Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Page 8

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Page 8
8 Klifur Ammundar og spymti henni fast og örugglega frá eyjunum. Fréttaskjóðan stefndi til Reykjavíkur með jafnmikl- um hraða og flugvél íslandsflugs sem var á sömu leið. Eftir stutt samtal við skelkaðan flugstjóra vélarinn- ar (sem hafði aldrei séð fljúg- andi, hvað þá talandi frétta- skjóðu áður!) um óþægindi sem farþegar í hjólastólum verða fyr- ir er þeir fljúga með félaginu, breytti skjóðan hneyksluð um stefnu og hélt til Keflavíkur. Þar skoppaði skjóðan inní íþróttahús íslandsmeistara ÍBK í körfu- bolta. Tómstundaiðja á Suðurnesj- um Friðrik Arsæll formaður Suður- nesjafélagsins var á staðnum, tók skjóðuna upp og sagðist þurfa að drífa sig upp í félagsheimili, því mik- ið væri um að vera hjá þeim þessa dagana. A leiðinni sagði Friðrik að búið væri að koma upp svokallaðri ,,Tómstundaiðju“, þar sem fólk getur mótað hinar ótrúlegustu fígúrur úr gifsi. Einnig er ætlun- in að koma upp smíðastofu og er nú þegar búið að fjárfesta í einhverjum „smíðatólum“. Jól- in eru á næsta leiti og var verið að undirbúa einn „jólaföndurs- dag“ eða tvo þegar þetta er ritað. Um daginn tók félagið á móti Sjálfsbjargarfélögum úr Reykja- vík. Voru spilin tekin upp og spiluð félagsvist. Voru veitt verðlaun sem voru meðal annars úr gifsi. Þegar fréttaskjóðan spurði um úrslit, voru svörin fá og aðallega brosað útí annað. Eftir þessi orð tók hann skjóðuna eins og alvanur körfu- boltamaður og fleygði henni alla leið til Reykjavíkur. Reykjavík og Kanada Þar greip Jóhannes Þór Guð- bjartsson skjóðuna, alveg eins og hann hefði aldrei gert annað alla sína ævi. Hann sagði skjóðunni að fyrir utan þetta „vanalega," þ.e.a.s. Briddskvöld á mánu- dögum, opið hús á þriðjudög- um, félagsvist á miðvikudögum og tafl á fimmtudögum, þá hefði fé- lagið farið í heimsókn til Suðumesja, eins og áður hefur komið fram. Og þegar skjóðan spurði Jóa um úrslit var einnig lítið um svör, nema það að hann brosti út í bæði. Þau „kíktu“ líka upp á Vatnajökul á dögunum og verið er að undirbúa ferð til Kanada næsta sumar. Haldinn var félagsfundur og tryggingamálin rædd til hlítar (verður það nokkum tímann hægt?). Vatns- endalandið er tilbúið eftir mikla vinnu góðra manna, og verður það vígt með pomp og prakt á afmælis- degi félagsins á næsta ári. Að lokum verður „Jólabasar“ 6. til 7. desember. Við svo búið gekk Jóhannes yfir til landsambandsins og afhenti undirrit- uðum skjóðuna. Endir og gleðileg jól Fall er fararheill. Ritvillupúkinn og frændur hans allir réðust harkalega að fréttaskjóðunni í síðasta blaði. I síð- ustu fréttaskjóðu var þetta ritað: „Okkar félag á Húsavík brást skjótt við og benti bæjaryfirvöldum á að nú væri tækifærið til að leggja niður að- gengilegar gangstéttar.“ Auðvitað átti að standa þama; leggja aðgengilegar gangstéttar sem og bæjaryfirvöld gerðu, en ekki leggja þær niður. Það hefði nú verið undarleg stefna hjá bæjaryfirvöldum? Fréttaskjóðan óskar öllum gleði- legra jóla og farsæls komandi árs! Á.Sal. Halaleiirhópurinn í fullum sítrúfta Æfingar standa nú yfir hjá Halaleikhópnuni á nýju leikriti eftir Þorstein Guð- mundsson. Leikritið sem hlotið hefur nafnið Búktai- arinn gerist baksviðs á ís- lenskum skemmtistað fyrir um þrjátíu árum. Búktalar- inn sem kominn er á miðj- an aldur rifjar upp þann tíma sein hann var að byrja að skemmta. Hann minnist félaga sinna sem allir voru skemmtikraftar; töfra- menn, söngvarar eða fim- leikafólk svo dæini sé tekið. Fjöldi fólks kemur að sýn- ingunni og er frumsýning áætluð 16. janúar 1998 en þá verða fimm ár liðin síð- an Aurasálin, fyrsta sýning Halaleikhópsins var frum- Vefsíða Sjálfsbjargar í smíðum í fyrra kom upp sú hugmynd hvort ekki væri rétt að Sjálfsbjörg, lsf. kæmi sér upp vefsíðu. Snemma í vetur setti ég og Ragn- ar Gunnar Þórhallsson, upp ákveðin atriði sem þyrftu að vera á slíkri vefsíðu, og var sú greinar- gerð lögð fyrir framkvæmda- stjóm. A undanfömum vikum hef- ur verið unnið að smíði heimasíð- unnar, og má segja að fyrsta út- gáfa hennar sé komin á lokastig. A heimasíðu Sjálfsbjargar verður að finna almennar upplýsingar um samtökin, einstök Sjálfsbjargar- félög, stjóm samtakanna, upplýs- ingar um Sjálfsbjargarhúsið, stefnu samtakanna og fl. Samtökin sóttu um til Intís að fá eiginnafn á netinu og verður það http://www.sjalfsbjorg.is. Nú er þess að vænta að innan fárra vikna verði vefsíðan komin á netið. Við hönnun síðnanna hefur þess verið gætt að nálgast megi upplýsingar um ákveðin atriði sem t.d. snerta aðila utan samtakanna, t.d. varð- andi tryggingamál og þess háttar. Einnig verða tengingar við Sjálfs- bjargarfélögin, þ.e. þau þeirra sem hafa vefsíður. Þá er ætlun okkar að vera með tengingar við sambæri- leg samtök erlendis þó svo að það verði væntanlega ekki í fyrstu út- gáfu, þá strax í næstu. Eins munu verða tengingar við fréttahópa (USENET groups) um fötlun og skyld málefni. Jón Eiríksson

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.