Fréttablaðið - 16.02.2022, Page 11
Uppáhaldsborgin mín
er París. Síðan er
Ronda á Malaga í
miklu uppáhaldi, mjög
rómantísk borg og
góðir veitingastaðir.
Ég reikna með að hún
hafi verið að minna á
að hún er viðskipta-
ráðherra og þar með
bankamálaráðherra
Stefanía
Óskarsdóttir
MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2022
Anna Fríða Gísladóttir var nýlega
ráðin til f lugfélagsins Play sem for-
stöðumaður markaðsmála. Hún
á fjölmörg áhugamál og stundar
hlaup og bootcamp af kappi.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég á mörg áhugamál og er því
ágæt í mörgu en ekki yfirburðar í
neinu. Áhugamálin eru meðal ann-
ars matseld og hvers kyns hreyfing
eins og hlaup, badminton, lyftingar,
veiði, skíði, dans og gönguskíði.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Þetta svar kann að hljóma eins
og það sé samið sérstaklega fyrir
Markaðinn, en svo er nú ekki. Lík-
amsklukkan hjá mér er stillt þannig
að ég vakna alltaf 6.30, þrjá daga í
viku fer ég á hlaupa- og bootcamp-
æfingu og hina dagana nota ég tím-
ann á meðan allir eru sofandi til að
liggja upp í rúmi í símanum, fá mér
kaffi og græja svo soninn fyrir leik-
skóla og skutla.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Þegar ég útskrifaðist fékk ég Lean
In sem hefur með óbeinum hætti
haft mikil áhrif á mig og sérstak-
lega á þeim tíma. Í dag hefur hins
vegar bókalestur fengið að víkja
fyrir fræðipodcöstum. Það er þó á
áætlun að bæta úr því.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Á næstu vikum mun ég hefja
störf sem forstöðumaður markaðs-
mála í geira sem ég hef ekki unnið í
áður. Það verður góð áskorun sem
ég hlakka mikið til að takast á við.
Þar að auki er einkasonurinn að
hefja koppaþjálfun sem verður líka
ákveðin áskorun.
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Ég tala af reynslu þegar ég segi
að lífið er óútreiknanlegt. Það sem
skiptir máli er að vera trú sjálfri sér
og hafa gaman af lífinu. Rest redd-
ast.
Ef þú þyrftir að velja annan starfs-
frama, hvað yrði fyrir valinu?
Ætli það væri ekki eigin rekstur.
Ég fæ reglulega fyrirspurnir á
Instagram um uppskriftir að því
sem ég elda þannig að kannski eitt-
hvað tengt því.
Hver er þín uppáhaldsborg?
París. Síðan er Ronda á Malaga í
miklu uppáhaldi, mjög rómantísk
borg og góðir veitingastaðir sem
skiptir mig máli því ég er mikill
aðdáandi Tapas rétta, þannig það
hentar mjög vel að nýi vinnustaður-
inn, PLAY, fljúgi þangað.n
Á fjölmörg áhugamál
n Svipmynd
Anna Fríða Gísladóttir
Nám: BSc. í viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands, með áherslu á
markaðsfræði.
Störf: Núverandi Brand and
Campaign Manager hjá Bioeffect
en var nýlega ráðin markaðsstjóri
hjá flugfélaginu Play.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með
Sverri Fal Björnssyni hagfræðingi
og saman eigum við soninn Björn
Helga.
olafur@frettabladid.is
Ummæli Lilju Daggar Alfreðsdóttur,
menningar- og viðskiptaráðherra,
í síðustu viku, um að ef bankarnir
ekki tækju það upp hjá sjálfum sér
að verja hluta hagnaðar til að bæta
stöðu þeirra viðskiptavina sem
verst stæðu kæmi til greina að setja
á bankaskatt, hafa vakið athygli.
Lilja hafði ekki rætt þetta í ríkis-
stjórn og vöktu orð hennar gagn-
rýni og viðbrögð stjórnarþing-
manna og fleiri aðila, auk þess sem
aðrir ráðherrar, meðal annars Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra,
sögðust ekki fylgjandi bankaskatti.
