Morgunblaðið - 31.12.2021, Síða 40
40 STJÖRNUSPÁ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Elsku Vatnsberi, það er mikið ljós sem lýsir þér inn í nýja árið. Við getum
sagt að þú sért að vakna til vitundar um enn meiri kærleika og bjartari orku
sem smýgur inn í sálina og geislar út frá þér. Til þess að þetta geti orðið 100% veruleiki skaltu
henda út allri reiði og öllu sem tengist veraldlegum hlutum. Fyrstu mánuðirnir einkennast af
þessu og reyndar er þetta kraftur framtíðar þinnar eða kraftur ársins. Það er mjög gott fyrir þig
að skoða að nýtt tungl og ný orka fæðist um miðjan mánuð. Eftir það tímabil færðu svörin sem þú
varst að bíða eftir og í því samhengi mun þér líka æ betur við sjálfan þig og það er manneskjan
sem þú þarft að elska númer eitt. Enginn getur gefið af sér nema hann hafi eitthvað sjálfur. Svo
byrjaðu á blessuninni í sjálfum þér til þess að geta gefið hana til annarra. Fyrstu mánuðir ársins
verða eins og spennumynd í bestu gæðum og góðri spennumynd fylgja alltaf góð endalok.
Sumrinu fylgir svo upphaf, sem þýðir að þú verður að fást við verkefni sem er svo mikil mann-
rækt í. Og það er svo merkilegt að þrátt fyrir að vera Vatnsberi er þitt merki loftmerki sem þýðir
að þú getur fært þig til og frá og bæði hjálpað og talað við flestar lifandi verur sem eru hér á jörð.
Það verða líka margir sem eiga eftir að leita til þín og fá frá þér góð ráð enda ræður orðheppni þín
ríkjum þetta árið og þú eflist eins og enginn væri morgundagurinn.
Töluverð vinna verður lögð á þig í upphafi sumars og þér finnst stundum að þú hafir ekki alveg
stjórnina. Slepptu þá bara tökunum og gerðu þitt besta, þá gengur allt vel og útkoman kemur þér
á óvart. Þú getur leyft þér að fara að hlakka til og tilhlökkun er svo yndisleg orka og oft betri en
útkoman sjálf því að líf þitt þetta árið er undarlegt ferðalag á öld Vatnsberans.
Ástar- og kærleiksorkan tikkar í öll hólf og með orðsnilld þinni og umhyggju geturðu heillað hvern
sem er upp úr skónum. Haustið verður kraftmikið og gefur þér byr undir báða vængi, þar byrjar ein-
hvers konar lærdómur eða þjálfun þar sem sterk tengsl við aðrar manneskjur hafa svo sannarlega
sterk áhrif á þig. Þú færð þetta allt til baka svo það er aftur ný orka að fæðast hjá þér hjartað mitt.
Eins og í spennumynd
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR
Elsku Steingeitin mín, þú getur þakkað fyrir margt sem hefur gerst á síðasta
ári sem í raun gerði þig sterkari og vitrari. Þegar þú getur þakkað í hjarta þínu
fyrir erfiðleikana og svartnættið því það gerði þig að þeirri persónu sem þú ert, þá þurrkast út hug-
arástandið sem þú varst í. Ef þú lendir í einhverju ógurlega erfiðu þá er eins og það sé kastað í þig
steinum og þegar þú endurhugsar atburðinn aftur og aftur og talar um hann sí og æ, þá er eins og
þú kastir í þig sama steini. Hin andlega tala sjö tengist upphafi ársins hjá þér. Hún heilar erfiðleika
og kvíða, en skapar þér ekki þær breytingar sem þú ert að bíða eftir, því það er ekki rétti tíminn fyr-
ir þær. Nýtt tungl er þann 13. janúar og að sjálfsögðu er það þitt einstaka tungl. Þá þarftu að hugsa
inn á við og næra sálina þína. Eftir það tímabil ef þú ferð að ráðum alheimsorkunnar verða þér allir
vegir færir. Þær breytingar sem þú vilt sjá, byrja að verða að veruleika í kringum febrúar eða mars.
Það er yndislegt upphaf á svo fallegum hlutum í apríl, maí og júní. Það er eins og þú hafir opnað
kærleikshurðina sem er beint fyrir framan þig. Þú lætur ekki stjórna þér af vitlausum hugmyndum
annarra sem velta í kringum þig. Heldur hugsarðu þetta er mitt líf og svona vil ég lifa því.
