Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 7
Klifur
A œvintýraslóðum í Lególandi. Aðgengi fyrir hjólastóla í garðinum var hið ágœt-
asta og þjónustan hreint út sagtfrábær.
Hópurinn við upphaf ferðar, ló.júní. Það var næstum áþreifanleg spennan í loft-
inu þegar unglingarnir, ásamt foreldrum, fóru að týnast inn í Sjálfsbjargarhúsið,
þar sem lagt var afstað.
hjóla og enn aðrir í körfubolta. Eftir
hádegi var farið niður í bæ og kíkt á
mannlífið. Þegar við komum til baka
var sá sem fór til ömmu sinnar mætt-
ur á svæðið. Amman bauð okkur í
heimsókn, en því miður gátum við
aldrei notið gestrisni hennar, þar
sem of dýrt var að fá farartæki. Um
kvöldið fóru nokkrir í strandblak og
hinir hvöttu „sína“ menn til dáða.
Nú þurftu Bryndís og Nolli að yfir-
gefa okkur og halda til Kaupmanna-
hafnar til að sinna vinnunni sinni.
/ Lególandi
A mánudagsmorgun vöknuðu íbúar
eins sumarhússins við „fagran" söng
Sigvalda Búa leiðbeinanda. Lýsir
það kannski best skapi hópsins
þennan dag. Kannski ekki skrýtið,
því eftir morgunmat var vígbúist,
herklæðin voru stuttbuxur og bolur
vegna þess að veðrið var frábært.
Vopnin voru myndavélar. Nú átti að
nema land í Lególandi
Þar var hvert einasta tæki prófað, í
frábæru veðri 30-35 gráður. Þess má
geta hér að aðgengi fyrir hjólastóla í
garðinum er hið ágætasta og þjón-
ustan hreint út sagt frábær. Einn
hópurinn fór að vísu í rússíbana,
sem bilaði og þurfti örlitlar björgun-
araðgerðir til að ná fólkinu úr hon-
um, en hún var svo smávægileg og
leyst vel af hendi af brosandi og
glaðbeittu starfsfólki garðsins, að
það varð bara úr skemmtileg lífs-
reynsla. Þegar heim var komið um
kvöldið, þurfti hvorki vögguvísur né
svefnpillur til að fólk sofnaði.
Á þriðjudeginum var frjáls dagur
sem flestir nýttu til að vera úti við í
einstakri veðurblíðu. Sumir voru
einnig í skipulagsnefnd fyrir heim-
sókn danskra unglinga úr nokkurs-
konar dönsku „Sjálfsbjargarfélagi“
sem ætluðu að koma í heimsókn
seinnipart þessa dags.
Síðan þurfti að fara með einn ung-
ling og einn leiðbeinanda, þá Bjama
og Lalla til læknis. Bjama vegna
flensu og Lalla vegna flugnabits.
Dönsku „unglingarnir“
Klukkann fjögur komu dönsku
„unglingamir“ ef unglinga skyldi
kalla, því þau vom öll á aldur við
leiðbeinendur hópsins. Einhver mis-
skilningur hafði orðið, en við gerð-
um gott úr því. Byrjuðum við á því
að fara í ratleik, sem byggðist upp á
því að þátttakendur þurftu að svara
spumingum, sem tengdust báðum
löndunum, þ.e.a.s. Danmörk og Is-
landi. Þannig gátu þátttakendur lært
ýmislegt um bæði löndin.
Um kvöldið var haldin vegleg
grillveisla að hætti Dana, þar sem
allir skemmtu sér af hjartans lyst. I
miðri veislu birtist Nolli. Hann
hafði fengið frí frá vinnu til að vera
með okkur það sem eftir lifði ferðar.
Á miðvikudeginum var farið í
gönguferð niður í bæ og einnig nið-
ur á höfn. Síðar um daginn skipu-
lögðu unglingamir kvöldvöku að
hætti Buslara. Hún var haldin niður
á ströndinni við opinn varðeld. Þar
var fluttur leikþáttur, farið í leiki, nú
og auðvitað sungið. Eftir kvöldvök-
una fóm „sparkfræðingar“ hópsins
og horfðu á einn EM knattspymu-
leik.
Mestan part miðvikudags eyddum
við í Árhus, lögðum af stað strax
eftir morgunmat. Þar má segja að
verslunaræðið sem við bjuggumst
við í fríhöfninni hafi brotist út. Því
um leið og við skoðuðum borgina,
t.d. ráðhúsið, var verslað af miklum
móð enda útsölur út um allt (má
ekki sleppa þeim!). I ráðhúsinu var
einum leiðbeinanda næstum því vik-
ið út fyrir að spila íslensku leik-
skólalögin á risastóran flygil, Svo er
sagt að unglingar séu slæmir!
Um kvöldið þegar við komum
heim héldu leiðbeinendur kvöld-
vöku með miklum glæsibrag. Þau
-framhald á bls. 9
7