Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Qupperneq 12

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Qupperneq 12
12 Klifur Félag Hailablódfallskaðaðra getum unnið gegn með ýmsu móti, sem hér verður ekki rakið frekar.“ FHBS stefnir að því að nota Inter- netið í sína þágu og koma þar á gagn- virku upplýsingasambandi við félags- menn. Slóðin að síðu þeirra er eftir- farandi: http://www.geocities.com/Hot- Springs/Spa/1562. Samhliða þessari heimasíðu hefur tölvupóstfang fé- lagsins verið tekið í notkun. Þar með er opnuð örugg og fljótvirk leið til þess að félagsmenn og almenningur geti komið skilaboðum til félagsins um hvaðeina sem á huga þeirra leitar. sem var þeim mikið innan handar. í júnímánuði 1996 gekk félagið í Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og er þar af leiðandi yngsta félagið okk- ar. Tilgangur félagsins er að vinna að innbyrðis kynningu meðal heilablóð- fallskaðaðra og aðstandenda þeirra. Það er gert með ýmiskonar félags- starfsemi t.d. var farið í einstaklega vel heppnaða sumarferð í júní. Tæp- lega 30 manns fóru þá í góðu skapi í dagsferð um Suðurland og öll þau komu aftur í ennþá betra skapi! Einnig er markmiðið að stuðla að almennri fræðslu um heilablóðfall og afleiðingar þess á sem breiðustum grundvelli. í því sambandi hefur FHBS gefið út góðan og yfirgrips- mikinn bækling sem ætti að vera öll- um gagnlegur sem þurfa á að halda og hollur aflestrar þeim sem ekki eiga við þennan sjúkdóm að etja. Frétta- blað félagsins kemur út fjórum sinn- um á ári. Þar sem félagsmenn, sem nú eru rúmlega hundrað manns, geta er von á góðum og gagnlegum gest- um m.a. Sigurlaugu Sveinbjömsdótt- ur heila- og taugaskurðlækni, Sigurði Einarssyni, endurhæfingalækni og Páli Asgeirssyni, geðlækni. Páll mun ræða um áfallahjálp og gagnsemi hennar. Einnig ætlaði Hjalti að reyna að fá upplýsingafulltrúa Trygginga- stofnunar ríkisins í heimsókn og fara í gegnum „frumskóg“ þeirra mála sem sú stofnun hefur fram að færa. Tölvupóstfang þeirra er: fhbs@geoc- ities.com Þeir sem vilja hafa samband við félagið á gamla góða mátan geta sent bréf eða annars konar póst á eft- irfarandi heimilisfang: Félag Heila- blóðfallskaðaðra, pósthólf 307, 202 Kópavogur. Einnig getur fólk hringt í síma 564-1045. Hjalti Ragnarsson fékk heila- blóðfall árið 1991 og stofnaði síðar, Félag Heilablóð- fallskaðaðra (FHBS) árið 1994, í fé- lagi við fjóra aðra, félag til stuðnings þeim sem hafa fengið heilablóðfall, og aðstandendum þeirra. Þessir „fjór- ir aðrir“ voru: Trausti Jónsson, Eyjólfur K. Sigurjónsson, Guðmund- ur Finnbogason og Sigþór Rafnsson. Þeir leituðu síðan til Helga Seljan skipst á skoðunum, fréttum og al- mennum fróðleik um hugðarefni sín. Síðast en ekki síst ætlar félagið sér að vinna að ráðgjafar- og upplýsinga- þjónustu fyrir heilablóðfallskaðaða, varðandi lifnaðarhætti, velferð og réttindi þeirra. Félagsfundir eru haldnir reglulega yfir vetrarmánuðina og þá gjarnan í formi fyrirlestra og fræðslu um heilablóðfall og afleið- ingar þess. Það sem af er þessum vetri Félagsfundimir em oftast haldnir í Oddshúsi, Sléttuvegi 7, Reykjavík. Alvarlegur á svip segir Hjalti að hann leggi mikla áherslu á mikilvægi fræðslunnar. „Hvert okkar fyrir sig ræður ekki við margvisleg vandamál, en fræðsla opnar okkur nýja sýn. í fyrstu verðum við eins og smáböm og erum mjög erfið í umgengni, en með góðri fræðslu verður okkur fljótlega ljóst, að mörg þessara vandamála eru afleiðingar veikinda okkar, sem við

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.