Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 49

Morgunblaðið - 31.12.2021, Side 49
DÆGRADVÖL 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 577-1515 • Ve veVe Traust og fa „ÞÚ MUNT NÁ HEIM TIL ÞÍN – EN ALGER- LEGA Á GUFUNUM. FLESTIR STOPPA NÚ Á BENSÍNSTÖÐ. ÞÚ HLÝTUR AÐ NJÓTA ÞESS AÐ STORKA ÖRLÖGUNUM.“ „ÉG ER EKKI AÐ ÆSA MIG. ÉG VIL BARA VITA HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ MEÐ „ÞRÍBURAR“.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að stíga skrefið til fulls. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÚ HEFUR BREYST JAMM, ÉG MINNKAÐI MEGRUN? NEI. ÞURRKAR- INN! SÚPUSKÁLIN ÞÍN, HERRA MINN! SÚPAN MÍN ER BLAUT! FÆÐINGARDEILD stúku, Hrafnkeli Freysgoða, sem hann tók þátt í að stofna árið 2010 þegar hann bjó fyrir austan, á Fá- skrúðsfirði. „Svo er ég í félagsskap sem heitir Stormur. Þetta eru 14 æskufélagar úr Keflavík sem hafa hist hver heima hjá öðrum fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði í 36 ár.“ Fjölskylda Sambýliskona Björns er Rakel Linda Kristjánsdóttir, f. 29.7. 1969, sérkennari. Þau eru búsett í Reykja- vík. Foreldrar Rakelar eru hjónin Kristján Þ. Jónsson, f. 29.5. 1948, fv. skipherra hjá Landhelgisgæslunni, og Sveinbjörg Guðmarsdóttir, f. 15.9. 1951, fv. bankastarfsmaður. Björn var áður kvæntur Önnu Berglindi Magnúsdóttur, f. 24.5. 1961, sjúkra- liða, og Jónu Kristínu Þorvalds- dóttur, f. 26.9. 1959, sóknarpresti. Börn Björns og Önnu eru: 1) Erna, f. 12.3. 1985, lögfræðingur, búsett í Reykjavík. Maki: Elmar Ásbjörns- son, framkvæmdastjóri hjá Seðla- banka Íslands. Börn Ernu og Elmars eru Eik, f. 2008, Embla, f. 2012, og Emil, f. 2019; 2) Aron Grétar, f. 14.11. 1990, rafvirki og tölvumaður hjá Alvotech, búsettur í Reykjavík; 3) Knútur Magnús, f. 5.4. 1995, hag- fræðingur, búsettur í Reykjavík. Maki: Jóhanna Hafsteinsdóttir. Systkini Björns eru Ólafur Reynir Sigurjónsson sammæðra, f. 6.8. 1944, Atli Rafn Kristinsson sam- feðra, f. 7.2. 1947, Guðmann M. Héð- insson uppeldisbróðir, f. 25.7. 1953, María Knútsdóttir Bengtsson, al- systir, f. 8.5. 1954, Ólafía Héðins- dóttir uppeldissystir, f. 27.12. 1956, Tómas Knútsson albróðir, f. 22.3. 1957, Sigurjón Héðinsson uppeld- isbróðir, f. 28.7. 1958, og Margrét Elísabet Knútsdóttir samfeðra, f. 23.1. 1973. Foreldrar Björns voru Knútur Höiriis, f. 22.5. 1922, d. 20.4. 1993, stöðvarstjóri Essó á Keflavíkur- flugvelli, bjó í Keflavík, og Anna Nikulásdóttir, f. 5.9. 1924, d. 12.4. 2007, talsímakona í Anderslöv í Sví- þjóð frá 1974. Stjúpmóðir Björns og seinni kona Knúts er Elín Guð- mannsdóttir, f. 29.7. 1934, fv. skrif- stofukona, búsett í Reykjanesbæ. Björn Ingi Knútsson Höiriis Helga Bjarnadóttir húsfreyja á Hreinsstöðum Helgi Árnason bóndi á Hreinsstöðum í Norðurárdal, Borgarfirði Jónína Guðbjörg Helgadóttir húsfreyja í Reykjavík Nikulás Árni Halldórsson trésmiður í Reykjavík Anna Nikulásdóttir talsímakona í Anderslöv í Svíþjóð Þórdís Nikulásdóttir húsfreyja á Þóroddsstöðum Halldór Þorsteinn Halldórsson bóndi á Þóroddsstöðum í Grímsnesi Arnold Andersen Margrét Elísabet Höiriis verslunarstjóri í Reykjavík Juliane Höiriis húsfreyja í Oxvigaard Thomas Höiriis bóndi í Oxvigaard á Jótlandi Ætt Björns Inga Knútssonar Knútur Höiriis stöðvarstjóri á Keflavíkurflugvelli Guðmundur Friðjónsson á Sandi sendi „Gamlárskveðju 1937“: Gyðja, er lætur gamlársdegi góða nótt í té – í kveld, felur nú í fold og legi fyrir handan tjaldið eld. Ótta! Þó að bresti borgun, blástu í glæður, vertu snör. Fljúga láttu af fingri á morgun – fingri hverjum – geisla-ör. Og þessu erindi fylgir „Nýjárs- dagsvísa 1938“: Sólargang lengir, sunnanblærinn hlýn- ar. Svellrunnið hjarn í brekkuslakka dvínar. Uppi á himni opnar hallir sínar eilífðin. – Heyrðu! Kysstu varir mínar! Stephan G. Stephansson sendi síra Rögnvaldi Péturssyni nýárs- kveðju: Um þig árið ið nýja vil að annt láti sér. – Leggist hamingja og heilsa í hömina á þér! Páll Ólafsson orti almanaks-vísu 1878: Byrjar stríð með ári enn, ævin líður svona; einhvers bíða allir menn, óska, kvíða og vona. Jón Bjarnason frá Garðsvík orti: Gaman er á gamlárskvöld að gá til allra vega. Skyggnast bak við tímans tjöld og tala spámannlega. Mun sú spurning mest um verð: Mætum við því fári að mistök verði verri gerð en var á liðnu ári? Ingólfur Ómar skrifaði mér og sagði: „Mér datt í hug að lauma að þér tveimur vísum. Nú er maður búinn að troða í sig kræsingum og það er ekki vanþörf á að fara að hreyfa sig“: Eintóm leti aftrar mér allra síst er natinn. Vambsíður nú orðinn er eftir jólamatinn. Á matarfíkn er lítið lát loforð skammt þó duga. Meiri hreyfing, minna át mér er efst í huga. Pétur Stefánsson skrifar mér og segir að það sé um að gera að fara varlega nú um áramótin: Um áramót er mengun ljót, menn hér skjóta blysum. Rignir dóti, reyk og sót. Raun er af ótal slysum. Lifnar tál og liðkast mál lífs á hálum grundum. Vermir sálu vín í skál þó valdi brjáli stundum. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is) Vísnahorn Bak við tímans tjöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.