Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Qupperneq 4

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Qupperneq 4
4 Klifur Jiartröð um Ijösan dag! Eg ætla að segja ykkur Iitla sögu úr raunveruleikanum. Sumt hefur komið fyrir sjálfan mig, en lang flest atvikin hentu vini mína og kunningja. Sem sagt hvert orð er satt, en sem betur fer lenti það ekki allt á einum og sama mannin- um! Ég fór snemma að sofa um kvöldið til að vera hress og endumærður daginn eftir, en þá skyldi ég fara í mína fyrstu utanlandsferð eft- ir áfallið mikla. Svona ykkur að segja hafði ég ferðast töluvert á mínum yngri árum, en eftir að ég fatlaðist gat ég ekki hugsað mér að fara til út- landa, eða í meiriháttar ferðir. Sérstaklega Ferðalag á hlýrri breiddargráðu vegna þess að ég vissi að salemisaðstaða var yfirleitt ekki fyrir hendi, sem ég gæti notað. En það var líka fjölmargt annað sem latti mig til fararinnar: t.d. hvern gæti ég beðið um að- stoð? Frændi minn sem oft hafði ferðast með mér hér áður fyrr var alltaf að hvetja mig til að fara nú að drífa mig í einhverja skemmti- lega ferð. „Af hverju ferðu ekki í einhverja hópferðina sem alltaf er verið að auglýsa ?“ Ég meina það — maður fer ekki að þvæl- ast með einhverju bláókunnugu fólki svona á sig kominn ! En frændi lét sig ekki og einn daginn sagði hann mér að hann hefði hitt mann sem væri mjög vanur að ferðast með fötluðum sem aðstoðarmaður og hefði sá hinn sami boðist til að fara með mér í einhverja hóp- ferðina, t.d. til Glasgow, því þangað ætti hann alveg eftir að koma. Ég þyrfti aðeins að borga ferðina fyrir hann, en sjálfur sæi hann um sitt uppihald. Þarf ekki að orðlengja það, að ég sló til og pantaði ferðina fyrir okkur og nú var hún að bresta á, kl. 6:30 átti ég að vera kominn út á flugvöll. Ég hafði pantað hjólastólaleigubíl og skyldi hann vera heima hjá mér kl. hálf sex. Heimahjúkrunin kom rétt um hálf fimm og hjálpaði mér í sturtu, klæddi mig og kom mér í stólinn. Sigrún hafði aðstoðað mig frá því ég flutti hingað fyrir bráðum tveimur árum. Hún var tillitssöm og hafði alltaf látið mig ráða ferðinni, því stundum var ég frekar latur og vildi fara hægt að öllu, en svo komu þeir dagar að ég vildi flýta mér og þá var hún rösk og allt gekk hratt og fumlaust fyrir sig. Spennan hafði verið hreint óbærileg svo mér kom ekki dúr á auga alla nóttina. Það var því þreyttur og hálf úrillur náungi sem mætti Sigrúnu þegar hún kom til að koma mér „á hjól“. Hún var heldur ekkert að pína mig með blaðri, vann bara sitt starf af öryggi, eins og alltaf, og var ég henni þakklátur fyr- ir, enda ekki í neinu „kjaftastuði“ ! Leigubíllinn kom í seinna lagi. „Það er búið að vera allt vitlaust í nótt. Ætli það séu ekki mánaðarmótin" sagði bílstjórinn og ýtti stólnum afturí bílinn í hjólastólastæðið. Þar sem ég er fremur hár í sæti verð ég alltaf að halla undir flatt, eins og Halldór Blöndal, þegar ég er kominn þarna afturí. Eins gott að Keflavíkurvegurinn er ekki holóttur ! Einar, aðstoðarmaðurinn var kominn og beið eftir mér. „Rosalega ertu seinn maður. Ég á eftir að fara í Fríhöfnina og það þarf að koma þér um borð, en þú átt að vera fyrstur um borð !“ Svo það var ekki til setunnar boðið. Þar með rauk hann aftan á mig og þeytti stólnum af stað. Ég var nærri dottinn úr stólnum, rétt hékk á öryggisbeltinu og dinglaði eins og taktmælir í takt við skjálfta- mæli í Vatnajökli. Einar rauk fram fyrir alla til að bóka okkur inn „afsakið, ég er héma með fatlaðan mann.“ Mér fannst allir stara á okkur og ef ég hef einhvem tíma verið fatl- aður þá var það nú! Úff ! A svipstundu vomm við svo komnir í frí- höfnina og hafði ég hugsað mér að kaupa mér ferðatölvu, en Einar rauk beint í mynda- vélamar og skildi mig eftir á miðju gólfi í klessu milli tveggja sýningarstanda svo ég gat mig hvergi hreyft. „Ætli tölvur séu bara ekki ódýrari í Glasgow?" hugsaði ég með mér og Einar verður áreiðanlega rólegri þeg- ar við erum komnir út. Maðurinn vanur að vera alltaf svo tímanlega að þetta pirrar hann að vera bara rétt í tíma. Reyndar þekkti ég ekki manninn neitt, hafði bara talað einu sinni við hann í síma og þá var hann hinn ró- legasti og bauð af sér góðan þokka. Svo var hann allt í einu kominn aftan á mig og þeytti mér af stað: „Þú ætlaðir ekkert að versla, var það? — það er heldur enginn tími til þess núna!“ Og áður en varði vorum við komnir að hliðinu og nú hófst bið eftir því að komast inn í vél. Einar settist niður, horfði á mig um stund og sagði svo: „Hvað ertu þungur? Geturðu ekkert sjálfur?" Ég náði ekki að svara, því hann hélt áfram: ,JÉg á orðið átta bamaböm. Yngsta dóttir mín eignaðist son um daginn, fyrsti afastrákurinn“. Þannig hélt hann áfram þar til við vorum komnir út að vélinni, þá tóku við vanir menn, sem lyftu mér úr stólnum mínum í burðar- stólinn og síðan í sætið í vélinni. Flugfreyjan bauð okkur velkomna og spurði hvort ég vildi fá sessuna með mér í vélina, hvort ég gæti setið í sætinu án sessunnar, eða hvort ég vildi hafa hana í hólfinu fyrir ofan mig með handfarangrinum. Flugið var tíðindalaust — nema hvað Einar var, held ég, hálf hneykslaður á að ég

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.