Lindin

Volume

Lindin - 02.05.1956, Page 12

Lindin - 02.05.1956, Page 12
hann í míkrafóninn; "Pífl, asnar, er þetta að standa rétt. Standið rétt, standið rétt." Þegar kyrrð komst á öskraði hann; Áfram gakk einn, tveir, 1,2. 1,2. 1,2." Svona gengu her- mennimir góða st\ind, en þegar Smith öskraði: "Staðar nem." var Brandur búinn að rjúfa samhandið, en taldi sjálfur áfram; "1,2. 1,2. 1,2. 1,2. 1,1/2, 1^3/4, 2 heilir 21/2, 3. Úti á vellinum stóð Smith öskugrár af vonzku. Hvað hafði hlaupið í hermennina í dag. Þeir gegndu ekki nema endrum og eins. Og stundum gerðu þeir alveg þveröfugt við það, sem hann sagði þeim. Staðar nem, öskraði Smith, en í staðinn fóru hermennirnir að hlaupa. "Staðar nem,"öskraði hann aftur, en hermennirnir hlupu áfram. Ef þið stoppið ekki, fáið ]3ið engan hádegisverð. Nú stopp- uðu þeir loksins. "Standið rétt", kallaði Smith, en hermennirnir fleygðu sér á magann. Hvað gat þetta verið aldrei höfðu strákarnir hagað sér svona fyrr. En hvaða hávaði var þetta. Það var þó ekki einhver annar farinn að gefa fyrirskipanir. Hverskonar ósvífni var Joetta. "Stingið riflunum í vasann," heyrði hann kallað með rödd, sem hann sjálfur þekkti varla frá sinni eigin. Hvers konar ósvífni. Sá skal fá fyrir ferðina. Uinkringið skúr inn. Umkringið skúrinn. tta leið hafði Brandur gefið Smith samhand. og skipanirnar hljómuðu -um allan völlinn. Umkringið skúrinn. Hermennirnir um kringdu skúrinn á augabragði og hægt og hægt hálguðust þeir hann frá öllum hliðum. Brandi fór nú ekki að verða um sel. Hvemig ætlaði þetta að enda. "Takið hann fastan, sem er inni í skúrnum, " öskraði Smith. Brandur leit út hermennirnir voru rétt komnir að dyrunum. Hann flýtti sér að skipta yfir og ný skipun hljómaði um völlinn;

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.