Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 3

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 3
3 Klifcir______________________ Clnglingastarfið í vctur Unglingastarfið byrjaði 9. okt- óber í vetur á kynningar- fundi, þar sem við fórum í stutta hópleiki og ákváðum síðan hvað við ætluðum að gera í vetur. Þar kom meðal annars upp sú hugmynd að halda Internetnámskeið, fara í ferðalag og fleira. Sautjánda október fengum við okkur pizzu sem við bökuðum sjálf og horfðum síðan á myndbandsspólu. Þrítugasta október var fundur sem við kölluðum þankaregn. Þar ræddum við um Snæfellsjökul, en þangað ætlum við að fara í vor. Við fengum hug- myndir um hvernig við ætlum að safna fyrir ferðinni. Síðan héldum við kosningar. þar voru bomar upp hug- myndir um hvað við ættum að kalla okkur. Tvær hugmyndir voru jafnar að stigum. Annars vegar var það B.U.S.L. sem stendur annaðhvort fyr- ir: Barna og unglingastarf Sjálfs- bjargar eða Besti unglingahópur Sjálfsbjargar. Hinsvegar var það nafnið „Lífsglöð", sem lýsir hópnum þó nokkuð vel. Akváðum við að kjósa aftur síðar. Attunda og níunda nóvember vor- um við með tveggja tíma útvarpsþátt á útvarpstöðinni „Þrumunni". Stöð tvö kom í heimsókn seinni daginn og gerði okkur landsfræg í fréttunum um kvöldið. Tuttugasta nóvember voru leiðbeinendumir með „óvænt“ kvöld. Er við mættum kom í ljós að þetta var Gambíu kvöld. Tveir sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum (Jökull og Nonni) sögðu frá reynslu sinni frá Gambíu. Eldaður var gambískur mat- ur og borðað með höndunum. Ekki voru allir tilbúnir að borða þann mat! Síðan var dmkkið te af gambískum sið og fræðst um Gambíu. Sjötta desember munum við fara á Internetsnámskeið uppi í Tölvuhá- skóla og síðan 18. desember munum við halda litlu jólin! Ef einhvem þama úti langar að vera með okkur, þá þarf hann bara að hringja í 552-9133 og tala við Lilju eða Maríu. Að lokum óskum við öllum gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári! Unglingamir í B.U.S.L. eða Lífsglöð. E.S. Ef einhver á of mikinn pen- ing þarna úti, þá erum við að safna í ferðalag upp á Snæfellsjökul! FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS Skógarhlíð 18 • sími: 562 3500 Ný stjórn Sjólfsbjargar í Stykkishólmi Fimmtudaginn 23. október síðastliðinn var kjörinn ný stjórn Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Stykkishólmi. Hana skipa Ema Björg Guðmundsdóttir, formaður; Margrét Kjartansdóttir, varaformaður; Eygló Kristjánsdóttir, gjaldkeri og Björk Júlíusdóttir, ritari. Því miður höfum við hjá Klifri ekki enn undir höndum ljósmynd af hinum nýju stjómar- mönnum en vonandi verður hægt að bæta úr því við annað tækifæri. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, óskar hinni nýju stjórn félagsins velfamaðar í starfi í framtíðinni. Jafnframt er fráfarandi stjórn og for- manni félagsins til margra ára, Lárusi Kr. Jónssyni, þakkað fyrir störf sín í þágu Sjálfsbjargar á liðnum árum. S.E. Pétur litli hjólaði fyrir prestfrúnna og datt og blótaði hressilega því að hann hafði hruflað sig á oln- boganum. Pétur litli, hreytti prest- frúin út úr sér, þú kemst ekki til himna ef þú segir svona Ijót orð. Ég ætla ekki til himna segir Pétur ég var á leiðinni til að kaupa mjðlk.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.