Það versta sem gæti fyrir þig komið er að þú á þessu ári er ef þú settir þig í kassa sem þú þyrðir
ekki út úr. Þú munt öðlast einskonar vitrun, það mun birtast þér hugmynd sem þú sérð svo skýrt
fyrir þér hvernig þú sleppir tökunum á því sem hentar þér ekki. Þetta mun birtast þér og verða fag-
urt ár sem eflir þína kosti margfalt. Annarra manna álit skiptir þig engu, því þú ert besti álitsgjafinn
og þinnar eigin gæfu smiður og sem fallegt jarðarmerki nærðu dýpri tengingu við Jörðina og um
leið við þitt samferðarfólk. Svo í hvert skipti sem þú vaknar er eins og það byrji nýtt líf, svo gerðu
hlutina aðeins öðruvísi á hverjum degi, eitthvað lítið sem mun svo skipta miklu máli.
Seinni hlutinn á þessu ári gefur þér fjárhagslega sterka afkomu og þér mun græðast auðveldlega
fé en þú gætir líka sóað því jafnóðum. Þú verður í svo beinum tengslum við almættið að ef þú ert í
vandræðum þá biðurðu einfaldlega um svar sem þú færð skömmu síðar.
Kærleiksdyrnar opnast
STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR
Árið 2022
Elsku Fiskurinn minn, þú tekur fagnandi á móti þessu ári og ferð áfram á
ofurkrafti. Janúar færir þér töluna níu sem er andlega tengjandi tala sem seg-
ir að þú réttir öðrum hjálparhönd. Því það er nefnilega þannig að aðrir eru þú sem þýðir að í
hvert skipti sem þú gefur öðrum ertu að safna í karmabankann þinn.
Febrúar, mars og apríl verða sterkustu mánuðir þessa árs og þú finnur hjá þér þá tækni að að
leika leikinn vel og fá þar af leiðandi alla í lið með þér. Lífið er nefnilega leikur og hér ert þú í
aðalhlutverkinu. Þú ert fyrirliðinn á þessu tímabili og það hefur mikil áhrif á þig ásamt fjölda
annarra. Þú lætur smáatriðin ekki fara jafn mikið í taugarnar á þér og oft áður og verður sterk-
ari, fallegri og mýkri með hverjum mánuði sem líður upp frá því.
Það eru erfiðleikar í kortinu þínu en þú virðist ekki láta þá angra þig eins og oft áður og þar af
leiðandi verða þeir miklu léttvægari. Og þótt þú sért skipaður fyrirliði, verðurðu samt að hætta
að stjórna öðrum með yfirgangi og frekar að sjá að þú hefur mikla kænsku og að finna leið til
þess að kalla fram það besta hjá liðsheildinni. Ástin teygir anga sína fyrir þá sem eru á lausu og
þú munt sjá að það er hin sanna ást þegar hún smellur inn í líf þitt auðveldlega og áreynslulaust.
Þú munt skilja það svo vel að margbreytileiki þinn er náðargáfa. Þú sættir þig að fullu við
sjálfan þig eins og þú ert og þú veist að þú ert með hjarta úr gulli. Þú munt finna út þú getur
hjálpað þeim sem hafa þjáðst og að laga sársauka annarra, það er líka náðargáfa. Og þar sem þú
ert sannarlega vatnsmerki þýðir það að þú skynjir betur umhverfi þitt en önnur merki og hefur
meiri tilfinningu fyrir öðru fólki og líðan þess en önnur merki geta.
Þetta verður ekki hefðbundið ár, því að þú hefur áhuga á tveimur gjörólíkum sviðum. Þú
munt samt finna út að sameina þau svið og fá góða útkomu. Peningar laðast að þér á þessu ári
og þú verður eindæma rausnar- og höfðinglegur við vini þína og fyrir það verðurðu enn meira
dáður.
