Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 31.12.2021, Qupperneq 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að ur til samstarfs og í haust var þar opnað einkasafnið Pinault Collection og hafa breytingar arkitektsins verið dásamaðar, rétt eins og makalaus gæði safneignarinnar. Gæðin í hinu nýja Óhætt er að mæla með ferð til Par- ísarborgar til að upplifa þessa nýj- ustu viðbót í menningarlífið þar, enda er heimsókn í þessa glæstu og vel mótuðu sali með áhugaverðri sam- tímalist sannkölluð upplifun. Í sal- arkynnum Pinaults í Feneyjum hefur mátt sjá ekki síður áhrifamikil verk en af nógu er að taka úr safneigninni og einsetti Pinault sér að meirihluti verkanna sem sett voru upp á opn- unarsýningunni í Bourse de Com- merce hefði ekki sést áður, utan sýn- inganna þegar þau voru keypt í galleríum listamannanna. Í texta sem fylgir opnunarsýning- unni „Ouverture“ úr hlaði segist Pin- ault vilja deila ástríðu sinni fyrir sam- tímalist með fólki. „Ég vil að safnið sé staður þar sem fólki líður betur þegar það fer en þegar það kemur,“ segir hann og bætir við að árum saman hafi hann dreymt um að sýna safn sitt í París, borginni sem hann elskar, og þess vegna sé opnunin í Bourse de Commerce sér svo mikilvæg og hafi táknræna merkingu. „París er ekki aðeins borg ástríðnanna, heldur líka heimaborg listamanna, sköpunar- snilli þeirra og trúar.“ Pinault hefur sagt að þegar hann fékk áhuga á að safna myndlist hafi helstu gæðaverk fortíðar þegar verið komin í eigu safna. Því hafi honum þótt spennandi að upplifa gæðin í hinu nýja, í samtali bestu listamanna við samtímann, hér og nú. Í safneign Pinaults eru því aðeins verk frá síð- ustu fimmtíu árum og enginn smá- ræðis fjöldi: hann á meira en 10.000 listaverk eftir um 380 listamenn. Þegar hann fellur fyrir verkum ein- hverra á hann til að kaupa fjölmörg eftir hvern, verk sem spanna allan ferilinn. Þannig á hann til að mynda mörg lykilverk listamanna á borð við Damien Hirst, Marlene Dumas, Jeff Koons, David Hammons, Roni Horn og Charles Ray. Lykilverkið brennur upp Hringlaga salurinn í miðju Bourse de Commerce er 35 metra hár og á loftið voru á sínum tíma málaðar freskur sem sýna sögu viðskipta. Salnum má í engu breyta en Ando hefur með snilldarlegum hætti hann- að inn í hann hringlaga níu metra há- an steinsteyptan vegg. Í salnum er stærsta verk sýningarinnar „Ouver- ture“, nafnlaus innsetning frá 2011 eftir hin svissneska Urs Fisher (f. 1973). Listamaðurinn endurhannaði innsetninguna svo hún passaði í flennistóran salinn en verkið sam- anstendur af skúlptúrum sem eru all- ir kerti sem kveikt var á við opn- unina; fyrir miðju rís endurgerð í raunstærð af frægum skúlptúr Giam- bologna frá 16. öld: Brottnám sab- ínsku kvennanna. Í salnum er líka eftirmynd listamannsins Rudolfs Sti- gels, vinar Fischers, sem virðir fyrir sér sjö ólíka stóla. Verkin munu öll brenna niður á þeim sex mánuðum sem sýningin stendur yfir – og voru sum þegar horfin að mestu þegar blaðamaður virti þau fyrir sér. Á sýningunni eru annars verk eftir um þrjátíu listamenn, og í nær öllum tilvikum eru sýnd nokkur eftir þá. Einn viðamesti hlutinn er úrval um þrjátíu verka eftir hinn bandaríska David Hammons (f. 1943), sem er hálfgerður huldumaður í listheim- inum og vinnur áhrifarík verk úr fundnum hlutum. Þá eru í mörgum sölum ólík en tilkomumikil málverk eftir samtímalistamenn úr ýmsum löndum, eins og Kerry James Mar- shall, Marlene Dumas, Rudolf Stin- gel og Lynette Yiadom-Boakye. Gagnrýnendur mikilsvirtra fjöl- miðla hafa ausið opnunarsýninguna og salarkynnin lofi, og telja opnunina meðal helstu viðburða hins alþjóðlega myndlistarlífs á þessu veiruári. Óhætt er að hvetja alla sem áhuga- samir eru um túlkun ýmissa mark- verðra samtímalistamanna á lífi sínu og samtímanum að koma við í Bourse de Commerce í París – þar nýtist auður eins manns vel við að lyfta anda okkar hinna. Málverk Sýnd eru þrjú flennistór portrett eftir Rudolf Stingel, þar á meðal þetta sem sýnir gallerista hans í New York, Paulu Cooper. Sýndur er fjöldi málverka ólíkra listamanna. Portrett Í þeim hluta sýningarinnar í Bourse de Commerce þar sem áhersla er lögð á málverk eru líka skúlptúrar úr bronsi eftir Thomas Schutte. Fyrir aftan málverk eftir Kippenberger. Tilkomumikið safn samtímalistar - Auðkýfingurinn Pinault sýnir hluta verka sinna í Bourse de Commerce Morgunblaðið/Einar Falur Kertaverk Stjörnuarkitektinn Tadao Ando hannaði níu metra háan hringlaga vegg inn í friðaðan salinn í hjarta byggingarinnar. Þar brennur nú niður innsetning Urs Fischers með endurgerð skúlptúrs frá 16. öld fyrir miðju. Tilfallandi Alls eru sýnd um þrjátíu fjölbreytileg verk eftir David Hammons en eitt meginþemað hverfist um að vera svartur maður í Bandaríkjunum. Karfa Eitt verka Davids Hammons á sýningunni er karfa á spjaldi. AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Fyrir um tveimur áratugum ákvað franski auðkýfingurinn og listaverka- safnarinn François-Henri Pinault að opna í heimaborg sinni, París, safn utan um sívaxandi úrval samtíma- myndlistar sem hann sankaði að sér af miklum metnaði. Hann fékk jap- anska stjörnuarkitektinn Tadao Ando fyrst til að hanna fyrir sig safn- byggingu á eyju sem hann fékk út- hlutaða í Signu þar sem áður höfðu verið bílaverksmiðjur en vegna mót- mæla var hætt við þau áform. Þá beindi Pinault sjónum til Feneyja og opnaði sýningarsali í tveimur róm- uðum byggingum í hjarta borg- arinnar, Palazzo Grasso árið 2006 og Punta della Dogana árið 2009. Hann- aði Ando breytingarnar. Sívaxandi auður Pinaults byggist á lúxusvörum af ýmsum toga en hann á Kering Group – undir þeim hatti eru tísku- hús Gucci og Yves Saint Laurent og á hann einnig Christie’s-uppboðshúsið. Eiginkona hans er leikkonan kunna Salma Hayek. Þrátt fyrir að vera farinn að sýna úrval verka úr sinni eigu í safnbygg- ingunum í Feneyjum dreymdi hinn 82 ára gamla Pinault enn um að setja mark sitt á menningarlífið í París. Þegar bruninn mikli olli miklum skemmdum á Notre Dame- dómkirkjunni gaf hann hundrað milljónir evra til endurbygging- arinnar og var þá einnig búinn að leigja til 50 ára sögufræga byggingu í hjarta borgarinnar, Bourse de Com- merce, sem hýsti áður kornkauphöll- ina og er friðuð. Fékk hann Ando aft-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.