Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 20

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 20
ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Að halda jólaglögg á aðventu er víða vinsæll siður en varla er algengt að slíkar samkomur séu haldnar í litlum reykkofa uppi í sveit, innan um hangilæri, nautatung- ur og fleira reykt góðgæti. Fréttaritari rann á hangikjötsilminn og óm af marg- rödduðum söng frá reykkofanum við Lax- árdal í Þistilfirði á dimmu desemberkvöldi, þar sem nokkrar söngelskar „kaffistofukell- ur“ hefja sína árlegu aðventuhátíð. „Þetta byrjaði allt með því að mér datt í hug að koma vinkonunum á óvart með að halda „jóla-afterworkið“ eða jólaglöggið inni í sveit í reykkofa foreldra minna en örstutt er á milli bæja okkar. Við kellurnar vorum vanar að hittast í sameiginlegu kaffistofunni í byggingunni sem hýsti vinnustofur okkar en reykkofahugmyndin sló í gegn og þetta er sjöunda árið sem aðventuglöggið okkar er þarna í kofanum,“ sagði Hildur Stef- ánsdóttir, kaffistofukella og ferðaþjón- ustubóndi í Holti í Þistilfirði. - - - Aðventugleðin í reykkofanum er nú orðin hápunktur ársins hjá kaffistofukell- unum en Hólmfríður húsfreyja í Laxárdal, ásamt áðurnefndri Hildi, dóttur sinni, hefur þá fært litla kofann í jólabúning með kerta- ljósum, jólaglöggi og þjóðlegum veitingum. Þar eru sungin jólalög og frumsaminn óður til Hólmfríðar, sem hefur veg og vanda af reykkofanum og matvælum þar ásamt Stef- áni bónda sínum. Aðventugleði þessara samhentu söngkvenna lýkur svo á gisti- heimili Hildar, Grásteini, með hátíðar- kvöldverði að hennar hætti og mun þar ekki vera í kot vísað. - - - Sameining sveitarfélaganna Langanes- byggðar og Svalbarðshrepps hefur verið til umræðu um hríð og nýlega samþykkti sveitarstjórn Langanesbyggðar tillögu við- ræðunefndar um að hefja formlegar við- ræður við Svalbarðshrepp um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Einnig var samþykkt tillaga um að stofnaður yrði sjóð- ur um jarðir hins sameinaða sveitarfélags ásamt drögum að samþykktum fyrir sjóð- inn. Nokkrum þessara jarða fylgja verðmæt laxveiðihlunnindi sem gefa af sér þó nokkr- ar tekjur. - - - Íbúafundir hafa verið haldnir þar sem ræddar voru hugmyndir um útfærslu mögu- legrar sameiningar en þessi tvö sveitarfélög eiga margt sameiginlegt, eru eitt atvinnu- svæði og samrekstur á ýmsum sviðum. Ráð- inn hefur verið verkefnisstjóri vegna máls- ins og markviss vinna og undirbúningur hefst strax í janúar. Stefnt er á að hægt verði að kjósa um þessa sameiningu í mars- lok eða byrjun apríl, að sögn Sigurðar Þórs Guðmundssonar, oddvita Svalbarðshrepps. - - - Það styttist í að loðnuvertíð hefjist á nýju ári en á Þórshöfn var búið að bræða rúm 7.000 tonn af loðnu á síðustu vikum fyrir áramót. Stöðug uppbygging hefur ver- ið hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn en með vorinu verður byrjað á stækkun frysti- húss, um 400 m2. Vinnslurýmið verður stækkað og útbúin ný starfsmannaaðstaða en skrifstofur félagsins verða einnig í nýja hlutanum. Á Þórshöfn, eins og víðar á landinu, eru bundnar miklar vonir við að loðnuvertíð árs- ins verði happasæl og góð. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Jólaglögg Konurnar kátar í reykkofanum á aðventunni, með hangilæri umlykjandi með kræs- ingar á borði og söngtexta í hendi. Sungin voru jólalög, m.a. frumsaminn óður til gestgjafans. Aðventugleði í reykkofa hápunkturinn Þórshöfn Reykkofinn sem hýsti gleðina. 20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Framfarasjóður Samtaka iðnaðar- ins hefur veitt fjórum verkefnum styrki samtals að upphæð átta milljónir króna. Við val á verkefn- unum er horft til þess að þau efli menntun í iðn-, verk- og tækni- námi, að um sé að ræða nýsköpun sem styrki framþróun í iðnaði og að þau leiði til framleiðniaukn- ingar. Sjóðurinn var stofnaður árið 2016 í þeim tilgangi að skapa far- veg sem styður við og þróar fram- faramál tengd iðnaði. Sjóðnum bár- ust átta umsóknir að þessu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum iðnaðarins. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki Framfarasjóðs SI vegna fjögurra verkefna: Málarameistarafélagið, Eiríkur Ástvald Magnússon og Sylgja Dögg Magnúsdótir, Qair Iceland og Starfsgreinahópur fyrirtækja í prentiðnaði innan SI. Málarameistarar fengu eina milljón í styrk til að þýða, prenta og dreifa kynningarbæklingi sem á að tryggja að allir verkkaupar taki út vinnubrögð málara eftir sam- ræmdum viðmiðunum. Eiríkur og Sylgja fengu tveggja milljóna króna styrk til að greina stöðu námsgagna og kennslu varðandi rakaöryggi bygginga og greina þarfir á gerð uppfærðra náms- gagna á þessu sviði fyrir íslenskar aðstæður. Qair Iceland fékk 2,5 milljónir til rannsókna á laga- og reglugerðar- umhverfi á Íslandi fyrir vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu. Starfs- greinahópur prentiðnaðarins fékk einnig 2,5 milljónir sem fara í fræðsluátak um sjálfbærni pappírs- og prentkostnaðar. Átakið er unnið í samstarfi við evrópsku samtökin Two sides og íslenska skógfræð- inga. Framfarasjóð- ur SI styrkti fjögur verkefni Ljósmynd/Birgir Ísleifur Framfarir Við afhendingu styrkja, talið f.v.: Jón Svan Sverrisson, fjármálastjóri Svansprents, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Tryggvi Þór Herbertsson, formaður Qair Iceland, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Eiríkur Ástvald Magnússon byggingarverkfræðingur, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Már Guðmundsson, formaður Málarameistarafélagsins, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.