Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 8
Það er stórt skref fyrir
okkur að stíga inn á
Bandaríkjamarkað og
við horfum til þess að
stækka fyrirtækið hratt
á næstu misserum.
Helgi Vífill
Júlíusson
n Skoðun
MARKAÐURINN 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGUR
magdalena@frettabladid.is
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræð-
ingur Íslandsbanka, segir að miklar
líkur séu á því að fjölgun starfa verði
að stórum hluta mætt með aðfluttu
vinnuafli.
Samtök atvinnulífsins kynntu
á dögunum niðurstöður könn-
unar sem náði til stjórnenda fjögur
hundruð stærstu fyrirtækja lands-
ins og var gerð um mánaðamót
nóvember og desember 2021. Þar
kom meðal annars fram að áætlað
sé að starfsfólki fyrirtækja í heild
fjölgi um 1,7 prósent á næstu sex
mánuðum.
„Ef vinnuaf lseftirspurnin er
brotin niður í atvinnugreinar þá
er fjölgunin ekki síst mikil í mann-
virkja- og ferðaþjónustugreinum og
þjónustugreinum almennt,“ segir
Jón Bjarki og bætir við að þetta hafi
verið þær greinar sem hafi verið
í gegnum tíðina mannaðar með
aðfluttu vinnuafli.
Hann bætir einnig við að eftir
því sem okkur fjölgi sé eðlilegt að
störfum muni fjölga.
„Til að halda í við mannfjölda-
þróun þarf störfum að fjölga um
góð 2.000 á ári til að halda hlut-
fallinu stöðugu. Í stórum dráttum
þá eru þessar niðurstöður í ágætis
samræmi við það að ástandið sé að
batna.
Við sjáum það fyrir okkur að það
muni áfram lækka jafnt og þétt og í
lok árs verðum við komin með fulla
atvinnu sem er einhvers staðar á
bilinu 3-4 prósenta atvinnuleysi.“
Jón Bjarki segir jafnframt að mörg
fyrirtæki virðist eiga í erfiðleikum
með að fá starfsfólk til starfa.
„Útlitið er óvissara því fyrirtækin
eiga sum hver erfitt með að finna fólk
til starfa þó að atvinnuleysi mælist
nú 4,9 prósent. Þetta er þróun sem
er sambærileg því sem hefur átt sér
stað í öðrum löndum eins og víða í
Evrópu og í Bandaríkjunum. n
Fjölgun starfa mætt að miklu leyti með aðfluttu vinnuafli
Jón Bjarki
Bentsson, aðal-
hagfræðingur
Íslandsbanka
Hugmyndir um að rekstur sam-
félagsbanka hérlendis væri búbót
fyrir heimilin eru óskhyggja. Slík-
ar tilraunir hafa verið reyndar:
Annars vegar með rekstri spari-
sjóða og hins vegar Íbúðalána-
sjóði. Þær gengu ekki eftir. Spari-
sjóðir og Íbúðalánasjóður urðu að
lúta í lægra haldi í samkeppni við
einkabanka.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þing-
kona Flokks fólksins, fór mikinn
í útvarpsþættinum Bítið á Bylgj-
unni á fimmtudaginn þar sem
hún taldi að samfélagsbankar
væru betur í stakk búnir til að
þjóna samfélaginu. Í gagnrýni
sinni á bankana tíndi hún til him-
inháar tölur án þess að setja þær
í samhengi við umfang rekstrar,
eigna og arðsemi. Stór banki
getur hagnast um tugmilljarða
en engu að síður skilað lítilli arð-
semi. Í umræðu um rekstur þarf
að kunna að setja fjárhæðir í rétt
samhengi. Um árabil var arðsemi
banka ekki nægileg.
Flokka má sparisjóði sem sam-
félagsbanka því þeir hafa f leiri
markmið en að hámarka hagnað
eins og til dæmis að styrkja svæð-
ið sem þeir starfa á með ýmsum
hætti. Þeir eru þó ekki góðgerðar-
stofnanir. Reksturinn verður að
standa undir sér og sparisjóðir
þurfa að hafa borð fyrir báru til
að mæta áföllum í rekstri. Útlána-
starfsemi er áhættusöm.
Hérlendis hafa sparisjóðirnir
átt tvö sóknarskeið. Hið fyrra á
19. öld fram til stofnunar Íslands-
banka árið 1904 og hið síðara eftir
afnám fjármagnshafta árið 1985.
Blómaskeiðin eiga það sammerkt
að á þeim tíma voru bankar ekki
til staðar eða starfsemi þeirra var
verulega heft. Sparisjóðirnir nutu
því góðs af tómarúmi.
Fyrir nokkru var umræða um
að breyta Landsbankanum úr
ríkisbanka í samfélagsbanka. Það
er ólíklegt að hann myndi í þeirri
mynd geta skákað einkabönkum
í samkeppni um viðskipti. Það er
enn fremur mikilvægt að hafa í
huga að ríkisrekin útlánastarf-
semi til að ná félagslegum mark-
miðum hefur reynst illa. Eigið fé
Íbúðalánasjóðs er neikvætt um
ríflega 180 milljarða og ekki eru
horfur á að staðan muni batna. n
Samfélagsbankar
Memento hyggst sækja
fjármagn síðar á árinu og
stefnir á frekari markaðssókn
erlendis. Frá árinu 2017 hefur
Memento fjárfest fyrir um
500 milljónir í innviðum.
helgivifill@frettabladid.is
Tækni íslenska fjártæknifyrirtæk-
isins Memento er hryggjarstykkið
í nýrri bankaþjónustu hins banda-
ríska Marygold&Co. sem hleypt var
af stokkunum í október. Þetta segir
Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri
Memento, í samtali við Markaðinn.
