Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 17

Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 17
Hvergi var ávexti og grænmeti að finna á kassasvæði en í öllum verslunum var þar að finna óheilsu- samlega fæðu. Birna Þórarinsdóttir Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Nýleg rannsókn sýnir að óheilsusamleg fæða fær tvö- falt meira pláss en heilsu- samleg fæða í matvöruversl- unum. Hvergi var ávexti og grænmeti að finna á kassa- svæði en í öllum verslunum var þar að finna óheilsusam- lega fæðu og stundum mikið af henni. Það hendir sjálfsagt flest fólk á lífsleiðinni að falla fyrir ýmsum mishollum freistingum þegar matvöruverslanir eru heim- sóttar, sérstaklega undir lok dags þegar hungrið sækir á. Sælgæti, gos, snakk eða kex eiga það til að detta í körfuna og fylgja með innkaupum dagsins eða vikunnar án þess að við hugsum mikið út í það. Þetta hefur verið viðfangs- efni Birnu Þórisdóttur, nýdoktors við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands og rannsóknarsérfræðings við Heil- brigðisvísindastofnun skólans, og samstarfsfólks hennar í nýju rann- sóknarverkefni undanfarið ár. Árangursríkt samstarf Birna segir hugmyndina að verkefninu hafa kviknað á nám- skeiðinu Áhrifavaldar næringar, sem hún kennir ásamt Bryn- dísi Evu Birgisdóttur, prófessor í næringarfræði, og fleirum við Háskóla Íslands. „Á námskeiðinu eru skoðaðir þeir fjölmörgu þættir sem stýra fæðuvali einstaklinga. Tveir meistaranemar í næringar- fræði, þau Perla Ósk Eyþórsdóttir og Guðmundur Gaukur Vigfússon, unnu verkefnið síðasta sumar með stuðningi frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna undir leiðsögn okkar Bryndísar Evu. Verkefnið var samstarf Háskóla Íslands og Krabbameinsfélags Íslands en með heilsusamlegu mataræði og öðrum heilsusamlegum lífsvenjum minnka líkur á krabbameinum og öðrum sjúkdómum.“ Fæðuumhverfið metið Helstu markmið rannsóknarverk- efnisins að hennar sögn voru að þróa aðferð til að meta fæðuum- hverfið í matvöruverslunum með tilliti til lýðheilsu og nota svo aðferðina til að fá upplýsingar um stöðuna á Íslandi. „Með fæðuum- hverfi í matvöruverslunum er átt við meðal annars hilluplássið sem ólíkar vörur fá að leggja undir sig og staðsetningu, svo sem við inngang eða kassasvæði, auk fleiri þátta. Það hvort fæðuumhverfið hvetur viðskiptavini frekar til að kaupa heilsusamlegar eða óheilsu- samlegar matvörur hefur áhrif á mataræði, næringarástand og heilsu.“ Óhollustan meira áberandi Guðmundur og Perla, meistara- nemarnir sem unnu verkefnið, gerðu mælingar í tólf verslunum fjögurra verslanakeðja. „Þær sýndu meðal annars að óheilsusamlega fæðan fékk að meðaltali tvöfalt meira pláss en heilsusamlega fæðan. Verslanir innan sömu keðju voru svipaðar innbyrðis en það var Óholl fæða fær meira pláss í matvöruverslunum Aðstandendur rannsóknarinnar (f.v.): Birna Þórisdóttir, nýdoktor og sérfræðingur við HÍ, Guð- mundur Gaukur Vigfússon og Perla Ósk Eyþórsdóttir, meistaranemar í næringarfræði við HÍ, og Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu. Á myndina vantar Bryndísi Evu Birgisdóttur, prófessor í næringarfræði við HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI mikill munur á milli keðja. Hvergi var ávexti og grænmeti að finna á kassasvæði en í öllum verslunum var þar að finna óheilsusamlega fæðu og stundum mikið af henni, eða allt að 10 fermetra af hillu- plássi. Rannsóknir sýna einmitt að fólk sé líklegt til að kaupa vörur sem eru staðsettar á kassasvæði án þess að hafa endilega ætlað sér það fyrir búðarferðina. Við inngang og á gangendum, sem einnig eru svæði sem geta haft töluverð áhrif á kauphegðun viðskiptavina, var að finna bæði heilsusamlega og óheilsusamlega fæðu.“ Risastórt lýðheilsumál Verslanakeðjurnar fjórar fengu allar endurgjöf frá rannsakendum og voru stjórnendur þeirra hvattir til að gera breytingar sem styðja við heilsusamleg innkaup. „Ég veit ekki fyrir víst hvort breytingar hafi verið gerðar en tel verk- efnið leggja lóð á vogarskálar jákvæðra breytinga. Við munum halda áfram að vinna að því að fæðuumhverfið styðji betur við heilsusamlegt mataræði þjóðar- innar, sem er einfaldlega risastórt lýðheilsumál og þróun sem er að eiga sér stað víða í löndunum í kringum okkur.