Þú ert fyrirliðinn
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Elsku Hrúturinn minn, það er svo merkilegt að skoða að lífið fer alltaf í hringi og
núna ert þú að byrja svo spennandi kafla. Þótt þér hafi fundist þú hafa verið á
krossgötum, þá þýðir það samt að vegir liggja til allra átta. Þú ert að sleppa tökunum á þeim könguló-
arvef sem þér hefur fundist umlykja þig, en þú rífur þig lausann og það verður miklu auðveldara en
þú hefðir nokkurn tímann búist við. Þetta á sérstaklega við um janúar og í byrjun febrúar. Rólegheit í
tilfinningum, anda og huga sveima yfir í febrúar og þar verður þú svo fallega tengdur yfir í orku
Vatnsberaaldarinnar sem hefur áhrif á alla veröldina að sjálfsögðu. Þú verður smitandi lífsorka fyrir
aðra, því það er mikil auðmýkt og friður í sálu þinni. Í apríl verður talan einn sem er táknið þitt mjög
áberandi og þá geturðu fagnað uppskerunni.
Sumarið verður einfalt og umlykur þig, svo friður verður þar sem þú vilt hafa og ófriður ef þú efnir til
hams. Þú hefur mikla stjórn á aðstæðum, þetta verður einhvernveginn öðruvísi en fyrri sumartími og það
mun láta þig fá meira en þú býst við. Ef við skoðum ástamálin á árinu svona almennt séð fyrir Hrútsmerk-
ið, þá verður það haustið sem bætir hjartans þrár. Þú finnur hversu sterkbyggður þú ert og hefur þann
stálvilja sem þarf til þess að bæta lífið. Sérstaklega á þetta við um konur sem eru svo heppnar að eiga
heima í þessu merki. Þú átt eftir að vinna hetjudáðir og ná þeirri frægð eða frama sem þú óskar þér og þú
hefur trú á. Þú ert sannkallað eldmerki og það sést líka á því hversu miklum eldmóði og krafti þú býrð yfir.
Þetta segulmagnaða og fallega orkublik sem þú hefur, sendir þér hvert tækifærið af öðru á silfurbakka. En
þú verður að vera snöggur að ákveða hvað þú vilt grípa, því þetta verður eins og vindurinn á Íslandi, sem
kemur og fer. Og sem eldmerki þarftu líka að varast í þínum fallega drifkrafti að tendra elda sem erfitt
gæti reynst að slökkva. Þú ert beintengdur við skilaboð frá alheiminum, svo hlustaðu vel á það sem kemur
til þín þegar þú ert að vakna eða þegar þú sofnar, því á slíkum tíma eru skilaboðin hreinust. Bestu uppfinn-
ingar og hugmyndir sem hafa komið í gegnum aldirnar til snillinga hafa verið allra tærastar á þeirri tíðni.
Þú átt eftir að hafa svo mikla orku og vera opinn fyrir ást og góð tjáskipti eru lykillinn að lífinu árið 2022.
Beintenging við alheiminn
HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL
Elsku Nautið mitt, það hefur verið svo mikið af lífsins gátum sem þú hefur þurft
að leysa undanfarið og þér hefur fundist stundum þú værir að bugast. Í þessum
ljósaskiptum sem ganga í garð á nýju ári verður þú og þarft að taka líf þitt og sauma það saman al-
gjörlega sjálf. Þú ert eins og eikartré og það stendur af sér allan stórsjó. Talan 11 er þín tala á nýju ári
og hún er sannkölluð masterstala. Þessi tala segir þér að þú þurfir að taka stjórnina í þínar hendur,
vegna þess að í þínu ríki sem tengir þig og þitt fólk verður þú að vera forsætisráðherra. Þú færð ofur-
kraft til þess að horfast í augu við hvaða risaeðlu sem er og þú finnur þú ert næmari fyrir fegurðinni
sem umlykur þig allt um kring. Ef þú skoðar vel þá er þessi tala táknuð eins og hlið inn í nýja hluti og
táknar líka spjót sem eiga að standa bein uppi eins og talan ellefu og þú mátt ekki undir neinum kring-
umstæðum beina þessum spjótum að þér. Þú elsku hjartað mitt ert svo sterk manneskja, svo mundu
að endurtaka það að, ég er sterkur eða ég er sterk, því að orð þín eru álög og hafa óendanlegt afl.
