Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 41
STJÖRNUSPÁ 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
Elsku Bogmaðurinn minn, það hafa verið mörg tækifæri í kringum þig. Sum
hefurðu nýtt vel en önnur hafa farið forgörðum. Í upphafi þessa árs muntu loka
því sem þér finnst leiðinlegt. Alheimstalan níu er með þér í upphafi árs og hún gefur þér kraft til að
henda öllu því út úr lífi þínu sem pirrar þig og rífur frá þér orkuna. En það sem gekk mjög vel á síð-
asta ári mun eflast á þessu herrans ári og halda áfram í lífskeðjunni þinni.
Þú gætir átt það til að detta í töluverðan pirring yfir annarra manna leiðindum og leti. Sýndu að-
eins meiri þolimæði og passaðu upp á það að gera engann að óvini þínum. Þú gætir nefnilega þurft á
því að halda seinna meir að hlutirnir voru gerðir með friði. Nýtt tungl er þann 13. janúar og þú skalt
ekki láta það fram hjá þér fara. Því það er svo magnað og mikið að gerast í kringum þig á þessum
tíma. Þegar febrúar hefur göngu sína, þá er hugur þinn skýr og eldheitur til þess að meðtaka þær
áskoranir sem fyrir þig verða settar. Þú leysir flókin málefni og stólar á sjálfan þig eins og hershöfð-
ingi, því það er eina manneskjan í lífinu sem þú virkilega getur trúað á. Það er mikilvægt þú leysir öll
þessi verkefni sjálfur, því að styrkur þinn er óendanlega kraftmikill.
Í kortinu þínu kemur fram að maímánuður verði ekki allt of auðveldur, en þá segi ég þessa fínu setningu
„ af auðveldu verður ekkert til“, svo stormaðu áfram í því hindrunarhlaupi eins og það eldmerki sem þú svo
sannarlega ert og býrð yfir slíkum krafti. Því þú sérð að þegar sá tími er búinn færðu fyrstu verðlaun, en
það er ekki það sem þér finnst í kringum þetta tímabil. Þetta verður svo dásamlegt sumar og ef þú ert að
leita að sjálfum þér eins og er svo algengt með okkur og þá finnurðu kjarnann sem skiptir máli á þessu
sumri. Orka ástarinnar læðist líka í kringum þig yfir miðbik sumarsins. Þú þarft að leyfa lífinu að gerast og
hindra það ekki, svo slepptu tökunum og leyfðu þér að njóta. Það verður hasar og hamingja um haustið og
hringekja lífsins snýst hratt. Þar verður þú svo sannarlega í essinu þínu, því þú vinnur best undir spennu.
Þú lítur á lífið sem veislu og þér er illa við að njörva þig niður. En þú átt eftir að virkja svo mikinn sjálfsaga
sem býr raunverulega í hjarta þínu og mun snúa orkunni þinni til heilbrigðari og betri lífsstíls.
Hringekja lífsins á fullu
BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER
Elsku Sporðdrekinn minn, lífið kemur þér á óvart í upphafi árs. Það er ekki
beinlínis hægt að segja að tilveran hafi dekrað við þig síðustu mánuði. Það er
bjartsýnin sem ræður ríkjum í þessari óvenjulegu tilveru á hótel Jörð. Þú fyllist af kærleika og
þegar það kemur yfir þig þá speglarðu hann yfir allt. Kraftur lífstölunnar fimm er ríkjandi, sem
leiðir þig í óvenjulegar og betri áttir. Það stendur að upphafið skapi endinn svo að þessi byrjun
leiðir þig út árið 2022 þar sem þú kemur sjálfri/um þér aðallega á óvart. Þar af leiðandi verður
þér svo miklu meira sama um vesen eða vandamál sem aðrir byggja í kringum tilvist þína.
Í þínu blessaða merki er enginn meðalmaður. Annaðhvort velur þú að vera ofan á jörðu eins
og sannur Sporðdreki svo að sólin nái að skína á þig, og þá er enginn flottari. Svo er líka sú
týpa til sem vefur sig inn í skel og skríður ofan í jörðina. Þar sem þú ert vatnsmerki hefurðu öll
verkfæri og það er þín vinna að skapa tengingar við fólk og alheiminn og að vinna þig út úr því
að standa alveg kyrr eins og vatnið er alltaf á hreyfingu og getur ekki verið öðruvísi.
