Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 12
Heimsmarkmiðasjóður
atvinnulífs
um þróunarsamvinnu
Stjórnarráð Íslands
Utanríkisráðuneytið© World Bank
Photo Collection
Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að vinna að framgangi heims-
markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun?
Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir
eru úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu.
Fyrirtæki leggja þannig af mörkum við að draga úr fátækt
og stuðla að sjálfbærni með eflingu atvinnu- og viðskiptalífs
í þróunarlöndum. Um leið auka þau samkeppnishæfni sína á
framtíðarmörkuðum. Sérstaklega er hvatt til þess að verkefni
stuðli að jafnrétti kynjanna og að jákvæðum umhverfis- og
loftslagsáhrifum.
• Allar upplýsingar er að finna í verklagsreglum og lista yfir
gjaldgeng samstarfslönd undir www.utn.is/atvinnulifssjodur
• Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt
hins opinbera: www.island.is/atvinnulifssjodur
• Styrkir verða auglýstir þrisvar sinnum á árinu 2022 með
umsóknarfresti 3. febrúar, 3. maí og 3. október 2022.
• Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið
atvinnulifssjodur@utn.is
magdalena@frettabladid.is
Kormákur Geirharðsson, einn eig-
enda Ölstofu Kormáks og Skjaldar,
segir að aðgerðir stjórnvalda, sem
kynntar voru á dögunum og er
ætlað að koma til móts við fyrir-
tæki vegna sóttvarnaaðgerða, séu
illa ígrundaðar.
Aðgerðirnar sem kynntar voru
snúast um að stjórnendur vínveit-
ingastaða hafi heimild til að fresta
gjalddögum á sköttum og trygg-
ingagjaldi.
„Þetta er viðlíka því að pissa í
skóinn sinn. Þetta mun bara gera
það að verkum að við þurfum mjög
langan tíma til að borga þau aftur
upp því síðan þurfum við að borga
næstu og erum því að borga tvö-
falt,“ segi Kormákur og bætir við
að það hafi verið afar óheppilegt
að ríkisstjórnin hafi ákveðið að
hækka áfengisgjöld nú um síðustu
áramót.
„Það sem þeir gera er að þeir
hækka áfengisgjaldið enn frekar
til að borga þetta upp. Þeir fengu
15 milljarða í áfengisgjöld í fyrra.
Það er einfaldlega kominn tími til
þess að aðrir en við og fólkið í land-
inu blæðum fyrir þetta.“
Aðspurður hvaða aðgerðir hann
myndi vilja sjá segir hann að stjórn-
völd þurfi að greiða meiri styrki.
„Við eigum ekki að þurfa að borga
undir starfsfólk sem fær ekki að
vinna sökum sóttkvíar eða einangr-
unar. Ef við fengjum slíka styrki yrði
ég nokkuð sáttur.“
Hann segir jafnframt að fyrir-
komulag viðspyrnustyrkja hafi ekki
verið ásættanlegt. „Þeir fundu tölu
þannig að margir aðeins rétt slefa
í það að uppfylla skilyrðin fyrir
þessum styrkjum eða einfaldlega ná
því ekki. Ef ég tek dæmi af okkur þá
höfum við ekki fengið styrk í marga
mánuði og ég þekki til margra sem
hafa aldrei fengið styrk.“ n
Segir aðgerðirnar illa ígrundaðar
Kormákur Geir-
harðsson, einn
eigenda Ölstofu
Kormáks og
Skjaldar
Andrea Róbertsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Félags kvenna í
at vinnulíf inu . Hennar helstu
áhugamál eru útivist og að berjast
fyrir jafnrétti. Hún segir að þau bak-
pokaferðalög sem hún hafi farið í
séu afar eftirminnileg.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég er virk manneskja í leik og
starfi. Útivist, tónlist, myndlist,
safnaheimsóknir erlendis, umhverf-
ismál og samvera með vinum og
fjölskyldu er mitt helsta áhugamál.