Með þetta að leiðarljósi byrjar þú að virkja skaparann í þér á nýju ári og þegar febrúar mætir þér
þá hefurðu svo mikinn aðlögunarmátt við allt og alla. Á þeim tíma,og reyndar alltaf, átt þú að nota
tónlist eða aðrar athafnir sem örva skynfæri þín og sem jarðarmerki þarftu að nýta þér eitthvað
slíkt til þess að jarðtengja þig og anda þinn við Jörðina og umhverfi þitt.
Þetta verður nytsamlegt sumar fyrir þig þar sem þú endurbyggir frumurnar þínar sem eru fjörutíuþús-
und talsins. Líkaminn endurnýjast allur á fjörutíu ára fresti, svo ef veikindi hafa herjað á þig þá er lausnin
nær þér. Þú átt eftir með þinni tæru orku eftir að hjálpa öðrum sem hafa átt við miklar hindranir að stríða,
hvort sem er í veikindum eða veraldlegu amstri. Blessaða vorið sem er þinn besti tími færir þér nærignu
og lífsspeki og þá opnast fyrir þér nýr heimur um hver tilgangur þinn sé. Ef þú skoðar þetta orð þýðir það
að sjálfsögðu það að ganga til einhvers og eitt það mikilvægasta sem þú finnur er nákvæmlega þetta. Allt
það sem byrjar í upphafi árs mætir þér með mikilli bjartsýni í maí. Þú útilokar úr huga þínum þær persón-
ur sem hafa eitrað líf þitt og þá kemur miklu betra og meira pláss í sálinni fyrir það nýja og góða.
Virkjaðu skaparann í þér
NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ
Elsku Tvíburinn minn, það er kannski ekki hægt að segja við þvílíkt sólarmerki
sem þú ert að janúar sé þinn uppáhaldstími. Janúar byrjar á því að gefa þér eins
og mastersgráðu í lífinu, listum og fegurð og er talan þrír svo sterktengd inn í orkustöðina þína.
Hún þýðir líka að þú getir aðlagað þig að öllum tegundum mannfólksins og skapað það jafnvægi sem
aðrir krefjast af þér. Í febrúar ferðu í fjarskalega skemmtilegan baráttuhug, eflir varnir þínar og
velferð með því að vera skipulagður og tilbúinn í tjúttið. Í apríl og maí verður svo sterkur Venus í
kringum þig og það gefur þér ástina öruggari og eins og þú vilt halda á henni. Þetta skapar einnig
blessunarleg ferðalög, hvort sem þau eru stutt eða löng, en þar virðist sólin samt vera í fyrsta sæti
og þar sem þú ert loftmerki þýðir það að þú verður að geta haft sveigjanleika til þess að fljúga um
veröldina frjáls og fá tækifæri til þess að hitta skemmtilegt og kynnast nýju fólki.
Ef ég skoða sumartímann þinn, þá verður ró og friður yfir byrjun sumars og ekkert er í raun og veru
betra en friður. Því hann skapar betri líðan og það er það sem við öll erum í rauninni að leita eftir.
Hamagangur, skemmtilegheit og ævintýri verða í návist þinni þegar líða tekur á þetta sumar sem færir
þér frelsi gagnvart öllu því sem hefur hrætt þig eða hindrað. Breytingar eru boðaðar þér seinni hluta
ársins, taktu því fagnandi þó að þér finnist þetta ekki vera það sem þú leitaðir að, því þessar breytingar
verða þér svo mikið til góðs. Lífið er oft þannig að við viljum ekki breytingar, en þú ert í rauninni búinn
að óska eftir þessu og senda út í alheimsorkuna, þótt það hafi jafnvel verið fyrir löngu síðan.
Það eru mörg kraftaverk fólgin í þessu ári og þú munt skynja að þú sért einu því besta ári sem þú
hefur farið inn í, því það er persónulegur sigur sem er svo vandlega falinn fyrir þér í augnablikinu.
Þú geislar af hlýju og jákvæðum viðhorfum og þótt að tilfinningarnar fari stundum í þrot hjá þér
er það bara eðlilegt því þú reynir að hjálpa svo mörgum sem þú hefur ekki hugmynd um þú gerir.
Þú ert smitandi og smitar frá þér gleði, húmor og ást. Þar sem þitt merki einkennist af því að þú ert
loftmerki hífir það þig upp að geta verið hreyfanlegur, opinn fyrir nýjum tækifærum og frelsi.
Ár kraftaverkanna
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