Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 13

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 13
Klifur Húsnæðis- og kjaramál Öryrkjabandalag Islands rekur fjöldann allan af leiguíbúðum fyrir fatlaða víða um land. Flestar eru þœr þó í Hátúni 10, Reykjavík. Það er óhætt að segja það með réttu að mikið umrót hefur verið á húsnæðismarkaðnum að undanförnu og eru margar ástæð- ur sem hafa orsakað og skapað það ástand sem við nú lifum við. Núverandi ríkisstjórn ákvað að leggja niður félagslega húsnæðis- kerfið. Nokkur rök voru færð fyrir þeim gjömingi, ein rökin voru með- al annars það að mörg sveitarfélög vom að sligast undan því að leysa til sín íbúðir sem fólk vildi losna við. Það hefði verðið mun skynsamlegra að breyta lögunum þannig að af- nema kaupskyldu sveitarfélaga. Einnig þegar félagslega húsnæðis- kerfið var lagt niður hækkuðu vext- ir um mörg prósent, vegna þess að samhliða því að leggja niður félags- lega húsnæðiskerfið voru félagsleg lán líka lögð niður. Nú í dag verður t.d. Hússjóður ÖBI að taka lán með mun hærri vöxtum (markaðsvöxt- um) en var þegar félagslegu lánin vom til staðar. Þetta segir mér ein- faldlega það að þær íbúðir sem okk- ar samtök kaupa í dag verða líklega lánaðar út með hærri húsaleigu, og einsog kjör öryrkja em í dag þá get- um við ekki borgað hærri leigu, svo einfalt er það. Þegar félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður þá mótmælti verka- lýðshreyfingin því harðlega og sagðist mundi berjast fyrir því í næstu kjarasamningum að komið yrði á fót nýju kerfi, en hvað gerð- ist? Það heyrðist ekkert um það í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar í síðustu samningum að komið yrði á fót nýju félagslegu húsnæðiskerfi, hvorki með leiguíbúðir, kaupleigu eða eignaúbúðir, einsog hreyfingin hafði marg oft lýst yfir. Vandinn er staðreynd Astandið er mjög alvarlegt á höfuð- borgarsvæðinu. Þá á ég bæði við söluíbúðir á frjálsum markaði og leigumarkaðinn, því verð á hvom tveggja hefur rokið upp. Stjómvöld verða að viðurkenna vandann bæði ríkisstjóm og sveita- stjómir, en ekki að koma sér undan því að gera eitthvað í málinu. Fé- lagsmálaráðherra, Páll Pétursson, var í viðtali á Rás 2 í vor og var að ræða þar húsnæðismál. Þar þrætti hann fyrir það að á höfuðborgar- svæðinu væri neyðarástand á leigu- markaði. Þó svo að viðkomandi dagskrárgerðarmaður hefði kynnt sér málið vel hjá þeim sem reka leigumiðlanir. Það er líka hluti af þessum vanda að það hefur verið töluverður fólks- flutningur af landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins. Bitnar verst á öryrkjum Við þá gríðarlegu hækkun sem ver- ið hefur í útgjöldum fólks til hús- næðismála, hefur það bitnað hvað verst á öryrkjum. Sú hækkun sem verið hefur á þessum útgjaldalið, eru tugir prósenta og hefur mjög lít- il hækkun á bótum komið þar á móti. Þetta eigum við ekki að sætta okkur við. Það em mannréttindi að við, ör- yrkjar, fáum að búa við öruggt hús- næði og höfum valkost um, eignarí- búðir, kaupleigu eða leiguíbúðir. Leiguhúsnœði er valkostur Leigumarkaður er raunhæfur val- kostur, ekki síst fyrir okkur sem emm öryrkjar, en það virðist hins- vegar ekki vera raunhæft að mati þeirra sem valdið hafa. Það er ekki svo mikið mál að koma upp leigu- markaði, því ekki vantar fjármagnið. Það væri ekki erfitt fyrir t.d. lífeyris- sjóðina að fjármagna það að hluta til, því eigin fjárstaða þeirra er orin tæp 600 milljarðar. Þeir þyrftu ekki að láta marga milljarða í þessa fjár- festingu, án þess að tapa þeim. En eins og stefna núverandi ríkis- stjómar er eiga allir að fara út á hin „frjálsa markað“ og kaupa sér hús- næði. Eg held það væri hollt fyrir ríkisstjómarflokkana að taka niður sólgleraugun og líta á þjóðfélagið eins og það er í raun og vem. Við sem erum á lægstu laununum og - framhald á bls. 21 13

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.