Það verða mikil umskipti í kringum þig á fyrstu mánuðum ársins, en það er eins og óvenju-
legustu hjálparhendur komi og þér verði veittur stuðningur ef þú réttir út litlafingur. Ef þú ert
opinn fyrir ástinni er hún opin fyrir þér og þá sérstaklega þegar Vatnsberinn gengur í garð.
Köld hjörtu verða rauðglóandi með því einu að opna faðminn og að búast við hinu besta. Allt
tekur tíma, en þú átt mikið af honum og ræður því hvað þú gerir við hann, það er þinn val-
kostur.
Vorið og þá sérstaklega maí hjálpar þér til þess að velja þér betri stöðu, hverju sem hún er
tengd, og þá breytist líf þitt á örsskotsstundu með því einu að taka ákvörðun.
Sumarið gefur þér vængi og þá sérstaklega þegar júlí gengur í garð. Júlí og ágúst eru undir-
búningur fyrir veturinn og þótt sumt verði á síðustu stundu og allt virðist svolítið óvíst lendir
þú í lukkupottinum og hreppir hæsta vinning.
Engin kyrrstaða í ár
SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER
Elsku Vogin mín, litríkasta og fallegasta fólkið hefur valið sér að fæðast í
þessu merki og þú þarft að muna að vera stolt af sjálfri þér og alls ekki gleyma
því sem stóð upp úr á síðasta ári. Strokaðu hitt úr minni þínu og talaðu lítt sem ekkert um þá at-
burði sem hafa sparkað í þig á síðasta ári þegar hið nýja ár gengur inn í garðinn þinn. Þú byrjar
þetta nýja tímabil á hinni andlegu og heilögu tölu sjö og þá er svo mikilvægt að hugsa eins og
indíaninn gerði; að tengja sig í jafnvægi í gegnum dýrin og frumkraftinn sem býr í sögunni okkar
allra. Vatnið og eldurinn er mikilvægur og það virðist svo margt vera eins og sofandi þennan
fyrsta mánuð sem blessar þig. Tíminn líður óvenju hægt, sem er líka gott því að hraðinn hefur
verið ótrúlegur hjá þér. Þú lendir eins og lóan gerir þegar hún kemur hér á vorin og segir okkur
að vorið sé komið og þar sem þú ert sannkallað loftmerki þarftu líka að geta flogið eins og lóan og
vera hreyfanleg eins og vindurinn.
Þegar febrúar byrjar þá flytur þú til fjöll, virkjar í þér hermanninn og leysir þau verkefni sem
þú bæði hefur sett til hliðar og geymt. Þú sérð það skýrt á vormánuðum að þú ert ekki tré svo þú
getur fært þig um stað, hvert svo sem þér verður boðið.
Þú kannt líka betur og betur að meta ástina sem er í kringum þig og þannig byrjar þú sumar-
tímann. Í því samhengi ferðu að finna þér ný áhugamál sem gefa þér birtu hjartans og andlega
fullnægingu. Það verður svo mikið flæði í því sem þú sérð með þínum andlega krafti. Þú skynjar
vel mátt þinn fyrir því hvað í raun og veru er rétt eða rangt. Það eru margir óvenjulegir og merki-
legir hlutir tengdir í kringum september, október eða nóvember og sérstaklega í kringum afmæl-
ismánuðinn þinn. Því að lífskrafturinn tengir þig svo hátt og talan sjö kemur aftur fyrir, en út-
koman úr tvisvar sinnum sjö er 14, jafnt og fimm. Þetta tengir saman sjálfstæði og þrjósku sem
eflir þig í hinu rétta. Nýtt og skemmtilegt fólk og framandi ferðalög, það verður allt að gerast.
Þannig að þú getur svo sannarlega leyft þér að hlakka til.
