Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 37

Morgunblaðið - 31.12.2021, Page 37
STJÓRNMÁL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 F lestir kannast líklega við að það geti reynst erfitt að standa við áramótaheit. Að þessu sinni ætla ég að gera tilraun með því að byrja að fylgja áramóta- heitinu fyrir áramót. Greinin markast af þessu, þ.e. áformum um að verða afdráttarlausari. Frá því að ég byrjaði í stjórnmálum hef ég leitast við að tala hreint út en það má alltaf gera betur. Afdráttarleysi hentar ekki endilega stjórnmálamönnum, allra síst nú þegar við búum við alræði ímyndarstjórnmálanna. Þær aðstæður kalla þó einmitt á opinskárri umræðu. Við áramót er hefðin sú að ræða tækifæri framtíðarinnar og horfa björtum augum fram á veginn. Það er góð hefð en ef hún á að fela í sér meira en óskhyggju þarf að læra af reynsl- unni og grípa til þeirra ráða sem skila árangri. Í því efni var þróunin ískyggileg á liðnu ári. 2021 setti að mörgu leyti ársmet í brotthvarfi frá rökræðu, þekkingarleit, staðreyndum og heilbrigðri skynsemi. Vonir margra um að heimsfaraldurinn með allan sinn eyðileggingarmátt myndi þó sýna okkur hvað skipti raunverulega máli stóðust ekki. Þvert á móti. Hvers konar rétttrúnaði óx ásmegin sem aldrei fyrr. Því stærri sem viðfangsefnin eru þeim mun afmarkaðri eru leyfileg umræða og skoðanir. Svo rammt kveður að þessu að víða má sjá (a.m.k. kröfur um) hreina afturför. Rangar og oft skaðlegar ákvarðanir Þetta birtist meðal annars í viðbrögðum við loftslagsbreyt- ingum. Á árinu fordæmdu margir aðgerðasinnar, stjórn- málamenn og fleiri ekki aðeins iðnbyltinguna heldur landbún- aðarbyltinguna líka. Áður gerðu flestir sér grein fyrir að þetta voru lykilatriði í framþróun mannkyns, aukinni velmeg- un, betri heilsu og betra og lengra lífi. Nú er þetta túlkað sem upphafið að syndsamlegu, jafnvel glæpsamlegu, athæfi mannkyns. Slík viðhorf voru til dæmis áberandi í tengslum við 26. lokatilraun Sameinuðu þjóðanna til að leysa loftslags- málin. Afleiðingin er sú að teknar eru rangar og oft skaðlegar ákvarðanir. Á meðan verða ekki til þær lausnir sem fram- faraþrá hefur skilað mannkyninu. Á Íslandi er nú ríkisstjórn sem hyggst banna olíu- og gas- leit í íslenskri efnahagslögsögu. Það eru ekki mörg ár síðan slík viðhorf hefðu þótt fjarstæðukennd og öfgafull. Í aðdrag- anda kosninga 2009 lýsti þáverandi umhverfisráðherra Vg, Kolbrún Halldórsdóttir, andstöðu við olíuleit í íslenskri lög- sögu. Uppi varð fótur og fit. Sama kvöld og Stöð 2 birti frétt um málið sá ráðherrann sig tilneyddan til að senda frá sér yfirlýsingu um að þingflokkur Vg hefði ekki lagst gegn olíu- leit á Drekasvæðinu. Þessu fylgdu afsakanir eða útskýringar á því hvers vegna flokkurinn hefði setið hjá en ekki greitt at- kvæði með lögum um olíuleit á Drekasvæðinu. – Flokkurinn hefði bara setið hjá af tæknilegum ástæðum. Nú er bann við nýtingu þessara mögulegu auðlinda stefna ríkisstjórnar sem haldið er uppi af Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokki. Kolbrún Halldórsdóttir má eiga það að hún var hreinskilin um afstöðu sína (þar til aðrir flokksmenn gripu inn í) og e.t.v. hafa formenn stjórnarflokkanna beðið hana afsökunar á við- brögðum sínum frá 2009. Hugsanlega telja einhverjir að breytt afstaða sé til marks um að við séum upplýstari nú en áður. En sú er ekki raunin. Um margt erum við orðin fáfróð- ari en áður. Staðreyndir skipta nú takmörkuðu máli, ímynd og yfirbragð marka stefnuna. Lítum á eina staðreynd. Það liggur fyrir að orkuþörf heimsins muni aukast um tvö prósent eða svo á ári um fyrir- sjáanlega framtíð eins og raunin hefur verið í um 40 ár. Þeirri þörf verður ekki mætt með þekktum endurnýjanlegum orku- gjöfum. Olíu- og gasnotkun