Fréttablaðið - 19.01.2022, Qupperneq 16
Ingunn Júlía
Ingimundar-
dóttir og Ingvar
Þór Bjarna-
son eru tveir af
starfsmönnum
TRI.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
TRI verslun er þekkt fyrir frábært úrval Cube hjóla fyrir alla aldurshópa. Cube eru þýsk gæðahjól sem eru fáanleg í
öllum verðflokkum, með eða án rafmagnsbúnaðar, og njóta mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Hjá TRI verslun færðu mikið úrval reiðhjólahjálma frá Cube. MYND/AÐSEND
Hjá TRI verslun færðu mikið úrval fjallahjóla frá Cube. MYND/AÐSEND
TRI vefverslun hefur tekið risa-
stökk fram á við undanfarin tvö
ár. Bæði hefur salan aukist mikið
en ekki síður hefur stór hluti
þjónustunnar við viðskiptavini
færst þangað, segir Valur Rafn,
markaðsstjóri TRI. „Það má segja
að heimsfaraldurinn hafi átt
stóran þátt í því. Í upphafi hans
færðist verslun mikið á vefinn en
utan þess hafa hjólreiðar og þátt-
taka í alls kyns útivist aukist mikið
meðal almennings. Við sjáum
greinilega að sá hópur sem byrjaði
að versla í vefverslun okkar í upp-
hafi faraldursins og sótti þjónustu
þangað, hefur haldið því áfram
þótt aðstæður í samfélaginu hafi
breyst við og við undanfarin tvö ár.
Þessi þróun er vafalaust komin til
að vera.“
Undanfarin tvö ár hafa því verið
afar góð fyrir TRI, segir Valur. „Það
er ekki bara salan sem hefur verið
mjög góð á þessu tímabili heldur
höfum við náð að þjónusta við-
skiptavini okkar betur gegnum
vefinn. TRI hefur alltaf lagt mikla
áherslu á persónulega þjónustu
en hún hefur í auknum mæli færst
yfir á vefinn þar sem við getum
leiðbeint hjólreiðafólki vel með
góðum árangri. Sérlausnirnar
okkar í vefversluninni svara líka
mörgum spurningum, eins og
stærðarreiknirinn sem reiknar
út rétta stærð af hjóli svo dæmi sé
tekið. Það má því segja að vefversl-
unin okkar hafi slegið í gegn og sé
í raun ótrúlega vel heppnuð miðað
við hvað við erum lítið fyrirtæki.“
Gott úrval frá Cube
TRI verslun er þekkt fyrir frábært
úrval Cube hjóla fyrir alla aldurs-
hópa. Cube eru þýsk gæðahjól sem
eru fáanleg í öllum verðflokkum,
með eða án rafmagnsbún-
aðar. „Það sem hefur komið okkur
skemmtilega á óvart er að Cube
rafmagnshjólin hafa slegið í gegn
en um 30% af sölu hjólanna eru
rafmagnshjól. Fyrstu rafmagns-
hjólin komu til okkar árið 2012
þannig að þetta hefur verið hröð
þróun. Helsta snilldin við þessi
hjól er að þau hafa hjálparmótor.
Þannig er hægt að hjóla í vinnuna
með hjálp mótorsins án þess að
svitna. Á leiðinni heim er svo hægt
að slökkva á honum og taka góða
hreyfingu á sama tíma. Þetta eru
mjög sniðug farartæki með drægni
upp á allt að 70 km og jafnvel
aðeins lengra við réttar aðstæður.“
Utan rafmagnshjóla býður TRI
upp á frábært úrval af barnahjól-
um og götuhjólum frá Cube auk
alls kyns annarra týpa af hjólum.
Trainerar slegið í gegn
Trainerar hafa heldur betur slegið í
gegn undanfarin tvö ár og sem fyrr
hefur heimsfaraldurinn haft þar
mikil áhrif, segir Valur. „Áður voru
margir að æfa heima í bílskúrnum
en þegar allt lokaði í upphafi Covid
varð algjör bylting í sölu á trainer-
um. Nýjustu tækin eru ótrúlega
flott og það tekur bara um klukku-
stund að stilla þeim upp heima.
Í þeim er hægt að velja ýmsa við-
burði til að taka þátt í, t.d. hjóla-
keppnir eða fallegar hjólaleiðir til
að hjóla eftir, hvort sem hjólarinn
er einn á ferð eða með hjólavinum
sínum. Íslendingar hafa tekið
þessari vöru sérstaklega vel enda
auðvelt að vera háður henni yfir
íslenska veturinn þegar erfitt er að
æfa hjólreiðar úti. Sölumenn okkar
veita mjög góða ráðgjöf varðandi
val á trainerum enda allt þaulvant
hjólreiðafólk.“
Castelli slegið í gegn
Castelli hjólreiðafatnaðurinn
hefur verið mjög vinsæll hjá lands-
mönnum undanfarin ár. Um er að
ræða ítalskt merki í algjörum sér-
flokki sem er auðþekkt á skemmti-
legu lógói þar sem sporðdreki er í
aðalhlutverki. „Við höfum aukið
mjög vöruúrvalið frá Castelli
undanfarin ár og bjóðum í dag upp
á fatnað fyrir allar tegundir hjól-
reiða. Þau sem hafa kynnst þessu
merki einu sinni fara helst ekki
til baka í önnur og ódýrari merki
enda miklar gæðavörur. Castelli
er sérvara sem fæst eingöngu hjá
okkur og við erum mjög stolt af því
að geta boðið íslenskum hjólurum
upp á þetta frábæra merki.“
Nánari upplýsingar hjá TRI verslun:
tri.is
Það er ekki bara
salan sem hefur
verið mjög góð á þessu
tímabili heldur höfum
við náð að þjónusta
viðskiptavini okkar
betur gegnum vefinn.
Valur Rafn
2 kynningarblað A L LT 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGUR