Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 25

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Qupperneq 25
Klifur Málþins: „Nordisk Handikap Förbund.“ / Danmörku 29. og 30. sept. sl. Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra er aðili að ofangreindum norrænum samtökum (NHF) sem ár hvert standa fyrir málþingi um eitt tiltekið málefni, til skiptis í löndunum fimm. Að þessu sinni var fjallað um atvinnumál fatlaðra á málþingi, sem haldið var í bænum Faaborg á Fjóni í Danmörku. Eins og ætíð við slík tækifæri er haldið lokahóf með góðum mat og drykk og þannig blandast saman gaman og alvara. Hér til hægri má sjá myndir af þinginu. Hér má sjá hluta íslensku þátttakend- anna hlusta afathygli áfyrirlestur á málþinginu. F.v. Jón Hlöðver Askels- son, Hildur Jónsdóttir, Sóley Axels- dóttir og Arnór Pétursson. Nokkrir Islendinganna taka lagið „Nú er ég glaður á góðri stund“ fyrir veislugesti í lokahófinu. F.v. Sigurður Einarsson, Sœbjörg Jónsdóttir og Jón Hlöðver Askelsson. Við borðið sitja Anna Guðrún Sigurðardóttir og Arnór Pétursson. - framhald afbls. 19 skjóta þau í tætlur þannig að mörg eru ólæsileg vegna kúlnagata. Það var ótrúlegt að sjá þetta. Hvað bjó að baki þessari skotgleði vissum við ekki almennilega en allavega; skildu allt eftir heima sem líkist vegaskilt- um...! Það er auðvelt að gera sig skiljan- legan á Krít. Flestir skilja ensku og gjaman líka þýsku því Þjóðverjar eru flestir ferðamanna. Þama eru krossgötur menningar- strauma, Evrópusambandið mætir Afríku sem mætir Miðausturlöndum sem mæta grískri og ekki síst krít- verskri menningu. Þarna eru grískar ortódoxkirkjur á flestum jörðum, moskur frá tímum Tyrkja og virki frá tímum Feneyinga. Hellirinn sem Seifur á að hafa fæðst í er þama og rústimar í Knossos. Virki við ströndina Nokkur úr hópnum sáu fallegt virki við ströndina er þau voru í bíltúr og ákváðu að skoða það nánar. Þau renndu í hlað og spurðu mann er þama var við opið hliðið hvort ekki væri opið og hugðust rölta inn. Opið hvað!! „This is the army!!“ Þau skoðuðu ekki meira þarna, sneru bara við. Helsti gallinn við skoðun- arferðir hjá okkur var hitinn. Heið- skír himinn með tilheyrandi sól og hiti um 40 gráður, er ekki gott ferðaveður. Besti tíminn til að ferð- ast um Krít er síðsumars eða snem- ma hausts og svo frá apríl framí júní. Vetumir eru frekar rakir og hitinn fer niður fyrir 20 gráður. Hásumarið er samkvæmt reynslu okkar í það heitasta. En við undum okkur vel við Mið- jarðarhafið þennan hálfa mánuð frá 26.06-10.07 og allir komu heilir heim í tíu gráðu hita (kulda) og lét kvefið ekki á sér standa. Vingjarnlegt og heiðarlegt fólk Þetta var góð ferð. Það er gaman að heimsækja þessa sólskinseyju þar sem býr upp til hópa vingjamlegt og heiðarlegt fólk og lítið er um prang eða betl. Það eru auðvitað alltaf einhver at- riði í svona ferðum sem betur mega fara en þau eru bara til að læra af þeim og muna skal eftir sérbúnaði ef þörf er á. Hann finnst ekki auðveld- lega á Krít. Og því miður er það þama eins og svo víða annars staðar að aðgengi og aðbúnaður er í nokk- uð beinu hlutfalli við verð. Hreyfi- hamlaðir þurfa því að velja dýrari kostina. Niðurstaðan er; í Krítarferð þarf fyrirhyggju, hún kostar sitt, þar er heitt - en þar er líka afskaplega nota- legt og skemmtilegt. Því ekki að skoða K(k)rítarkortið við tækifæri. 25

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.