Óvenjulega sterkt flæði
VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER
Elsku Meyjan mín, líf þitt verður auðugra en þig grunar og þær tengingar eru nið-
urnjörvaðar í alheimsorkunni þinni við upphaf þessa árs. Þá ertu með töluna sex
ríkjandi sem táknar ástina, frjósemi af hverjum toga sem hún birtist og þakklæti yfir því sem þú nú
þegar hefur. Þegar þú finnur þetta þakklæti streyma í gegnum þig eflist allt það sem skiptir raunveru-
lega máli. Það verða töluverðar breytingar á því sem þú býst við í febrúar eða mars. Þú þarft að bíða að-
eins eftir því að það sem þig vantar smelli. Þarna færðu líka sterk tækifæri til þess að efla heilsu þína og
andlega líðan. Þú verður reiðubúin til þess að umfaðma það sem birtist þér um vorið og þá koma mögu-
leikar inn í lífsorkuna þína á upphefð, breytingum á starfi eða einhvers skonar starfi. Þetta er hratt
tímabil sem gefur skipulagshæfileikum þínum lausan tauminn. Í sumar verður um margt að velja fyrir
þig, sérstaklega við upphaf sumars og það sem þú velur mun marka verulega langt tímabil.
Einu skiptin sem þér finnst þú raunverulega vera að drukkna er þegar þú kafar of mikið í fortíðina,
vandamálin og vitleysuna. Svo alls ekki spá of mikið í framtíðina, því þú skapar hana með því að gera þitt
„nú“ fallegra og þar hefur þú valdið. Þessi Vatnsberaöld og orkan sem hefur tengt allan heiminn í „Yin“ eða
„Yang“ opnar fyrir þér svo mikla möguleika á kærleika. Svo vökvaðu hann með því að gera eitt kærleiks-
verk á dag því þá velur ljósið þig og myrkrið sér þig ekki. Þar sem þú ert jarðarmerki ertu svo sannarlega
tengd Móður Jörð og hefur hæfileika til þess að jarðtengja þá sem þú hefur valið inn í líf þitt og sjálfa þig
um leið. Þú ert að bíða eftir réttlæti og það mun koma til þín á hárréttum tíma og eyða öllum vafa um það
hvar þú stendur í lífinu. Það verður sannleikur og sanngirni sem munu tvíeflast eftir því sem líða tekur á ár-
ið og þú þróar og þroskar með þér svo dásamlegan einstakling, sem að sjálfsögðu býr innra með þér en þú
framkallar á svo frábæran hátt. Þetta er ár sem kemur fagnandi til þín, því lífið býr í hjartanu þínu og
lífsorkunni þinni og ekkert utanaðkomandi getur stöðvað það, nema þú gefir því leyfi. Þú núllstillir
þig og tengir þig svo kraftmikið við Jörðina enda er Meyjan jarðarmerki. Þar af leiðandi getum við
sagt að Móðir Jörð, sjórinn vatnið og jörðin séu beintengd inn í lífið þitt, svo leyfðu því að flæða.
Ár sannleika og sanngirni
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Elsku Krabbinn minn, þessi tíð hefur verið tilfinningarík fyrir manneskju eins og þig.
Það er búið að fylla allan skalann þinn frá núlli og upp í tíu. Við upphaf þessa blessaða
árs gefast þér tækifæri til þess að hvílast og njóta til þess að skipta um gír og leyfa lífinu og alheimsorkunni
að leysa vandann. Þinn vandi er bara tengdur huganum og áhyggjum sem eru tilbúningur og verk hugans,
og er það eina sem getur lamað þig. Þessi tími gefur þér kraft til að útiloka og slökkva þær bylgjur sem
hugurinn = heilinn er að senda sál þinni. Hin óviðjafnanlega og fallega tala þrír umvefur þig í ársbyrjun og
hún gefur þér þá tíðni til þess að sætta þig við það sem þú getur ekki breytt. Hún gefur þér líka undistöður
til þess að hafa kjark og hugrekki til þess að breyta því sem þú getur breytt. Vorið lofar svo góðu fyrir þig
og í því er tenging til þess að efla ástina, fjölskylduna og gamlar og nýjar tengingar. Í þessu felst að þú verð-
ir í essinu þínu og munt umfaðma orkuna sem alheimurinn sendir þér. Þú verður ánægður með þær
ákvarðanir sem þú hefur tekir og sýnir öðrum þann ríka stuðning sem þú svo sannarlega kannt að veita.
Það er staðreynd að það er sælla að gefa en þiggja. Þú munt ríkulega launa þeim sem hafa hjálpa þér áfram
lífsstigann og þú sérð hvað hjarta þitt kann alltaf betur og betur að meta þetta líf sem þú fékkst að gjöf.