„Það er stórt skref fyrir okkur að
stíga inn á Bandaríkjamarkað og við
horfum til þess að stækka fyrirtæk-
ið hratt á næstu misserum,“ bætir
hann við.
Memento hyggst sækja fjármagn
síðar á árinu og stefnir á frekari
markaðssókn erlendis. Frá árinu
2017 hefur Memento fjárfest fyrir
um 500 milljónir í innviðum. Sprot-
inn hefur fengið styrki frá Tækni-
þróunarsjóði, átt í samstarfi við
Íslandsbanka um þróun á greiðsu-
þjónustu Kass og átt í samstarfi við
Marygold&Co. og nýtt þær tekjur til
að þróa tæknina.
Arnar segir að fjármálastarfsemi
hafi tekið miklum breytingum á
undanförnum árum, samhliða vax-
andi umsvifum fjártæknifyrirtækja
sem megi meðal annars rekja til
þess að upplýsingar um viðskipta-
vini séu ekki lengur læstar hjá bönk-
um heldur geti f leiri fengið aðgang
að þeim til að bjóða nýja þjónustu
með leyfi viðskiptavina.
„Lausnir Memento eru eins
konar stafræn veski,“ segir hann.
Fjártæknifyrirtækið tengi saman
lausnir frá fjölda tæknifyrirtækja,
sem myndi heild fyrir augum við-
skiptavina. Til að mynda tengi
Memento saman lausnir frá tíu
fyrirtækjum fyrir Marygold&co.
Notendaupplifunin sé jafnframt í
höndum Memento.
„Í veskinu eru til dæmis greiðslu-
upplýsingar, auðkenni, reiknings-
staða og þar er hægt að auka heimild
á greiðslukortum. Þetta er kjarninn
sem nýttur er í bankaþjónustu.
Greinendur spá því að um helm-
ingur jarðarbúa muni nota stafræn
veski árið 2025. Fyrirtæki geta einn-
ig nýtt lausnina til að halda utan um
vildarkerfi sem eru í raun stór hluti
af bankaþjónustu. Vildarkerfi Star-
bucks er til að mynda afar umfangs-
mikið,“ segir hann.
Arnar segir að það sem verði
byltingarkennt við lausn Memento
sé að geta boðið fyrirtækjum upp á
heildstætt bankaapp tengt greiðslu-
korti, þar sem uppsetning taki ein-
ungis um sólarhring. Um sé að ræða
sambærilega þróun og átti sér stað í
netverslunum. Áður fyrr urðu net-
verslanir að þróa eigin kerfi, en nú
sé auðvelt að hefja rekstur netversl-
ana með tækni frá Shopify, Woo-
Commerce og fleirum. Þröskuldur-
inn til opna banka sé sömuleiðis
nú mun lægri en áður. Tæknilega
auðvelt sé að opna netbanka sem
geri það að verkum að fjármála-
fyrirtæki geti lagt meiri áherslu á
markhópagreiningu og að finna
sína sérstöðu og þjónusta þá við-
skiptavini vel. Dæmi um slíkt er að
tvær þjónustur voru nýverið gefnar
út sem eru sérsniðnar að hinsegin
samfélaginu í Bandaríkjunum og
þjónustur sérsniðnar að krökkum,
starfsmönnum ákveðinna fyrir-
tækja og svo mætti lengi telja.
Arnar segir að fjártæknifyrirtæki
eigi almennt í nánu samstarfi. Hluti
af markaðssókn Memento felst í því
að treysta böndin við fyrirtæki sem
bjóði upp á grunnbankatækniþjón-
ustu en ekki notendaupplifun, við-
mót og tengingar við fleiri kerfi. Með
slíku samstarfi opnist margar dyr. n
Íslensk tækni hryggjarstykki hjá
bandarísku fjármálafyrirtæki
„Lausnir Memento eru eins konar stafræn veski,” segir Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri Memento.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Memento átti að verða banki
Memento var stofnað árið 2014. Ári síðar gaf félagið út fyrsta
íslenska vinagreiðsluappið, sem fékk nafnið Sway. „Upphaflega
ætluðum við að reka banka og þróa nýjar lausnir á því sviði. Í ljós
kom að við erum færari í að vinna með tækni en að sinna markaðs-
og þjónustumálum. Við fórum því í samstarf við Íslandsbanka sem
leigði tæknina frá okkur til að geta boðið upp á Kass appið. Við
höfum getað þróað bankalausnina enn frekar í samstarfi við Mary-
gold&co.“ segir hann.
Starfsmenn eru tíu.
Marygold&Co sniðið
að þeim sem leggja ríka
áherslu á sparnað
Bandaríska fjármálafyrirtækið
Concierge Technologies hóf,
undir merkjum Marygold&Co.
að bjóða bankaþjónustu til
þeirra sem leggja ríka áherslu
á sparnað til þess að geta
farið snemma á eftirlaun, að
sögn Arnars.
Þjónusta Marygold&Co. er
að öllu leyti stafræn. Bankinn
rekur ekki bankaútibú heldur
fer þjónustan fram í gegnum
snjallsímaapp. Viðskiptavinir
geta með auðveldum hætti
sent greiðslur sín á milli, stýrt
sparnaði og innleyst ávísanir á
stafrænu formi.
Aðspurður hvernig það
kom til að Memento hóf að
aðstoða Marygold&Co. segir
Arnar að Bandaríkjamennirnir
hafi sett sig í samband við
íslenska fjártæknifyrirtækið
þegar það hafi verið að kynna
sér markaðinn.
Eftirspurn eftir vinnuafli er ekki síst í mannvirkjagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN