Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 6
Allt að 70 þúsund kort
verða í boði í ár.
Ég sé launamun meðal
doktorsmenntaðra
bæði innan og utan
akademíu, óháð próf-
sviði.
Maya Staub,
doktor í félags-
vísindum
Maya Staub, doktor í félags-
vísindum, segir að niður-
stöður rannsókna hennar
á launamun kynjanna í
akademíunni bendi til þess
að launamunur doktors-
menntaðra á Íslandi sé til
staðar óháð prófsviði, bæði
innan akademíunnar og á
almennum vinnumarkaði.
ninarichter@frettabladid.is
JAFNRÉTTISMÁL „Þetta rímar mjög
vel við mínar niðurstöður. Hún er
að skoða akademíska starfsmenn
og hvernig þetta akademíska fram-
gangskerfi er, hindranirnar í því
og starfsumhverfi háskólanna,“
segir Maya Staub, doktor í félags-
vísindum, um niðurstöður nýrrar
skýrslu sem Salome Steinþórsdóttir
nýdoktor vann fyrir mennta- og
menningarmálaráðuneytið.
Niðurstöður skýrslunnar sýna að
litlar breytingar hafi orðið síðustu
fimm ár á stöðu kynjajafnréttis
þegar kemur að framgangi aka-
demískra starfsmanna háskóla.
Maya varði doktorsritgerð sína
fyrir skömmu, Starfsferilsþróun
doktorsmenntaðra: Rannsókn á
kynjuðu samhengi fjölskyldulífs
og tekna meðal doktorsmenntaðra
á Íslandi. Niðurstöður rannsókna
Mayu herma að konur með dokt-
orspróf á Íslandi séu með laun á
pari við karla með BA-próf.
„Launamunur doktorsmennt-
aðra í Íslandi er til staðar óháð
prófsviði og starfsvettvangi. Hann
er að finna hvort sem er innan hug-
og félagsvísinda eða raunvísinda og
einnig bæði innan akademíu og á
hinum almenna vinnumarkaði,“
segir Maya.
Rannsóknir Mayu beinast meðal
annars að því hvernig fjölskyldu-
Íslenskar konur með doktorsgráður
með laun á við karla með BA-próf
Syrgja fallna félaga
Lögreglufólk í Þýskalandi fylgdi félögum sínum síðasta spölinn í gær en þá voru borin til grafar þau Alexander og Yasmin sem voru skotin í lok janúarmánaðar.
Þau höfðu stoppað bíl en ökumaðurinn og farþegi voru veiðiþjófar og skutu þau bæði án þess að hika. Óku svo á brott en voru handteknir skömmu síðar.
Málið hefur vakið mikla reiði í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Litlar breyt-
ingar hafa orðið
síðustu fimm
ár í kynjajafn-
rétti er kemur
að framgangi
akademískra
starfsmanna
háskóla.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
lífið blandast inn í starfið hjá fólki
með doktorspróf.
„Þannig að ég er bæði með fólk
sem er að vinna innan háskólanna,
akademíska starfsmenn, svo er ég
líka með hina doktorsmenntuðu
starfsmennina sem eru að vinna á
almennum vinnumarkaði,“ segir
hún.
„Konur eru lengur að verða pró-
fessorar. Það eru mun fleiri karlar í
þessum prófessorastöðum, en það
eru fleiri lektorar og aðjúnktar, en
það eru lægri stöðugildin,“ segir
Maya.
Hún bendir einnig á launamun.
„Ég sé launamun meðal doktors-
menntaðra bæði innan og utan aka-
demíu, óháð prófsviði. Bæði innan
og utan félagsvísindanna.“
Maya segir að í störfum sem eru
álitin hefðbundin karlastörf, sem
fela í sér hugmyndir um til dæmis
hverjir eru góðir í stærðfræði, sé það
oft tengt karlmennskuhugmyndum.
„Í þeim geirum er launamunur
hærri, en þar sem konur eru fleiri,“
segir hún.
Hún bendir á að þannig sé meiri
munur í raunvísindunum en í
félagsvísindunum. „En hann er samt
til staðar hjá félagsvísindafólki.“
Að sögn Mayu eru heimilisstörf
meðal þátta sem einnig komi við
sögu. „Tími kvenna er miklu sund-
urslitnari og þær eru miklu stress-
aðri og með meira samviskubit yfir
því þegar þær eru ekki heima,“ segir
hún. „Það er mjög skýrt í mínum
gögnum.“ n
gar@gfrettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaðu r
Alþingis segir að Vegagerðin hafi
ekki farið að upplýsingalögum er
umsækjanda um starf var synjað
um afhendingu gagna sem tengdust
ráðningarferlinu.
Kona sem ekki fékk auglýst starf
hjá Vegagerðinni vildi fá gögn um
aðra sem sóttu um starfið. Vega-
gerðin afmáði nöfn hinna umsækj-
endanna úr gögnunum sem voru
afhent. Þau lutu meðal annars að
stigagjöf fyrir umsækjendur. Kvaðst
Vegagerðin ekki sjá þýðingu þess
að konan fengi upplýsingar um
stigagjöf annarra og að takmarka
bæri aðgang að þeim í ljósi einka-
hagsmuna þeirra.
Umboðsmaður Alþingis segir
Vegagerðina ekki hafa sýnt fram á
að afgreiðslan hafi verið í samræmi
við reglur stjórnsýslulaga. n
Upplýsingalögum
var ekki fylgt
Skúli Magnús-
son, umboðs-
maður Alþingis
kristinnhaukur@frettabladid.is
FERÐALÖG Evrópusambandið hefur
ákveðið að leyfa 18 ára ungmennum
frá EES-ríkjum og umsóknarríkjum
ESB að taka þátt í Interrail-lottó-
inu DiscoverEU. Hingað til hafa
einungis ungmenni í ESB-ríkjum
getað sótt um.
Þau sem vinna fá 30 daga ferða-
kort, sem gildir aðallega í lestir á
meginlandi Evrópu. Einnig fá þau
afsláttarkort sem hægt er að nota
við matarinnkaup. Kortin verða að
minnsta kosti 10 þúsund talsins og
gætu orðið allt að 70 þúsund í ár. Við
umsókn þurfa ungmennin að svara
sex spurningum um evrópska sögu
og menningu.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur lýst árinu 2022 sem
ári æskunnar og áhersla verður á
að koma ferðaþjónustunni aftur í
gang eftir heimsfaraldurinn. Auk
Íslendinga geta ungmenni frá Nor-
egi, Liechtenstein, Tyrklandi, Serbíu
og Norður-Makedóníu sótt um. Þau
sem vinna fá einnig aðgang að sam-
skiptakerfi DiscoverEU og geta haft
samband við önnur ungmenni á
sams konar ferðalögum.
Mariya Gabriel, ráðherra nýsköp-
unar, menningar, menntunar og
æsku hjá Evrópusambandinu,
kynnti útvíkkun verkefnisins í gær
og hvatti ungmenni til að sækja um.
Hugmyndin að DiscoverEU spratt
árið 2014 frá tveimur ungum Þjóð-
verjum, Vincent-Immanuel Herr og
Martin Speer, en þeir stungu upp á
að Evrópusambandið myndi gefa
öllum 18 ára ungmennum í álfunni
Interrail-kort. Þetta var talinn of
stór biti fjárhagslega og núverandi
verkefni var því málamiðlun. n
Íslensk ungmenni
fá boð ESB um
Interrail-lotterí
6 Fréttir 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