mun því óhjákvæmilega aukast. Vonandi verður þó næg orka í boði svo draga megi úr kola- bruna á meðan leitað er nýrra lausna. Fátt ef nokkuð hefur skipt meira máli við að stemma stigu við losun gróðurhúsa- lofttegunda en aukin gasnotkun. Rannsóknir bentu einmitt til þess að líkur væru á að á Drekasvæðinu væri fyrst og fremst að finna náttúrugas. Leit var hætt um sinn eftir að norska ríkisstjórnin bætti við sig samstarfsflokki sem lagðist gegn frágengnum samningum um samstarf á svæðinu. Norðmenn halda þó áfram að dæla upp olíu og gasi í eigin lögsögu sem aldrei fyrr og opna ný vinnslusvæði. Íslenska ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til að gera athugasemd við samningsrof Norðmanna og nú hefur hún ákveðið að banna Íslendingum að nýta þetta mikla tækifæri. Tækifæri sem hefði hugsanlega getað aukið velmegun á Ís- landi til mikilla muna og haft gríðarlega jákvæð áhrif á Norð- ur- og Austurlandi á sama hátt og í dreifðari byggðum Nor- egs. Þetta er eftir öðru. Í loftslagsstefnu stjórnvalda er að finna fjandskap við álframleiðslu og annan orkufrekan iðnað en hann er án efa stærsta framlag Íslands til loftslagsmála. Yfir- bragðið ræður, ekki staðreyndirnar. Fyrir vikið er haldið áfram að bæta nýjum refsisköttum á almenning og ráðist í aðgerðir sem margar eru gagnslausar eða skaðlegar fyrir um- hverfið og til þess fallnar að draga úr lífsgæðum. Með góðu eða illu eiga íslensk fyrirtæki að minnka framleiðslu og fólk á að minnka neyslu. Það er ekki bara eitt, það er allt Nefna mætti ótal dæmi um það hvernig áhersla á yfirbragð umfram innihald kemur í veg fyrir framfarir og leiðir jafnvel til afturfarar á sviði umhverfismála, framleiðslu, efnahags og jafnvel vísinda eins og nýleg dæmi sanna. Verst er þó að rétttrúnaðurinn ógnar nú þeim grunnstoðum vestrænna samfélaga sem hafa skilað mestum árangri. Víða á Vesturlöndum virðist það vera orðið sjálfstætt markmið rétt- trúnaðarfólksins (ybbanna) að brjóta niður traustustu stoðir vestrænna samfélaga. Þannig kvarnast úr grunngildum réttarríkisins. Í stað jafn- ræðis fyrir lögum er það sem fólk segir og gerir í auknum mæli metið út frá því hver á í hlut. Almennt jafnræði er raun- ar á undanhaldi fyrir nýja rétttrúnaðinum. Í stað jafns réttar allra einstaklinga koma ólík réttindi ólíkra hópa. Fólk er sett í óumbreytanleg hlutverk og því skipt í þolendur og gerendur í stað þess að leggja áherslu á jöfn tækifæri fyrir alla. Samstaða um „sakleysi uns sekt er sönnuð“ víkur fyrir sjálfskipuðum dómurum og böðlum. Virðing fyrir sögunni, fórnum og árangri fyrri kynslóða, hefðum og gömlum og góðum gildum, allt er þetta stimplað sem gamaldags af þeim sem telja að lífsgæði samtímans séu sjálfgefin. Loks er vegið að málfrelsi svo ekki fari fram rökræða um þessi mál eða önnur. Hugtök á borð við „hatursorðræðu“ eru útvíkkuð jafnt og þétt þar til þau lýsa ekki bara hatri heldur hverri þeirri skoðun sem fellur ekki að nýjustu rétttrúnaðar- reglum. Einnig þar er ekki eitt látið yfir alla ganga. Um leið minnka áhrif kjósenda og flokkar frá vinstri til hægri renna saman í einn og mynda ríkisstjórn um stöður fremur en stefnu. Árið 2022 getur orðið besta ár Íslands frá upphafi. En ef svo á að verða þurfum við að meta það sem vel hefur reynst, viðhalda framfaraþrá og þeim grunngildum sem hafa gefist best. Við þurfum rökræðu um staðreyndir, um innihald en ekki umbúðir. Í þeim efnum verð ég afdráttarlaus. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Morgunblaðið/Eggert Áramótaheit Árið 2022 getur orðið besta ár Íslands frá upp- hafi. En ef svo á að verða þurfum við að meta það sem vel hefur reynst, viðhalda framfaraþrá og þeim grunngildum sem hafa gefist best.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.