Fréttablaðið - 19.01.2022, Page 2

Fréttablaðið - 19.01.2022, Page 2
Leiktími í Smáralundi Krakkarnir á leikskólanum Smáralundi í Hafnarfirði láta örlitla slyddu ekki skemma fyrir sér leiktímann, þótt ef til vill verði þeir að troða sér í úlpur og galla áður en haldið er út í sandkassana. Spyrja má þó hvort hægt sé að moka í gaddfreðnum sandkassa með venjulegri plastskóflu! FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Tæplega átján prósent íbúa í Reykjavík þann 1. desember síðastliðinn voru erlendir ríkis- borgarar. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Hæsta hlutfall erlendra ríkisborg- ara á Íslandi er í Mýrdalshreppi þar sem 51 prósent íbúa er með erlent ríkisfang. Næst hæst er hlutfallið í Skaftárhreppi þar sem 32,4 prósent íbúa eru erlendir. Lægst hlutfall erlendra ríkisborg- ara er í Skorradalshreppi og Skaga- byggð, 3,3 prósent. Þegar horft er til landshluta er hæsta hlutfall íbúa með erlent rík- isfang á Suðurnesjum, 23,5 prósent. Lægst er hlutfallið á Norðurlandi eystra, 8,6 prósent. Alls búa rétt tæplega 55 þúsund erlendir ríkisborgarar hér á landi. ■ Flestir af erlendu bergi brotnir búa í Mýrdalshreppi 14,6 prósent íbúa á Íslandi eru er- lendir ríkisborgarar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Lagastuldarmálið um Söknuð eftir Jóhann Helgason verður sent til Hæstaréttar Bandaríkj- anna með ósk um að það verði tekið fyrir þar. Hann óskar eftir fjárstuðningi frá STEFi. gar@frettabladid.is DÓMSMÁL „Mjög sterkar forsendur eru fyrir því að Hæstiréttur taki málið fyrir, en alltaf skal spyrja að leikslokum,“ segir Jóhann Helga- son, sem snýr sér nú til Hæstaréttar Bandaríkjanna með lagastuldarmál sitt um Söknuð. Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu staðfesti í nóvember þá niðurstöðu fyrri dómstóls að vísa bæri máli Jóhanns frá dómi, þar sem í grein- argerð tónlistarsérfræðings hans hefði ekki verið gerður nægjanlegur samanburður á lögunum Söknuði og You Raise Me Up við eldri lög sem komin væru í almannaeigu. Bentu dómararnir þrír við áfrýj- unardómstólinn á að þar sem dóm- stóllinn í Kalforníu starfaði eftir reglu sem útheimti slíkan saman- burð gætu þeir ekki breytt þeirri niðurstöðu að vísa málinu frá. Hins vegar væru aðrir dómstólar í land- inu sem beittu ekki þessari reglu og að það væri aðeins Hæstiréttur Bandaríkjanna sem gæti skorið úr um hvorri aðferðinni ætti að beita. Og þangað heldur Jóhann nú með mál sitt, sem snýst um að You Raise Me Up sé eftiröpun á Söknuði. „Ef við höfum betur fyrir Hæsta- rétti fer málið aftur á borð hins upp- haflega dómara, Andre Birotte Jr. og verður flutt fyrir framan kviðdóm,“ svarar Jóhann, um hvert framhald málsins gæti orðið eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Alls ekki er á vísan að róa með að Hæstiréttur taki mál Jóhanns fyrir. Aðeins ríf lega eitt hundrað mál af þeim þúsundum sem berast á hverju ári ná því. Til að Hæsti- réttur taki mál til skoðunar þarf það að uppfylla ákveðin skilyrði. Misræmi í dómaframkvæmd hjá dómstólum er á áhugasviði rétt- arins. En það mun einmitt eiga við í máli íslenska tónlistarmannsins, ekki síst í ljósi þess að dómararnir við áfrýjunardómstólinn hafi í raun vísað honum á Hæstarétt og að auki tiltekið í úrskurði sínum tvö nýleg dómsmál þar sem sitt hvorri aðferð- inni var beitt. Útgjöld halda áfram að hlaðast upp hjá Jóhanni. Í áranna rás hefur Jóhann fengið samtals nokkur hundruð þúsunda króna styrk frá STEFi auk þess sem samtökin féllust á það á árinu 2019 að greiða tónlist- armanninum samtals 4,9 milljónir króna fyrir fram í höfundarréttar- gjöld, sem hann fær vegna spilunar laga sinna á opinberum vettvangi. Vegna þessa fyrirkomulags fær Jóhann nú ekkert greitt frá STEFi næstu árin þar til sú skuld er greidd. Covid hefur leikið Jóhann grátt fjárhagslega eins og marga aðra tónlistarmenn og leitar hann nú til STEFs um stuðning til að koma máli sínu fyrir hæstarétt. Búast má við að málið verði rætt á stjórnar- fundi hjá STEFi í dag. „Öll aðstoð og stuðningur í þessu ferðalagi er mik- ils metinn,“ svarar Jóhann, spurður hvort hann sé bjartsýnn á aðstoð frá félögum sínum í STEFi. ■ Jóhann Helgason leitar til Hæstaréttar Bandaríkjanna Jóhann Helgason þarf nú að útvega tæpar tvær milljónir króna til að koma máli sínu fyrir Hæstarétt í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Öll aðstoð og stuðn- ingur í þessu ferðalagi er mikils metinn. Jóhann Helgason tónlistarmaður kristinnpall@frettabladid.is ÓLYMPÍULEIKAR Ísland mun eiga fimm fulltrúa sem taka þátt í Vetr- arólympíuleikunum í Peking eftir rétt rúmar tvær vikur. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vonast til að geta kynnt Ólympíufarana í þessari viku en á næstunni fundar stjórn ÍSÍ þar sem ákveðið verður hvaða einstaklingar verða fyrir val- inu. Þetta staðfesti Andri Stefáns- son, framkvæmdastjóri ÍSÍ. Snorri Einarsson, landsliðsmaður í skíðagöngu, hefur þegar tryggt sér þátttökurétt með stöðu sinni á heimslistanum. „Það er ekki búið að staðfesta nafnalistann, það verður fundað um það næstu daga og við kynnum lokahópinn og keppnisgreinarnar á föstudaginn í síðasta lagi,“ segir Andri. Stjórn ÍSÍ mun taka lokaákvörð- un um hvaða einstaklingar verða fyrir valinu meðal landsliðsfólks Íslands í alpagreinum. Opnunarhátíðin verður 4. febrú- ar næstkomandi og er því ljóst að allir Íslendingarnir sem fara fyrir Íslands hönd þurfa að vera bólu- settir. Kínversk stjórnvöld gefa Ólymp- íuförum kost á að taka út þriggja vikna sóttkví þess í stað en það er orðið of seint fyrir Íslendingana. Tilkynnt var í vikunni að leikarnir fari fram fyrir luktum dyrum. ■ Fimm Íslendingar keppa í Peking Snorri Einarsson 2 Fréttir 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.