- bökkum. Hann segir að breyting hafi orðið á frá því sem áður var og í vaxandi mæli kýs fólk að fara út að borða á aðfangadagskvöld. „Það sama virðist í uppsiglingu með gamlárskvöld, það er þétt- bókað og stefnir í að verða fullt,“ sagði Aron síðdegis í gær. Hann segir að yfirleitt séu ekki stórir hópar ferðamanna norðan heiða um jól og áramót og árstím- inn fremur rólegur alla jafna. „En það eru alltaf einhverjir á ferðinni, við erum með útlendinga sem ætla að freista þess að sjá norðurljós og Íslendingar sem hér gista eru gjarnan að heimsækja ættingja og vini á Akureyri og dvelja hjá okkur. Það hefur orðið nokkur breyting á í þá veru að í stað heimagistinga fer fólk á hótel eða gistiheimili,“ segir Aron. Á Hótel Kea hefur markvisst verið unnið að því að byggja upp á meðan á heimsfaraldri hefur staðið og á það við um bæði gæði og þjón- ustu en einnig má nefna að nú stendur yfir uppbygging á líkams- ræktarstöð á hótelinu. Eins hefur markaðssetningu verið sinnt mark- visst t.d. varðandi skíðaferðir og innanlandsmarkað. Aron segir ár- angur góðan og á fyrstu mánuðum ársins er fólk í skíðaferðum áber- andi í gestahópnum. Flestar helgar í janúar, febrúar og mars eru yfirleitt fullbókaðar á hótelinu og líkur á að svo verði einnig nú á komandi ári. Í boði eru rúmgóðar skíðageymslur og þá hef- ur áhersla verið lögð á námskeið, hvort sem fólk er á gönguskíðum, svigskíðum eða fjallaskíðum, en þau síðasttöldu hafa mælst vel fyr- ir. Þá hafa hópar af höfuðborg- arsvæðinu gert sér dagamun með því að heimsækja höfuðstað Norð- urlands og Aron segir að íbúar á Austurlandi séu góðir viðskiptavinir hótelsins. „Svo framarlega sem Ómíkron- afbrigði kórónuveirunnar setur ekki allt í lás á nýju ári erum við bjartsýn á gott ár í ferðaþjónust- unni norðan heiða,“ segir Aron. Dágóður hópur ferðamanna nyrðra - Skíðatíðin í Hlíðarfjalli fer ágætlega af stað - Uppselt á Múlabergi á að- fangadagskvöld - Þéttbókað í kvöld Ljósmynd/Brynjar Helgi Hlíðarfjall Skíðasvæði eru víða opin um áramótin, eins og í Hlíðarfjalli en þar hefur kyngt niður snjó. Akureyri Aron Pálsson er hótelstjóri á Hótel KEA, í hjarta miðbæjarins. Brynjar Helgi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.