Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Síða 3
Klifur
Orð í belg
Heilir og sœlir lesendur góðir.
Nú af afloknum sumarleyfum þá
tekur alvaran við. Lífið færist í fast-
ar skorður og hin daglega „rútína“
tekur við. Hjá mér þýðir þetta alla-
vega að félagsmálavafstrið hellist
einnig yfir mann. Það þýðir svo sem
ekkert að vera að kvarta, til einhvers
var maður að gefa kost á sér í þetta.
Hvað skyldi svo hafa gerst síðan
Klifur kom út síðast? í byrjun júní
var haldið Sjálsbjargarþing á Akra-
nesi það 30. í röðinni. Nánar er fjall-
að um það hér í blaðinu. Á þinginu
var kosin ný útgáfunefnd Klifurs. I
henni voru auk undirritaðs Árni
Salómonsson, Ingólfur Öm Birgis-
son og Grétar Pétur Geirsson en
enginn þeirra gaf kost á sér áfram.
Ingólfur var reyndar búinn að starfa
í sex ár samfellt í nefndinni og gat
þarf af leiðandi ekki verið áfram þar
skv. lögum Sjálfsbjargar. Það er
óhætt að segja að þeir Ingólfur og
Ámi hafa gert Klifur að því blaði
sem það er í dag. Það hefur vaxið og
dafnað með ámnum og útlit þess
hefur tekið miklum stakkaskiptum.
í nefndinni nú em Jón Eiríksson,
Pálína Snorradóttir og Þórir Karl
Jónasson. Það er von mín að þessi
nefnd verði ekki síður mikilvirk en
sú fyrri.
Talandi um Sjálfsbjargarþing þá
Jón Eiríksson,
ritstjóri Klifurs, skrifar.
hef ég einhvemveginn á tilfinning-
unni að þar þurfi að vanda betur til
skipulagningar. Á síðustu árum hafa
þingin verið helguð ákveðnum
málaflokkum eða ákveðnu máli en
stundum hefur aðalmál þingsins
fengið litla umfjöllun eða þá mjög
yfirborðkennda. Það er eins og aðr-
ir hlutir sitji fyrir svo sem álit milli-
þinganefnda kosningar og þh. Þetta
má auðvitað ekki vera svona og er
nauðsynlegt að rétt sé staðið að
hlutunum. Á liðnu vori fór kjör-
nefnd yfir mannval í nefndum. Þeir
sem höfðu verið 6 ár voru strikaðir
út samkvæmt lögum samtakanna.
Athugað var hvort þeir sem eftir
Félagsmálafulltrúi hjá Sjálfsbjörg Isf.
Hjá Sjálfsbjörg lsf er starf-
andi félagsmálafulltrúi í
75% starfi. Starf félags-
málafulltrúans felst m.a. í að að-
stoða fólk við að finna út úr ýms-
um málum sem viðkemur rétt-
indum þess. Einnig er hægt að
nálgast ýmis umsóknareyðublöð
hjá félagsmálafulltrúanum og
upplýsingar um félags- og tóm-
stundarstörf sem eru í boði fyrir
fólk með fötlun.
Fólki velkomið að leita til fé-
lagsmálafulltrúans ef það telur
sig þurfa á aðstoð að halda með
sín mál. Síminn á skrifstofu
Sjálfsbjargar er 552-9133.
voru í nefndum gæfu kost á sér
áfram. Auð þess var talað við for-
menn allra félagsdeilda og þeir
hvattir til að koma sínu fólki á fram-
færi. Þessar upplýsingar voru sendar
öllum formönnum félaganna og
einnig var listi þessi birtur í Klifri.
Þrátt fyrir þetta fór að mínum dómi
allt of langur tími í kosningar á
þinginu. Það var engu líkara en að
menn hefðu lítið kynnt sér áður send
gögn. Ef rétt er að málum staðið og
öll gögn hafa borist þá á að vera
óþarfi að lesa upp hvert einasta
nefndarálit, en sjálfsagt er að hafa
umræður um þau, hafi þingfulltrúar
þá kynnt sér þau áður. Þetta gefur
aðalmáli þingsins meira rými og
gerir þingið markvissara.
Dagvist Sjálfsbjargar:
Hjólastóll að gjöf
frá Össuri hf.
Fyrirtækið Össur hf.
afhenti Dagvist Sjálfs-
bjargar hjólastól að gjöf
fyrir skömmu. Hér á eftir fer
þakkarbréf sem heimilisfólk og
starfsmenn Dagvistar Sjálfs-
bjargar sendu fyrirtækinu.
Okkar bestu þakkir fyrir
höfðinglega gjöf
í Dagvist Sjálfsbjargar eru
ávallt margir sem alla jafna
ganga, en finnst gott að geta
sest í hjólastól á lengri göngu-
leiðum. Má þar nefna til að
skoða söfn og sýningar, eða
fara í stutta gönguferðir úti,
slíkar ferðier erufarnar við og
við í Laugardalinn.
Nýr hjólastóll, sterkur en
meðfœrilegur er því kærkom-
inn gjöf og verður til þess að
fleiri geti nýtt sér það sem í
boði er í Dagvistinni.
Hjartans kveðjur og þakklœti
frá okkur öllum.
3