Morgunblaðið - 31.12.2021, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021
_ Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir hefur
verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs
Selfoss í knattspyrnu, auk þess sem
hún verður sjúkraþjálfari liðsins. Bára
Kristbjörg kemur til Selfoss frá Kristi-
anstad í Svíþjóð þar sem hún þjálfaði
U17 og U19 ára lið félagsins og var
sjúkraþjálfari meistaraflokks. Áður en
hún fór til Svíþjóðar hafði hún þjálfað
hér heima, meðal annars hjá Augna-
bliki, FH, Val og Stjörnunni. Hún mun
aðstoða Björn Sigurbjörnsson sem
tók við Selfossliðinu í byrjun október.
Selfoss endaði í fimmta sæti úrvals-
deildarinnar á síðustu leiktíð með 25
stig.
_ Keppni á heimsmeistaramóti karla
20 ára og yngri í íshokkí sem staðið
hefur yfir í Edmonton í Kanada síðustu
daga hefur verið hætt vegna kór-
ónuveirusmita í keppnisliðunum.
Eftir að fresta hafði þurft tveimur
leikjum vegna smita, Sviss – Banda-
ríkin og Finnland – Tékkland, og ljóst
varð að fresta þurfti þeim þriðja milli
Rússa og Slóvaka vegna smita í rúss-
neska liðinu ákvað Alþjóðaíshokkí-
sambandið að keppni skyldi hætt.
Mótinu átti að ljúka með úrslitaleik 5.
janúar.
_ Víkingar úr Reykjavík hefja titilvörn
sína á Íslandsmóti karla í knattspyrnu
á öðrum degi páska, 18. apríl, sam-
kvæmt drögum að mótinu sem Knatt-
spyrnusamband Íslands birti í gær.
Víkingar taka þá á móti FH á Víkings-
vellinum og það verður eini leikurinn á
fyrsta degi mótsins. Fyrsti leikurinn
kvennamegin verður viðureign ÍBV og
Stjörnunnar í Vestmannaeyjum 26.
apríl en Íslandsmeistarar Vals hefja
leik gegn Þrótti á Hlíðarenda sama
dag. Þá fer bikarúrslitaleikurinn fram
kvennamegin hinn 27. ágúst en bik-
arúrslitin karlamegin fara fram 1.
október.
_ Tíu leikmenn knattspyrnuliðs
Barcelona hafa fengið kórónuveiruna
síðustu daga og staðan er erfið hjá lið-
inu sem á að bregða sér til sólareyj-
unnar Mallorca á sunnudaginn kemur,
2. janúar, til að mæta heimamönnum í
Real Mallorca í spænsku 1. deildinni.
Barcelona skýrði frá því í gær að Phil-
ippe Coutinho, Sergino Dest og Ez
Abde hefðu allir greinst með kór-
ónuveiruna en í gær voru sömu fréttir
af Ousmane Démbélé, Samuel Umtiti
og Gavi. Þá greindust þeir Clement
Lenglet, Dani Alves, Jordi Alba og
Alejandro Balde allir með veiruna fyrr
í þessari viku.
_ Danski knattspyrnumaðurinn
Christian Eriksen er kominn til Sviss
þar sem hann æfir þessa dagana einn
síns liðs á heimavelli Chiasso. Eriksen,
sem býr í Óðinsvéum í Danmörku, hef-
ur að undanförnu æft á velli danska
liðsins OB, sem er
hans uppeldisfélag,
en ekki liggur fyrir
hvort hann stígur af
alvöru inn á knatt-
spyrnuvöllinn á ný. Er-
iksen fór sem kunnugt
er í hjartastopp í
leik Danmerkur
og Finnlands í lokakeppni
EM á Parken síðasta
sumar og er búinn að
ganga frá samnings-
lokum hjá ítalska
meistaraliðinu Inter
Mílanó.
Eitt
ogannað
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Maður lærði heilan helling á þessu
ári enda eru íþróttafréttamenn
vanir að skrifa um hluti sem eiga
sér stað innan vallar, ekki utan
hans,“ sagði Hörður Snævar Jóns-
son, íþróttafréttastjóri hjá Torgi, í
íþróttauppgjöri Dagmála, frétta-
og menningarlífsþáttar Morgun-
blaðsins.
Heilt yfir var íþróttaárið 2021
frábært en árið var einnig litað af
bæði kórónuveirufaraldrinum og
svo hneykslismálum í kringum
Knattspyrnusamband Íslands.
Árið var því óhefðbundið að
mörgu leyti fyrir íþróttafrétta-
mennina Hörð Snævar og þær Evu
Björk Benediktsdóttur og Krist-
jönu Arnarsdóttur á RÚV sem
gerðu upp íþróttaárið í Dagmálum.
„Maður hefur einhvern veginn
dýpri skilning á viðkvæmari málum
í dag,“ sagði Eva Björk.
„Horfandi til baka á þetta ár þá
held ég að íþróttafréttamenn hafi
fjallað mikið um mál sem snúast
ekki beint um íþróttir,“ sagði Krist-
jana.