Þú munt sjá svo vel á þessu ári að þú ert ekki bara frábær starfsmaður, heldur hefur þú svo mikla
hæfileika til þess að reka þitt eigið fyrirtæki og í gegnum tíðina hef ég alltaf sagt að manneskjan sé fyrir-
tæki. Þarf þannig að byggja sjálfa sig upp sem fyrirtæki, hafa framtíðarsýn, sterkar undirstöður og að
trúa og treysta á að allt sé mögulegt þegar viljinn er fyrir hendi. Þú munt svo sannarlega gera allt með
glæsibrag og sjálftraust þitt mun aukast þegar líða tekur á sumarið og haustið. Þú átt það samt til að
koma síður auga á það sem í sjálfum þér býr og frekar að bera of mikla virðingu fyrir öðrum og þar af
leiðandi framkalla ótta. Svo þú skalt leggja rækt við og veita sjálfum þér þá virðingu sem þú átt skilið og
þú sýnir öðrum, og þegar það gerist verður þetta ár gjöfult. Vatn einkennir þitt merki sem táknar að þú
endurspeglar ljósið frá tunglinu og það gefur þér hæfileika til þess að dýpka þau sambönd sem þú hefur
valið þér og líka þínar eigin tilfinningar sem þér hafa verið ríkulega gefnar.
Ár uppbyggingar
KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ
Elsku Ljónið mitt og takmarkalausi tilfinningaóróinn minn. Þú sveiflast eins og
fáni í fulla stöng í íslenska vindinum, ekkert er fallegra en slík sýn á góðum degi.
En þegar þú dregur þig niður í hálfa stöng, veist ekki hvað þú vilt eða hvernig þú ætlar að fara að því,
þá lamast orka þín og þegar þér líður þannig skaltu passa þig á hvatvísinni, sem er reyndar dásam-
legur eiginleiki, en ekki þegar manni líður illa. Þið hafið áhrif á alla því birtan og ljósið sem þið getið
sent frá ykkur er svo magnað og þið þurfið svo innilega að umvefja það á þessu ári. Árið ykkar byrjar
á góðri lífstölu eftir misjafnan desember og talan fimm er yfir alheimsorku Ljónanna í upphafi þess-
arar bíómyndar. Þessi tala gefur ykkur léttleika og litríka tíð. Skoðaðu allar þær leiðir sem eru í boði
til þess að styrkja rætur þínar, því það sem þú heldur að sé ekki hægt eða þú getir ekki er ekki satt.
Opnaðu hjarta þitt og streymdu inn sannleikanum því að febrúar tengir þig við ástarljómann, hvort
sem það tengist maka, fjölskyldu eða vinum. Andlega talan sjö er í kringum þig þegar mars gengur í
garð og þá slakarðu á og verður stolt/ur af sjálfri/um þér eða öðrum. Þú mátt líka vera montin/n af því
sem þú afrekar fram á vorið og mont og stolt eru systur og það verða líka margir montnir af þér.
Nýtt og skemmtilegt upphaf markar líf þitt eftir að líða tekur á júlímánuð og veitir þér sterkar
stoðir fram á haustið. Það verður fullt tungl í Ljónsmerkinu 28. janúar og í kringum þann tíma er
svo mikilvægt að þú skrifir í skýin og í sálina hvað þú vilt fá. Því að þetta tímabil er magnari sem
magnar upp hugsanir, orð og tilfinningar, svo þú skalt sannarlega setja þig í réttan gír á þessu
tímabili, þá verður þinn vilji. Ef illindi eru að leika við huga þinn, þá magnast það líka upp á þess-
um tíma. Ég dreg fyrir þig eitt spil og þar kemur talan fjórir sem gefur þér sterkan vilja og dugn-
að og hefur táknmynd af manneskju sem liggur við tré og hvílir sig. Spilin tákna endurnýjum á
lífinu og minna þig á að losa hugann og leyfa honum að hvíla sig á amstri dagsins. Sem eldmerki
þarftu að huga sérstaklega að þessu því annars brennurðu upp. Um ástamálin, þá eflist sú ást
sem er góð á þessu ári, en ef hún er ekki fyrir þig þá deyr hún og allt er tengt hinu góða.
Skrifaðu óskirnar í skýin
LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST
Kveiktu ljós þar
sem er myrkur.
Knús og kossar