Ég næri mig á marga vegu en útivera
og samvera með mínum nánustu
gefur mér mest.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Stóru penslarnir eru þessir –
spretta á fætur, bursta tennur, kaffi
og bruna út í lífið. Fyrsta bílstjóra-
vakt barnanna hefst þarna snemma
á morgnana á virkum dögum og ég
elska að vakna snemma um helgar.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Margt að þakka fyrir en lífið er
eitt stórt áhættuatriði um þessar
mundir og ávallt plan A, B og C í
öllu. Einn dagur getur verið eins
og vika og að lágmarki þrjár árs-
tíðir en það á við um alla bransa á
tímum Covid. Sama hvernig ver-
öldin vendist og snýst þá er ég að
vinna með og þjónusta félagskonur
FKA um land allt og atvinnulífið. Og
er að elska það, landsbyggðadeildir
FKA eru að springa út og fjölmargt
á dagskrá næstu misserin. Heiðrum
þrjár konur á morgun, 20. janúar
2022, þegar við uppljóstrum hvaða
konur hljóta FKA viðurkenninguna,
FKA þakkarviðurkenninguna og
FKA hvatningarviðurkenninguna á
Hringbraut. Þrjár magnaðar konur
sem hafa verið konum í atvinnulíf-
inu hvatning og fyrirmynd.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Fjölmargar en vegna þess að ég
er að hlusta á þættina um Sonju
Wendel Benjamínsson de Zorrilla
þá dettur mér í hug ævisaga henn-
ar, Sonja, sem var Fortuna Invest
síðustu aldar. Það er líka kannski
vegna þess að ég fór í húsið hennar
við Hveragerði með Reyni Trausta-
syni sem ritaði ævisögu hennar og
þarna sátum við í bílnum hennar ef
ég man rétt. Sonja var mögnuð kona
og ég hef virkilega gaman af þessum
þáttum.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Standa í lappirnar, standa með
mannréttindum og tryggja að jafn-
rétti liggi ekki mínútu lengur sem
óhreyfð lagervara. Ótrúlega þakk-
lát þeim sem ryðja brautir og fyrir
þetta ómælda hugrekki sem er að
birtast víða. Nú síðan er málið að
byggja upp eftir tímabil í leik og
starfi sem hefur einkennst af því að
lifa af.
Hver er þín uppáhaldsborg?
Sú borg sem ég er í hverju sinni og
vonlaust að gera upp á milli. Ég hef
búið og starfað erlendis en einnig
hef ég ferðast mikið og tel mig þann-
ig hafa öðlast mikilvægt menningar-
læsi. Ein með bakpoka ferðaðist ég
til dæmis um Asíu í nokkra mánuði
og að vera ein á bakpokaferðalagi á
Indlandi getur verið aðgangshart
umhverfi og mjög eftirminnilegt
vægast sagt. n
Bakpokaferðalögin eru eftirminnileg
Fyrri störf: Tók við sem
framkvæmdastjóri FKA haustið
2019 eftir að hafa starfað
sem stjórnandi í fyrirtækjum
og stofnunum. Starfaði um
nokkurt skeið sem stjórnanda-
ráðgjafi. Fjölbreytt verkefni
stjórnunar, svo sem mannauðs-
stjóri RÚV, framkvæmdastjóri
hjá Kaffitári og forstöðumaður
hjá Tali. Fréttamaður og þátta-
stjórnun á Stöð 2. Almanna- og
fjölmiðlatengsl ásamt kynn-
ingar- og auglýsingamálum.
Skipulag viðburða fyrir fyrir-
tæki og sveitarfélög og fleira.
Menntun: MA-diplóma í
jákvæðri sálfræði. MS-gráða
frá viðskipta- og hagfræðideild
í mannauðsstjórnun (Háskóli
Íslands). BA-gráða í félags- og
kynjafræði (Háskóli Íslands).
Fjölskylduhagir: Jón Þór
Eyþórsson framkvæmdastjóri
sambýlismaður og synirnir
Dreki og Jaki.
n Svipmynd
Andrea Róbertsdóttir
Andrea segir
að sú bók sem
hafi haft hvað
mest áhrif á
sig sé ævisaga
Sonju Wendel
Benjamínsson
de Zorrilla.
Kormákur segir að á svipuðum tíma og vínveitingastaðir fá að fresta
greiðslu á sköttum hafi áfengisgjaldið verið hækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
MARKAÐURINN 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