„Mál eins og aðstöðuleysi, fjár-
magn til afreksíþrótta og svo auð-
vitað kynferðis- og ofbeldisbrot.
Það fór mikið púður í þessa um-
ræðu og þetta ár var fyrst og
fremst mikill lærdómur fyrir okkur
sem erum vön því að starfa mest
með lokatölur og úrslit,“ bætti
Kristjana við.
Mikið púður í mál ótengd íþróttum
Morgunblaðið/Eggert
KSÍ Hneykslismál í kringum KSÍ
voru í brennidepli á árinu 2021.
„Samningurinn rennur út í júní og
þetta eru því svolítið skrítnir tímar
en skemmtilegir. Þeir hjá CSKA
ræddu þessi mál aðeins við mig áður
en ég meiddist. Þeir settu það á ís
þegar ég meiddist og vildu leyfa mér
að komast aftur í gang áður en rætt
yrði við mig aftur. Það er ekkert
stress hjá félaginu varðandi þetta.
Þeir vilja sjá að ég sé heill og byrj-
aður að spila með liðinu áður en
lengra er haldið og maður skilur það
alveg. En þegar samningurinn er að
renna út geta önnur lið komið inn í
myndina. Þeir vilja væntanlega ekki
missa mig frá sér á frjálsri sölu og
ég býst því við að þessi mál verði
rædd í janúar. Mér líður rosa vel hjá
félaginu enda hef ég spilað alla leiki.
Ég hef ekki haft yfir neinu að kvarta
enda er allt tipptopp hjá félaginu og
ég kann vel við mig í borginni,“ segir
Hörður.
Litlar takmarkanir
Spurður um hvernig lífið í
Moskvu hafi verið á tímum heims-
faraldursins segir Hörður að ekki
hafi verið gripið til umfangsmikilla
samkomutakmarkana.
„Rússarnir gera lítið úr þessu.
Þeir eru með grímuskyldu en loka
engu. Smittölurnar eru gríðarlega
háar, sem er ekki gott. Staðan er
erfið í Rússlandi og erfitt að halda
veirunni niðri. Maður hefur fundið
fyrir því á vellinum að jafnvel fleir-
um er hleypt á völlum en leyfilegt
er. Þá er ég að tala um öll félög í
Rússlandi og þau hafa mörg fengið
sektir út af því. Þetta hefur verið
mikið jójó varðandi boltann. Áhorf-
endur hafa aldrei verið bannaðir og
við höfum því alltaf haft einhverja
stuðningsmenn á leikjum. En höfum
heldur ekki spilað fyrir fullum velli
því áhorfendafjöldinn hefur verið
takmarkaður,“ segir Hörður en
hann varð fyrir því að smitast af
veirunni í fyrstu bylgjunni.
Fjallað um smitið í blöðunum
„Ég fékk kórónuveiruna í Rúss-
landi í stærstu bylgjunni og varð
fárveikur í viku. Arnór [Sigurðsson]
smitaðist einnig en hann missti bara
bragð- og lyktarskyn. Hann varð
ekki eins veikur. Mig minnir að við
höfum verið fyrstu leikmennirnir í
Rússlandi sem sagt var frá að hefðu
smitast. Okkur var svolítið brugðið
að vera nafngreindir út af þessu í
blöðunum. Það var sérstakt að upp-
lifa. Ég fékk í lungun og þá verður
erfiðara að ná þessu úr sér. En ég
var heppinn að það sat ekki lengi í
mér. Ég slapp vel frá því. Hvíldi
bara í viku og æfði svo á fullu. Það
var fínt að komast vel út úr þessu.
Ég hef ekki enn þá fengið bólu-
setningu. Það er svolítið flókið mál.
Rússarnir eru með spútnik-
bóluefnið og þetta er því svolítið
öðruvísi. Ég bíð eftir að læknarnir
ákveði hvað þeir vilja að ég geri en
ég beið eftir því að fá bólusetningu,
sem breyttist þegar ég meiddist.
Það er mjög mismunandi hvort leik-
menn séu bólusettir í Rússlandi. Ef
ég fengi spútnik þá yrði það ekki
viðurkennt alls staðar í Evrópu.
Rússarnir sjálfir virðast ekki
treysta þessu og margir sem hafa
ekki viljað bólusetningu. Ég er hins
vegar með mótefni og nota vottorðið
um það til að ferðast.“
Vildi dragast gegn Rússum
Dregið var í riðla í Þjóðadeildinni
á dögunum og Ísland er í riðli með
Rússlandi, Ísrael og Albaníu.
„Þetta verður skemmtilegt og ég
vonaðist eftir þessu. Ég er rosalega
spenntur að mæta Rússum. Þeir eru
með skemmtilegt lið og margir í lið-
inu sem ég þekki. Að spila á móti
rússneskum stuðningsmönnum
verður áhugavert því þá kemur í ljós
hvort þeir klappa fyrir manni eða
ekki. Rússarnir eru harðir í öllu,
hvort sem það er í íþróttum eða
stjórnmálum. Þeir eru með gott lið
og við erum með nýtt lið. Ég missti
af átta mánuðum hjá landsliðinu og
á meðan gerbreyttist liðið. Ég verð
aftur hálfgerður nýliði í landsliðinu,“
segir Hörður en á miðvikudaginn
var tilkynnt að Ísland fengi vináttu-
landsleik gegn stórliði Spánverja í
mars.
