Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 12
AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 ww.betrabak.is Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. WESLEEP. DOYOU? VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN „Salan er búin að vera meiri en í fyrra, en annars er svipað mynstur á þessu og síðustu ár,“ segir Jón Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Kjötkompanís. Hann segir að wellington-steikin sé þungamiðjan í sölunni í desember en þar á eftir komi hamborgar- hryggur og hangikjöt. „Svo er alltaf að seljast meira og meira af fylltum lambalærum og -hryggjum. Við bjóðum núna hátíðarútgáfu sem hitti í mark. Svo á nautið alltaf sinn fasta sess. Við leggjum áherslu á að kjötið sé vel hangið og tilbúið til eldunar.“ Heileldað ribeye Geir Rúnar Birgisson í Kjötbúð- inni segir að salan í ár sé svipuð og síðustu ár. Wellington tröllríði öllu en einnig sé fólk í auknum mæli að heilelda ribeye-steikur. „Við byrj- uðum með smjörhjúpaðar ribeye- steikur í fyrra og þær tóku kipp í sölu. Úlitið er líka mjög gott núna.“ Kjötsalar eru almennt sammála um að fólk sé íhaldssamara um jólin en um áramótin. Geir segir að Kjötbúðin hafi selt um fimm hundrað steikur fyrir jólin og áramótin verði enn stærri. Sigríður Björnsdóttir í Kjöthöll- inni segir að hamborgarhryggurinn hafi selst mjög vel fyrir jólin. „Við gerum okkar eigin hrygg og hann seldist nánast upp. Svo erum við með gríðarvinsæla léttsaltaða sænska jólaskinku. Við fluttum í fyrsta sinn fyrir þessi jól inn sænskt sinnep sem mæltist sérlega vel fyrir með skinkunni,“ segir Sigríður. Einnig seldist vel af fersku kjöti, fylltu lambalæri og -hryggjum. „Svo heldur wellington-steikin alltaf vin- sældum sínum.“ Fyrir áramótin gerir Sigríður ráð fyrir að selja mikið af íslenskum nautalundum. „Til dæmis er kalt niðursneitt roastbeef með béarn- aisesósu alltaf vinsælt.“ Sigríður segir að salan í ár sé jafnvel meiri en í fyrra. „Fólki finnst gaman að koma í verslanir okkar, spjalla og fá ráðleggingar. Þessi persónulegu samskipti eru mik- ilvæg.“ Viktor Örn Andrésson, eigandi Sælkarabúðarinnar, segir að salan í ár sé helmingi meiri en í fyrra. „Fólk er alveg kolvitlaust í well- ington, en fyrir áramótin selst mikið af nautalundum.“ Sælkerabúðin býður einnig óvenjulega kosti eins og iberico- grísasíðu og japanskt wagyu-naut. „En wellington er alltaf vinsælust enda er svo auðvelt að elda hana. Ég held að við gerum hátt í eitt þúsund wellington-steikur í desember.“ Ljúffeng og lagleg Wellington-steik er enn langvinsælust á hátíðarborðið. Meiri kjötsala en í fyrra Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Kjötsalar á höfuðborgar- svæðinu eru ánægðir með viðskiptin núna um hátíð- arnar og segja þau meiri en í fyrra. Wellington heldur velli. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í lok nóvember voru 10.155 án atvinnu hér á landi. Það er nokkuð meira en í nóvember 2019, rétt í þann mund sem far- aldurinn skall á. Þá voru 8.279 á skrá Vinnumálastofnunar. Í dag blasir önnur mynd við samfélag- inu en í ársbyrjun en þá voru tæplega 22 þúsund manns á at- vinnuleysisskrá. Á margan hátt má halda því fram að íslenskt atvinnulíf, starfsfólk, stjórnendur og eig- endur fyrirtækja, hafi unnið þrekvirki þegar bregðast þurfti við faraldrinum. Aðlögunarhæfni lítils hagkerfis er oft sögð meiri en hinna stóru og þessir atburðir færa heim sanninn um það. Enn á kerfið þó langt í land með að ná fyrri styrk og þótt ekki sé víst að ferðaþjónustan muni gína yfir öðrum atvinnugreinum á komandi árum er ljóst að hún verður mik- ilvægur hlekkur í að færa björg í bú. Samhliða verðmætasköpuninni mun hún svo einnig auka á afþreyingu og ýmsar lystisemdir sem eyjarskeggjum stæðu ekki til boða nema vegna ferðalanganna sem hingað koma. Við áramót er vert að minnast þeirra þrekvirkja sem unnin hafa verið á vettvangi atvinnulífs- ins. Þau hafa fallið í skuggann fyrir afrekum heilbrigðisstarfs- fólks sem á sama tíma hefur lyft grettistaki og á mikið hrós og réttilega skilið. Flest bendir til þess nú að íslenskt samfélag sé vel í stakk búið til þess að spyrna við fótum. Botninum er vonandi náð þegar kemur að baráttunni við veiruna. Sveigjanleikann þarf áfram að nýta í þágu tækifær- anna. Þau liggja svo að segja við hvert fótmál. Þrekvirki víða unninÞað var mjög forvitnilegt að hlýða á lýsingar Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, í Dagmálum í lið- inni viku á árunum þegar stoðtækja- fyrirtækið tók flugið og varð að lok- um annar tveggja risa í heiminum á sínu sviði. Grunnurinn var góður, hugvit Össurar Kristinssonar og samstarfsmanna, en skýr sýn á framtíðina og tækifærin sem þurfti að grípa réð að lokum úrslitum. Þar þurfti þó meira að koma til og Jón lýsir því hvernig hugaðir banka- menn á vettvangi Kaupþings hafi veitt fyrirtækinu fyrirgreiðslu og að- stoð sem skilið hafi milli feigs og ófeigs. Á einum tímapunkti tókst Jóni og samstarfsfólki hans að kaupa Flex-Foot í Bandaríkjunum, fyrirtæki sem var helmingi stærra en Össur á þeim tíma. Í allri gagnrýninni á Kaupþing (sumt þar er réttmætt) mætti fólk minnast þess að í því fyrirtæki bjuggu magnaðir kraftar sem studdu við vöxt í íslensku hagkerfi sem við búum enn að. Og margir hafa bent á að þann kraft hafi að nokkru marki skort eftir hrun, af ótta við það sem gerðist haustið 2008 og jafnvel vegna fordóma sem felast í því að fella alla gírun og áhættu- töku í fjármálakerfinu undir ósiði og jafnvel glæpi. Hagkerfið þarf að byggja flugbrautir fyrir nýsköpun þannig að fyrirtæki sem í dag eru á þeim stað sem Össur var á árið 1999 geti tekið flugið og orðið risar. Það verður ekki gert með íhlutunum rík- isins, heldur því að það haldi sig fjarri. Það er ekki laust við að kjána- hrollur geri vart við sig þegar ríkis- sjóðurinn Kría ákveður að fjárfesta 810 milljónir í Frumtaki 3 og 620 milljónir í Crowberry II og Eyri Vexti. Atvinnulífið þarf ekki fjár- muni frá ráðherrum ríkisstjórnar- innar. Atvinnulífið þarf á því að halda að stjórnarherrarnir haldi krumlunum frá fjármunum annars fólks og leyfi því fyrir sitt leyti að ákveða hvar nýsköpunin eigi tæki- færi. Er ekki líklegra að þeir sem aflað hafa fjármagnsins viti hvar tækifærin liggi, fremur en stjórn- málamennirnir, eins ágætir og þeir eru? Kría og Hrói höttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.