Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Page 19

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Page 19
Klifur Á Krít er aðfinna margar fallegar strendur. Besti tíminn til að ferðast um Krít er síðsumars eða snemma hausts og svofrá aprílfram í júní. yfir 40 stig (púff). Líkamleg áreynsla var óhugsandi yfir hádag- inn og tóm vitleysa að rölta um úti án höfuðfats. Ergó! Slökun, nægur vökvi, svalandi ávextir og græn- meti var mottó dagsins. Humarveislur A kvöldin var tími fyrir humarveisl- ur, Krítarréttaveislur, allavega mat- arveislur og nammi!! Það vakti sér- staka athygli okkar hversu ávextir og allt grænmeti var ferskt og gott. Við vorum frædd um það að lífræn ræktun væri í heiðri höfð á Krít og sem dæmi um það má nefna að ávextimir og grænmetið sem hótel- ið okkar bauð uppá var allt lífrænt ræktað. Hótelið sjálft hafði umsjón með ræktuninni. Það er góður matur á Krít. Svo var setið utan dyra undir stjömubjörtum himni á veitinga- stað, öldugjálfrið myndaði stöðugan bakhljóm fyrir lifandi músík sem flutt var flest kvöld í hótelgarðinum inn á milli pálmanna. Þetta var ljúft. Mosqitoflugan skœð Hitinn vandist þokkalega og fólk lærir yfirleitt fljótt að lifa með hon- um. Einn var þó vágestur sem aldrei vandist og það var mosqito- flugan illræmda sem er með ein- dæmum skæð á Krít sérstaklega í Það er gaman að heimsœkja þessa sólskinseyju þar sem býr upp til hópa vingjarnlegt og heiðarlegt fólk og lítið er um prang eða betl. Ijósaskiptunum. Bráðnauðsynlegt reyndist að hafa þar til gerðan ilm- vökva sem hafður var í herbergjum og einnig var nauðsynlegt að vera með áburð eða stifti sem smurt var á ber svæði líkamans til vamar flug- unum. Ferðaskrifstofan klikkaði á því að aðvara fólk við þessu áður en lagt var í hann og því urðu sumir al- veg bit en flugumar blóðlangaði ekki í aðra sem urðu nánast bitlausir fyrir vikið. Ef þú lesandi góður ert á leið til Krítar gerðu ráðstafanir vegna fluguvarna! Ef fólk sýnir fyrirhyggju varðandi bíla, klósett og flugur, og er á NÓGU GÓÐU HÓTELI, þá er Krít ákaflega þægilegur kostur þótt hjólastóll sé með í för. Fjallaklasar og hásléttur Farið var í skoðunarferðir og upp- götvaðist heilmikið landslag. Eyjan er öll á lengdina (rúml 200 km) en aðeins um 50 km þar sem hún er breiðust og sumsstaðar mun mjórri. Fjórir fjallaklasar liggja eftir eyjunni með gljúfrum og dölum. Hásléttur eru milli fjallanna og þar em þús- undir örsmárra fjallaþorpa. Tveir fjallaklasanna em hærri en Öræfa- jökullinn okkar og sást til snævar í hæstu tindum. Flestir búa á norður- hluta eyjarinnar, þar er búsældar- legra, betri veðurskilyrði, betri sjór og þrjár stærstu borgimar em þar. Sunnan megin er tiltölulega hrjóstmgt, mun þurrara, strjálbýlla og vegir öllu verri. Á einum stað keyrðum við fram á bónda sem var á miðri götunni að flá kvöldmatinn svona inn á milli bílanna. Kindur ganga lausar þama líkt og hér en þeir eiga jurt sem gjaman er gróður- sett við vegina og kindin þolir ekki þessa jurt. Þess vegna er kindin ekki vandamál í umferðinni meðan hún er lífs. Það er bannað að veiða kind- ur í matinn en kindaskytterí er víst iðkað á laun fyrir opnum tjöldum. Vegaskiltin sundurskotin Ef þú lesandi góður ert á leið til Krítar, EKKI taka með þér vega- skilti. Þér gæti brugðið illilega. Það er nefnilega svo að íslendingar og nokkrir fleiri lesa á vegaskilti. Krít- verjar hins vegar „vega“ skilti. Þeir -framhald á bls. 25 TrtinmhraHni X. HafnarftnO/ s. S6S-ISXS t%%tw.\1o<Ln rrJXaki - tnriMLifianlbók 19

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.