Doktor Stefanía Óskarsdóttir,
dósent í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, telur ekki að
ummæli Lilju breyti stöðu hennar í
ríkisstjórn. „Ég reikna með að hún
hafi verið að minna á að hún er við-
skiptaráðherra og þar með banka-
málaráðherra. Hún var búin að vera
menntamálaráðherra í fjögur ár og
eftir uppstokkunina á stjórnarráð-
inu er hún menningarmálaráðherra,
auk þess að fara með viðskipta- og
bankamál. Hingað til hefur hún
fyrst og fremst komið fram sem
menningarmálaráðherra og sjálf
var ég hálfpartinn búin að gleyma
því að hún færi með viðskiptamál.“
Stefanía segir Lilju nú hafa minnt
rækilega á sig sem viðskiptaráð-
herra. „Með því að stíga svona fram
greip Lilja gagnrýni frá stjórnar-
andstöðunni á stjórnina og tillögur
Kristrúnar Frostadóttur um vaxta-
bætur og aðrar aðgerðir á lofti og
sendi beint á bankana sem voru rétt
að tilkynna tugmilljarða hagnað á
síðasta ári.“
Stefanía segir það ávallt umdeilt
meðal almennings þegar bankarnir
skili miklum hagnaði og því sé þetta
útspil Lilju til vinsælda fallið meðal
almennings. „Svo sýnist mér hún
hafa náð til bankamanna. Benedikt
Gíslason, bankastjóri Arion banka,
tók þessu ekki fráleitlega. Hann úti-
lokaði ekki að nota mætti sérstaka
skattheimtu til að aðstoða sérstak-
lega þá sem standa illa.“
Stefanía segist túlka ummælin
svo að Lilja sé að gera sig gildandi
í umræðu um efnahagsmál. „Ég
sé þó ekki að bankamálaráðherra
fari að beita sér fyrir breytingum á
bankaskatti í andstöðu við fjármála-
ráðherra. Ég held að þetta sé miklu
fremur til að minna ákveðna aðila
á sig.“
Sigurður Ingi Jóhannsson inn-
viða ráðherra hafði áður viðrað
að taka húsnæðisliðinn út úr vísi-
tölunni. Stefanía segir hugmyndum
kastað fram, kannski í þeim tilgangi
að eiga eitthvað uppi í erminni í við-
ræðum við verkalýðshreyfinguna,
en kjarasamningar eru lausir í haust.
„Ég held að Lilja sé að minna á að
hún sé ansi hörð og hiki ekki við
að berjast. Hún stóð í ströngu inni
í síðustu ríkisstjórn með stuðning
við einkarekna fjölmiðla og mátti
hafa fyrir því máli. Hún er að minna
á að hún sé ekkert hrædd við að
taka slaginn ef því er að skipta. Að
mínu mati eru þetta skilaboð inn
í ríkisstjórnina, en ekki síður til
stjórnarandstöðunnar, bankanna
og almennings.“ n
Lilja er að minna á sig
Anna Fríða Gísladóttir, forstöðumaður hjá PLAY. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kynningarfundur
um Ölfusárbrú
Samvinnuverkefni um
samgönguframkvæmdir
Vegagerðin boðar til opins kynningarfundar
föstudaginn 18. febrúar kl. 10 um fyrirhugað útboð á
samvinnuverkefninu Hringvegur um Ölfusá.
Verkefnið felur í sér færslu Hringvegar norður fyrir
Selfoss með byggingu nýrrar brúar á Ölfusá við Efri
Laugardælaeyju.
Fundurinn verður í beinu streymi sem má
nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Fyrirspurnir í gegnum slido.com
með aðgangsorðinu #olfusarbru
magdalena@frettabladid.is
Már Mixa, lektor við Háskólann
í Reykjavík, segir í samtali við
Markaðinn að þó svo að ávöxtun
eigin fjár hjá bönkunum sé í hærri
kantinum þá gefi hún ekki tilefni til
að fara yfir um.
„Arðsemin árið 2021 var góð
hjá bönkunum en hún lá á bilinu
11-15 prósent og meðaltalið var
12,6 prósent. Það er samt sem áður
ekki hægt að tala um það sem ofur-
hagnað,“ segir Már og bætir við að
ef litið sé á tölurnar þá gefi þær ekki
til kynna að um okur bankanna sé
að ræða né að þörf sé á sérstökum
bankaskatti.
„Mörgum verður tíðrætt um
okurvexti hjá bönkunum en stað-
reyndin er sú að vaxtamunur er að
dragast saman. Hann er nú 2,5 pró-
sent en var 3 prósent 2017. Vaxta-
munurinn hjá bönkum í dag er sá
lægsti síðan hrunið 2008 átti sér
stað. Ef við berum saman arðsemi
hjá bönkunum og hjá smásölufyrir-
tæki á borð við Haga þá er arðsemi
Haga á síðustu 5 árum töluvert hærri
eða 14,8 prósent. Varla ætti að leggja
sérstakan skatt á Bónus? Álagning
Bónusverslana er afskaplega lág eða
á svipuðum slóðum og hjá Wal-Mart
í Bandaríkjunum. Það heldur enginn
því fram að Bónus sé okurbúlla.“
Már segir jafnframt að staðan
sýni svart á hvítu að ekki sé þörf á
sérstökum bankaskatti. „Það má
heldur ekki gleymast að það hefur
lítið þurft að afskrifa síðastliðin ár.
Þegar horft er á þessar tölur þarf
líka að líta til lengri tímabila. Það
gefur ekki rétta mynd að horfa til
skamms tíma.“ n
Bankarnir okra ekki
Már Wolfgang Mixa, lektor við Háskólann í Reykjavík. MYND/HRINGBRAUT