“ n Sirrý Ágústsdóttir heyrði fyrst af krafti túrmeriks árið 2015. Þá var hún í seinni krabbameinsmeðferð sinni og leitaði meðal annars lausna við bjúgsöfnun. „Ég er enn bólgusækin og fæ auðveldlega bjúg og liðverki. Þar finnst mér hjálpa mjög að taka túrmerik og önnur bætiefni,“ segir hún. Sirrý greindist fyrst með leg- hálskrabbamein árið 2010. „Ég var nýbúin að eiga fjórða barnið mitt svo þetta var ákveðið áfall,“ segir Sirrý. Fimm árum síðar tók krabbameinið sig upp aftur. „Ég fór í tvær þungar meðferðir sem reyndu mjög á kroppinn. Eftir svona harkalega meðferð fer maður til dæmis á ótímabært breytingaskeið. Einnig eykur með- ferðin á beinþynningu og orsakar bólgur í líkamanum. Það fylgja miklir liðverkir og svefnraskanir. Einnig fylgir léleg upptaka á bæti- efnum í maga. Ég hætti til dæmis alveg að framleiða B12 og þarf að hafa fyrir því að halda vítamína- og steinefnamagni í líkamanum í lagi.“ Kynntist krafti túrmeriks „Ég heyrði fyrst af túrmeriki 2015 frá vinkonu minni, Mörtu Ernstsdóttur hlaupara og byrjaði að taka það inn í olíuformi og í hylkjum. Þegar ég prófaði túr- merik frá ICEHERBS fann ég hvað það fór vel í magann á mér og mér leið vel af því. Túrmerik- hylkin frá ICEHERBS eru kröftug og ég fann mun á mér á sjötta eða sjöunda degi, aðallega í bólgu- söfnun. Hylkin fannst mér virka vatnslosandi og ég fann fyrir mun minni þrota í fingrum og fótum. Áður var ég í vandræðum með að hafa giftingarhringinn á mér. Ég var með æxli vinstra megin upp við sogæð og síðan hefur sogæða- kerfið virkað illa. Ég bólgna því almennt meira í vinstri helmingi líkamans og túrmerik virðist hjálpa mér að halda bólgum niðri. Margar konur, og örugglega karlar líka, glíma við bólgur og eru við- kvæm fyrir bjúgsöfnun. Ég get ímyndað mér að túrmerik frá ICE- HERBS geti verið hjálplegt fyrir mjög marga.“ Hraustari með ICEHERBS „Regluleg inntaka bætiefna hjálpar mér að vinna á sýkingum. Eftir meðferðirnar er ég með lélegt ónæmiskerfi, enda drepur meðferðin hvítu blóðkornin sem vernda okkur gegn ýmsum sýk- ingum. Þarna skiptir auðvitað líka máli gott og heilbrigt mataræði og svo hreyfing.“ Lífskraftur Sirrýar Sirrý stofnaði Lífskraft fyrir rúmum tveimur árum. „Lífskraftur er góðgerðarfélag sem hefur staðið á bak við krabbameins- deildina og meðal annars safnað fyrir endurbótum á tækjakosti. Við fórum í göngu á Hvannadals- hnjúk og Vatnajökul fyrir ekki svo löngu síðan. Ef faraldurinn leyfir kynnum við fljótlega næsta verkefni. Ég sæki mikið í hreyfingu og útivist og finn að það skiptir miklu máli að taka rétt bætiefni þegar ég er undir álagi. Bætiefnin frá ICEHERBS virðast hafa þau áhrif að ég verð sjaldan, eða eiginlega aldrei veik. Þegar við Snjódrífurnar vorum að æfa fyrir Lífskraft fann ég augljósan dagamun á mér ef ég gleymdi að taka inn túrmerik og önnur bætiefni. Ég fékk ýmist meiri bjúg, var stanslaust að fá sinadrætti, var lengur að jafna mig í vöðvunum eftir æfingar og var almennt þreyttari. Orkan var einfaldlega minni. Ég finn líka mikinn mun á mér í vinnunni og heima, en ég starfa hjá Epal og stend í fæturna allan daginn. Svo er ég með stórt heimili. Það skiptir því miklu fyrir mig að gera allt sem ég get til þess að vera heilsuhraust. Mér líður vel í dag og ég lifi ekki í ótta við að krabbameinið taki sig upp að nýju. Ég nýt þess að vera til alla daga og hef gaman af því að stunda útivist og hreyfa mig. Heils- an skiptir mig gríðarlega miklu máli upp á að njóta þess að vera til, að vera heilbrigð og hraust. Ég finn líka að ég er öflugri ef ég er dugleg að nýta mér þau úrræði sem mér standa til boða, eins og að taka inn bætiefni sem hafa áhrif á mína heilsu.“ Árangursrík blanda Túmerik hefur verið notað í þúsundir ára til þess að vinna gegn ýmsum bólgum og sjúkdómum en virka efnið kúrkúmín er talið hafa sterk bólgu- eyðandi og andoxandi áhrif. Þá hafa bólgu- eyðandi eiginleikar túmeriks gefið sér- staklega góða raun gegn gigtarsjúkdómum og lið- verkjum auk þess sem það örvar blóðflæði og hefur góð áhrif á húðvandamál og sár. Blandan inniheldur svartan pipar sem margfaldar upptöku túrmeriks. Túrmerik blandan frá ICEHERBS inni- heldur fjallagrös en virkni þeirrar lækningarjurtar hefur gefið henni viðurnefnið ginseng Íslands. Í fjallagrösum er að finna svokallaðar betaglúkan trefjar sem eru taldar aðstoða við þyngdartap, draga úr bjúg, bæta meltingu og styrkja þarmana, sér í lagi ristilinn. Þau hafa meðal annars reynst árangursrík gegn slímmyndun og óæskilegum bakteríum. Fjalla- grösin gera ICEHERBS blönduna að ofurblöndu en þau hafa öldum saman verið notuð sem náttúru- leg og viðurkennd lækningajurt á Íslandi. Þau eru rík af steinefnum og eru talin auka skilvirkni í upp- töku næringarefna sem gera bæði innihaldsefnin sterkari saman. n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum. Sjá nánar á iceherbs.is. Fann lífskraft með túrmerikinu Sirrý segir túrmerik hjálpa við að halda niðri bólgum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2022

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.