Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Síða 2

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Síða 2
2 Klifur „En auðvitað er víða annþá pottar brot- inn; bazði þangar hurðir og tröppar" Rætt viö formann Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Austur-Húnavatnssýslu Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í A-Húnavatns- sýslu var stofnað 2. apríl árið 1981 í Hnit- björgum, Blönduósi. Guðmundur Klem- ensson heitir formaður félagsins og hefur hann gegnt því hlutverki frá stofnun þess. Blaða- manni Klifurs tókst því miður ekki að ná við- tali við Guðmund, þegar hann var á ferð í Reykjavík í október sl. og var því það ráð tekið að ná við hann viðtali með bréfaskrift- um og í síma og fer útkoman úr því hér á eftir: Hver var aðdragandi að stofnun Sjálfs- bjargarfélagsins í A-Húnavatnssýslu? „Árið 1981 höfðu verið stofnuð alls 13 Sjálfsbjargarfélög um land allt og ég hafði verið eins konar trúnaðarmaður Trausta Sigurlaugssonar hjá lands- sambandinu um nokkurt skeið hér í sveitinni“, segir Guðmundur. „Eg hafði séð um að selja blöð og merki fyrir lands- sambandið hjá bændum í sveit- inni. Þegar sú hugmynd fæddist að stofna 14. Sjálfsbjargarfé- lagið hér mætti Ólöf Ríkarðsdótt- ir, sem þá var starfsmaður landssambands- ins, hingað á all fjölmennan fund væntanlegra félaga. Þá var óskað eftir því að ég tæki að mér for- mannsstarfið og ég hef gegnt því síðan. Auk mín í stjórn eru Guðfinna Einarsdóttir, gjaldkeri og Jón Stefánsson sem er rit- ari“. Hvað eru félagar margir og hver eru helstu verkefni félagsins? „ Félagamir eru nú 96 talsins og þar af eru 23 aðalfélagar en 73 styrktarfélagar. Félagið hefur fyrst og fremst lagt áherslu á að styrkja sjúkra- þjálfun á svæðinu. Hins vegar hefur ekkert verið lagt upp úr húsakaupum en mörgum Sjálfsbjargar- félögum hafa reynst slík hús dýr í rekstri.“ Hvernig gengur að afla fjár til starfseminnar? „Það eru fyrst og fremst félagsgjöldin, sem standa undir kostnaði við félagið en einnig hefur fjár verið aflað með sölu penna og annarri sölu fyrir landssambandið. Við fáum enga beina styrki frá sveitarfélögunum.“ Hefur Sjálfsbjörg í A- Hánavatnssýslu eitt- hvað samstarf við önnur félög fatlaðra? „Eins og ég sagði áðan höfum við alla tíð haft töluverð samskipti við landssambandið í Reykja- vík, eins og eðlilegt er, og hefur það gengið vel frá byrjun. Samstarf við önnur félög er frekar lítið en þó komu félagar frá Sjálfsbjörg á Akureyri í heim- sókn til okkar fyrir nokkru“. Hver er staða aðgengismála í sýslunni? „Öll aðgengismál hafa farið mikið batnandi undanfarin ár. Víða em sjálfvirkar hurðaopnanir og á mörgum stöðum er salemisaðstaða fyrir hreyfihamlaða. En auðvitað er víða enn pottur brotinn í þessum efnum; þungar hurðir og tröpp- ur.“ Að lokum, Guðmundur, hvað getur þú sagt okkur af þínum persónulegu högum? „Þegar ég var sjö ára veiktist ég af lömunar- veiki. Mér tókst þó að stunda skóla og fór í Menntaskólann á Akureyri þar sem ég tók stúd- entspróf. í framhaldi af því lauk ég kennaraprófi við Kennaraskóla íslands og stundaði kennslu lengst af við Varmahlíðarskóla“. Með þeim orðum þakkar Klifur Guðmundi Klemenssyni fyrir spjallið og óskar honum áfram- haldandi góðs gengis í starfi sínu fyrir Sjálfsbjörg. S.E.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.