„Það er náttúrlega bara stórt
verkefni sem verður gott próf fyrir
okkar lið. Prógrammið verður hálf-
galið hjá landsliðinu í júní og því
gott að fá lið eins og Spán til að hita
upp á móti. Við erum með nýtt lið og
gott að ungir leikmenn fái sem flesta
leiki. Ég er bara bjartsýnn varðandi
landsliðið,“ sagði Hörður Björgvin í
samtali við Morgunblaðið.
Gott útlit hjá Herði
- Er kominn á fulla ferð eftir að hafa slitið hásin á árinu - Spenntur fyrir því að
mæta Rússum í Þjóðadeildinni - Verður aftur hálfgerður nýliði í landsliðinu
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Landslið Hörður Björgvin Magnússon lék tvo landsleiki í mars en hefur síð-
an verið frá keppni. Hann á að baki 36 landsleiki og hefur skorað tvö mörk.
Rússland
» Hörður Björgvin er 28 ára og
kom til CSKA Moskvu frá Bri-
stol City árið 2018.
» Hörður hefur leikið 72 deild-
arleiki fyrir CSKA og skorað
fimm mörk.
» Hann er eini Íslendingurinn í
rússnesku deildinni á þessu
keppnistímabili en um tíma
voru nokkrir íslenskir knatt-
spyrnumenn í Rússlandi.
» Arnór Sigurðsson er enn fé-
lagsbundinn CSKA en var lán-
aður til Venezia í vetur.
RÚSSLAND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hörður Björgvin Magnússon,
landsliðsmaður í knattspyrnu, lætur
vel af sér um þessar mundir. Árið
sem er að líða var reyndar ekki
skemmtilegt fyrir hann í boltanum
því Hörður sleit hásin í apríl. Að-
gerðin og endurhæfingin heppnaðist
vel og hann mun geta æft af fullum
krafti með CSKA Moskvu þegar lið-
ið hittist í janúar og undirbýr sig
fyrir síðari hluta keppnistímabilsins.
„Ég fór í aðgerð í Finnlandi 9.
apríl og þar var sérfræðingur í há-
sinameiðslum sem skar mig upp.
Hann þykir einn sá besti í meiðslum
eins og þessum og er með sambönd
við stærstu félögin í Evrópu. Ousm-
ane Dembélé var hjá honum mánuði
fyrr sem dæmi. Ég get alveg mælt
með þessum lækni núna því ég finn
ekki fyrir neinu. Þetta gekk betur
en ég vonaðist eftir og það kom ekk-
ert bakslag í endurhæfingunni. Ég
fór líka rólega í alla hluti,“ segir
Hörður sem gat notað tækifærið og
verið heima á Íslandi í nokkra mán-
uði.
„Ég var hér heima í fjóra mánuði í
endurhæfingunni. Ég var úti fyrsta
mánuðinn eftir aðgerðina en þá var
að koma sumarfrí og ég flaug heim
tveimur dögum fyrir síðasta leikinn
fyrir sumarfríið. Þá tók ég fjóra
mánuði hér heima og æfði alla daga
með Rúnari [Pálmarssyni] sjúkra-
þjálfara landsliðsins. Það var þægi-
legt að vera í sínu umhverfi hér
heima. Það er léttara að vera nær
sínu fólki og auðvelt að komast í
hluti sem maður þarf á að halda.
Maður á ekki marga að úti í Moskvu.
Þegar ég kom aftur út var mér sagt
að það yrði erfiðasti tíminn vegna
þess að þá skapast hætta á öðrum
meiðslum. Það gerðist ekki og ég er
því mjög sáttur.
Ég var í raun leikfær fyrir síðasta
leikinn fyrir vetrarfríið en það var
ákveðið að sleppa því. Ég útskrif-
aðist fimm dögum fyrir síðasta leik
sem var 11. desember. Leikurinn
var spilaður í 16 gráðu frosti og því
voru engir sénsar teknir. Í janúar
fer eins og hálfs mánaðar undirbún-
ingstímabil í gang áður en deildin
byrjar 24. febrúar. Ég næ að halda
mér við í ræktinni fram að því og
hitta fjölskylduna hér heima. Ég get
því látið mér líða vel um hátíðirnar.
Ég er alveg 100% og þeir vilja að ég
fari með í æfingaferðina. Ég fer
fyrst til Moskvu í læknisskoðun og
við fljúgum þaðan til Spánar.“
Samningurinn að renna út
Samningur Harðar við CSKA
rennur út næsta sumar og því er
óljóst hvar hann leikur á næsta
tímabili. Hörður býst við því að
forráðamenn CSKA ræði við hann
um nýjan samning í janúar.